Byggðarráð Skagafjarðar - 822
Málsnúmer 1804001F
Vakta málsnúmerSveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 366. fundur - 18.04.2018
Fundargerð 822. fundar byggðarráðs lögð fram til afgreiðslu á 366. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Stefán Vagn Stefánsson kynnti fundargerð. Bjarni Jónsson og Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir kvöddu sér hljóðs.
-
Byggðarráð Skagafjarðar - 822 Farið yfir stöðu verkefnisins. Undir þessum dagskrárlið sat fundinn Sigfús Ingi Sigfússon verkefnastjóri hjá sveitarfélaginu. Bókun fundar Bjarni Jónsson tekur ekki þátt í atkvæðagreiðslu.
Afgreiðsla 822. fundar byggðarráðs staðfest á 366. fundi sveitarstjórnar 18. apríl 2018 með átta atkvæðum. -
Byggðarráð Skagafjarðar - 822 Lögð fram svohljóðandi tillaga frá Grétu Sjöfn Guðmundsdóttur, K-lista og Bjarna Jónssyni, Vg og óháðir:
"Lagt er til að sérfróður aðili sem ekki er tengdur sveitarfélaginu verði fenginn til að leggja mat á áhrif samstarfssamnings um uppbyggingu sýndarveruleikasafns á Sauðárkróki á fjárfestingar og skuldbindingar Sveitarfélagsins áður en hann verður lagður fyrir sveitarstjórn til fullnaðarafgreiðslu. Matið taki á heildarkostnaði sveitarfélagsins vegna langtímaskuldbindinga og ávinning af framlagi þess til verkefnisins og annarra ráðstafanna sem af því hljótast, svo sem hvað varðar aðstöðu, stoðþjónustu,leigu, skatttekna, ívilnanir og fleiri þætti er varða aðkomu sveitarfélagsins að svo viðamiklu langtímaverkefni. Matið taki einnig á afleiddum kostnaði sem fellur til vegna húsnæðisráðstafanna fyrir Byggðasafn Skagfirðinga."
Byggðarráð samþykkir að fresta afgreiðslu þessa dagskrárliðar þar sem unnið er úttekt. Gert er ráð fyrir að hún liggi fyrir næsta fundi byggðarráðs. Á fundi byggðarráðs 8. mars s.l. óskaði Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir, K-lista, eftir mati á skuldbindingum Sveitarfélagsins Skagafjarðar vegna uppbyggingu sýndarveruleikasýningar á Sauðárkróki. Byggðarráð samþykkti að fela lögmanni sveitarfélagsins að vinna að formlegu mati sem mun liggja fyrir innan skamms.
Sigfús Ingi Sigfússon verkefnastjóri sat fundinn undir þessum dagskrárlið. Bókun fundar Afgreiðsla 822. fundar byggðarráðs staðfest á 366. fundi sveitarstjórnar 18. apríl 2018 með níu atkvæðum. -
Byggðarráð Skagafjarðar - 822 Lögð fram svohljóðandi tillaga frá Grétu Sjöfn Guðmundsdóttur, K-lista og Bjarna Jónssyni, Vg og óháðir:
"Lagt er til að atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd verði falið að taka saman eftirfarandi upplýsingar fyrir byggðaráð.
- Hvar verður bráðabrigðahúsnæði sýninga sem voru í Minjahúsinu á Sauðárkróki og hver er áætlaður árlegur kostnaður vegna reksturs og húsaleigu?
- Hvar verður bráðabrigðahúsnæði skrifstofuhluta safnsins á Sauðárkróki og hver er áætlaður leigukostnaður á ári?
- Hvar verður bráðabrigðahúsnæði fornleifadeildar safnsins og hver er áætlaður leigukostnaður á ári?
- Er áætlað vörslurými í Borgarflöt nægjanlegt?"
Bókun:
Eignasjóður Skagafjarðar hefur með höndum umsýslu fastafjármuna sem nýttir eru fyrst og fremst af aðalsjóði Sveitarfélagsins Skagafjarðar. Eignasjóður leigir út fasteignir til stofnana sveitarfélagsins og innheimtir leigu (svokallaða innri leigu) í samræmi við raunverulegan kostnað sem viðkomandi fjárfesting ber með sér. Stjórn Eignasjóðs Skagafjarðar er byggðarráð Sveitarfélagsins Skagafjarðar en ekki atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd. Eðlilegt er að fyrirspurninni sé beint til byggðarráðs þar sem hún lýtur einkum að fasteignum og kostnaði vegna leigu.
Eins og kjörnum byggðarráðsfulltrúum er kunnugt um, og rætt hefur verið á fundum ráðsins, er verið að vinna í að koma fastasýningum Byggðasafns Skagfirðinga sem verið hafa í Minjahúsinu á Sauðárkróki, fyrir í öðru húsnæði á Sauðárkróki. Gangi þær fyrirætlanir eftir er líklegt að kostnaður vegna rekstrar og innri leigu sem hlýst af sýningunum verði lægri en hann er í dag af Minjahúsinu.
Aðstaða fyrir þá starfsmenn Byggðasafns Skagfirðinga sem hafa haft vinnuaðstöðu í Minjahúsinu á Sauðárkróki mun verða í húsnæði Sveitarfélagsins Skagafjarðar á Aðalgötu 2 á Sauðárkróki en sveitarfélagið á helming þess húsnæðis. Þar hefur verið gjaldfærð innri leiga um áraraðir þrátt fyrir enga beina starfsemi á vegum sveitarfélagsins. Ljóst er að fasteignin á Aðalgötu 2 mun verða betur nýtt við þessa yfirfærslu og að gjaldfærsla innri leigu vegna starfsmannaaðstöðu sem flyst úr Minjahúsinu mun sparast.
Áætlað varðveislurými fyrir muni Byggðasafns Skagfirðinga á Borgarflöt er nægjanlegt miðað við núverandi safnkost. Þess má geta að starfsmaður Byggðasafns Skagfirðinga aflaði sér sérþekkingar í pökkun og varðveislu safnmuna hjá Þjóðminjasafni Íslands áður en farið var í flokkun og pökkun þeirra muna sem staðsettir eru í Minjahúsi. Allir safnmunir sem varðveittir eru og fluttir verða í nýtt varðveislurými hafa nú verið flokkaðir og myndaðir og unnið er nú að skráningu þeirra í Sarp. Heildrænt yfirlit yfir safnmuni er því miklu mun betra í dag en fyrir var.
Þarfagreiningarhópur vegna byggingar Menningarhúss á Sauðárkróki er að störfum en í honum eiga sæti fulltrúar frá öllum framboðum sem eiga kjörinn fulltrúa í sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar ásamt fulltrúum frá mennta- og menningarmálaráðuneyti. Hafa fulltrúar Sveitarfélagsins Skagafjarðar í störfum sínum lagt áherslu á að í menningarhúsinu verði varðveislurými sem kemur til móts við þarfir Byggðasafns Skagfirðinga, Héraðsskjalasafns Skagfirðinga og Listasafns Skagfirðinga. Munu söfnin með því verða meðal fárra slíkra safna á landinu sem munu uppfylla kröfur ríkisins um aðbúnað opinberra safna og byggðasafna eins og kemur fram í lögum og reglugerðum.
Sigfús Ingi Sigfússon verkefnastjóri sat fundinn undir þessum dagskrárlið.
Bókun fundar Afgreiðsla 822. fundar byggðarráðs staðfest á 366. fundi sveitarstjórnar 18. apríl 2018 með níu atkvæðum. -
Byggðarráð Skagafjarðar - 822 Lagt fram bréf dagsett 3. apríl 2018 frá Jóni Guðmundssyn og Auði Magnúsdóttur starfsmönnum Landbúnaðarháskóla Íslands á Hvanneyri, varðandi möguleika á vinnslu orku og næringarefna úr lífrænum hráefnum.
Ekki liggur fyrir afstaða sveitarfélagsins hvort það ætlar að verða þátttakandi í verkefninu. Bókun fundar Afgreiðsla 822. fundar byggðarráðs staðfest á 366. fundi sveitarstjórnar 18. apríl 2018 með níu atkvæðum. -
Byggðarráð Skagafjarðar - 822 Byggðarráð samþykkir að tilnefning fulltrúa í öldungaráð sveitarfélagsins verði gerð eftir sveitarstjórnarkosningar 2018. Bókun fundar Afgreiðsla 822. fundar byggðarráðs staðfest á 366. fundi sveitarstjórnar 18. apríl 2018 með níu atkvæðum.
-
Byggðarráð Skagafjarðar - 822 Lagður fram tölvupóstur dagsettur 23. mars 2018 frá sýslumannsembættinu á Norðurlandi vestra, úr máli nr. 1803295. Óskað er umsagnar um umsókn Eydísar Magnúsdóttur fyrir hönd Smiðjugrundar ehf. um leyfi til að reka gististað í flokki II að Sölvanesi, 561 Varmahlíð. Sótt er um gistingu fyrir 10 manns í eldra íbúðarhúsi og 4 í frístundahúsi á jörðinni.
Byggðarráð gerir ekki athugasemdir við umsóknina. Bókun fundar Afgreiðsla 822. fundar byggðarráðs staðfest á 366. fundi sveitarstjórnar 18. apríl 2018 með níu atkvæðum. -
Byggðarráð Skagafjarðar - 822 Lagður fram tölvupóstur frá Jóni Gísla Jóhannessyni, Birkihlíð, 560 Hofsósi, dagsettur 25. mars 2018.
Fyrirspurn:
Ég vil fá upplýsingar um leynisamninga sem Sveitarfélagið hefur gert um að stofna og reka Sýndarveruleikassýningu á Sauðárkróki.
1. Er hægt að fá senda samningana?
2. Hvað fara miklir peningar frá sveitarfélaginu Skagafirði inn í þetta fyrirtæki Sýndarveruleiki ehf?
3. Hvernig getur maður fengið svona samning frá sveitarfélaginu ef maður ætlar að setja upp eitthvað nýtt á Hofsósi?
4. Verður kostnaðurinn meiri fyrir sveitarfélagið að setja upp sýndarveruleikasýninguna á Sauðárkróki en það kostar að byggja leikskóla á Hofsósi eða íþróttahús á Hofsósi; eins og maður hefur heyrt?
Jón Gísli Jóhannesson í Birkihlíð Hofsósi, kt . 260164 7169.
Svar:
1. Samningur við Sýndarveruleika ehf. um sýningu á Aðalgötu 21a og b á Sauðárkróki er viðskiptasamningur og af þeim sökum trúnaðarmál. Um samninginn þarf að ríkja trúnaður enn um sinn vegna viðskiptahagsmuna og því ekki hægt að opinbera efni samningsins að svo stöddu.
Hin ríka trúnaðarskylda sveitarstjórnarmanna á rót sína að rekja til margra mismunandi lagaákvæða. Í því sambandi má nefna að í 28. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 segir: „Sveitarstjórnarmenn skulu gæta trúnaðar um það sem þeir verða áskynja í starfi sínu og leynt á að fara samkvæmt lögum eða eðli máls.“ Í 9. gr. upplýsingalaga nr. 140/2011 segir enn fremur: „Óheimilt er að veita almenningi aðgang að gögnum um einka- eða fjárhagsmálefni einstaklinga sem sanngjarnt er og eðlilegt að leynt fari, nema sá samþykki sem í hlut á. Sömu takmarkanir gilda um aðgang að gögnum er varða mikilvæga fjárhags- eða viðskiptahagsmuni fyrirtækja og annarra lögaðila.“ Í siðareglum fyrir kjörna fulltrúa í Sveitarfélaginu Skagafirði frá árinu 2014 segir í 7. gr.: „Kjörnum fulltrúum ber jafnframt að virða trúnað? um innihald skjala eða annarra gagna, sem þeir fá aðgang að vegna starfa sinna og trúnaður skal vera um.“
Byggðaráðsfulltrúar telja að sá samningur sem undirritaður hefur verið við Sýndarveruleika ehf. geymi upplýsingar um mikilvæga fjárhags- og viðskiptahagsmuni og því sé Sveitarfélaginu Skagafirði óheimilt lögum samkvæmt að opinbera þá á þessu stigi. Stefnt er að því að upplýsa um innihald þeirra eftir fremsta megni í samráði við gagnaðila þegar verkefnið er komið á það stig að viðskiptahagsmunum telst ekki ógnað.
Því miður hefur komið upp að ákvæði sveitarstjórnarlaga, nr. 138 frá árinu 2011, sem og upplýsingalaga, nr. 140 frá árinu 2012, um þagnarskyldu og trúnað hafa ekki verið virt hvað þennan samning varðar og þykir byggðarráðsfulltrúum miður að svo hafi farið. Í þessu sambandi skal á það minnt að sveitarstjórnarmenn teljast til opinberra starfsmanna, sem gerir umrætt trúnaðarrof enn alvarlegra gagnvart lögunum.
2. Vísað er til svars við spurningu nr. 1 hér að ofan.
3. Sveitarfélagið Skagafjörður er afar opið fyrir samstarfsverkefnum við fjárfesta, sem stuðla að atvinnuuppbyggingu hvar sem er í Sveitarfélaginu Skagafirði, og sem reiðubúnir eru að leggja verulega fjármuni til atvinnuuppbyggingar á svæðinu. Atvinnuuppbygging er forsenda byggðar og velferðar samfélaga. Sem dæmi um aðkomu sveitarfélagsins að atvinnuuppbyggingu má nefna uppbyggingu og rekstur meðferðarheimilisins Háholts í Skagafirði, aðkomu að rekstri fiskvinnslu á Hofsósi, aðkomu að rekstri Náttúrustofu Norðurlands vestra, ívilnana vegna atvinnureksturs í húsnæði sveitarfélagsins víða um hérað, svo og á landi í eigu sveitarfélagsins o.s.frv.
4. Rétt að taka fram að Sveitarfélagið Skagafjörður er ekki í því hlutverki að setja upp sýndarveruleikasýningu á Sauðárkróki. Kostnaðaráætlun vegna byggingar leikskóla á Hofsósi, endurbóta á grunnskóla eða byggingar íþróttahúss liggur ekki endanlega fyrir. Á fundi byggðarráðs Sveitarfélagsins Skagafjarðar með forsvarsmönnum Hofsbótar ses. 15. mars sl. kom fram að búið er að vinna frumdrög að innanhússbreytingum á grunnskólahúsnæði og viðbyggingu þar fyrir nýjan leikskóla, ásamt því sem gerð hafa verið hönnunardrög að lóð fyrir leik- og grunnskóla. Einnig kom fram á byggðarráðsfundi 22. febrúar sl. að í fjárhagsáætlun Sveitarfélagsins Skagafjarðar fyrir árið 2018 er gert ráð fyrir fullnaðarhönnun á leikskólanum og mun endanleg kostnaðaráætlun þess verks þá liggja fyrir. Byggðarráð Sveitarfélagsins Skagafjarðar hefur lýst yfir að mikilvægt sé að hraða þessu verki.
Bjarni Jónsson óskar bókað:
Mikilvægt er að betur verði gerð grein fyrir skuldbindingum sveitarfélagsins vegna verkefnisins og í hverju þær felast. Svör ættu að taka mið af því. Svarið sem fyrir liggur gerir það ekki með fullnægjandi hætti. Því tekur fulltrúi Vg og óháðra ekki þátt í afgreiðslu byggðarráðs um svar.
Stefán Vagn Stefánsson og Gunnsteinn Björnsson óska bókað:
Fyrir liggur að unnið er að greinargerð um skuldbindingar sem óskað var eftir á fundi byggðarráðs þann 8. mars 2018.
Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir óskar bókað:
Ég tel að svarið við spurningum sé lýsandi fyrir stöðu mála og vinnslu að svo stöddu.
Bókun fundar Bjarni Jónsson kvaddi sér hljóðs og óskar bókað:
Í svari við fyrirspurninni eru engar þær upplýsingar veittar sem leitað er eftir. Undirritaður telur að sveitarfélaginu sé óheimilt að halda upplýsingum frá almenningi er varða umfangsmiklar langtímaskuldbindingar þess, veruleg fjárútlát og ráðstöfun á opinberu fé. Ennfremur að sveitarfélaginu beri að eigin frumkvæði að gera grein fyrir slíkum áformum og í hveau felast.
Undirritaður álítur það skyldu sína sem fulltrúa íbúa í sveitarstjórn að fara fram á að slíkum spurningum íbúa sé svarað með upplýsandi hætti og að fullnægjandi upplýsingar séu veittar um málið.
Sveitarstjórnarfulltrúar minnihlutans hafa óskað eftir ítarlegum rökstuðningi fyrir þeirri kröfu að upplýsingum um innihald samninga sem fela í sér ráðstöfun eigna sveitarfélagsins og fjárhagsskuldbindingar til langs tíma skuli haldið leyndum. Við óskuðum meðal annars eftir því að rökstutt sé á hvaða lagagrundvelli þessi krafa um þögn er byggð. Enn fremur hvaða sjónarmið um meðferð persónuupplýsinga réttlæti að leynt sé farið með hvað opinber aðili eins og sveitarfélagið leggi verkefninu og fyrirtækinu til fjárhagslega vegna uppbyggingar þess og starfsemi.
Bjarni Jónsson, VG og óháðum
Bjarni Jónsson óskar bókað að hann greiði atkvæði gegn afgreiðslu.
Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir óskar bókað að hún tekur ekki þátt í afgreiðslu.
Afgreiðsla 822. fundar byggðarráðs staðfest á 366. fundi sveitarstjórnar 18. apríl 2018 með sjö atkvæðum. -
Byggðarráð Skagafjarðar - 822 Lagður fram tölvupóstur frá Álfhildi Leifsdóttur, Smáragrund 5, 550 Sauðárkróki, dagsettur 26. mars 2018.
Fyrirspurn:
"Ég undirrituð óska eftir að fá nánari upplýsingar um samninga sem gerðir hafa verið við Sýndarveruleika ehf. og við önnur fyrirtæki um uppbyggingu á húsnæði við Aðalgötu 21.
Ég óska eftir að fá afrit af samningum sem þessa uppbyggingu varðar og ef ekki er fallist á þá beiðni, þá óska ég eftir að fá með skýrum hætti upplýsingar um þær fjárskuldbindingar samningarnir fela í sér fyrir sveitarfélagið og til hve langs tíma þeir eru gerðir.
Kveðja, Álfhildur Leifsdóttir
Íbúi Sveitarfélagsins Skagafjarðar."
Svar:
Rétt að taka fram að Sveitarfélagið Skagafjörður er ekki í því hlutverki að setja upp sýndarveruleikasýningu á Sauðárkróki.
Samningur við Sýndarveruleika ehf. um sýningu á Aðalgötu 21a og b á Sauðárkróki er viðskiptasamningur og af þeim sökum trúnaðarmál. Um samninginn þarf að ríkja trúnaður enn um sinn vegna viðskiptahagsmuna og því ekki hægt að opinbera efni samningsins að svo stöddu.
Hin ríka trúnaðarskylda sveitarstjórnarmanna á rót sína að rekja til margra mismunandi lagaákvæða. Í því sambandi má nefna að í 28. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 segir: „Sveitarstjórnarmenn skulu gæta trúnaðar um það sem þeir verða áskynja í starfi sínu og leynt á að fara samkvæmt lögum eða eðli máls.“ Í 9. gr. upplýsingalaga nr. 140/2011 segir enn fremur: „Óheimilt er að veita almenningi aðgang að gögnum um einka- eða fjárhagsmálefni einstaklinga sem sanngjarnt er og eðlilegt að leynt fari, nema sá samþykki sem í hlut á. Sömu takmarkanir gilda um aðgang að gögnum er varða mikilvæga fjárhags- eða viðskiptahagsmuni fyrirtækja og annarra lögaðila.“ Í siðareglum fyrir kjörna fulltrúa í Sveitarfélaginu Skagafirði frá árinu 2014 segir í 7. gr.: „Kjörnum fulltrúum ber jafnframt að virða trúnað? um innihald skjala eða annarra gagna, sem þeir fá aðgang að vegna starfa sinna og trúnaður skal vera um.“
Byggðaráðsfulltrúar telja að sá samningur sem undirritaður hefur verið við Sýndarveruleika ehf. geymi upplýsingar um mikilvæga fjárhags- og viðskiptahagsmuni og því sé Sveitarfélaginu Skagafirði óheimilt lögum samkvæmt að opinbera þá á þessu stigi. Stefnt er að því að upplýsa um innihald þeirra eftir fremsta megni í samráði við gagnaðila þegar verkefnið er komið á það stig að viðskiptahagsmunum telst ekki ógnað.
Því miður hefur komið upp að ákvæði sveitarstjórnarlaga, nr. 138 frá árinu 2011, sem og upplýsingalaga, nr. 140 frá árinu 2012, um þagnarskyldu og trúnað hafa ekki verið virt hvað þennan samning varðar og þykir byggðarráðsfulltrúum miður að svo hafi farið. Í þessu sambandi skal á það minnt að sveitarstjórnarmenn teljast til opinberra starfsmanna, sem gerir umrætt trúnaðarrof enn alvarlegra gagnvart lögunum.
Bjarni Jónsson óskar bókað:
Mikilvægt er að betur verði gerð grein fyrir skuldbindingum sveitarfélagsins vegna verkefnisins og í hverju þær felast. Svör ættu að taka mið af því. Svarið sem fyrir liggur gerir það ekki með fullnægjandi hætti. Því tekur fulltrúi Vg og óháðra ekki þátt í afgreiðslu byggðarráðs um svar.
Stefán Vagn Stefánsson og Gunnsteinn Björnsson óska bókað:
Fyrir liggur að unnið er að greinargerð um skuldbindingar sem óskað var eftir á fundi byggðarráðs þann 8. mars 2018.
Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir óskar bókað:
Ég tel að svarið við spurningum sé lýsandi fyrir stöðu mála og vinnslu að svo stöddu. Bókun fundar Bjarni Jónsson kvaddi sér hljóðs og óskar bókað:
Í svari við fyrirspurninni eru engar þær upplýsingar veittar sem leitað er eftir. Undirritaður telur að sveitarfélaginu sé óheimilt að halda upplýsingum frá almenningi er varða umfangsmiklar langtímaskuldbindingar þess, veruleg fjárútlát og ráðstöfun á opinberu fé. Ennfremur að sveitarfélaginu beri að eigin frumkvæði að gera grein fyrir slíkum áformum og í hveau felast.
Undirritaður álítur það skyldu sína sem fulltrúa íbúa í sveitarstjórn að fara fram á að slíkum spurningum íbúa sé svarað með upplýsandi hætti og að fullnægjandi upplýsingar séu veittar um málið.
Sveitarstjórnarfulltrúar minnihlutans hafa óskað eftir ítarlegum rökstuðningi fyrir þeirri kröfu að upplýsingum um innihald samninga sem fela í sér ráðstöfun eigna sveitarfélagsins og fjárhagsskuldbindingar til langs tíma skuli haldið leyndum. Við óskuðum meðal annars eftir því að rökstutt sé á hvaða lagagrundvelli þessi krafa um þögn er byggð. Enn fremur hvaða sjónarmið um meðferð persónuupplýsinga réttlæti að leynt sé farið með hvað opinber aðili eins og sveitarfélagið leggi verkefninu og fyrirtækinu til fjárhagslega vegna uppbyggingar þess og starfsemi.
Bjarni Jónsson, VG og óháðum
Bjarni Jónsson óskar bókað að hann greiði atkvæði gegn afgreiðslu.
Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir óskar bókað að hún tekur ekki þátt í afgreiðslu.
Afgreiðsla 822. fundar byggðarráðs staðfest á 366. fundi sveitarstjórnar 18. apríl 2018 með sjö atkvæðum. -
Byggðarráð Skagafjarðar - 822 Lagt fram bréf dagsett 16. mars 2018 frá landeigendum bæja sem liggja að Höfðavatni á Höfðaströnd. Óska þeir eftir fjárhagslegum stuðningi við landfyllingu á Bæjarmöl við Höfðavatn í Skagafirði. Tilgangur framkvæmdanna er að loka skarði sem hefur myndast og sjór flæðir inn í vatnið og seltustig þess er að nálgast seltustig sjávar með tilheyrandi skaða.
Byggðarráð samþykkir að fresta málinu og óskar eftir því að Indriði Þór Einarsson sviðsstjóri veitu- og framkvæmdasviðs komi til fundar við ráðið. Bókun fundar Afgreiðsla 822. fundar byggðarráðs staðfest á 366. fundi sveitarstjórnar 18. apríl 2018 með níu atkvæðum. -
Byggðarráð Skagafjarðar - 822 Lögð fram bókun 197. fundar landbúnaðarnefndar þar sem nefndin leggur til við byggðarráð að þegar að sölu Borgareyjar kemur verði upphafleg markmið kaupsamnings frá 1968 látin halda sér þ.e. landið verði nýtt til fóðuröflunar.
Byggðarráð samþykkir sjónarmið landbúnaðarnefndar. Bókun fundar Afgreiðsla 822. fundar byggðarráðs staðfest á 366. fundi sveitarstjórnar 18. apríl 2018 með níu atkvæðum. -
Byggðarráð Skagafjarðar - 822 Með tilvísun í bókun 816. fundar byggðarráðs þá samþykkir byggðarráð að þeir sveitarstjórnarfulltrúar sem hafa tök á að sækja vinabæjarmótið í Espoo 2018 verði fulltrúar sveitarfélagsins. Bókun fundar Afgreiðsla 822. fundar byggðarráðs staðfest á 366. fundi sveitarstjórnar 18. apríl 2018 með níu atkvæðum.
-
Byggðarráð Skagafjarðar - 822 Lagt fram til kynningar bréf dagsett 21. mars 2018 frá Varasjóði húsnæðismála varðandi skýrslu um greiningu á rekstrargrundvelli félagslegra leiguíbúða í sveitarfélögum. Bókun fundar Afgreiðsla 822. fundar byggðarráðs staðfest á 366. fundi sveitarstjórnar 18. apríl 2018 með níu atkvæðum.
-
Byggðarráð Skagafjarðar - 822 Lagður fram til kynningar tölvupóstur frá Markaðsstofu Norðurlands, dagsettur 28. mars 2018 þar sem kynnt er ráðstefna um flugmál á Akureyri þann 13. apríl 2018. Markaðsstofa Norðurlands og flugklasinn Air 66N standa fyrir ráðstefnunni. Bókun fundar Afgreiðsla 822. fundar byggðarráðs staðfest á 366. fundi sveitarstjórnar 18. apríl 2018 með níu atkvæðum.
-
Byggðarráð Skagafjarðar - 822 Lögð fram til kynningar skýrsla um starf flugklasans Air 66N 20. okt. 2017 - 20. mars 2018. Bókun fundar Afgreiðsla 822. fundar byggðarráðs staðfest á 366. fundi sveitarstjórnar 18. apríl 2018 með níu atkvæðum.
-
Byggðarráð Skagafjarðar - 822 Lögð fram til kynningar dagskrá 26. ársþings SSNV sem verður haldið í Skagabúð í Skagabyggð þann 6. apríl 2018. Bókun fundar Afgreiðsla 822. fundar byggðarráðs staðfest á 366. fundi sveitarstjórnar 18. apríl 2018 með níu atkvæðum.
-
Byggðarráð Skagafjarðar - 822 Lagður fram til kynningar tölvupóstur dagsettur 4. apríl 2018 frá Samtökum sjávarútvegssveitarfélaga varðandi umsögn um tillögu að fiskeldisstefnu samtakanna. Bókun fundar Afgreiðsla 822. fundar byggðarráðs staðfest á 366. fundi sveitarstjórnar 18. apríl 2018 með níu atkvæðum.