Fara í efni

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar

366. fundur 18. apríl 2018 kl. 16:15 - 18:40 að Sæmundargötu 7a
Nefndarmenn
  • Sigríður Svavarsdóttir forseti
  • Sigríður Magnúsdóttir 1. varaforseti
  • Stefán Vagn Stefánsson aðalm.
  • Bjarki Tryggvason aðalm.
  • Viggó Jónsson aðalm.
  • Þórdís Friðbjörnsdóttir aðalm.
  • Gunnsteinn Björnsson aðalm.
  • Bjarni Jónsson 2. varaforseti
  • Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir aðalm.
Starfsmenn
  • Ásta Björg Pálmadóttir sveitarstjóri
  • Kristín Jónsdóttir. ritari
Fundargerð ritaði: Kristín Jónsdóttir skjalastjóri
Dagskrá

1.Vindheimar ll stofnun lögbýlis

Málsnúmer 1801242Vakta málsnúmer

Vísað frá 197. fundi landbúnaðarnefndar 26. mars 2018 til afgreiðslu sveitarstjórnnar.

Lagt fram bréf dagsett 25. janúar 2018 frá Magnúsi Péturssyni f.h. Péturs Sigmundssonar, kt. 040859-4039 og Sofia Majdotter Dalman, kt. 260669-3119, eiganda jarðarinnar Vindheimar II í Skagafirði, þar sem óskað er eftir umsögn sveitarstjórnar vegna stofnunar lögbýlis.

Erindið borið upp til afgreiðslu og samþykkt með níu atkvæðum.

2.Fundagerðir stjórnar Sambands ísl. sveitarfélaga 2018

Málsnúmer 1801003Vakta málsnúmer

Fundargerðir stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga nr. 857 frá. 23. febrúar og nr. 858 frá 23.. mars 2018lagðar fram til kynningar á 366. fundi sveitarstjórnar 18. apríl 2018

3.Fundagerðir Heilbrigðiseftirlits Norðurlands vestar 2018

Málsnúmer 1801007Vakta málsnúmer

Fundargerð Heilbrigðiseftirlits Norðurlands vestra frá 20. mars 2018 lögð fram til kynningar á 366. fundi sveitarstjónar 18. apríl 2018.

4.Fundagerðir Náttúrustofu Norðurlands vestra

Málsnúmer 1803230Vakta málsnúmer

Fundargerðir stjórnar Náttúrustofu Norðurlands vestra frá 7. desember 2017 og 21. mars 2018 lagðar fram til kynningar á 366. fundi sveitarstjórnar 18. apríl 2018
Sigríður Magnúsdóttir kvaddi sér hljóðs.

5.Fundagerðir skólanefndar FNV 2018

Málsnúmer 1801008Vakta málsnúmer

Fundargerð skólanefndar FNV frá 20. mars 2018 lögð fram til kynningar á 366. fundi sveitarstjórnar 18. apríl 2018.

6.Fundargerðir Eyvindarstaðarheiðar ehf

Málsnúmer 1804076Vakta málsnúmer

Fundargerð stjórnar Eyvindarstaðarheiðar ehf frá 10. apríl 2018 lögð fram til kynningar á 366. fundi sveitarstjórnar 18. apríl 2018

7.Ungmennaráð - fundargerðir 2017-2018

Málsnúmer 1712001Vakta málsnúmer

Fundargerð Ungmennaráðs frá 22. nóvember 2017 lögð fram til kynningar á 366. fundi sveitarstjórnar 18. apríl 2018

8.Reykjarhóll lóð 146062 - Aðveitustöð RARIK

Málsnúmer 1708171Vakta málsnúmer

Sveitarstjórn samþykkir að deiliskipulag tengivirkis í Varmahlíð verði auglýst í samræmi við 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og að gerð verði leiðrétting á afmörkun iðnaðarsvæðis I-5.2 í aðalskipulagi, þannig að afmörkun I-5.2 verði lóðamörk, eins og deiliskipulag sýnir, í stað girðingarinnar eins og afmörkunin er í dag.

Borið upp til afgreiðslu og samþykkt með níu atkvæðum.

9.Aðalskipulag Sveitarfélagsins Skagafjarðar

Málsnúmer 1701316Vakta málsnúmer

Vinnslutillaga að breytingum á Aðalskipulagi Skagafjarðar 2009-2021 hefur verið auglýst og kynnt í samræmi við 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga. Vinnslutillaga gerir grein fyrir 6 breytingartillögum sem snúa að: (A) Legu Blöndulínu 3, (B) Sauðárkrókslínu 2, (C) Frestun skipulags vegna virkjunarkosta, (D) urðunarsvæði við Brimnes er fellt úr skipulagi, (E) nýju tengivirki og jarðstrengjum í þéttbýli Sauðárkróks og (F) nýjum efnistökusvæðum.
Á 319 fundi skipulags- og byggingarnefndar var vinnslutillagan og athugasemdir við hana til umfjöllunar. Skipulags- og byggingarnefnd samþykkti tillögur að breytingum B, C, D og E. og fól skipulagsfulltrúa og ráðgjöfum að bregðast við þeim athugasemdum sem bárust við gerð vinnslutillögu sem snúa að breytingum A og F, og bæta rökstuðningi við þau atriði sem óskað er eftir. Unnið verði að nánari útfærslu Efribyggðaleiðar, Héraðsvatnaleiðar og Kiðaskarðsleiðar vegna Blöndulínu 3 áður en tekin er ákvörðun um leiðaval.

Bjarni Jónsson kvaddi sér hljóðs og óskar bókað að hann taki undir þá bókun Hildar Þóru Magnúsdóttur að taka ekki undir afgreiðslu nefndarinnar í iv lið.

Bjarni Jónsson óskar bókað að hann sitji hjá við atkvæðagreiðslu.

Sveitarstjórn er sammála niðurstöðum skipulags- og byggingarnefndar og samþykkir bókun skipulags- og byggingarnefndar með átta atkvæðum.

10.Byggðarráð Skagafjarðar - 821

Málsnúmer 1803018FVakta málsnúmer

Fundargerð 821. fundar byggðarráðs lögð fram til afgreiðslu á 366. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Stefán Vagn Stefánsson kynnti fundargerð. Bjarni Jónsson, Stefán Vagn Stefánsson og Viggó Jónsson kvöddu sér hljóðs.

  • Byggðarráð Skagafjarðar - 821 Málið áður á dagskrá 649. fundar byggðarráðs.
    Ljóst er miðað við þá óvissu sem ríkir um eignarhald jarðarinnar Kolkuós, er ekki hægt að taka afstöðu til sölu landsins fyrr en greitt hefur verið úr eignarhaldi þess með lögformlegum hætti.
    Bókun fundar Afgreiðsla 821. fundar byggðarráðs staðfest á 366. fundi sveitarstjórnar 18. apríl 2018 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 821 Lagður fram tölvupóstur dagsettur 13. mars 2018 frá samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneyti varðandi tillögu til þingsályktunar um stefnumótandi byggðaáætlun 2018 til 2024. Frestur til að gefa umsögn um tillöguna er gefinn til 21. mars 2018. Bókun fundar Afgreiðsla 821. fundar byggðarráðs staðfest á 366. fundi sveitarstjórnar 18. apríl 2018 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 821 Lagt fram bréf dagsett 16. mars 2018 frá Íbúa- og átthagafélagi Fljótamanna sem stofnað var vorið 2017. Tilgangur félagsins skv. samþykktum er að "stuðla að eflingu samfélags, atvinnulífs og fagurs mannlífs í Fljótum í Skagafirði". Óskað er eftir að fá að hitta fulltrúa sveitarstjórnar til að ræða ýmis mál sem brenna á Fljótamönnum.
    Byggðarráð samþykkir að bjóða fulltrúum félagsins á fund byggðarráðs sem stefnt er á að halda í Ketilási 5. apríl n.k.
    Bókun fundar Afgreiðsla 821. fundar byggðarráðs staðfest á 366. fundi sveitarstjórnar 18. apríl 2018 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 821 Lagt fram bréf dagsett 18. mars 2018 frá Karlakórnum Heimi. Óskað er eftir fjárstyrk vegna afmælishátíðar í tilefni 90. ára afmælis kórsins.
    Byggðarráð samþykkir að styrkja Karlakórinn Heimi um 2 milljónir króna sem tekin verður af fjárhagslið 05890.
    Bókun fundar Afgreiðsla 821. fundar byggðarráðs staðfest á 366. fundi sveitarstjórnar 18. apríl 2018 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 821 Lagður fram tölvupóstur dagsettur 19. mars 2018 frá Sögum, samtökum um barnamenningu varðandi ósk um þátttöku sveitarfélagsins í Verðlaunahátíð barnanna sem er hápunktur lestrarhvetjandi verkefnis á landsvísu sem hefur verið í gangi í vetur.
    Byggðarráð þakkar fyrir erindið en afþakkar þátttöku í verkefninu að þessu sinni.
    Bókun fundar Afgreiðsla 821. fundar byggðarráðs staðfest á 366. fundi sveitarstjórnar 18. apríl 2018 með níu atkvæðum.
  • 10.6 1803193 Aðalgata 24
    Byggðarráð Skagafjarðar - 821 Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra að skoða kaup sveitarfélagsins á fasteigninni Aðalgötu 24. Bókun fundar Afgreiðsla 821. fundar byggðarráðs staðfest á 366. fundi sveitarstjórnar 18. apríl 2018 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 821 Lagt fram til kynningar opið bréf dagsett 16. mars 2018 til byggðarráðs varðandi stöðu Byggðasafns Skagfirðinga. Bókun fundar Bjarni Jónsson kvaddi sér hljóðs og óskar bókað:
    Byggðasafn Skagfirðinga hefur með starfi sínu og uppbyggingu verið eitt helsta flaggskip íslenskra safna á undanförnum árum. Þar hefur safnstjórinn unnið brautryðjendastarf með því öfluga teymi sem með henni hefur starfað í gegnum árin. Það var því ánægjuleg viðurkenning þegar safnið fékk íslensku safnaverðlaunin árið 2016 fyrir framúrskarandi starfsemi.
    Það þarf því ekki að koma á óvart að það umrót og óvissa sem verið hefur um stöðu og framtíð safnsins og sýninga á þess vegum, ásamt samningum um safnastarfsemi í Glaumbæ að undanförnu, valdi áhyggjum hjá þeim sem unna Byggðasafninu og hafa lengi fylgst með farsælu starfi þess og láta sig það varða.
    Það er mikilvægt að Sveitarfélagið Skagafjörður sýni hug sinn í verki eins og það hefur gert síðustu áratugi við uppbyggingu Byggðasafns Skagfirðinga sem hefur átt sinn þátt í að skapa því þann sess sem það hefur öðlast á landsvísu og langt út fyrir landssteinanna.
    Bjarni Jónsson, VG og óháðum

    Afgreiðsla 821. fundar byggðarráðs staðfest á 366. fundi sveitarstjórnar 18. apríl 2018 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 821 Lögð fram til kynningar ályktun Félags íslenskra safnafræðinga um stöðu Byggðasafns Skagfirðinga frá 19. mars 2018. Bókun fundar Afgreiðsla 821. fundar byggðarráðs staðfest á 366. fundi sveitarstjórnar 18. apríl 2018 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 821 Lagt fram til kynningar svar dómsmálaráðherra við fyrirspurn frá Bjarna Jónssyni um dómþing. 148. löggjafarþing 2017-2018, þingskjal 527 - 166. mál. Bókun fundar Afgreiðsla 821. fundar byggðarráðs staðfest á 366. fundi sveitarstjórnar 18. apríl 2018 með níu atkvæðum.

11.Byggingarnefnd Sundlaugar Sauðárkróks - 17

Málsnúmer 1804007FVakta málsnúmer

Fundargerð 17. fundar byggingarnefndar Sundlaugar Sauðárkróks lögð fram til afgreiðslu á 366. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Stefán Vagn Stefánsson kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
  • Byggingarnefnd Sundlaugar Sauðárkróks - 17 Bygginganefnd samþykkir að setja af stað þarfagreiningu og hönnun á síðari áfanga á framkvæmdum við Sundlaug Sauðárkróks. Samþykkt að ganga til samninga við sama hönnunarteymi og sá um fyrri áfangann. Bókun fundar Fundargerð 17. fundar byggingarnefndar Sundlaugar Sauðárkróks staðfest á 366. fundi sveitarstjórnar 18. apríl 2018 með níu atkvæðum.

12.Veitunefnd - 48

Málsnúmer 1804002FVakta málsnúmer

Fundargerð 48. fundar veitunefndar lögð fram til afgreiðslu á 366. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Gunnsteinn Björnsson kynnti fundargerð. Bjarni Jónsson, Gunnsteinn Björnsson, Viggó Jónsson, Bjarni Jónsson og Viggó Jónsson kvöddu sér hljóðs.
  • Veitunefnd - 48 Lagt var fyrir erindi frá Maríu Eymundsdóttur og Pálma Jónssyni varðandi ljósleiðaravæðingu í dreifbýli í Sveitarfélaginu Skagafirði.
    Sviðstjóra falið að svara erindinu.
    Bókun fundar Afgreiðsla 48. fundar veitunefndar staðfest á 366. fundi sveitarstjórnar 18. apríl 2018 með níu atkvæðum.
  • Veitunefnd - 48 Lögð voru fyrir drög að útboðslýsingu og tilboðsskrá vegna lagningu ljósleiðara í Efri-Byggð og á Reykjaströnd.
    Sviðstjóra falið að bjóða út verkið á grundvelli fyrirliggjandi útboðsgagna.
    Bókun fundar Afgreiðsla 48. fundar veitunefndar staðfest á 366. fundi sveitarstjórnar 18. apríl 2018 með níu atkvæðum.
  • Veitunefnd - 48 Farið var yfir stöðu hitaveituframkvæmda í Lýtingsstaðahreppi.
    Lokið er við að leggja hitaveitulögn yfir Vestari Jökulsá á milli Goðdala og Bjarnastaðahlíðar og er þá lagningu allra hitaveitulagna lokið.
    Unnið er að tengingu á dælum og stýringum í dælustöð og er gert ráð fyrir að byrjað verði að dæla inn á stofnlögn á næstu dögum.
    Bókun fundar Afgreiðsla 48. fundar veitunefndar staðfest á 366. fundi sveitarstjórnar 18. apríl 2018 með níu atkvæðum.
  • Veitunefnd - 48 Lagðar voru fyrir frumniðurstöður efnagreiningar á vatnssýni úr borholu á Reykjarhól á Bökkum.
    Efnagreiningin er unnin af ÍSOR.
    Nánar verður gerð grein fyrir niðurstöðum efnagreininga þegar þeim er lokið.
    Bókun fundar Afgreiðsla 48. fundar veitunefndar staðfest á 366. fundi sveitarstjórnar 18. apríl 2018 með níu atkvæðum.
  • Veitunefnd - 48 Lögð var fyrir áætlun um vinnslueftirlit fyrir Skagafjarðarveitur árið 2018 frá ÍSOR.
    Veitunefnd samþykkir að framkvæma vinnslueftirlit samkvæmt áætluninni.
    Bókun fundar Afgreiðsla 48. fundar veitunefndar staðfest á 366. fundi sveitarstjórnar 18. apríl 2018 með níu atkvæðum.

13.Umhverfis- og samgöngunefnd - 137

Málsnúmer 1803019FVakta málsnúmer

Fundargerð 137. fundar umhverfis- og samgöngunefndar lögð fram til afgreiðslu á 366. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Sigríður Magnúsdóttir kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
  • 13.1 1709169 Kiwanishúsið
    Umhverfis- og samgöngunefnd - 137 Hallbjörn Ægir Björnsson frá Siglingaklúbbnum Drangey kom á fund nefndarinnar og kynnti hugmyndir klúbbsins um uppbyggingu við smábátahöfnina. Byggðarráð hefur samþykkt að hús við Eyrarveg 14, sem áður var í eigu Kiwanisklúbbsins Drangey, verði flutt að smábátahöfninni og siglingaklúbbnum verði veitt afnot af húsinu gegn því að öll tilskilin leyfi fáist.
    Nefndin tekur mjög vel í hugmyndir klúbbsins og felur sviðstjóra að vinna að umsókn til skipulags- og bygginganefndar varðandi flutning hússins.
    Bókun fundar Afgreiðsla 137. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 366. fundi sveitarstjórnar 18. april 2018 með níu atkvæðum.
  • Umhverfis- og samgöngunefnd - 137 Lögð var fram til kynningar samþykkt Skipulags- og byggingarnefdnar á erindi varðandi stofnun lóðar og uppsetningu spennistöðvar á lóðinni við Háeyri 2. Stærð lóðarinnar er 42m2 og mun RARIK koma upp spennistöð á lóðinni. Uppsetning spennistöðvarinnar er nauðsynleg til að anna aukinni raforkunotkun skipa í Sauðárkrókshöfn. Bókun fundar Afgreiðsla 137. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 366. fundi sveitarstjórnar 18. april 2018 með níu atkvæðum.
  • Umhverfis- og samgöngunefnd - 137 Lagt fram til kynningar. Bókun fundar Afgreiðsla 137. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 366. fundi sveitarstjórnar 18. april 2018 með níu atkvæðum.
  • Umhverfis- og samgöngunefnd - 137 Lagt var fyrir fundinn erindi frá landeigendum við Höfðavatn á Höfðaströnd. Í erindinu kemur fram að í aftakaveðri þann 7. desember 2015 hafi há sjávarstaða og mikil ölduhæð gert það að verkum að Bæjarmöl rofnaði á um 70m kafla og síðan þá hafi sjór borist óhindrað inn í Höfðavatn. Skarðið hefur síðan breikkað stöðugt og er nú orðið 170m breitt. Í erindinu óska landeigendur eftir stuðningi Sveitarfélagsins upp á 1 milljón króna vegna tilfærslu á efni á Bæjarmöl til þess að loka skarðinu. Heildarkostnaður vegna verksins er áætlaður 6,5 til 7 milljónir.
    Nefndin tekur jákvætt í erindið og vísar því til byggðarráðs þar sem ekki er gert ráð fyrir verkefninu í fjárhagsáætlun.
    Bókun fundar Afgreiðsla 137. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 366. fundi sveitarstjórnar 18. april 2018 með níu atkvæðum.
  • Umhverfis- og samgöngunefnd - 137 Lagðar voru fyrir fundinn teikningar frá Verkfræðistofunni Stoð ehf. vegna sorpmóttökusvæðis í Varmahlíð ásamt kostnaðaráætlun verksins. Hönnun gerir ráð fyrir að á svæðinu verði 6 opnir gámar fyrir sorp og fleiri minni gámar fyrir spilliefni, rafgeyma, raftæki o.fl. Steyptir verða stoðveggir við gáma til að auðvelda losun í þá. Gert er ráð fyrir að svæðið verði afgirt og læst en opið á fyrirfram ákveðnum tímum. Einn gámur fyrir almennt óflokkað heimilissorp verði aðgengilegur utan opnunartíma.
    Sviðsstjóra er falið að bjóða verkið út þegar útboðsgögn liggja fyrir.
    Bókun fundar Afgreiðsla 137. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 366. fundi sveitarstjórnar 18. april 2018 með níu atkvæðum.
  • Umhverfis- og samgöngunefnd - 137 Lögð voru fyrir fundinn útboðsgögn vegna gatnagerðar í iðnaðarhverfi á Sauðárkróki. Um er að ræða hliðargötu við Borgarflöt ásamt framlengingu á Borgarlandi. Sviðsstjóra er falið að bjóða út verkið. Bókun fundar Afgreiðsla 137. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 366. fundi sveitarstjórnar 18. april 2018 með níu atkvæðum.
  • Umhverfis- og samgöngunefnd - 137 Lagðar voru fyrir fundinn til kynningar tillögur að skipulagi á útivistarsvæði í og við Sauðárgil á Sauðárkróki ásamt frumhugmyndum af útikennslusvæði neðarlega í gilinu. Tillögurnar eru unnar af Arnari Birgi Ólafssyni, landslagsarkitekt á Teiknistofu Norðurlands.
    Sviðstjóra falið að halda áfram vinnu við tillögurnar í samráði við garðyrkjustjóra og fulltrúa Árskóla.
    Bókun fundar Afgreiðsla 137. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 366. fundi sveitarstjórnar 18. april 2018 með níu atkvæðum.

14.Skipulags- og byggingarnefnd - 319

Málsnúmer 1804004FVakta málsnúmer

Fundargerð 318. fundar skipulags- og byggingarnefndar lögð fram til afgreiðslu á 366. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Viggó Jónsson kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
  • Skipulags- og byggingarnefnd - 319 Lagðar eru fram umsagnir og athugasemdir ásamt samantekt þeirra um vinnslutillögu að breytingu á Aðalskipulagi Skagafjarðar 2009-2021 sem hefur verið kynnt í samræmi við 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga. Vinnslutillaga gerir grein fyrir 6 breytingartillögum sem snúa að: (A) Legu Blöndulínu 3, (B) Sauðárkrókslínu 2, (C) Frestun skipulags vegna virkjunarkosta, (D) urðunarsvæði við Brimnes er fellt úr skipulagi, (E) nýju tengivirki og jarðstrengjum í þéttbýli Sauðárkróks og (F) nýjum efnistökusvæðum.
    Alls bárust 33 umsagnir/ábendingar/athugasemdir við vinnslutillögu á kynningartíma. Helstu athugasemdir snúa að:
    (i)Forsendum umhverfismats áætlana hvað varðar jarðstrengi, votlendi og verndarsvæði, veðurfar og náttúruvá og ásýnd.
    (ii)Vegagerðin og Landsnet óska eftir að fleiri námukostum verið bætt á skipulag.
    (iii)Lagt til að fresta ákvörðun sveitarfélagsins um Blöndulínu 3 þar til nýtt umhverfismat framkvæmda liggur fyrir og ný kerfisáætlun hefur verið samþykkt.
    (iv)Skortur á rökstuðning fyrir þörf á 220 kV Blöndulínu 3.
    (v)Margir landeigendur lýstu því yfir að þeir muni ekki heimila loftlínu um land sitt.
    Brugðist verður við helstu athugasemdum og umsögnum á eftirfarandi hátt:
    (i)Farið verður yfir umhverfismatið, forsendur þess og aflað nýrra gagna s.s. upplýsingar um vistgerðir, náttúruvá og landslag. Einnig verður gerð grein fyrir því í umhverfismatinu að jarðstrengir verði að hámarki 3-5 km í sveitarfélaginu.
    (ii)Skipulagsfulltrúa falið að bæta inn á aðalskipulag námukostum sem Vegagerðin og Landsnet óska eftir, þegar kannað hefur verið helstu umhverfisáhrif þeirra.
    (iii)Skipulagsnefnd telur mikilvægt að sjónarmið og áherslur sveitarfélagsins séu skýr um Blöndulínu 3, sem gefi Landsneti mikilvægan ramma fyrir umhverfismat framkvæmdarinnar.
    (iv)Skipulagsnefnd telur að Landsnet hafi fært nægileg rök fyrir þörf á 220 kV raflínum og að þar liggi almannahagsmunir undir varðandi framtíðar innviði raforkukerfisins.
    (v)Með skoðun valkosta með það sjónarmið að draga sem kostur er úr neikvæðum áhrifum raflína, mun sveitarfélagið leggja fram tillögu að línuleið.

    Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir tillögur að breytingum B, C, D og E. Nefndin felur skipulagsfulltrúa og ráðgjöfum að bregðast við þeim athugasemdum sem bárust við gerð vinnslutillögu sem snúa að breytingum A og F, og bæta rökstuðningi við þau atriði sem óskað er eftir. Unnið verði að nánari útfærslu Efribyggðaleiðar, Héraðsvatnaleiðar og Kiðaskarðsleiðar vegna Blöndulínu 3 áður en tekin er ákvörðun um leiðaval. Að þessu loknu tekur skipulags- og byggingarnefnd tillöguna til afgreiðslu.
    Hildur Þóra Magnúsdóttir tekur ekki undir afgreiðslu nefndarinnar varðandi svar við athugasemd (iv) liðar.
    Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðar nr. 10 "Aðalskipulag Sveitarfélagsins Skagafjarðar2. Samþykkt samhljóða.
  • Skipulags- og byggingarnefnd - 319 Tillaga að deiliskipulagi tengivirkis í Varmahlíð hefur fengið meðferð í samræmi við 4. mgr. 40. greinar skipulagslaga nr 123/2010. VSÓ ráðgjöf, Andrea Kristinsdóttir, fyrir hönd Gunnars H. Sigurðssonar hjá Landsneti óskar eftir að að Sveitarfélagið Skagafjörður samþykki og auglýsi deiliskipulagstillöguna í samræmi við 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Einnig óskar Landsnet eftir að gerð verði leiðrétting á afmörkun iðnaðarsvæðis I-5.2 í aðalskipulagi, þannig að afmörkun I-5.2 verði lóðamörk, eins og deiliskipulag sýnir, í stað girðingarinnar eins og afmörkunin er í dag. Erindið samþykkt. Samþykkt að leggja til við sveitarstjórn að samþykkja erindið.
    Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðar nr. 11 "Reykjarhóll lóð 146062 - Aðveitustöð RARIK". Samþykkt samhljóða.

15.Landbúnaðarnefnd - 197

Málsnúmer 1803020FVakta málsnúmer

Fundargerð 197. fundar landbúnaðarnefndar lögð fram til afgreiðslu á 366. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Gunnsteinn Björnsson kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
  • 15.1 1411097 Borgarey 146150
    Landbúnaðarnefnd - 197 Landbúnaðarnefnd leggur til við byggðarráð að þegar að sölu Borgareyjar kemur verði upphafleg markmið kaupsamnings frá 1968 látin halda sér þ.e. landið verði nýtt til fóðuröflunar. Bókun fundar Afgreiðsla 197. fundar landbúnaðarnefndar staðfest á 366. fundi sveitarstjórnar 18. apríl 2018 með níu atkvæðum.
  • Landbúnaðarnefnd - 197 Lagt fram aðalfundarboð frá Veiðifélaginu Flóka, þann 31. mars 2018.
    Landbúnaðarnefnd samþykkir að Arnór Gunnarsson sæki fundinn og fari með atkvæðisrétt sveitarfélagsins.
    Bókun fundar Afgreiðsla 197. fundar landbúnaðarnefndar staðfest á 366. fundi sveitarstjórnar 18. apríl 2018 með níu atkvæðum.
  • Landbúnaðarnefnd - 197 Lagt fram bréf dagsett 25. janúar 2018 frá Magnúsi Péturssyni f.h. Péturs Sigmundssonar, kt. 040859-4039 og Sofia Majdotter Dalman, kt. 260669-3119, eiganda jarðarinnar Vindheimar II í Skagafirði, þar sem óskað er eftir umsögn sveitarstjórnar vegna stofnunar lögbýlis.
    Landbúnaðarnefnd sér ekkert því til fyrirstöðu að lögbýlið sé stofnað og mælir með að það hljóti staðfestingu sveitarstjórnar.
    Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðar nr. 9 "indheimar ll stofnun lögbýlis2. Samþykkt samhljóða.
  • Landbúnaðarnefnd - 197 Lagður fram til kynningar tölvupóstur dagsettur 15. febrúar 2018 frá nefndasviði Alþingis varðandi þar sem atvinnuveganefnd Alþingis sendir til umsagnar tillögu til þingsályktunar um um mótun eigendastefnu ríkisins fyrir bújarðir, 52. mál. Bókun fundar Afgreiðsla 197. fundar landbúnaðarnefndar staðfest á 366. fundi sveitarstjórnar 18. apríl 2018 með níu atkvæðum.
  • Landbúnaðarnefnd - 197 Lögð fram til kynningar auglýsing frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu, dagsett 16. janúar 2018. Ákveðið er að leggja niður Blöndulínu sem varnarlínu og sameina Skagahólf og Húnahólf. Bókun fundar Afgreiðsla 197. fundar landbúnaðarnefndar staðfest á 366. fundi sveitarstjórnar 18. apríl 2018 með níu atkvæðum.
  • Landbúnaðarnefnd - 197 Lagt fram til kynningar bréf móttekið 8. mars 2018 frá Veiðifélagi Miklavatns og Fljótaár þar sem kynntur er nýr samningur milli veiðifélagsins og Veiðiklúbbs Íslands. Bókun fundar Afgreiðsla 197. fundar landbúnaðarnefndar staðfest á 366. fundi sveitarstjórnar 18. apríl 2018 með níu atkvæðum.
  • Landbúnaðarnefnd - 197 Lagður fram til kynningar ársreikningur fyrir Fjallskilasjóð Austur-Fljóta fyrir árið 2016. Bókun fundar Afgreiðsla 197. fundar landbúnaðarnefndar staðfest á 366. fundi sveitarstjórnar 18. apríl 2018 með níu atkvæðum.

16.Byggðarráð Skagafjarðar - 823

Málsnúmer 1804006FVakta málsnúmer

Fundargerð 823. fundar byggðarráðs lögð fram til afgreiðslu á 366. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Stefán Vagn Stefánsson kynnti fundargerð. Stefán Vagn Stefánsson, Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir, Bjarni Jónsson og Stefán Vagn Stefánsson, Bjarni Jónsson og Viggó Jónsson kvöddu sér hljóðs.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 823 Málið áður á dagskrá 822. fundar byggðarráðs þann 5. apríl 2018. Lagt fram bréf dagsett 16. mars 2018 frá landeigendum bæja sem liggja að Höfðavatni á Höfðaströnd. Óska þeir eftir fjárhagslegum stuðningi við landfyllingu á Bæjarmöl við Höfðavatn í Skagafirði. Tilgangur framkvæmdanna er að loka skarði sem hefur myndast og sjór flæðir inn í vatnið og seltustig þess er að nálgast seltustig sjávar með tilheyrandi skaða. Indriði Þór Einarsson sviðsstjóri veitu- og framkvæmdasviðs sat fundinn undir þessum dagskrárlið.
    Byggðarráð samþykkir að styrkja verkefnið um 1 milljón krónur og taka fjármagnið af málaflokki 11 - umhverfismál.
    Bókun fundar Afgreiðsla 823. fundar byggðarráðs staðfest á 366. fundi sveitarstjórnar 18. apríl 2018 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 823 Sjá bókun í trúnaðarbók.

    Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir og Bjarni Jónsson óska bókað:
    Við undirrituð lýsum áhyggjum okkar af málsmeðferð sveitarfélagsins að því er varðar samning þess um uppbyggingu og stuðning við Sýndarveruleika ehf. Teljum við að fjölmörgum spurningum sé ósvarað um verkefnið sem helgast meðal annars af því hversu takmarkaðar upplýsingar hafa verið veittar. Í þessu sambandi bendum við á nauðsyn þess áður en lengra er haldið við afgreiðslu málsins að farið sé vandlega yfir lagaleg atriði, t.d. hvort sveitarfélagið hafi fullnægjandi lagaheimildir til þessara ráðstafana og hvort stuðningur þess feli í sér ólögmæta fjárhagsaðstoð við við einkaaðila í samkeppnisrekstri. Þá þarf sérstaklega að gæta að því að farið sé að leikreglum stjórnsýslulaga, þannig að íbúarnir og fyrirtæki í sveitarfélaginu njóti jafnræðis þegar kemur að ráðstöfun eigna og aðgangi að fjármunum og auðlindum sveitarfélagsins. Við óskum eftir því að þessi atriði verði skoðuð vandlega og niðurstöður athugana verði kynntar fyrir kjörnum fulltrúum áður en málið verður afgreitt af hálfu sveitarfélagsins.
    Þá undrumst við þá leynd sem farið er fram á um samning sveitarfélagsins við Sýndarveruleika ehf. Óskum við eftir ítarlegum rökstuðningi fyrir þeirri kröfu að upplýsingum um innihald samninga sem fela í sér ráðstöfun eigna sveitarfélagsins og fjárhagsskuldbindingar til langs tíma skuli haldið leyndum. Við óskum meðal annars eftir því að rökstutt sé á hvaða lagagrundvelli þessi krafa um þögn er byggð. Enn fremur hvaða sjónarmið um meðferð persónuupplýsinga réttlæti að leynt sé farið með hvað opinber aðili eins og sveitarfélagið leggi verkefninu og fyrirtækinu til fjárhagslega vegna uppbyggingar þess og starfsemi.
    Eins og staðan er nú virðist til þess ætlast að sveitarstjórnarfulltrúar samþykki að sveitarfélagið undirgangist verulegar skuldbindingar og leggi fram umtalsvert fé, án þess fullnægjandi upplýsingar liggi fyrir. Á sama tíma virðist þess krafist að upplýsingum sé haldið frá almenningi. Við álítum að það sé skylda okkar sem fulltrúa íbúa í sveitarstjórn að fara fram á að framangreindum spurningum sé svarað og að fullnægjandi upplýsingar séu veittar um málið, þannig að ekki séu lagðar hömlur á að við getum rækt skyldur okkar gagnvart íbúum sveitarfélagsins þegar verið er að ráðstafa eignum og fjármunum þess.
    Bjarni Jónsson VG og óháðum
    Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir K - lista

    Engum gögnum hefur verið haldið frá fulltrúum í byggarráði varðandi samninga við Sýndarveruleika ehf. Samningurinn sem um ræðir var samþykktur á fundi ráðsins 2. mars s.l. án athugasemda fulltrúa minnihlutans í sveitarstjórn. Í vinnsluferli samningsins komu aldrei fram efasemdir eða athugasemdir frá fulltrúum minnihlutans hvort umræddur samningur stæðist lög og verður það að teljast sérstök vinnubrögð að taka þátt í vinnslu á umræddum samningi og koma svo eftir að hafa samþykkt umræddan samning og gagnrýna innihald hans.
    Stefán Vagn Stefánsson B-lista
    Sigríður Svavarsdóttir D-lista

    Bjarni Jónsson óskar bókað:
    Öll málsmeðferð er á ábyrgð meirihluta sveitarstjórnar.

    Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir óskar bókað:
    Málið er enn á vinnslustigi og ég tel eðlilegt að spyrja spurninga.
    Bókun fundar Stefán Vagn Stefánsson kvaddi sér hljóðs og óskar bókað:
    Í ljósi umræðna og bókana fulltrúa minnihlutans í sveitarstjórn vill meirihluti sveitarstjórnar leiðrétta þær rangfærslur sem komið hafa fram í málflutningi þeirra. Mikilvægt er að rétt sé farið með staðreyndir.
    Hugmyndir um sýndarveruleikasýningu í Skagafirði komu fyrst upp af hálfu forsvarsmanna hennar seinni hluta árs 2016 og var jákvætt tekið í að skoða þessar hugmyndir um að efla enn frekar ferðamennsku og aðdráttarafl Skagafjarðar fyrir þann hóp og aðra gesti sem heimsækja héraðið, eins og önnur áform sem lúta að fjölbreyttri atvinnuuppbyggingu vítt og breytt um héraðið.
    Var óformlega rætt um málið á fundum byggðarráðs í kjölfarið og ákváðu aðalmenn í byggðarráði Sveitarfélagsins Skagafjarðar ásamt öðrum sveitarstjórnarfulltrúum m.a. að kynna sér um hvað sýndarveruleiki (Virtual Reality) snerist í Háskólanum í Reykjavík í tengslum við fjármálaráðstefnu Sambands íslenskra sveitarfélaga í lok september það ár. Í þá heimsókn fóru allir aðalmenn í byggðarráði utan fulltrúa K-lista sem komst ekki með en var meðvitaður um heimsóknina og málið á þeim tíma.
    Síðan þetta gerðist hefur oftsinnis verið rætt um málið í byggðarráði, atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd og í sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar, bæði óformlega og formlega, með bókunum í trúnaðarbók og einnig á seinni stigum með opnum bókunum.
    Þannig var formlega rætt um málið og framkvæmdir því tengdar á 6 fundum atvinnu-, menningar- og kynningarnefndar og byggðarráðs á árunum 2017-2018 og þær fundargerðir staðfestar í sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar mótatkvæðalaust og með öllum greiddum atkvæðum.
    Var m.a. rætt um málið á fundi byggðarráðs 21. desember 2017 þar sem undir þeim dagskrárlið voru einnig viðstaddir allir aðrir aðalmenn í sveitarstjórn utan eins fulltrúa frá meirihluta, sem og allir aðalmenn og áheyrnarfulltrúi í atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd. Var þar bókað: „Til fundarins kom Ingvi Jökull Logason og kynnti áform um atvinnuuppbyggingu í húsnæði sveitarfélagins að Aðalgötu 21. Byggðarráð samþykkir að halda áfram viðræðum við Ingva Jökul og verja allt að 2,5 m.kr. af þeim 80 m.kr. sem tilgreindar eru í fjárhagsáætlun vegna Aðalgötu 21 og 21a, til verkáætlunar innanhúss.“ Var málið þannig komið á það stig á þessum tíma að tekin var ákvörðun með samþykki allra flokka í sveitarstjórn, fulltrúum þeirra í byggðarráði og fulltrúum þeirra í atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd um að ráðast í verkáætlun innanhúss í fyrrgreindum húsum með sýndarveruleikasýningu í huga. Engum duldist á þessum tíma hvað til stóð.
    Þann 20. febrúar sl. var byggðarráð kallað saman til óformlegs fundar til að fara yfir fyrstu drög að samningi við Sýndarveruleika ehf. Á þann fund mættu allir byggðarráðsfulltrúar.
    Á byggðarráðsfundi þann 1. mars sl. var rætt utan dagskrár að boðað yrði til aukafundar í byggðarráði daginn eftir þar sem fulltrúar Sýndarveruleika myndu koma til þess að ljúka samningsgerðinni. Um það voru allir byggðarráðsfulltrúar sammála og var boðað til fundar.
    Á fundinum 2. mars sl. voru lögð fram uppfærð drög að samstarfssamningi milli Sýndarveruleika ehf. og Sveitarfélagsins Skagafjarðar um uppbyggingu sýndarveruleikasafns á Sauðárkróki. Undir þessum dagskrárlið sat fundinn ásamt öllum fulltrúum í byggðarráði, Ingvi Jökull Logason fulltrúi Sýndarveruleika ehf. Að loknum þeim fundi þar sem farið var vandlega yfir alla liði samningsins samþykkti byggðarráð framlögð samningsdrög án nokkurra athugasemda.
    Það var ekki fyrr en á byggðarráðsfundi þann 8. mars sl. að Bjarni Jónsson áheyrnarfulltrúi VG í byggðarráði fór að bóka á annan máta um málið. Það gerði hann þrátt fyrir að fulltrúar minnihlutans í byggðarráði hafi tekið fullan þátt með fulltrúum meirihlutans í yfirferð og mótun samstarfssamnings við Sýndarveruleika ehf. vikurnar á undan og samþykktu m.a. aðeins viku fyrr samstarfssamninginn án nokkurra athugasemda, enda höfðu fulltrúar minnihlutans tekið fullan og virkan þátt í gerð og breytingum samningsdraganna með fulltrúum meirihlutans.
    Það er því holur hljómur í máli fulltrúa minnihlutans í sveitarstjórn í þessu máli og ekki laust við að kosningaskjálfta virðist farið að gæta þar. Er sorglegt að slíkur skjálfti beinist að áformum um verulega fjárfestingu og atvinnuuppbyggingu á sviði ferðaþjónustu í Skagafirði sem mun hafa mikil og jákvæð áhrif á aðra ferðaþjónustu og stoðþjónustu hennar á svæðinu, enda oft verið rætt um að það vanti aukið aðdráttarafl fyrir ferðamenn og aðra gesti á svæðið.
    Sveitarstjórnarfulltrúar meirihluta Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks munu áfram leita leiða til að efla og styrkja samfélagið í Skagafirði með ráðum og dáð. Fjölbreytt atvinna er forsenda búsetu og velferðar íbúanna og eykur um leið margbreytileika í þjónustu og afþreyingu sem styrkir samkeppnishæfni Skagafjarðar og mikilvægt er að efla. Sjaldan eða aldrei hefur verið ráðist í eins mörg uppbyggingarverkefni víða um hérað eins og á þessu kjörtímabili, um leið og gætt hefur verið ábyrgðar í rekstri líkt og fjárhagsáætlanir og rekstrarafkoma Sveitarfélagsins Skagafjarðar hefur borið vitni um á kjörtímabilinu.
    Allir fulltrúar meirihluta sveitarstjórnar: Stefán Vagn Stefánsson, Sigríður Svavarsdóttir,Sigríður Magnúsdóttir, Bjarki Tryggvason, Gunnsteinn Björnsson, Sigríður Magnúsdóttir og Þórdís Friðbjörnsdóttir.

    Gréta Sjöfn kvaddi sér hljóðs og óskar bókað:
    Málið er enn á vinnslustigi og ég tel eðlilegt að spyrja spurninga.

    Bjarni Jónsson kvaddi sér hljóðs og óskar bókað:
    Sýndarveruleika og rangfærslum meirihlutans um aðkomu minni hluta að málsmeðferð, ákvörðunum og skuldbindingum er algerlega hafnað sem ævintýralegu yfirklóri vegna eigin framgöngu, vandræðagangs og leyndarhyggju. Ef verkefnið hefur verið svo lengi í undirbúningi hefur láðst að kynna það fyrir fulltrúum minnihlutans og til stæði að ofra til þess þvílíkum skuldbindingum og ívilnunum og raun ber vitni.
    Þeir samningar og skuldbindingar sem tengjast aðkomu sveitarfélagsins að uppbyggingu Sýndarveruleika ehf. hafa aldrei verið kynntir fyrir fulltrúum í atvinnu, menningar og kynningarnefnd. Þá hafa fulltrúar VG og óháðra aldrei samþykkt neina þá gjörninga enda nú um stundir áheyrnarfulltrúar í byggðaráði og fagnefndinni án atkvæðisréttar. Vakinn er sérstök athygli á því að enn betur er að koma í ljós nú hversu gríðarlega miklar skuldbindingar er um að ræða fyrir sveitarfélagið. Það er langur vegur frá kynningu á smellinni hugmynd og fjárskuldbindingum fyrir hundruðir milljóna króna og reyna að leyna þeim. Málið er greinilega vont fyrir meirihlutann.
    Undirritaður ítrekar áhyggjur sínar yfir málsmeðferð sveitarfélagsins að því er varðar samning þess um uppbyggingu og stuðning við Sýndarveruleika ehf. Tel ég að fjölmörgum spurningum sé ósvarað um verkefnið sem helgast meðal annars af því hversu takmarkaðar upplýsingar hafa verið veittar. Í þessu sambandi er bent á nauðsyn þess áður en lengra er haldið við afgreiðslu málsins að farið sé vandlega yfir lagaleg atriði, t.d. hvort sveitarfélagið hafi fullnægjandi lagaheimildir til þessara ráðstafana og hvort stuðningur þess feli í sér ólögmæta fjárhagsaðstoð við einkaaðila í samkeppnisrekstri. Þá þarf sérstaklega að gæta að því að farið sé að leikreglum stjórnsýslulaga, þannig að íbúarnir og fyrirtæki í sveitarfélaginu njóti jafnræðis þegar kemur að ráðstöfun eigna og aðgangi að fjármunum og auðlindum sveitarfélagsins. Því er óskað eftir því að þessi atriði verði skoðuð vandlega og niðurstöður athugana verði kynntar fyrir kjörnum fulltrúum áður en málið verður afgreitt af hálfu sveitarfélagsins.
    Þá er lýst undrun yfir þeirri leynd sem farið er fram á um samning sveitarfélagsins við Sýndarveruleika ehf. Óskað er eftir ítarlegum rökstuðningi fyrir þeirri kröfu að upplýsingum um innihald samninga sem fela í sér ráðstöfun eigna sveitarfélagsins og fjárhagsskuldbindingar til langs tíma skuli haldið leyndum. Meðal annars er óskað eftir því að rökstutt sé á hvaða lagagrundvelli þessi krafa um þögn er byggð. Enn fremur hvaða sjónarmið um meðferð persónuupplýsinga réttlæti að leynt sé farið með hvað opinber aðili eins og sveitarfélagið leggi verkefninu og fyrirtækinu til fjárhagslega vegna uppbyggingar þess og starfsemi.
    Eins og staðan er nú virðist til þess ætlast að sveitarstjórnarfulltrúar samþykki að sveitarfélagið undirgangist verulegar skuldbindingar og leggi fram umtalsvert fé, án þess fullnægjandi upplýsingar liggi fyrir. Á sama tíma virðist þess krafist að upplýsingum sé haldið frá almenningi. Undirritaður álítur það skyldu sína sem fulltrúa íbúa í sveitarstjórn, að fara fram á að framangreindum spurningum sé svarað og að fullnægjandi upplýsingar séu veittar um málið, þannig að ekki séu lagðar hömlur á að við sveitarstjórnarfulltrúar getum rækt skyldur okkar gagnvart íbúum sveitarfélagsins þegar verið er að ráðstafa eignum og fjármunum þess.
    Bjarni Jónsson, sveitarstjórnarfulltrúi VG og óháðra

    Stefán Vagn Stefánsson kvaddi ér hljóðs og óskar bókað:
    Fulltrúi VG og óháðra gerði engar athugasemdir við samninginn í byggðarráði þegar hann var samþykktur og vann með meirihlutanum að yfirferð samningsins í aðdraganda samþykkis hans.

    Bjarni Jónsson kvaddi sér hljóðs og óskar bókað:
    Undirritaður mótmælir því sem kemur fram í bókun formanns byggðaráðs.
    Bjarni Jónsson, sveitarstjórnarfulltrúi VG og óháðra

    Afgreiðsla 823. fundar byggðarráðs staðfest á 366. fundi sveitarstjórnar 18. apríl 2018 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 823 Lagt fram bréf frá samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu, dagsett 27. mars 2018 þar sem óskað er eftir umsögn Sveitarfélagsins Skagafjarðar um efni kvörtunar sem ráðuneytinu barst frá Sigurjóni Þórðarsyni þann 23.mars s.l.
    Byggðarráð samþykkir að fela lögmanni að taka saman umsögn fyrir sveitarfélagið.
    Bókun:
    Við undirrituð lýsum áhyggjum okkar af málsmeðferð sveitarfélagsins að því er varðar samning þess um uppbyggingu og stuðning við Sýndarveruleika ehf. Teljum við að fjölmörgum spurningum sé ósvarað um verkefnið sem helgast meðal annars af því hversu takmarkaðar upplýsingar hafa verið veittar. Í þessu sambandi bendum við á nauðsyn þess áður en lengra er haldið við afgreiðslu málsins að farið sé vandlega yfir lagaleg atriði, t.d. hvort sveitarfélagið hafi fullnægjandi lagaheimildir til þessara ráðstafana og hvort stuðningur þess feli í sér ólögmæta fjárhagsaðstoð við við einkaaðila í samkeppnisrekstri. Þá þarf sérstaklega að gæta að því að farið sé að leikreglum stjórnsýslulaga, þannig að íbúarnir og fyrirtæki í sveitarfélaginu njóti jafnræðis þegar kemur að ráðstöfun eigna og aðgangi að fjármunum og auðlindum sveitarfélagsins. Við óskum eftir því að þessi atriði verði skoðuð vandlega og niðurstöður athugana verði kynntar fyrir kjörnum fulltrúum áður en málið verður afgreitt af hálfu sveitarfélagsins.

    Þá undrumst við þá leynd sem farið er fram á um samning sveitarfélagsins við Sýndarveruleika ehf. Óskum við eftir ítarlegum rökstuðningi fyrir þeirri kröfu að upplýsingum um innihald samninga sem fela í sér ráðstöfun eigna sveitarfélagsins og fjárhagsskuldbindingar til langs tíma skuli haldið leyndum. Við óskum meðal annars eftir því að rökstutt sé á hvaða lagagrundvelli þessi krafa um þögn er byggð. Enn fremur hvaða sjónarmið um meðferð persónuupplýsinga réttlæti að leynt sé farið með hvað opinber aðili eins og sveitarfélagið leggi verkefninu og fyrirtækinu til fjárhagslega vegna uppbyggingar þess og starfsemi.
    Eins og staðan er nú virðist til þess ætlast að sveitarstjórnarfulltrúar samþykki að sveitarfélagið undirgangist verulegar skuldbindingar og leggi fram umtalsvert fé, án þess fullnægjandi upplýsingar liggi fyrir. Á sama tíma virðist þess krafist að upplýsingum sé haldið frá almenningi. Við álítum að það sé skylda okkar sem fulltrúa íbúa í sveitarstjórn að fara fram á að framangreindum spurningum sé svarað og að fullnægjandi upplýsingar séu veittar um málið, þannig að ekki séu lagðar hömlur á að við getum rækt skyldur okkar gagnvart íbúum sveitarfélagsins þegar verið er að ráðstafa eignum og fjármunum þess.

    Bjarni Jónsson VG og óháðum
    Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir K - lista

    Bókun:
    Engum gögnum hefur verið haldið frá fulltrúum í byggarráði varðandi samninga við Sýndarveruleika ehf. Samningurinn sem um ræðir var samþykktur á fundi ráðsins 2. mars s.l. án athugasemda fulltrúa minnihlutans í sveitarstjórn. Í vinnsluferli samningsins komu aldrei fram efasemdir eða athugasemdir frá fulltrúum minnihlutans hvort umræddur samningur stæðist lög og verður það að teljast sérstök vinnubrögð að taka þátt í vinnslu á umræddum samningi og koma svo eftir að hafa samþykkt umræddan samning og gagnrýna innihald hans.

    Stefán Vagn Stefánsson B-lista
    Sigríður Svavarsdóttir D-lista

    Bjarni Jónsson óskar bókað:
    Öll málsmeðferð er á ábyrgð meirihluta sveitarstjórnar.

    Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir óskar bókað:
    Málið er enn á vinnslustigi og ég tel eðlilegt að spyrja spurninga.
    Bókun fundar Afgreiðsla 823. fundar byggðarráðs staðfest á 366. fundi sveitarstjórnar 18. apríl 2018 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 823 Lagt fram bréf frá Íbúðalánasjóði, dagsett 27. mars 2018 þar sem sjóðurinn býður sveitarfélaginu að leigja fasteign undir skjólstæðinga sína.
    Byggðarráð þakkar fyrir erindið en afþakkar boðið.
    Bókun fundar Afgreiðsla 823. fundar byggðarráðs staðfest á 366. fundi sveitarstjórnar 18. apríl 2018 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 823 Lagður fram tölvupóstur dagsettur 5. apríl 2018 frá Lovísu Heiðrúnu Hlynsdóttur og Þórði Grétari Árnasyni þar sem þau inna eftir því hvort fasteignin Austurgata 5 á Hofsósi sé föl til kaups.
    Byggðarráð samþykkir að fasteignin Austurgata 5 á Hofsósi verði auglýst til sölu.
    Bókun fundar Afgreiðsla 823. fundar byggðarráðs staðfest á 366. fundi sveitarstjórnar 18. apríl 2018 með níu atkvæðum.
  • 16.6 1803193 Aðalgata 24
    Byggðarráð Skagafjarðar - 823 Málið áður á dagskrá 821. fundar byggðarráðs þann 22. mars 2018 og var sveitarstjóra falið að skoða kaup á fasteigninni Aðalgötu 24.
    Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra að gera tilboð í fasteignina.
    Bókun fundar Afgreiðsla 823. fundar byggðarráðs staðfest á 366. fundi sveitarstjórnar 18. apríl 2018 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 823 Lagt fram bréf dagsett 6. apríl 2018 frá Stapa lífeyrissjóði varðandi fundarboð ársfundar sjóðsins þann 9. maí n.k. í Menningarhúsinu Hofi, Akureyri.
    Byggðarráð samþykkir að Margeir Friðriksson verði fulltrúi sveitarfélagsins og fari með atkvæðisrétt þess á fundinum.
    Bókun fundar Afgreiðsla 823. fundar byggðarráðs staðfest á 366. fundi sveitarstjórnar 18. apríl 2018 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 823 Lagður fram til kynningar tölvupóstur frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dagsettur 4. apríl 2018, varðandi myndræna framsetningu á aldursdreifingu íbúa sveitarfélaga fyrir árin 1998 og 2018, sem er að finna á heimasíðu sambandsins. Bókun fundar Afgreiðsla 823. fundar byggðarráðs staðfest á 366. fundi sveitarstjórnar 18. apríl 2018 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 823 Lögð fram til kynningar fundargerð 27. fundar stjórnar SSNV frá 6. mars 2018. Bókun fundar Afgreiðsla 823. fundar byggðarráðs staðfest á 366. fundi sveitarstjórnar 18. apríl 2018 með níu atkvæðum.

17.Byggðarráð Skagafjarðar - 822

Málsnúmer 1804001FVakta málsnúmer

Fundargerð 822. fundar byggðarráðs lögð fram til afgreiðslu á 366. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Stefán Vagn Stefánsson kynnti fundargerð. Bjarni Jónsson og Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir kvöddu sér hljóðs.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 822 Farið yfir stöðu verkefnisins. Undir þessum dagskrárlið sat fundinn Sigfús Ingi Sigfússon verkefnastjóri hjá sveitarfélaginu. Bókun fundar Bjarni Jónsson tekur ekki þátt í atkvæðagreiðslu.
    Afgreiðsla 822. fundar byggðarráðs staðfest á 366. fundi sveitarstjórnar 18. apríl 2018 með átta atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 822 Lögð fram svohljóðandi tillaga frá Grétu Sjöfn Guðmundsdóttur, K-lista og Bjarna Jónssyni, Vg og óháðir:
    "Lagt er til að sérfróður aðili sem ekki er tengdur sveitarfélaginu verði fenginn til að leggja mat á áhrif samstarfssamnings um uppbyggingu sýndarveruleikasafns á Sauðárkróki á fjárfestingar og skuldbindingar Sveitarfélagsins áður en hann verður lagður fyrir sveitarstjórn til fullnaðarafgreiðslu. Matið taki á heildarkostnaði sveitarfélagsins vegna langtímaskuldbindinga og ávinning af framlagi þess til verkefnisins og annarra ráðstafanna sem af því hljótast, svo sem hvað varðar aðstöðu, stoðþjónustu,leigu, skatttekna, ívilnanir og fleiri þætti er varða aðkomu sveitarfélagsins að svo viðamiklu langtímaverkefni. Matið taki einnig á afleiddum kostnaði sem fellur til vegna húsnæðisráðstafanna fyrir Byggðasafn Skagfirðinga."
    Byggðarráð samþykkir að fresta afgreiðslu þessa dagskrárliðar þar sem unnið er úttekt. Gert er ráð fyrir að hún liggi fyrir næsta fundi byggðarráðs. Á fundi byggðarráðs 8. mars s.l. óskaði Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir, K-lista, eftir mati á skuldbindingum Sveitarfélagsins Skagafjarðar vegna uppbyggingu sýndarveruleikasýningar á Sauðárkróki. Byggðarráð samþykkti að fela lögmanni sveitarfélagsins að vinna að formlegu mati sem mun liggja fyrir innan skamms.
    Sigfús Ingi Sigfússon verkefnastjóri sat fundinn undir þessum dagskrárlið.
    Bókun fundar Afgreiðsla 822. fundar byggðarráðs staðfest á 366. fundi sveitarstjórnar 18. apríl 2018 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 822 Lögð fram svohljóðandi tillaga frá Grétu Sjöfn Guðmundsdóttur, K-lista og Bjarna Jónssyni, Vg og óháðir:
    "Lagt er til að atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd verði falið að taka saman eftirfarandi upplýsingar fyrir byggðaráð.
    - Hvar verður bráðabrigðahúsnæði sýninga sem voru í Minjahúsinu á Sauðárkróki og hver er áætlaður árlegur kostnaður vegna reksturs og húsaleigu?
    - Hvar verður bráðabrigðahúsnæði skrifstofuhluta safnsins á Sauðárkróki og hver er áætlaður leigukostnaður á ári?
    - Hvar verður bráðabrigðahúsnæði fornleifadeildar safnsins og hver er áætlaður leigukostnaður á ári?
    - Er áætlað vörslurými í Borgarflöt nægjanlegt?"
    Bókun:
    Eignasjóður Skagafjarðar hefur með höndum umsýslu fastafjármuna sem nýttir eru fyrst og fremst af aðalsjóði Sveitarfélagsins Skagafjarðar. Eignasjóður leigir út fasteignir til stofnana sveitarfélagsins og innheimtir leigu (svokallaða innri leigu) í samræmi við raunverulegan kostnað sem viðkomandi fjárfesting ber með sér. Stjórn Eignasjóðs Skagafjarðar er byggðarráð Sveitarfélagsins Skagafjarðar en ekki atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd. Eðlilegt er að fyrirspurninni sé beint til byggðarráðs þar sem hún lýtur einkum að fasteignum og kostnaði vegna leigu.
    Eins og kjörnum byggðarráðsfulltrúum er kunnugt um, og rætt hefur verið á fundum ráðsins, er verið að vinna í að koma fastasýningum Byggðasafns Skagfirðinga sem verið hafa í Minjahúsinu á Sauðárkróki, fyrir í öðru húsnæði á Sauðárkróki. Gangi þær fyrirætlanir eftir er líklegt að kostnaður vegna rekstrar og innri leigu sem hlýst af sýningunum verði lægri en hann er í dag af Minjahúsinu.
    Aðstaða fyrir þá starfsmenn Byggðasafns Skagfirðinga sem hafa haft vinnuaðstöðu í Minjahúsinu á Sauðárkróki mun verða í húsnæði Sveitarfélagsins Skagafjarðar á Aðalgötu 2 á Sauðárkróki en sveitarfélagið á helming þess húsnæðis. Þar hefur verið gjaldfærð innri leiga um áraraðir þrátt fyrir enga beina starfsemi á vegum sveitarfélagsins. Ljóst er að fasteignin á Aðalgötu 2 mun verða betur nýtt við þessa yfirfærslu og að gjaldfærsla innri leigu vegna starfsmannaaðstöðu sem flyst úr Minjahúsinu mun sparast.
    Áætlað varðveislurými fyrir muni Byggðasafns Skagfirðinga á Borgarflöt er nægjanlegt miðað við núverandi safnkost. Þess má geta að starfsmaður Byggðasafns Skagfirðinga aflaði sér sérþekkingar í pökkun og varðveislu safnmuna hjá Þjóðminjasafni Íslands áður en farið var í flokkun og pökkun þeirra muna sem staðsettir eru í Minjahúsi. Allir safnmunir sem varðveittir eru og fluttir verða í nýtt varðveislurými hafa nú verið flokkaðir og myndaðir og unnið er nú að skráningu þeirra í Sarp. Heildrænt yfirlit yfir safnmuni er því miklu mun betra í dag en fyrir var.
    Þarfagreiningarhópur vegna byggingar Menningarhúss á Sauðárkróki er að störfum en í honum eiga sæti fulltrúar frá öllum framboðum sem eiga kjörinn fulltrúa í sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar ásamt fulltrúum frá mennta- og menningarmálaráðuneyti. Hafa fulltrúar Sveitarfélagsins Skagafjarðar í störfum sínum lagt áherslu á að í menningarhúsinu verði varðveislurými sem kemur til móts við þarfir Byggðasafns Skagfirðinga, Héraðsskjalasafns Skagfirðinga og Listasafns Skagfirðinga. Munu söfnin með því verða meðal fárra slíkra safna á landinu sem munu uppfylla kröfur ríkisins um aðbúnað opinberra safna og byggðasafna eins og kemur fram í lögum og reglugerðum.
    Sigfús Ingi Sigfússon verkefnastjóri sat fundinn undir þessum dagskrárlið.
    Bókun fundar Afgreiðsla 822. fundar byggðarráðs staðfest á 366. fundi sveitarstjórnar 18. apríl 2018 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 822 Lagt fram bréf dagsett 3. apríl 2018 frá Jóni Guðmundssyn og Auði Magnúsdóttur starfsmönnum Landbúnaðarháskóla Íslands á Hvanneyri, varðandi möguleika á vinnslu orku og næringarefna úr lífrænum hráefnum.
    Ekki liggur fyrir afstaða sveitarfélagsins hvort það ætlar að verða þátttakandi í verkefninu.
    Bókun fundar Afgreiðsla 822. fundar byggðarráðs staðfest á 366. fundi sveitarstjórnar 18. apríl 2018 með níu atkvæðum.
  • 17.5 1709133 Öldungaráð
    Byggðarráð Skagafjarðar - 822 Byggðarráð samþykkir að tilnefning fulltrúa í öldungaráð sveitarfélagsins verði gerð eftir sveitarstjórnarkosningar 2018. Bókun fundar Afgreiðsla 822. fundar byggðarráðs staðfest á 366. fundi sveitarstjórnar 18. apríl 2018 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 822 Lagður fram tölvupóstur dagsettur 23. mars 2018 frá sýslumannsembættinu á Norðurlandi vestra, úr máli nr. 1803295. Óskað er umsagnar um umsókn Eydísar Magnúsdóttur fyrir hönd Smiðjugrundar ehf. um leyfi til að reka gististað í flokki II að Sölvanesi, 561 Varmahlíð. Sótt er um gistingu fyrir 10 manns í eldra íbúðarhúsi og 4 í frístundahúsi á jörðinni.
    Byggðarráð gerir ekki athugasemdir við umsóknina.
    Bókun fundar Afgreiðsla 822. fundar byggðarráðs staðfest á 366. fundi sveitarstjórnar 18. apríl 2018 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 822 Lagður fram tölvupóstur frá Jóni Gísla Jóhannessyni, Birkihlíð, 560 Hofsósi, dagsettur 25. mars 2018.
    Fyrirspurn:
    Ég vil fá upplýsingar um leynisamninga sem Sveitarfélagið hefur gert um að stofna og reka Sýndarveruleikassýningu á Sauðárkróki.
    1. Er hægt að fá senda samningana?
    2. Hvað fara miklir peningar frá sveitarfélaginu Skagafirði inn í þetta fyrirtæki Sýndarveruleiki ehf?
    3. Hvernig getur maður fengið svona samning frá sveitarfélaginu ef maður ætlar að setja upp eitthvað nýtt á Hofsósi?
    4. Verður kostnaðurinn meiri fyrir sveitarfélagið að setja upp sýndarveruleikasýninguna á Sauðárkróki en það kostar að byggja leikskóla á Hofsósi eða íþróttahús á Hofsósi; eins og maður hefur heyrt?
    Jón Gísli Jóhannesson í Birkihlíð Hofsósi, kt . 260164 7169.
    Svar:
    1. Samningur við Sýndarveruleika ehf. um sýningu á Aðalgötu 21a og b á Sauðárkróki er viðskiptasamningur og af þeim sökum trúnaðarmál. Um samninginn þarf að ríkja trúnaður enn um sinn vegna viðskiptahagsmuna og því ekki hægt að opinbera efni samningsins að svo stöddu.
    Hin ríka trúnaðarskylda sveitarstjórnarmanna á rót sína að rekja til margra mismunandi lagaákvæða. Í því sambandi má nefna að í 28. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 segir: „Sveitarstjórnarmenn skulu gæta trúnaðar um það sem þeir verða áskynja í starfi sínu og leynt á að fara samkvæmt lögum eða eðli máls.“ Í 9. gr. upplýsingalaga nr. 140/2011 segir enn fremur: „Óheimilt er að veita almenningi aðgang að gögnum um einka- eða fjárhagsmálefni einstaklinga sem sanngjarnt er og eðlilegt að leynt fari, nema sá samþykki sem í hlut á. Sömu takmarkanir gilda um aðgang að gögnum er varða mikilvæga fjárhags- eða viðskiptahagsmuni fyrirtækja og annarra lögaðila.“ Í siðareglum fyrir kjörna fulltrúa í Sveitarfélaginu Skagafirði frá árinu 2014 segir í 7. gr.: „Kjörnum fulltrúum ber jafnframt að virða trúnað? um innihald skjala eða annarra gagna, sem þeir fá aðgang að vegna starfa sinna og trúnaður skal vera um.“
    Byggðaráðsfulltrúar telja að sá samningur sem undirritaður hefur verið við Sýndarveruleika ehf. geymi upplýsingar um mikilvæga fjárhags- og viðskiptahagsmuni og því sé Sveitarfélaginu Skagafirði óheimilt lögum samkvæmt að opinbera þá á þessu stigi. Stefnt er að því að upplýsa um innihald þeirra eftir fremsta megni í samráði við gagnaðila þegar verkefnið er komið á það stig að viðskiptahagsmunum telst ekki ógnað.
    Því miður hefur komið upp að ákvæði sveitarstjórnarlaga, nr. 138 frá árinu 2011, sem og upplýsingalaga, nr. 140 frá árinu 2012, um þagnarskyldu og trúnað hafa ekki verið virt hvað þennan samning varðar og þykir byggðarráðsfulltrúum miður að svo hafi farið. Í þessu sambandi skal á það minnt að sveitarstjórnarmenn teljast til opinberra starfsmanna, sem gerir umrætt trúnaðarrof enn alvarlegra gagnvart lögunum.
    2. Vísað er til svars við spurningu nr. 1 hér að ofan.
    3. Sveitarfélagið Skagafjörður er afar opið fyrir samstarfsverkefnum við fjárfesta, sem stuðla að atvinnuuppbyggingu hvar sem er í Sveitarfélaginu Skagafirði, og sem reiðubúnir eru að leggja verulega fjármuni til atvinnuuppbyggingar á svæðinu. Atvinnuuppbygging er forsenda byggðar og velferðar samfélaga. Sem dæmi um aðkomu sveitarfélagsins að atvinnuuppbyggingu má nefna uppbyggingu og rekstur meðferðarheimilisins Háholts í Skagafirði, aðkomu að rekstri fiskvinnslu á Hofsósi, aðkomu að rekstri Náttúrustofu Norðurlands vestra, ívilnana vegna atvinnureksturs í húsnæði sveitarfélagsins víða um hérað, svo og á landi í eigu sveitarfélagsins o.s.frv.
    4. Rétt að taka fram að Sveitarfélagið Skagafjörður er ekki í því hlutverki að setja upp sýndarveruleikasýningu á Sauðárkróki. Kostnaðaráætlun vegna byggingar leikskóla á Hofsósi, endurbóta á grunnskóla eða byggingar íþróttahúss liggur ekki endanlega fyrir. Á fundi byggðarráðs Sveitarfélagsins Skagafjarðar með forsvarsmönnum Hofsbótar ses. 15. mars sl. kom fram að búið er að vinna frumdrög að innanhússbreytingum á grunnskólahúsnæði og viðbyggingu þar fyrir nýjan leikskóla, ásamt því sem gerð hafa verið hönnunardrög að lóð fyrir leik- og grunnskóla. Einnig kom fram á byggðarráðsfundi 22. febrúar sl. að í fjárhagsáætlun Sveitarfélagsins Skagafjarðar fyrir árið 2018 er gert ráð fyrir fullnaðarhönnun á leikskólanum og mun endanleg kostnaðaráætlun þess verks þá liggja fyrir. Byggðarráð Sveitarfélagsins Skagafjarðar hefur lýst yfir að mikilvægt sé að hraða þessu verki.
    Bjarni Jónsson óskar bókað:
    Mikilvægt er að betur verði gerð grein fyrir skuldbindingum sveitarfélagsins vegna verkefnisins og í hverju þær felast. Svör ættu að taka mið af því. Svarið sem fyrir liggur gerir það ekki með fullnægjandi hætti. Því tekur fulltrúi Vg og óháðra ekki þátt í afgreiðslu byggðarráðs um svar.
    Stefán Vagn Stefánsson og Gunnsteinn Björnsson óska bókað:
    Fyrir liggur að unnið er að greinargerð um skuldbindingar sem óskað var eftir á fundi byggðarráðs þann 8. mars 2018.
    Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir óskar bókað:
    Ég tel að svarið við spurningum sé lýsandi fyrir stöðu mála og vinnslu að svo stöddu.
    Bókun fundar Bjarni Jónsson kvaddi sér hljóðs og óskar bókað:
    Í svari við fyrirspurninni eru engar þær upplýsingar veittar sem leitað er eftir. Undirritaður telur að sveitarfélaginu sé óheimilt að halda upplýsingum frá almenningi er varða umfangsmiklar langtímaskuldbindingar þess, veruleg fjárútlát og ráðstöfun á opinberu fé. Ennfremur að sveitarfélaginu beri að eigin frumkvæði að gera grein fyrir slíkum áformum og í hveau felast.
    Undirritaður álítur það skyldu sína sem fulltrúa íbúa í sveitarstjórn að fara fram á að slíkum spurningum íbúa sé svarað með upplýsandi hætti og að fullnægjandi upplýsingar séu veittar um málið.
    Sveitarstjórnarfulltrúar minnihlutans hafa óskað eftir ítarlegum rökstuðningi fyrir þeirri kröfu að upplýsingum um innihald samninga sem fela í sér ráðstöfun eigna sveitarfélagsins og fjárhagsskuldbindingar til langs tíma skuli haldið leyndum. Við óskuðum meðal annars eftir því að rökstutt sé á hvaða lagagrundvelli þessi krafa um þögn er byggð. Enn fremur hvaða sjónarmið um meðferð persónuupplýsinga réttlæti að leynt sé farið með hvað opinber aðili eins og sveitarfélagið leggi verkefninu og fyrirtækinu til fjárhagslega vegna uppbyggingar þess og starfsemi.
    Bjarni Jónsson, VG og óháðum

    Bjarni Jónsson óskar bókað að hann greiði atkvæði gegn afgreiðslu.

    Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir óskar bókað að hún tekur ekki þátt í afgreiðslu.

    Afgreiðsla 822. fundar byggðarráðs staðfest á 366. fundi sveitarstjórnar 18. apríl 2018 með sjö atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 822 Lagður fram tölvupóstur frá Álfhildi Leifsdóttur, Smáragrund 5, 550 Sauðárkróki, dagsettur 26. mars 2018.
    Fyrirspurn:
    "Ég undirrituð óska eftir að fá nánari upplýsingar um samninga sem gerðir hafa verið við Sýndarveruleika ehf. og við önnur fyrirtæki um uppbyggingu á húsnæði við Aðalgötu 21.
    Ég óska eftir að fá afrit af samningum sem þessa uppbyggingu varðar og ef ekki er fallist á þá beiðni, þá óska ég eftir að fá með skýrum hætti upplýsingar um þær fjárskuldbindingar samningarnir fela í sér fyrir sveitarfélagið og til hve langs tíma þeir eru gerðir.
    Kveðja, Álfhildur Leifsdóttir
    Íbúi Sveitarfélagsins Skagafjarðar."
    Svar:
    Rétt að taka fram að Sveitarfélagið Skagafjörður er ekki í því hlutverki að setja upp sýndarveruleikasýningu á Sauðárkróki.
    Samningur við Sýndarveruleika ehf. um sýningu á Aðalgötu 21a og b á Sauðárkróki er viðskiptasamningur og af þeim sökum trúnaðarmál. Um samninginn þarf að ríkja trúnaður enn um sinn vegna viðskiptahagsmuna og því ekki hægt að opinbera efni samningsins að svo stöddu.
    Hin ríka trúnaðarskylda sveitarstjórnarmanna á rót sína að rekja til margra mismunandi lagaákvæða. Í því sambandi má nefna að í 28. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 segir: „Sveitarstjórnarmenn skulu gæta trúnaðar um það sem þeir verða áskynja í starfi sínu og leynt á að fara samkvæmt lögum eða eðli máls.“ Í 9. gr. upplýsingalaga nr. 140/2011 segir enn fremur: „Óheimilt er að veita almenningi aðgang að gögnum um einka- eða fjárhagsmálefni einstaklinga sem sanngjarnt er og eðlilegt að leynt fari, nema sá samþykki sem í hlut á. Sömu takmarkanir gilda um aðgang að gögnum er varða mikilvæga fjárhags- eða viðskiptahagsmuni fyrirtækja og annarra lögaðila.“ Í siðareglum fyrir kjörna fulltrúa í Sveitarfélaginu Skagafirði frá árinu 2014 segir í 7. gr.: „Kjörnum fulltrúum ber jafnframt að virða trúnað? um innihald skjala eða annarra gagna, sem þeir fá aðgang að vegna starfa sinna og trúnaður skal vera um.“
    Byggðaráðsfulltrúar telja að sá samningur sem undirritaður hefur verið við Sýndarveruleika ehf. geymi upplýsingar um mikilvæga fjárhags- og viðskiptahagsmuni og því sé Sveitarfélaginu Skagafirði óheimilt lögum samkvæmt að opinbera þá á þessu stigi. Stefnt er að því að upplýsa um innihald þeirra eftir fremsta megni í samráði við gagnaðila þegar verkefnið er komið á það stig að viðskiptahagsmunum telst ekki ógnað.
    Því miður hefur komið upp að ákvæði sveitarstjórnarlaga, nr. 138 frá árinu 2011, sem og upplýsingalaga, nr. 140 frá árinu 2012, um þagnarskyldu og trúnað hafa ekki verið virt hvað þennan samning varðar og þykir byggðarráðsfulltrúum miður að svo hafi farið. Í þessu sambandi skal á það minnt að sveitarstjórnarmenn teljast til opinberra starfsmanna, sem gerir umrætt trúnaðarrof enn alvarlegra gagnvart lögunum.
    Bjarni Jónsson óskar bókað:
    Mikilvægt er að betur verði gerð grein fyrir skuldbindingum sveitarfélagsins vegna verkefnisins og í hverju þær felast. Svör ættu að taka mið af því. Svarið sem fyrir liggur gerir það ekki með fullnægjandi hætti. Því tekur fulltrúi Vg og óháðra ekki þátt í afgreiðslu byggðarráðs um svar.
    Stefán Vagn Stefánsson og Gunnsteinn Björnsson óska bókað:
    Fyrir liggur að unnið er að greinargerð um skuldbindingar sem óskað var eftir á fundi byggðarráðs þann 8. mars 2018.
    Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir óskar bókað:
    Ég tel að svarið við spurningum sé lýsandi fyrir stöðu mála og vinnslu að svo stöddu.
    Bókun fundar Bjarni Jónsson kvaddi sér hljóðs og óskar bókað:
    Í svari við fyrirspurninni eru engar þær upplýsingar veittar sem leitað er eftir. Undirritaður telur að sveitarfélaginu sé óheimilt að halda upplýsingum frá almenningi er varða umfangsmiklar langtímaskuldbindingar þess, veruleg fjárútlát og ráðstöfun á opinberu fé. Ennfremur að sveitarfélaginu beri að eigin frumkvæði að gera grein fyrir slíkum áformum og í hveau felast.
    Undirritaður álítur það skyldu sína sem fulltrúa íbúa í sveitarstjórn að fara fram á að slíkum spurningum íbúa sé svarað með upplýsandi hætti og að fullnægjandi upplýsingar séu veittar um málið.
    Sveitarstjórnarfulltrúar minnihlutans hafa óskað eftir ítarlegum rökstuðningi fyrir þeirri kröfu að upplýsingum um innihald samninga sem fela í sér ráðstöfun eigna sveitarfélagsins og fjárhagsskuldbindingar til langs tíma skuli haldið leyndum. Við óskuðum meðal annars eftir því að rökstutt sé á hvaða lagagrundvelli þessi krafa um þögn er byggð. Enn fremur hvaða sjónarmið um meðferð persónuupplýsinga réttlæti að leynt sé farið með hvað opinber aðili eins og sveitarfélagið leggi verkefninu og fyrirtækinu til fjárhagslega vegna uppbyggingar þess og starfsemi.
    Bjarni Jónsson, VG og óháðum

    Bjarni Jónsson óskar bókað að hann greiði atkvæði gegn afgreiðslu.

    Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir óskar bókað að hún tekur ekki þátt í afgreiðslu.

    Afgreiðsla 822. fundar byggðarráðs staðfest á 366. fundi sveitarstjórnar 18. apríl 2018 með sjö atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 822 Lagt fram bréf dagsett 16. mars 2018 frá landeigendum bæja sem liggja að Höfðavatni á Höfðaströnd. Óska þeir eftir fjárhagslegum stuðningi við landfyllingu á Bæjarmöl við Höfðavatn í Skagafirði. Tilgangur framkvæmdanna er að loka skarði sem hefur myndast og sjór flæðir inn í vatnið og seltustig þess er að nálgast seltustig sjávar með tilheyrandi skaða.
    Byggðarráð samþykkir að fresta málinu og óskar eftir því að Indriði Þór Einarsson sviðsstjóri veitu- og framkvæmdasviðs komi til fundar við ráðið.
    Bókun fundar Afgreiðsla 822. fundar byggðarráðs staðfest á 366. fundi sveitarstjórnar 18. apríl 2018 með níu atkvæðum.
  • 17.10 1411097 Borgarey 146150
    Byggðarráð Skagafjarðar - 822 Lögð fram bókun 197. fundar landbúnaðarnefndar þar sem nefndin leggur til við byggðarráð að þegar að sölu Borgareyjar kemur verði upphafleg markmið kaupsamnings frá 1968 látin halda sér þ.e. landið verði nýtt til fóðuröflunar.
    Byggðarráð samþykkir sjónarmið landbúnaðarnefndar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 822. fundar byggðarráðs staðfest á 366. fundi sveitarstjórnar 18. apríl 2018 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 822 Með tilvísun í bókun 816. fundar byggðarráðs þá samþykkir byggðarráð að þeir sveitarstjórnarfulltrúar sem hafa tök á að sækja vinabæjarmótið í Espoo 2018 verði fulltrúar sveitarfélagsins. Bókun fundar Afgreiðsla 822. fundar byggðarráðs staðfest á 366. fundi sveitarstjórnar 18. apríl 2018 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 822 Lagt fram til kynningar bréf dagsett 21. mars 2018 frá Varasjóði húsnæðismála varðandi skýrslu um greiningu á rekstrargrundvelli félagslegra leiguíbúða í sveitarfélögum. Bókun fundar Afgreiðsla 822. fundar byggðarráðs staðfest á 366. fundi sveitarstjórnar 18. apríl 2018 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 822 Lagður fram til kynningar tölvupóstur frá Markaðsstofu Norðurlands, dagsettur 28. mars 2018 þar sem kynnt er ráðstefna um flugmál á Akureyri þann 13. apríl 2018. Markaðsstofa Norðurlands og flugklasinn Air 66N standa fyrir ráðstefnunni. Bókun fundar Afgreiðsla 822. fundar byggðarráðs staðfest á 366. fundi sveitarstjórnar 18. apríl 2018 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 822 Lögð fram til kynningar skýrsla um starf flugklasans Air 66N 20. okt. 2017 - 20. mars 2018. Bókun fundar Afgreiðsla 822. fundar byggðarráðs staðfest á 366. fundi sveitarstjórnar 18. apríl 2018 með níu atkvæðum.
  • 17.15 1802233 SSNV - Ársþing 2018
    Byggðarráð Skagafjarðar - 822 Lögð fram til kynningar dagskrá 26. ársþings SSNV sem verður haldið í Skagabúð í Skagabyggð þann 6. apríl 2018. Bókun fundar Afgreiðsla 822. fundar byggðarráðs staðfest á 366. fundi sveitarstjórnar 18. apríl 2018 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 822 Lagður fram til kynningar tölvupóstur dagsettur 4. apríl 2018 frá Samtökum sjávarútvegssveitarfélaga varðandi umsögn um tillögu að fiskeldisstefnu samtakanna. Bókun fundar Afgreiðsla 822. fundar byggðarráðs staðfest á 366. fundi sveitarstjórnar 18. apríl 2018 með níu atkvæðum.

Fundi slitið - kl. 18:40.