Sauðárkrókshöfn - dýpkun 2018
Málsnúmer 1804077
Vakta málsnúmerUmhverfis- og samgöngunefnd Svf Skagafjarðar - 139. fundur - 08.06.2018
Lögð var fyrir fundinn bókun Skipulags- og bygginganefndar frá 5. júní sl. vegna umsóknar um framkvæmdaleyfi vegna dýpkunar í Sauðárkrókshöfn.
Bókunin er svohljóðandi;
"Indriði Einarsson sviðsstjóri veitu- og framkvæmdasviðs óskar eftir framkvæmdaleyfi vegna fyrirhugaðrar dýpkunar í Sauðárkrókshöfn Annars vegar er um að ræða snúningshring innan hafnarinnar og hinsvegar dýpkun við enda sandfangara. Samtals er um að ræða 61 þúsund rúmmetra efnisdýpkun. Af því eru um 14 þúsund rúmmetrar notaðir í landfyllingu á hafnarsvæðinu en um 47 þúsund rúmmetrum verður fargað á áður notaðan förgunarstað í hafinu. Niðurstaða skipulags- og byggingarfulltrúa er að umbeðin framkvæmd skuli ekki háð mati á umhverfisáhrifum. Skipulags- og byggingarnefnd leggur til að umbeðið framkvæmdaleyfi verði veitt."
Þessi bókun nefndarinnar var staðfest á fundi Sveitarstjórnar þann 6. júní sl.
Umhverfis- og samgöngunefnd felur sviðsstjóra að bjóða verkið út í samvinnu við Siglingasvið Vegagerðarinnar.
Bókunin er svohljóðandi;
"Indriði Einarsson sviðsstjóri veitu- og framkvæmdasviðs óskar eftir framkvæmdaleyfi vegna fyrirhugaðrar dýpkunar í Sauðárkrókshöfn Annars vegar er um að ræða snúningshring innan hafnarinnar og hinsvegar dýpkun við enda sandfangara. Samtals er um að ræða 61 þúsund rúmmetra efnisdýpkun. Af því eru um 14 þúsund rúmmetrar notaðir í landfyllingu á hafnarsvæðinu en um 47 þúsund rúmmetrum verður fargað á áður notaðan förgunarstað í hafinu. Niðurstaða skipulags- og byggingarfulltrúa er að umbeðin framkvæmd skuli ekki háð mati á umhverfisáhrifum. Skipulags- og byggingarnefnd leggur til að umbeðið framkvæmdaleyfi verði veitt."
Þessi bókun nefndarinnar var staðfest á fundi Sveitarstjórnar þann 6. júní sl.
Umhverfis- og samgöngunefnd felur sviðsstjóra að bjóða verkið út í samvinnu við Siglingasvið Vegagerðarinnar.
Umhverfis- og samgöngunefnd Svf Skagafjarðar - 141. fundur - 20.08.2018
Dýpkunarskipið Galilei er komið til Sauðárkrókshafnar og mun hefja dýpkun á næstu dögum. Alls verða dýpkaðir um 60.000m3 í innsiglingu og á snúningssvæði innan hafnar.
Umhverfis- og samgöngunefnd Svf Skagafjarðar - 143. fundur - 04.09.2018
Farið var yfir dýpkunarframkvæmdir í Sauðárkrókshöfn. Síðustu vikur hefur verið unnið að dýpkun Sauðárkrókshafnar á dýpkunarskipinu Galilei frá Belgíska fyrirtækinu Jan De Nul. Dýpkaður hefur verið snúningshringur innan hafnarinnar ásamt því að dýpkað var við innsiglingu inn í höfnina. Dýpkunin gekk vel en nokkrar tafir urðu á framkvæmdum vegna fasts efnis í botni og fíns efnis á yfirborði innan hafnarinnar. Framkvæmdum lauk um síðastliðna helgi.
Einnig var lögð fyrir fundinn umsókn til Umhverfisstofnunar frá Skagafjarðarhöfnum um leyfi til vörpunar á dýpkunarefni í hafið.
Nefndin samþykkir að fela sviðstjóra að vinna áfram að nauðsynlegum leyfisveitingum vegna framkvæmdarinnar ásamt annari undirbúningsvinnu.