Fara í efni

Umhverfis- og samgöngunefnd Svf Skagafjarðar

139. fundur 08. júní 2018 kl. 15:00 - 15:50 að Sæmundargötu 7a
Nefndarmenn
  • Sigríður Magnúsdóttir formaður
  • Ari Jóhann Sigurðsson varaform.
  • Steinar Skarphéðinsson áheyrnarftr.
Starfsmenn
  • Indriði Þór Einarsson Sviðsstjóri veitu- og framkvæmdasviðs
Fundargerð ritaði: Indriði Þór Einarsson sviðsstjóri veitu- og framkvæmdasviðs
Dagskrá

1.Sauðárkrókshöfn - dýpkun 2018

Málsnúmer 1804077Vakta málsnúmer

Lögð var fyrir fundinn bókun Skipulags- og bygginganefndar frá 5. júní sl. vegna umsóknar um framkvæmdaleyfi vegna dýpkunar í Sauðárkrókshöfn.
Bókunin er svohljóðandi;

"Indriði Einarsson sviðsstjóri veitu- og framkvæmdasviðs óskar eftir framkvæmdaleyfi vegna fyrirhugaðrar dýpkunar í Sauðárkrókshöfn Annars vegar er um að ræða snúningshring innan hafnarinnar og hinsvegar dýpkun við enda sandfangara. Samtals er um að ræða 61 þúsund rúmmetra efnisdýpkun. Af því eru um 14 þúsund rúmmetrar notaðir í landfyllingu á hafnarsvæðinu en um 47 þúsund rúmmetrum verður fargað á áður notaðan förgunarstað í hafinu. Niðurstaða skipulags- og byggingarfulltrúa er að umbeðin framkvæmd skuli ekki háð mati á umhverfisáhrifum. Skipulags- og byggingarnefnd leggur til að umbeðið framkvæmdaleyfi verði veitt."

Þessi bókun nefndarinnar var staðfest á fundi Sveitarstjórnar þann 6. júní sl.

Umhverfis- og samgöngunefnd felur sviðsstjóra að bjóða verkið út í samvinnu við Siglingasvið Vegagerðarinnar.
Á fundinum var farið almennt yfir stöðu mála sem verið hafa til umfjöllunar hjá Umhverfis- og samgöngunefnd.
Nefndarmenn óskar nýrri Umhverfis- og samgöngunefnd velfarnaðar í störfum sínum og þakkar starfsmönnum Sveitarfélagsins vel unnin störf.

Fundi slitið - kl. 15:50.