Styrkbeiðni - minnismerki á Hofsósi um fyrstu vesturfarana
Málsnúmer 1804148
Vakta málsnúmerByggðarráð Svf. Skagafjarðar - 829. fundur - 07.06.2018
Málið áður á 825. fundi byggðarráðs þann 26. apríl 2018. Óli Jóhann Ásmundsson óskar eftir framlagi frá sveitarfélaginu til koma upp minnismerki á Hofsósi um fyrstu vesturfarana og staðsetja á stalli sem stendur við norðurenda göngubrúarinnar yfir Hofsá.
Byggðarráð samþykkir að vísa erindinu til skipulags- og byggingarnefndar og atvinnu-, menningar- og kynningarnefndar til umsagnar.
Byggðarráð samþykkir að vísa erindinu til skipulags- og byggingarnefndar og atvinnu-, menningar- og kynningarnefndar til umsagnar.
Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd Svf Skagafjarðar - 59. fundur - 18.09.2018
Lagt var fyrir erindi, vísað frá 825.fundi Byggðarráðs til umsagnar Atvinnu-, menningar- og kynningarnefndar, vegna styrkbeiðni um minnismerki á Hofsósi um fyrstu vesturfarana.
Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd er því fylgjandi að minnismerkið verði reist.
Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd er því fylgjandi að minnismerkið verði reist.
Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 838. fundur - 20.09.2018
Málið áður á 825. fundi byggðarráðs þann 26. apríl 2018 og 829. fundi byggðarráðs þann 7. júní 2018. Óli Jóhann Ásmundsson óskar eftir framlagi frá sveitarfélaginu til koma upp minnismerki á Hofsósi um fyrstu vesturfarana og staðsetja á stalli sem stendur við norðurenda göngubrúarinnar yfir Hofsá. Byggðarráð samþykkti að vísa erindinu til skipulags- og byggingarnefndar og atvinnu-, menningar- og kynningarnefndar til umsagnar.
Borist hefur jákvæð umsögn atvinnu-, menningar- og kynningarnefndar.
Byggðarráð samþykkir að styrkja verkefnið um það sem óskað er eftir.
Borist hefur jákvæð umsögn atvinnu-, menningar- og kynningarnefndar.
Byggðarráð samþykkir að styrkja verkefnið um það sem óskað er eftir.
Skipulags- og byggingarnefnd - 331. fundur - 26.09.2018
Erindi frá Byggðarráði. Byggðarráð samþykkti á fundi sínum þann 20. september sl. að vísa umsókn Óla Jóhanns Ásmundssonar arkitekts um heimild til að koma upp minnismerki á Hofsósi um fyrstu vesturfarana og staðsetja á stalli sem stendur við norðurenda göngubrúarinnar yfir Hofsá til skipulags- og byggingarnefndar til umsagnar. Skipulags-og byggingarnefnd gerir ekki athugasemd við erindið.
Byggðarráð þakkar fyrir erindið. Til glöggvunar á verkefninu óskar byggðarráð eftir því að fá frekari upplýsingar s.s. kostnaðaráætlun.