Byggðarráð Svf. Skagafjarðar
Dagskrá
1.Reykir 145950 - Umsagnarbeiðni vegna rekstrarleyfis
Málsnúmer 1805181Vakta málsnúmer
2.Álagning fasteignagjalda 2018
Málsnúmer 1710143Vakta málsnúmer
Lóðarhlutamat sumarhúsalóða hefur hækkað afar mikið milli áranna 2017 og 2018 og samþykkir byggðarráð að endurskoða gjaldskrá lóðarleigu frístundahúsa í skipulögðum sumarhúsahverfum frá og með 1. janúar 2018. Gjaldið er 10% af lóðarhlutamati og verður 3,0% frá og með 1. janúar 2018.
Byggðarráð samþykkir framangreinda breytingu.
Byggðarráð samþykkir framangreinda breytingu.
3.Styrkbeiðni - minnismerki á Hofsósi um fyrstu vesturfarana
Málsnúmer 1804148Vakta málsnúmer
Málið áður á 825. fundi byggðarráðs þann 26. apríl 2018. Óli Jóhann Ásmundsson óskar eftir framlagi frá sveitarfélaginu til koma upp minnismerki á Hofsósi um fyrstu vesturfarana og staðsetja á stalli sem stendur við norðurenda göngubrúarinnar yfir Hofsá.
Byggðarráð samþykkir að vísa erindinu til skipulags- og byggingarnefndar og atvinnu-, menningar- og kynningarnefndar til umsagnar.
Byggðarráð samþykkir að vísa erindinu til skipulags- og byggingarnefndar og atvinnu-, menningar- og kynningarnefndar til umsagnar.
4.Vorfundur Farskólans 2018
Málsnúmer 1806021Vakta málsnúmer
Lagður fram tölvupóstur dagsettur 4. júní 2018 þar sem boðað er til vorfundar Farskólans - miðstöð símenntunar á Norðurlandi vestra og haldinn verður þann 11. júní 2018 á Skagaströnd.
Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra að tilnefna og senda fulltrúa á fundinn.
Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra að tilnefna og senda fulltrúa á fundinn.
5.Upplýsingamiðstöð ferðamanna á Sauðárkróki
Málsnúmer 1802270Vakta málsnúmer
Lögð fram drög að samningi milli Sveitarfélagsins Skagafjarðar og Puffin and friends,kt. 601106-0780 um rekstur upplýsingamiðstöðvar ferðamála á Sauðárkróki tímabilið 1. júní - 31. október 2018.
Byggðarráð samþykkir framlögð samningsdrög og felur sveitarstjóra að undirrita samninginn.
Byggðarráð samþykkir framlögð samningsdrög og felur sveitarstjóra að undirrita samninginn.
6.Tillaga vegna breytinga á skipuriti fjölskyldusviðs
Málsnúmer 1805082Vakta málsnúmer
Erindinu vísað frá 368. fundi sveitarstjórnar þann 16. maí 2018.
Lögð fram tillaga frá Bjarna Jónssyni:
Sveitarstjórn áréttar að engin ný skipurit eða breytingar á fjölskyldusviði sveitarfélagsins komi til framkvæmda án undangenginnar kynningar og faglegrar umfjöllunar í fagnefndum, byggðaráði og sveitarstjórn og samþykktar á þeim vettvangi.
Greinargerð:
Sveitarstjórn leggur áherslu á að ástunda í hvívetna góða stjórnsýsluhætti og gagnsæ vinnubrögð og að fylgt sé gildandi samþykktum um stjórnskipan, og ákvæðum samþykktrar starfsmannastefnu um ráðningar starfsfólks á fjölskyldusviði sem og stjórnsýslu- og fjármálasviði og veitu- og framkvæmdasviði. Breytingar á störfum fólks og nýráðningar allt frá 28. apríl sl. sem tengjast nýju ókynntu og ósamþykktu skipuriti fyrir fjölskyldusvið Sveitarfélagsins Skagafjarðar sem kynntar hafa verið hluta starfsfólks bréfleiðis, en ekki í fræðslunefnd, félags- og tómstundanefnd, byggðaráði og sveitarstjórn, öðlist því ekki gildi, fremur en skipuritsbreytingarnar á fjölskyldusviði án stjórnsýslulegrar meðferðar sveitarstjórnar og nefnda sem taki til þeirra faglega afstöðu.
Meirihluti byggðarráðs vill árétta að farið hafi verið að samþykktum sveitarfélagsins sem og kjarasamningum Sambands íslenskra sveitarfélaga fyrir hönd sveitarfélaga.
Bjarni Jónsson óskar bókað:
Undirritaður undirstrikar mikilvægi þess að sveitarstjórn leggi áherslu á að ástunda í hvívetna góða stjórnsýsluhætti og gagnsæ vinnubrögð.
Ásta Pálmadóttir sveitarstjóri óskar bókað:
Í samþykkt um stjórn og fundarsköp Sveitarfélagsins Skagafjarðar segir m.a.:
Sveitarstjórn ræður sveitarstjóra til þess að annast framkvæmd ákvarðana sveitarstjórnar og verkefna sveitarfélagsins.
Sveitarstjóri er framkvæmdastjóri sveitarfélagsins og æðsti yfirmaður starfsmanna þess, fyrirtækja og stofnana.
Sveitarstjórn ræður starfsmenn í æðstu stjórnunarstöður hjá sveitarfélaginu, svo sem yfirmenn stofnana og sviða sveitarfélagsins og veitir þeim lausn frá starfi.
Sveitarstjóri, í samráði við yfirmenn sviða og stofnana, ræður aðra starfsmenn.
Í kjarasamningum Sambands íslenskra sveitarfélaga f.h. þeirra sveitarfélaga og annarra aðila sem það hefur samningsumboð fyrir segir m.a.;
Í grein 11.1.2.1 segir m.a.; Að jafnaði skulu störf auglýst laus til umsóknar á opinberum vettvangi.
Í grein 11.1.2.1 segir m.a.; Skipulagsbreytingar leiða ekki sjálfkrafa til þess að segja þurfi fólki upp störfum og auglýsa störf laus til umsóknar skv. breyttu skipulagi. Skoða þarf hvort og þá hversu miklar breytingar verða á starfi, hæfisskilyrðum og aðstæðum að öðru leyti. Því eiga reglur um auglýsingaskyldu ekki alltaf við þegar um skipulagsbreytingar er að ræða.
Í grein 11.1.4.1 segir m.a.; Skylt er starfsmanni að hlíta breytingum á störfum sínum og verksviði frá því hann tók við starfi. Umtalsverðar breytingar ber að tilkynna með sama fyrirvara og ef um uppsögn væri að ræða. Í slíkum tilvikum ber starfsmanni að tilkynna vinnuveitanda innan mánaðar hvort hann uni breytingunum eða muni láta af störfum, eftir þann tíma sem uppsagnarfrestur kveður á um, frá því að honum var tilkynnt um breytinguna með formlegum hætti.
Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir vék af fundi við afgreiðslu þessa dagskrárliðar.
Lögð fram tillaga frá Bjarna Jónssyni:
Sveitarstjórn áréttar að engin ný skipurit eða breytingar á fjölskyldusviði sveitarfélagsins komi til framkvæmda án undangenginnar kynningar og faglegrar umfjöllunar í fagnefndum, byggðaráði og sveitarstjórn og samþykktar á þeim vettvangi.
Greinargerð:
Sveitarstjórn leggur áherslu á að ástunda í hvívetna góða stjórnsýsluhætti og gagnsæ vinnubrögð og að fylgt sé gildandi samþykktum um stjórnskipan, og ákvæðum samþykktrar starfsmannastefnu um ráðningar starfsfólks á fjölskyldusviði sem og stjórnsýslu- og fjármálasviði og veitu- og framkvæmdasviði. Breytingar á störfum fólks og nýráðningar allt frá 28. apríl sl. sem tengjast nýju ókynntu og ósamþykktu skipuriti fyrir fjölskyldusvið Sveitarfélagsins Skagafjarðar sem kynntar hafa verið hluta starfsfólks bréfleiðis, en ekki í fræðslunefnd, félags- og tómstundanefnd, byggðaráði og sveitarstjórn, öðlist því ekki gildi, fremur en skipuritsbreytingarnar á fjölskyldusviði án stjórnsýslulegrar meðferðar sveitarstjórnar og nefnda sem taki til þeirra faglega afstöðu.
Meirihluti byggðarráðs vill árétta að farið hafi verið að samþykktum sveitarfélagsins sem og kjarasamningum Sambands íslenskra sveitarfélaga fyrir hönd sveitarfélaga.
Bjarni Jónsson óskar bókað:
Undirritaður undirstrikar mikilvægi þess að sveitarstjórn leggi áherslu á að ástunda í hvívetna góða stjórnsýsluhætti og gagnsæ vinnubrögð.
Ásta Pálmadóttir sveitarstjóri óskar bókað:
Í samþykkt um stjórn og fundarsköp Sveitarfélagsins Skagafjarðar segir m.a.:
Sveitarstjórn ræður sveitarstjóra til þess að annast framkvæmd ákvarðana sveitarstjórnar og verkefna sveitarfélagsins.
Sveitarstjóri er framkvæmdastjóri sveitarfélagsins og æðsti yfirmaður starfsmanna þess, fyrirtækja og stofnana.
Sveitarstjórn ræður starfsmenn í æðstu stjórnunarstöður hjá sveitarfélaginu, svo sem yfirmenn stofnana og sviða sveitarfélagsins og veitir þeim lausn frá starfi.
Sveitarstjóri, í samráði við yfirmenn sviða og stofnana, ræður aðra starfsmenn.
Í kjarasamningum Sambands íslenskra sveitarfélaga f.h. þeirra sveitarfélaga og annarra aðila sem það hefur samningsumboð fyrir segir m.a.;
Í grein 11.1.2.1 segir m.a.; Að jafnaði skulu störf auglýst laus til umsóknar á opinberum vettvangi.
Í grein 11.1.2.1 segir m.a.; Skipulagsbreytingar leiða ekki sjálfkrafa til þess að segja þurfi fólki upp störfum og auglýsa störf laus til umsóknar skv. breyttu skipulagi. Skoða þarf hvort og þá hversu miklar breytingar verða á starfi, hæfisskilyrðum og aðstæðum að öðru leyti. Því eiga reglur um auglýsingaskyldu ekki alltaf við þegar um skipulagsbreytingar er að ræða.
Í grein 11.1.4.1 segir m.a.; Skylt er starfsmanni að hlíta breytingum á störfum sínum og verksviði frá því hann tók við starfi. Umtalsverðar breytingar ber að tilkynna með sama fyrirvara og ef um uppsögn væri að ræða. Í slíkum tilvikum ber starfsmanni að tilkynna vinnuveitanda innan mánaðar hvort hann uni breytingunum eða muni láta af störfum, eftir þann tíma sem uppsagnarfrestur kveður á um, frá því að honum var tilkynnt um breytinguna með formlegum hætti.
Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir vék af fundi við afgreiðslu þessa dagskrárliðar.
7.Umsókn um langtímalán 2018
Málsnúmer 1805003Vakta málsnúmer
Byggðarráð samþykkir hér með að taka verðtryggt lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga ohf. að fjárhæð allt að 580 milljónir króna til 16 ára, í samræmi við samþykkta skilmála lánveitingarinnar sem liggja fyrir fundinum. Til tryggingar láninu standa tekjur sveitarfélagsins, sbr. heimild í 2. mgr. 68. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011. Er lánið tekið til framkvæmda eignasjóðs og hitaveitu og vegna endurfjármögnunar afborgana eldri lána hjá Lánasjóðinum, sbr. 3. gr. laga um stofnun opinbers hlutafélags um Lánasjóð sveitarfélaga nr. 150/2006. Jafnframt er Ástu Pálmadóttur, kt. 040764-2839, veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess f.h. Sveitarfélagsins Skagafjarðar að undirrita lánssamning við Lánasjóð sveitarfélaga ohf. sbr. framangreint, sem og til þess að móttaka, undirrita og gefa út, og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengjast lántöku þessari.
8.Umsagnarbeiðni frumvarp til laga um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga
Málsnúmer 1805217Vakta málsnúmer
Lagður fram tölvupóstur dagsettur 30. maí 2018 frá nefndasviði Alþingis þar sem óskað er umsagnar um frumvarp til laga um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga, 622. mál. Frestur gefinn til 7. júní 2018.
Byggðarráð samþykkir eftirfarandi umsögn:
Byggðarráð Sveitarfélagsins Skagafjarðar sendir hér inn umsögn um frumvarp til nýrra laga um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga, mál nr. 622, sem er til umfjöllunar í allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis.
Umrætt frumvarp felur í sér innleiðingu á nýrri reglugerð Evrópuþingsins og hefur að geyma ýmis ákvæði sem heimila aðildarríkjum að setja sérreglur í sinni innleiðingu.
Helstu ábendingar Byggðarráðs Sveitarfélagsins Skagafjarðar lúta að eftirfarandi:
1. Sökum þess hve frumvarpið hefur miklar breytingar í för með sér fyrir stjórnsýslu sveitarfélaga í landinu og sökum þess hve skammur fyrirvari hefur verið af hálfu stjórnvalda í framlagningu frumvarpsins, telur Byggðarráð Sveitarfélagsins Skagafjarðar afar mikilvægt að sveitarfélögin í landinu fái raunhæfan tíma til innleiðingar á nýju regluverki og þar með ákveðinn aðlögunarfrest. Jafnframt væri æskilegt að Persónuvernd myndi ráðast í átak í fræðslu og leiðbeiningum til handa sveitarfélögum, fyrirtækjum og stofnunum til að tryggja rétta innleiðingu laganna.
2. Byggðarráð Sveitarfélagsins Skagafjarðar tekur undir sjónarmið Sambands íslenskra sveitarfélaga um sektarákvæði frumvarpsins sem sett voru fram í umsögn við frumvarpsdrögin 19. mars sl.
"Sambandið telur mikilvægt að ekki sé gengið lengra við innleiðingu reglugerðarinnar en nauðsyn ber til. Bendir sambandið sérstaklega á sektargreiðslur í þessu sambandi. Það að innleiða mögulegar sektargreiðslur á hendur sveitarfélögum fyrir allt að 2,4 milljörðum króna getur haft veruleg og úrslitaáhrif á rekstur og afkomu sveitarfélaga. Telur sambandið með öllu óskiljanlegt af hverju gengið er jafn langt við innleiðingu sérstaklega í ljósi þess að reglugerðin leggur það alfarið í hendur ríkja hvort eigi yfir höfuð að innleiða sektir gagnvart opinberum aðilum og þá að hve miklu leyti. Sambandið bendir á að nokkur ríki, eins og t.d. Austurríki hafa ákveðið að sektir verði ekki felldar á opinbera aðila meðan lönd eins og Svíþjóð ætla að fella mun lægri sektir á opinbera aðila en það hámark sem fram kemur í reglugerðinni. Mikilvægt er að hafa í huga að rekstur sveitarfélaga og annarra opinberra aðila sem sinna lögboðinni þjónustu er allt annars eðlis heldur en rekstur á markaðsforsendum. Ljóst er að greiðsla sekta verður ekki sótt annars staðar en af skatttekjum sveitarfélagsins sem þýðir almennt minna fjármagn til að sinna lögbundinni þjónustu eins og rekstri grunnskóla og veitingu félagsþjónustu eða hærri innheimtu skatta og gjalda. Telur sambandið mun eðlilegra að áfram verði um að ræða heimildir Persónuverndar til að krefja opinbera aðila um breytingu á framkvæmd og ferlum og aukið samráðsferli á milli ábyrgðaraðila og Persónuverndar enda em slík úrræði til þess fallin að ná markmiðum laganna. Sé það mat löggjafans að sektir séu nauðsynlegar þá þurfi það hið minnsta að vera mun lægri en í tilvikum aðila sem reka þjónustu á markaðsforsendum. Telur sambandið afar mikilvægt að þessi heimild sé skoðuð vandlega og afleiðingar hennar metnar enda stjórnvaldssektir þess eðlis að eingöngu þarf að sýna fram á brot á reglum en ekki þarf að sýna fram á ásetning eða gáleysi, né að tjón hafi orðið."
Byggðarráð Sveitarfélagsins Skagafjarðar bendir jafnframt á að engar heimildir til dagsekta er að finna í nýjum persónuverndarlögum í Danmörku og Noregi, ólíkt 45. grein frumvarps til nýrra persónuverndarlaga á Íslandi. Eðlilegt er að líta til fordæmis þessara nágrannaþjóða okkar í þessum efnum.
3. Gildistaka nýrra persónuverndarlaga hefur mikil og víðtæk áhrif og ljóst að samhliða þarf að endurskoða fjölmörg ákvæði annarra laga til að tryggja skýrleika lagaheimilda. Má þar til að mynda nefna samræmingu á persónuverndarlögum og barnaverndarlögum til að tryggja að ný persónuverndarlög verði ekki vinnslu barnaverndarmála til trafala. Tekur Byggðarráð Sveitarfélagsins Skagafjarðar í þessum efnum undir umsögn Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 19. mars sl.
"Eins telur sambandið nauðsynlegt að skoða hvort setja þurfi sérlög eða heimildir á sviðum þar sem unnið er með mikið af viðkvæmum persónuupplýsingum eins og í vinnurétti. Þá þurfi að skoða vandlega hvort gildandi lagaheimildir til vinnslu persónuupplýsinga séu nægjanlegar fyrir starfsemi sveitarfélaga eins og í grunnskólum, leikskólum og í félagsþjónustu til að tryggja að lögin geti komið til framkvæmda. Enda ljóst að sveitarfélög verða mjög gagnrýnin við að afhenda gögn utan þeirra nema skýr lagaheimild sé fyrir hendi af ótta við boðuð viðurlög."
Byggðarráð samþykkir eftirfarandi umsögn:
Byggðarráð Sveitarfélagsins Skagafjarðar sendir hér inn umsögn um frumvarp til nýrra laga um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga, mál nr. 622, sem er til umfjöllunar í allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis.
Umrætt frumvarp felur í sér innleiðingu á nýrri reglugerð Evrópuþingsins og hefur að geyma ýmis ákvæði sem heimila aðildarríkjum að setja sérreglur í sinni innleiðingu.
Helstu ábendingar Byggðarráðs Sveitarfélagsins Skagafjarðar lúta að eftirfarandi:
1. Sökum þess hve frumvarpið hefur miklar breytingar í för með sér fyrir stjórnsýslu sveitarfélaga í landinu og sökum þess hve skammur fyrirvari hefur verið af hálfu stjórnvalda í framlagningu frumvarpsins, telur Byggðarráð Sveitarfélagsins Skagafjarðar afar mikilvægt að sveitarfélögin í landinu fái raunhæfan tíma til innleiðingar á nýju regluverki og þar með ákveðinn aðlögunarfrest. Jafnframt væri æskilegt að Persónuvernd myndi ráðast í átak í fræðslu og leiðbeiningum til handa sveitarfélögum, fyrirtækjum og stofnunum til að tryggja rétta innleiðingu laganna.
2. Byggðarráð Sveitarfélagsins Skagafjarðar tekur undir sjónarmið Sambands íslenskra sveitarfélaga um sektarákvæði frumvarpsins sem sett voru fram í umsögn við frumvarpsdrögin 19. mars sl.
"Sambandið telur mikilvægt að ekki sé gengið lengra við innleiðingu reglugerðarinnar en nauðsyn ber til. Bendir sambandið sérstaklega á sektargreiðslur í þessu sambandi. Það að innleiða mögulegar sektargreiðslur á hendur sveitarfélögum fyrir allt að 2,4 milljörðum króna getur haft veruleg og úrslitaáhrif á rekstur og afkomu sveitarfélaga. Telur sambandið með öllu óskiljanlegt af hverju gengið er jafn langt við innleiðingu sérstaklega í ljósi þess að reglugerðin leggur það alfarið í hendur ríkja hvort eigi yfir höfuð að innleiða sektir gagnvart opinberum aðilum og þá að hve miklu leyti. Sambandið bendir á að nokkur ríki, eins og t.d. Austurríki hafa ákveðið að sektir verði ekki felldar á opinbera aðila meðan lönd eins og Svíþjóð ætla að fella mun lægri sektir á opinbera aðila en það hámark sem fram kemur í reglugerðinni. Mikilvægt er að hafa í huga að rekstur sveitarfélaga og annarra opinberra aðila sem sinna lögboðinni þjónustu er allt annars eðlis heldur en rekstur á markaðsforsendum. Ljóst er að greiðsla sekta verður ekki sótt annars staðar en af skatttekjum sveitarfélagsins sem þýðir almennt minna fjármagn til að sinna lögbundinni þjónustu eins og rekstri grunnskóla og veitingu félagsþjónustu eða hærri innheimtu skatta og gjalda. Telur sambandið mun eðlilegra að áfram verði um að ræða heimildir Persónuverndar til að krefja opinbera aðila um breytingu á framkvæmd og ferlum og aukið samráðsferli á milli ábyrgðaraðila og Persónuverndar enda em slík úrræði til þess fallin að ná markmiðum laganna. Sé það mat löggjafans að sektir séu nauðsynlegar þá þurfi það hið minnsta að vera mun lægri en í tilvikum aðila sem reka þjónustu á markaðsforsendum. Telur sambandið afar mikilvægt að þessi heimild sé skoðuð vandlega og afleiðingar hennar metnar enda stjórnvaldssektir þess eðlis að eingöngu þarf að sýna fram á brot á reglum en ekki þarf að sýna fram á ásetning eða gáleysi, né að tjón hafi orðið."
Byggðarráð Sveitarfélagsins Skagafjarðar bendir jafnframt á að engar heimildir til dagsekta er að finna í nýjum persónuverndarlögum í Danmörku og Noregi, ólíkt 45. grein frumvarps til nýrra persónuverndarlaga á Íslandi. Eðlilegt er að líta til fordæmis þessara nágrannaþjóða okkar í þessum efnum.
3. Gildistaka nýrra persónuverndarlaga hefur mikil og víðtæk áhrif og ljóst að samhliða þarf að endurskoða fjölmörg ákvæði annarra laga til að tryggja skýrleika lagaheimilda. Má þar til að mynda nefna samræmingu á persónuverndarlögum og barnaverndarlögum til að tryggja að ný persónuverndarlög verði ekki vinnslu barnaverndarmála til trafala. Tekur Byggðarráð Sveitarfélagsins Skagafjarðar í þessum efnum undir umsögn Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 19. mars sl.
"Eins telur sambandið nauðsynlegt að skoða hvort setja þurfi sérlög eða heimildir á sviðum þar sem unnið er með mikið af viðkvæmum persónuupplýsingum eins og í vinnurétti. Þá þurfi að skoða vandlega hvort gildandi lagaheimildir til vinnslu persónuupplýsinga séu nægjanlegar fyrir starfsemi sveitarfélaga eins og í grunnskólum, leikskólum og í félagsþjónustu til að tryggja að lögin geti komið til framkvæmda. Enda ljóst að sveitarfélög verða mjög gagnrýnin við að afhenda gögn utan þeirra nema skýr lagaheimild sé fyrir hendi af ótta við boðuð viðurlög."
9.Umsögn IOGT um frumvarp til laga um verslun með áfengi og tóbak
Málsnúmer 1805053Vakta málsnúmer
Lögð fram til kynningar umsögn IOGT á Íslandi um frumvarp um breytingu á lögum um verslun með áfengi og tóbak, lögum um aukatekjur ríkissjóðs, áfengislögum og lögum um gjald af áfengi og tóbaki, með síðari breytingum (smásala áfengis). 148. löggjafarþing 2017-2018. Þingskjal 389 - 287. mál.
10.Ársreikningur 2017 Menningarsetur Skagfirðinga
Málsnúmer 1805149Vakta málsnúmer
Lagður fram til kynningar ársreikningur Menningarseturs Skagfirðinga fyrir árið 2017.
11.Kynning á kerfisáætlun Landsnets 2018-2027
Málsnúmer 1806025Vakta málsnúmer
Lagður fram til kynningar tölvupóstur dagsettur 5. júní 2018 frá Landsneti hf. þar sem kynnt er að Landsnet hf. hefur sett í opið kynningarferli tillögu að kerfisáætlun um uppbyggingu flutningskerfis raforku á Íslandi fyrir tímabilið 2018-2027.
12.Aðalfundarboð 2018 Farskólinn
Málsnúmer 1804130Vakta málsnúmer
Lögð fram til kynningar fundargerð aðalfundar Farskólans - miðstöðvar símenntunar, frá 30. apríl 2018.
13.Fundagerðir stjórnar SSNV 2018
Málsnúmer 1801002Vakta málsnúmer
Lögð fram til kynningar fundargerð 30. fundar stjórnar Samtaka sveitarfélaga á Norðurlandi vestra frá 22. maí 2018.
Fundi slitið - kl. 09:40.
Byggðarráð gerir ekki athugasemdir við umsóknina. Viggó Jónsson vék af fundi við afgreiðslu þessa liðar.