Fara í efni

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar

838. fundur 20. september 2018 kl. 08:30 - 09:05 að Sæmundargötu 7a
Nefndarmenn
  • Stefán Vagn Stefánsson formaður
  • Gísli Sigurðsson varaform.
  • Bjarni Jónsson aðalm.
  • Ólafur Bjarni Haraldsson áheyrnarftr.
Starfsmenn
  • Friðrik Margeir Friðriksson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
  • Sigfús Ingi Sigfússon sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Margeir Friðriksson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
Dagskrá

1.Tilraunaverkefni um uppbyggingu í húsnæðismálum á landsbyggðinni

Málsnúmer 1809236Vakta málsnúmer

Lagt fram bréf frá Íbúðalánasjóði, dagsett 11. september 2018 þar sem fram kemur að sjóðurinn leitar eftir 2-4 sveitarfélögum til að taka þátt í tilraunaverkefni um uppbyggingu í húsnæðismálum á landsbyggðinni.
Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra að sækja um að Sveitarfélagið Skagafjörður verði þátttakandi í ofangreindu tilraunaverkefni.

2.Styrkbeiðni Skotfélagið Markviss

Málsnúmer 1809205Vakta málsnúmer

Lagt fram bréf frá Skotfélaginu Markviss, Blönduósi, dagsett 1. september 2018, þar sem félagið óskar eftir fjárstuðningi vegna uppbyggingar aðstöðuhúss við riffilbraut á skotsvæði félagsins við Blönduós.
Byggðarráð samþykkir að hafna erindinu en bendir umsækjendum á möguleika á að sækja í Uppbyggingarsjóð Norðurlands vestra.

3.Styrkbeiðni - minnismerki á Hofsósi um fyrstu vesturfarana

Málsnúmer 1804148Vakta málsnúmer

Málið áður á 825. fundi byggðarráðs þann 26. apríl 2018 og 829. fundi byggðarráðs þann 7. júní 2018. Óli Jóhann Ásmundsson óskar eftir framlagi frá sveitarfélaginu til koma upp minnismerki á Hofsósi um fyrstu vesturfarana og staðsetja á stalli sem stendur við norðurenda göngubrúarinnar yfir Hofsá. Byggðarráð samþykkti að vísa erindinu til skipulags- og byggingarnefndar og atvinnu-, menningar- og kynningarnefndar til umsagnar.
Borist hefur jákvæð umsögn atvinnu-, menningar- og kynningarnefndar.
Byggðarráð samþykkir að styrkja verkefnið um það sem óskað er eftir.

4.Fjármálaráðstefna 2018

Málsnúmer 1807151Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar bréf frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dagsett 18. september 2018 varðandi fjármálaráðstefnu sveitarfélaga 2018 sem haldin verður dagana 11. og 12. október 2018.

Fundi slitið - kl. 09:05.