Fara í efni

Styrkbeiðni vegna stofnunar íbúasamtaka Sauðárkróks

Málsnúmer 1805214

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 830. fundur - 28.06.2018

Lagður fram tölvupóstur dagsettur 29. maí 2018 frá Evu Pandoru Baldursdóttur þar sem hún innir eftir því hvort Sveitarfélagið Skagafjörður sæi sér fært að styrkja óstofnuð íbúasamtök með þeim hætti að útvega húsnæði fyrir stofnfundinn og kosta eina hálfsíðu auglýsingu í Sjónhornið til þess að auglýsa fundinn.
Byggðarráð samþykkir að óska eftir því að Eva Pandora Baldursdóttir komi á fund ráðsins til viðræðu um málið.

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 831. fundur - 05.07.2018

Lagður fram tölvupóstur dagsettur 29. maí 2018 frá Evu Pandoru Baldursdóttur þar sem hún innir eftir því hvort Sveitarfélagið Skagafjörður sæi sér fært að styrkja óstofnuð íbúasamtök með þeim hætti að útvega húsnæði fyrir stofnfundinn og kosta eina hálfsíðu auglýsingu í Sjónhornið til þess að auglýsa fundinn. Málið áður á dagskrá
Byggðarráðs 28.júní s.l. þar sem samþykkt var að óska eftir því að Eva Pandora Baldursdóttir kæmi á fund ráðsins til viðræðu um málið.
Eva Pandora Baldursdóttir kom á fund ráðsins og ræddi áform um stofnun íbúasamtaka á Sauðárkróki. Byggðarráð tekur vel í erindið og er sammála um að hefja undirbúning að stofnun íbúasamtaka í Sveitarfélaginu Skagafirði. Stefnt er að því að koma á stofnfundum íbúasamtaka í héraðinu í haust.