Fara í efni

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar

830. fundur 28. júní 2018 kl. 08:30 - 09:21 að Sæmundargötu 7a
Nefndarmenn
  • Stefán Vagn Stefánsson formaður
  • Gísli Sigurðsson varaform.
  • Bjarni Jónsson aðalm.
  • Sveinn Þ. Finster Úlfarsson varam. áheyrnarftr.
Starfsmenn
  • Friðrik Margeir Friðriksson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
  • Ásta Björg Pálmadóttir sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Margeir Friðriksson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
Dagskrá

1.Kirkjutorg 3 - Gistiheimilið Mikilgarður - umsagnarbeiðni vegna rekstrarleyfis

Málsnúmer 1806046Vakta málsnúmer

Lagður fram tölvupóstur frá embætti sýslumannsins á Norðurlandi vestra úr máli 1806005, dagsettur 6. júní 2018. Óskað er umsagnar um umsókn Tómasar Árdal fyrir hönd Spíru ehf. um leyfi til að reka gististað í flokki III, Gistiheimilið Mikligarður.
Byggðarráð gerir ekki athugasemdir við umsóknina.

2.Suðurbraut 9,KS Hofsós - Umsagnarbeiðni vegna rekstrarleyfis

Málsnúmer 1806055Vakta málsnúmer

Lagður fram tölvupóstur frá embætti sýslumannsins á Norðurlandi vestra úr máli 1805406, dagsettur 7. júní 2018. Óskað er umsagnar um umsókn Marteins Jónssonar fyrir hönd Kaupfélags Skagfirðinga um leyfi til að reka veitingastofu í flokki II í útíbúi KS, Suðurbraut 9, 565 Hofsósi.
Byggðarráð gerir ekki athugasemdir við umsóknina.

3.Umsókn um lækkun fasteignaskatts

Málsnúmer 1806173Vakta málsnúmer

Sjá trúnaðarbók.

4.Kjör í stjórn byggingarnefndar Sundlaugar Sauðárkróks 2018

Málsnúmer 1806086Vakta málsnúmer

Kjör fulltrúa í stjórn byggingarnefndar Sundlaugar Sauðárkróks, fjórir aðalmenn.
Formaður bar upp tillögu um að byggðarráðsfulltrúar ásamt áheyrnarfulltrúa skipi stjórn byggingarnefndar Sundlaugar Sauðárkróks.
Aðrar tilnefningar komu ekki fram og skoðast þessir því rétt kjörnir.

5.Reglur um aðstoð til að greiða lögmannskostnað í barnaverndarmálum sbr. 47. gr. Bvl

Málsnúmer 1804083Vakta málsnúmer

Málinu vísað frá 368. fundi sveitarstjórnar þann 16. maí 2018.
Skv. barnaverndarlögum skal barnaverndarnefnd setja sér reglur um veitingu fjárhagsaðstoðar til barns eða foreldra vegna lögfræðikostnaðar í tengslum við rekstur máls fyrir nefndinni og/eða úrskurðarnefnd velferðarmála. Sveitarfélögin hafa ekki áður sett sér slíkar reglur. Barnaverndarnefnd samþykkti meðfylgjandi reglur á fundi sínum 26.apríl 2018 og að senda þær til staðfestingar í sveitarstjórnum Sveitarfélagsins Skagafjarðar og Akrahrepps.
Byggðarráð samþykkir framlagðar reglur.

6.Fræðslufundur fyrir sveitarstjórnarfólk 2018

Málsnúmer 1806143Vakta málsnúmer

Lagður fram tölvupóstur dagsettur 12. júní 2018 frá KPMG hf. Í framhaldi af sveitarstjórnarkosningum 2018 býður KPMG sveitarfélögum, sem eru viðskiptavinir KPMG í endurskoðun, upp á fræðslufundi þar sem áhersla verður lögð á stjórnsýslu í tengslum við fjármál sveitarfélaga, fjárhagsáætlanir og ársreikninga. Fræðslufundir þessir eru endurgjaldslausir fyrir sveitarfélögin.
Byggðarráð samþykkir að þiggja boð KPMG um fræðslufund fyrir sveitarstjórnarfólk sitt.

7.Persónuverndarstefna Sveitarfélagsins Skagafjarðar

Málsnúmer 1806212Vakta málsnúmer

Lögð fram drög að persónuverndarstefnu Sveitarfélagsins Skagafjarðar.
Byggðarráð samþykkir að fresta afgreiðslu til næsta fundar.

8.Verk- og þjónustsamningur vegna persónuverndar

Málsnúmer 1806263Vakta málsnúmer

Lögð fram drög að verk- og þjónustusamningi við PACTA Lögmenn (Lögheimtan ehf.). Samningur þessi tekur til verkefnisstjórnunar, ráðgjafar og lögfræðiþjónustu PACTA fyrir sveitarfélagið við innleiðingu nauðsynlegra breytinga á vinnslu, skráningu, meðhöndlun og vistun persónuupplýsinga til samræmis við Reglugerð ESB 2016/679 og Lög um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga frá Alþingi. Hluti samnings þessa er að lögmaður hjá PACTA Lögmönnum mun gegna starfi Persónuverndarfulltrúa sveitarfélagsins.
Byggðarráð samþykkir að óska eftir breytingum á framlögðum samningsdrögum og frestar afgreiðslu til næsta fundar.

9.Túngata 10, Hofsósi

Málsnúmer 1806247Vakta málsnúmer

Bynhildur D. Bjarkadóttir eigandi Túngötu 10, Hofsósi, hefur ákveðið að bjóða sveitarfélaginu fasteignina til kaups. Í húsnæðinu er Leikskólinn Tröllaborg (Barnaborg) starfræktur í dag til bráðabirgða þar til leikskólinn flytur í nýtt húsnæði.
Byggðarráð samþykkir að kaupa fasteignina svo starfsemi leikskólans raskist ekki ef nýbygging leikskólans er ekki tilbúin þegar leigusamningi lýkur þann 1. maí 2019. Stefnt er að útboði framkvæmda við nýbyggingu leikskólans haustið 2018. Byggðarráð felur sveitarstjóra að gera kaupsamning við eiganda Túngötu 10 á þeim nótum sem rætt var um á fundinum.

10.Styrkbeiðni vegna stofnunar íbúasamtaka Sauðárkróks

Málsnúmer 1805214Vakta málsnúmer

Lagður fram tölvupóstur dagsettur 29. maí 2018 frá Evu Pandoru Baldursdóttur þar sem hún innir eftir því hvort Sveitarfélagið Skagafjörður sæi sér fært að styrkja óstofnuð íbúasamtök með þeim hætti að útvega húsnæði fyrir stofnfundinn og kosta eina hálfsíðu auglýsingu í Sjónhornið til þess að auglýsa fundinn.
Byggðarráð samþykkir að óska eftir því að Eva Pandora Baldursdóttir komi á fund ráðsins til viðræðu um málið.

Fundi slitið - kl. 09:21.