Skyldur sveitarfélaga samkvæmt jafnréttislögum
Málsnúmer 1806003
Vakta málsnúmerFélags- og tómstundanefnd Svf. Skagafjarðar - 256. fundur - 09.07.2018
Skyldur sveitarfélaga samkvæmt jafnréttislögum. Lagt fram erindi frá Jafnréttisstofu þar sem ítrekaðar eru skyldur sveitarfélaga gagnvart jafnréttislögum nr. 10/2008. Sérstaklega er bent á að jafnréttisnefndir skuli fjalla um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla og jafnframt gera jafnréttisáætlun til fjögurra ára. Þá er einnig lögð áhersla á að þess skuli gætt við skipan í nefndir, ráð og stjórnir að hlutfalla kynjanna sé sem jafnast og ekki minna en 40% þegar um fleiri en þrjá fulltrúa er að ræða. Málið tekið upp að nýju að sumarleyfum loknum.
Félags- og tómstundanefnd Svf. Skagafjarðar - 257. fundur - 23.08.2018
Nefndin beinir því til sviðsstjóra og starfsmanna fjölskyldusviðs að leggja fram endurskoðaða jafnréttisáætlun til fjögurra ára á næsta fundi nefndarinnar.