Fara í efni

Laugarból (205500) - Fyrirspurn um leigu á landi

Málsnúmer 1806089

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 853. fundur - 16.01.2019

Lagður fram tölvupóstur dagsettur 21. desember 2018 frá Þórarni Kristjánssyni f.h. Fimmunar ehf., kt. 621281-2169. Óskað er eftir að fá að leigja tún norðan við Laugaból fyrir tjaldsvæði og tengja það starfsemi í Laugabóli. Einnig lögð fram yfirlitsmynd af svæðinu.
Byggðarráð samþykkir að vísa erindinu til umsagnar atvinnu-, menningar- og kynningarnefndar.

Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd Svf Skagafjarðar - 64. fundur - 01.04.2019

Tekin til umsagnar beiðni frá Fimmunni ehf um leigu á landi sem byggðaráð vísaði til atvinnu-, menningar- og kynningarnefndar á fundi sínum þann 16.01.19.
Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd leggur til að reitir 1 og 2 verði leigðir út saman þar sem erfitt er að greina á milli þeirra.

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 867. fundur - 22.05.2019

Erindið áður á 853. fundi byggðarráðs þann 16. janúar 2019.
Lagður fram tölvupóstur dagsettur 21. desember 2018 frá Þórarni Kristjánssyni f.h. Fimmunar ehf., kt. 621281-2169. Óskað er eftir að fá að leigja tún norðan við Laugaból fyrir tjaldsvæði og tengja það starfsemi í Laugabóli. Einnig lögð fram yfirlitsmynd af svæðinu. Einnig liggur fyrir fundinum umsögn frá 64. fundi atvinnu-, menningar- og kynningarnefndar þann 1. apríl 2019.
Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra að ganga til samninga við Fimmuna ehf. um leigu og umhirðu á tjaldsvæðum á Steinsstöðum til ársloka 2019.