Byggðarráð Svf. Skagafjarðar
Dagskrá
1.Fyrirspurn varðandi land
Málsnúmer 1901154Vakta málsnúmer
2.Laugarból (205500) - Fyrirspurn um leigu á landi
Málsnúmer 1806089Vakta málsnúmer
Lagður fram tölvupóstur dagsettur 21. desember 2018 frá Þórarni Kristjánssyni f.h. Fimmunar ehf., kt. 621281-2169. Óskað er eftir að fá að leigja tún norðan við Laugaból fyrir tjaldsvæði og tengja það starfsemi í Laugabóli. Einnig lögð fram yfirlitsmynd af svæðinu.
Byggðarráð samþykkir að vísa erindinu til umsagnar atvinnu-, menningar- og kynningarnefndar.
Byggðarráð samþykkir að vísa erindinu til umsagnar atvinnu-, menningar- og kynningarnefndar.
3.Dragnótaveiðar á Skagafirði
Málsnúmer 1901120Vakta málsnúmer
Lagt fram bréf dagsett 9. janúar 2019 frá Magnúsi Jónssyni f.h. stjórnar Drangeyjar, smábátafélags Skagafjarðar varðandi dragnótaveiðar á Skagafirði. Á aðalfundi Landssambands smábátaeigenda í október 2018 var svohljóðandi bókað: "Aðalfundur LS skorar á stjórnvöld að taka upp fyrri takmarkanir á veiðum með dragnót í Skagafirði þannig að þær verði óheimilar innan línu sem dregin er milli Ásnefs í vestri í norðurhorn Þórðarhöfða í austri. Þeim tilmælum er beint til sveitarstjórnar Skagafjarðar að beita sér í þessu máli til hagsbóta fyrir smábátaútgerð á Skagafirði." Stjórn Drangeyjar, smábátafélags Skagafjarðar ferð þess á leit við sveitarstjórn Skagafjarðar að þetta mál verði tekið upp við viðeigandi stjórnvöld.
Byggðarráð Sveitarfélagsins Skagafjarðar þakkar fyrir erindið og ítrekar um leið fyrri mótmæli byggðarráðs við ákvörðun ráðherra um afléttingu friðunar á hluta Skagafjarðar fyrir dregnum veiðarfærðum. Byggðarráð ítrekar áskorun til ráðherra um að endurskoða þá ákvörðun og óskar eftir fundi með ráðherra vegna málsins hið fyrsta.
Byggðarráð Sveitarfélagsins Skagafjarðar þakkar fyrir erindið og ítrekar um leið fyrri mótmæli byggðarráðs við ákvörðun ráðherra um afléttingu friðunar á hluta Skagafjarðar fyrir dregnum veiðarfærðum. Byggðarráð ítrekar áskorun til ráðherra um að endurskoða þá ákvörðun og óskar eftir fundi með ráðherra vegna málsins hið fyrsta.
4.Beiðni um undanþágu fasteignaskatts
Málsnúmer 1811199Vakta málsnúmer
Erindið áður á 846. fundi byggðarráðs þann 28. nóvember 2018. Lagt fram erindi frá formanni stjórnar Vesturfarasetursins ses., dags. 7. nóvember 2018, þar sem óskað er eftir að felldur verði niður fasteignaskattur af húsum í eigu setursins.
Byggðarráð þakkar erindið en getur ekki orðið við þessum óskum safnsins.
Byggðarráð þakkar erindið en getur ekki orðið við þessum óskum safnsins.
5.Tilraunaverkefni um uppbyggingu í húsnæðismálum á landsbyggðinni
Málsnúmer 1809236Vakta málsnúmer
Lagt fram bréf dagsett 12. desember 2018 frá Íbúðalánasjóði varðandi tilraunaverkefni um uppbyggingu íbúðarhúsnæðis á landsbyggðinni. Þar kemur fram að Sveitarfélagið Skagafjörður er ekki á meðal þeirra sveitarfélaga sem fyrst verða tekin inn í tilraunaverkefni Íbúðalánasjóðs í húsnæðismálum landsbyggðarinnar.
Byggðarráð Sveitarfélagsins Skagafjarðar þakkar fyrir svarið og lýsir sig reiðubúið til samstarfs við Íbúðalánasjóð um uppbyggingu íbúðarhúsnæðis í Skagafirði en veruleg þörf er á enn frekari uppbyggingu húsnæðis í héraðinu.
Byggðarráð Sveitarfélagsins Skagafjarðar þakkar fyrir svarið og lýsir sig reiðubúið til samstarfs við Íbúðalánasjóð um uppbyggingu íbúðarhúsnæðis í Skagafirði en veruleg þörf er á enn frekari uppbyggingu húsnæðis í héraðinu.
6.Ný reglugerð um Jöfnunarsjóð sveitarfélaga nr. 1088/2018
Málsnúmer 1811041Vakta málsnúmer
Lagt fram til kynningar bréf frá samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu dagsett 7. janúar 2019 varðandi nýja reglugerð um Jöfnunarsjóð sveitarfélaga nr. 1088/2018 sem tók gildi 1. janúar 2019.
7.Umsagnarbeiðni vegna tækifærisleyfis þorrablót Höfðaborg
Málsnúmer 1901106Vakta málsnúmer
Lagður fram tölvupóstur úr máli 1901087, dagsettur 9. janúar 2019 frá sýslumannsembættinu á Norðurlandi vestra. Óskað er eftir umsögn um umsókn Sigmundar Jóhannessonar f.h. Félagsheimilisins Höfðaborgar um tækifærisleyfi skv. 17. gr. laga nr. 85/2007 vegna þorrablóts í félagsheimilinu þann 9. febrúar 2019.
Byggðarráð gerir ekki athugasemdir við umsóknina.
Byggðarráð gerir ekki athugasemdir við umsóknina.
8.Umsagnarbeiðni vegna tækifærisleyfis þorrablót Skagasel
Málsnúmer 1901144Vakta málsnúmer
Lagður fram tölvupóstur úr máli 1901168, dagsettur 11. janúar 2019 frá sýslumannsembættinu á Norðurlandi vestra. Óskað er eftir umsögn um umsókn Inga Vals Haraldssonar f.h. Félagsheimilisins Skagasels um tækifærisleyfi skv. 17. gr. laga nr. 85/2007 vegna þorrablóts í félagsheimilinu þann 2. febrúar 2019.
Byggðarráð gerir ekki athugasemdir við umsóknina.
Byggðarráð gerir ekki athugasemdir við umsóknina.
9.Umsagnarbeiðni vegna tækifærisleyfis þorrablót Höfðaborg
Málsnúmer 1901105Vakta málsnúmer
Lagður fram tölvupóstur úr máli 1901086, dagsettur 9. janúar 2019 frá sýslumannsembættinu á Norðurlandi vestra. Óskað er eftir umsögn um umsókn Sigmundar Jóhannessonar f.h. Félagsheimilisins Höfðaborgar um tækifærisleyfi skv. 17. gr. laga nr. 85/2007 vegna þorrablóts í félagsheimilinu þann 2. febrúar 2019.
Byggðarráð gerir ekki athugasemdir við umsóknina.
Byggðarráð gerir ekki athugasemdir við umsóknina.
10.Umsagnarbeiðni vegna tækifærisleyfis þorrablót Árgarði
Málsnúmer 1901145Vakta málsnúmer
Lagður fram tölvupóstur úr máli 1901170, dagsettur 9. janúar 2019 frá sýslumannsembættinu á Norðurlandi vestra. Óskað er eftir umsögn um umsókn Mörtu Friðþjófsdóttur, kt. 230364-6999 um tækifærisleyfi skv. 17. gr. laga nr. 85/2007 vegna þorrablóts í Félagsheimilinu Árgarði þann 25. janúar 2019.
Byggðarráð gerir ekki athugasemdir við umsóknina.
Byggðarráð gerir ekki athugasemdir við umsóknina.
11.Rekstrarupplýsingar 2018
Málsnúmer 1805011Vakta málsnúmer
Lagðar fram til kynnningar upplýsingar úr rekstri sveitarfélagsins og stofnana fyrir tímabilið janúar-október 2018.
12.Fundargerðir Ferðasmiðjunnar ehf 2018
Málsnúmer 1802045Vakta málsnúmer
Lögð fram til kynningar fundargerð 27. stjórnarfundar Ferðasmiðjunnar ehf. þann 22. maí 2018.
Fundi slitið - kl. 12:43.
Byggðarráð fagnar erindinu og samþykkir að vísa því til umsagnar landbúnaðarnefndar.