Landsfundur jafnréttismála 2018
Málsnúmer 1806096
Vakta málsnúmerFélags- og tómstundanefnd Svf. Skagafjarðar - 256. fundur - 09.07.2018
Lögð fram til kynningar dagskrá landsfundar jafnréttismála, sem haldinn verður í Hlégarði í Mosfellsbæ dagana 20.-21. september n.k. Landsfundurinn ber yfirskriftina Ungt fólk og jafnréttismál. Nefndin leggur til að fulltrúar Ungmennaráðs Sveitarfélagsins Skagafjarðar sæki ráðstefnuna og felur sviðsstjóra að koma því áleiðis.
Félags- og tómstundanefnd Svf. Skagafjarðar - 257. fundur - 23.08.2018
Hvatt er til þess að fulltrúar nefndarinnar sæki landsfundinn. Jafnframt verður fulltrúum ungmennaráða boðið að sækja málþingið sem ber yfirskriftina ungt fólk og jafnréttsimál.