Lagt fram bréf frá Indriða Grétarssyni,dagsett 27. júní 2018, þar sem hann f.h. Bogveiðifélags Íslands, óskar eftir afnotum af Litla-Skógi dagana 29.ágúst-2.september 2018 vegna vallarbogfimimóts. Mót þetta yrði haldið í samstarfi við Bogfimideild Tindastóls. Gengin er fyrirfram ákveðin braut og skotið á skotmörk á mismunandi fjarlægðum. Tvö mót hafa verið haldin á þessum stað og tekist vel. Byggðarráð samþykkir að leyfa afnot svæðisins þennan tíma gegn því að fyllsta öryggis verði gætt og öll tilskilin leyfi séu til staðar s.s. frá lögregluyfirvöldum.
Byggðarráð samþykkir að leyfa afnot svæðisins þennan tíma gegn því að fyllsta öryggis verði gætt og öll tilskilin leyfi séu til staðar s.s. frá lögregluyfirvöldum.