Fara í efni

Beiðni um afnot af Litla Skógi v/ bogfimimóts

Málsnúmer 1806270

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 831. fundur - 05.07.2018

Lagt fram bréf frá Indriða Grétarssyni,dagsett 27. júní 2018, þar sem hann f.h. Bogveiðifélags Íslands, óskar eftir afnotum af Litla-Skógi dagana 29.ágúst-2.september 2018 vegna vallarbogfimimóts. Mót þetta yrði haldið í samstarfi við Bogfimideild Tindastóls. Gengin er fyrirfram ákveðin braut og skotið á skotmörk á mismunandi fjarlægðum. Tvö mót hafa verið haldin á þessum stað og tekist vel.
Byggðarráð samþykkir að leyfa afnot svæðisins þennan tíma gegn því að fyllsta öryggis verði gætt og öll tilskilin leyfi séu til staðar s.s. frá lögregluyfirvöldum.