Fara í efni

Bakkaflöt - Umsagnabeiðni vegna rekstrarleyfis

Málsnúmer 1808098

Vakta málsnúmer

Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa Svf Skagafjarðar - 74. fundur - 29.08.2018

Lagður fram tölvupóstur dagsettur 16.ágúst 2018 frá sýslumannsembættinu á Norðurlandi vestra, úr máli nr. 1808153. Óskað er umsagnar um rekstrarleyfisumsókn Sigurðar Friðrikssonar kt. 010449-2279, fyrir hönd Ferðaþjónustunnar Bakkaflöt kt. 670418-0570. Umsóknin er um leyfi til að reka gististað í flokki IV að Bakkaflöt. Um er að ræða gistingu fyrir 80 manns og 100 manns í veitingasal. Að auki er sótt um leyfi fyrir 80 manns í svefnpokagistingu, tímabundið tengt skólaheimsóknum.
Þá er sótt um rekstrarleyfi fyrir 5 sumarhús fyrir tvo gesti, 3 sumarhús fyrir þrjá gesti og 1 sumarhús fyrir fimm gesti. Byggingarfulltrúi gerir ekki athugasemdir við umsóknina.

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 836. fundur - 30.08.2018

Lagður fram tölvupóstur dagsettur 16. ágúst 2018 frá embætti sýslumannsins á Norðurlandi vestra úr máli 1808153. Óskað er umsagnar um umsókn Sigurðar Friðrikssonar f.h. Ferðaþjónustunnar Bakkaflöt ehf., kt. 670418-0570, um leyfi til að reka gististað í flokki IV að Bakkaflöt, 561 Varmahlíð. Landnúmer 146198. Sótt er um leyfi fyrir 80 manns í gistingu, 100 manns í mat og að auki er sótt um leyfi fyrir 80 manns í svefnpokagistingu sem er bara á vorin þegar skólaheimsóknir eru. 5 sumarhús með gesti fyrir 2, 3 sumarhús með gesti fyrir 3, 1 sumarhús með gesti fyrir 5.
Byggðarráð gerir ekki athugasemdir við umsóknina.