Fara í efni

Endurskoðun reglna um sérstakan húsnæðisstuðning

Málsnúmer 1809133

Vakta málsnúmer

Félags- og tómstundanefnd Svf. Skagafjarðar - 258. fundur - 13.09.2018

Rætt hefur verið um að hækka tekju- og eignamörk við útreikning sérstaks húsnæðisstuðnings. Tekjumörk í reglum sveitarfélagsins um sérstakan húsnæðisstuðning leiða til þess að fáir umsækjendur fá sérstakan húsnæðisstuðning og því ná reglurnar illa þeim tilgangi sínum að létta undir með tekjulágum leigjendum á almennum leigumarkaði. Lagt er til að félags- og tómstundanefnd feli sviðsstjóra að gera tillögu að breyttum viðmiðunarmörkum og skoði sérstaklega viðmið Íbúðalánasjóðs varðandi almennar húsnæðisbætur. Einnig verði reglurnar yfirfarnar með hliðsjón af leiðbeiningum ráðuneytisins og tekin verði afstaða til verklags varðandi matsviðmið og stigagjöf. Málið verði tekið til meðferðar að nýju við gerð fjárhagsáætlunar 2019.
Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir, félagsmálastjóri og Gunnar Sandholt, verkefnastjóri, sátu fundinn undir þessum lið.

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 849. fundur - 10.12.2018

Lögð fram drög að endurskoðuðum reglum Sveitarfélagsins Skagafjarðar um sérstakan húsnæðisstuðning sem taki gildi frá 1. janúar 2019.
Byggðarráð samþykkir framlög drög að reglum um sérstakan húsnæðisstuðnig og vísar þeim til staðfestingar sveitarstjórnar.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 376. fundur - 12.12.2018

Vísað frá 849. fundi byggðarráðs þann 10. desember 2018 þannig bókað:
Lögð fram drög að endurskoðuðum reglum Sveitarfélagsins Skagafjarðar um sérstakan húsnæðisstuðning sem taki gildi frá 1. janúar 2019. Byggðarráð samþykkir framlög drög að reglum um sérstakan húsnæðisstuðnig og vísar þeim til staðfestingar sveitarstjórnar.

Reglur um sérstakan húsnæðisstuðning bornar upp til afgreiðslu sveitarstjórnar og samþykkt með átta atkvæðum. Regína Valdimarsdóttir óskar bókað að hún taki ekki þátt í afgreiðslu málsins.