Tillaga - úttekt á rekstri sveitarfélagsins
Málsnúmer 1809198
Vakta málsnúmerByggðarráð Svf. Skagafjarðar - 841. fundur - 16.10.2018
Lagður fram tölvupóstur dagsettur 7. október 2018 frá Álfhildi Leifsdóttur þar sem eftirfarandi fyrirspurnir koma fram:
Sveitarstjórnarfulltrúi VG og óháðra óskaði eftir upplýsingum um niðurstöðu nýlegrar úttektar óháðs aðila á fjölskyldusviði sveitarfélagsins við sviðstjóra fjölskyldusviðs, en ekki fengið þau gögn í hendurnar. Svar barst þann 24. september frá sviðstjóra fjölskyldusviðs m.a. þess efnis að gögnin séu “vinnugögn stjórnenda sem innihalda viðkvæmar persónugreinanlegar upplýsingar og verða þar af leiðandi ekki afhent.?
Í 28. gr sveitarstjórnarlaga 138/2011 segir: “Vegna starfa sinna í sveitarstjórn á sérhver sveitarstjórnarmaður rétt á að kynna sér gögn og upplýsingar sem fyrir liggja í stjórnsýslu sveitarfélags og varða málefni sem komið geta til umfjöllunar í sveitarstjórn. Sveitarstjórnarmaður skal eiga eðlilegan aðgang að skrifstofu og stofnunum sveitarfélagsins í þeim tilgangi að kynna sér starfsemi sveitarfélagsins og rekstur.? Er í 28. gr jafnframt ítrekaður trúnaður sveitarstjórnamanna um það sem þeir verða áskynja í starfi sínu.
Er eitthvað því til fyrirstöðu að sveitastjórnarfulltrúi VG og óháðra fái aðgang að gögnum óháðs úttektaraðila á úttekt á fjölskyldusviði sveitarfélagsins? Hvað er það og með hvaða rökstuðningi? Ef ekki, hvenær verður sveitarstjórnarfulltrúum sem þess óska veittur aðgangur að umræddum gögnum?
Byggðaráð samþykkir að fela sveitarstjóra að vinna frekar að úttektarmálum í samræmi við umræður á fundinum.
Sveitarstjórnarfulltrúi VG og óháðra óskaði eftir upplýsingum um niðurstöðu nýlegrar úttektar óháðs aðila á fjölskyldusviði sveitarfélagsins við sviðstjóra fjölskyldusviðs, en ekki fengið þau gögn í hendurnar. Svar barst þann 24. september frá sviðstjóra fjölskyldusviðs m.a. þess efnis að gögnin séu “vinnugögn stjórnenda sem innihalda viðkvæmar persónugreinanlegar upplýsingar og verða þar af leiðandi ekki afhent.?
Í 28. gr sveitarstjórnarlaga 138/2011 segir: “Vegna starfa sinna í sveitarstjórn á sérhver sveitarstjórnarmaður rétt á að kynna sér gögn og upplýsingar sem fyrir liggja í stjórnsýslu sveitarfélags og varða málefni sem komið geta til umfjöllunar í sveitarstjórn. Sveitarstjórnarmaður skal eiga eðlilegan aðgang að skrifstofu og stofnunum sveitarfélagsins í þeim tilgangi að kynna sér starfsemi sveitarfélagsins og rekstur.? Er í 28. gr jafnframt ítrekaður trúnaður sveitarstjórnamanna um það sem þeir verða áskynja í starfi sínu.
Er eitthvað því til fyrirstöðu að sveitastjórnarfulltrúi VG og óháðra fái aðgang að gögnum óháðs úttektaraðila á úttekt á fjölskyldusviði sveitarfélagsins? Hvað er það og með hvaða rökstuðningi? Ef ekki, hvenær verður sveitarstjórnarfulltrúum sem þess óska veittur aðgangur að umræddum gögnum?
Byggðaráð samþykkir að fela sveitarstjóra að vinna frekar að úttektarmálum í samræmi við umræður á fundinum.
Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 847. fundur - 05.12.2018
Lögð fram verkefnistillaga frá RR ráðgjöf vegna úttektar á veitu- og framkvæmdasviði. Markmið verkefnisins er að greina núverandi stöðu stjórnsýslu, reksturs og fjármála á veitu- og framkvæmdasviði. Meta hvernig til hefur tekist við sameiningu og samþættingu þjónustu á sviðinu eftir sameiningu árið 2012. Leitað verður eftir hagræðingartækifærum og metnir valkostir til aukinnar rafrænnar sjálfþjónustu íbúa og forstöðumanna stofnana sveitarfélagsins við verk- og þjónustubeiðnir.
Byggðarráð samþykkir fyrirliggjandi verkefnistillögu.
Byggðarráð samþykkir fyrirliggjandi verkefnistillögu.
Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 849. fundur - 10.12.2018
Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra að semja um fjárhagslega úttekt á fjölskyldusviði sveitarfélagsins.
Gerð verði óháð úttekt á rekstri Sveitarfélagsins Skagafjarðar.
Úttektin taki bæði mið af rekstrarlegum þáttum sem og almennu skipulagi stjórnsýslunnar hjá Sveitarfélaginu Skagafirði.
Greinargerð:
Slík úttekt á rekstri og skipulagi stjórnsýslu var gerð árið 2012 og skiluðu tillögur sem á þeirri vinnu byggðu, þá verulegri hagræðingu í rekstri sveitarfélagsins án þess að þær leiddu til uppsagna eða kæmu niður á þjónustu. Nauðsynlegt er að framkvæma stöðumat og endurskoða rekstur og skipulag sveitarfélagsins reglulega, líkt og gert er með einstaka stofnanir innan sveitarfélagsins, samanber grunnskóla Skagafjarðar.
Nú þegar fræðslunefnd hefur samþykkt að farið verði í úttekt á rekstri grunnskólanna, sem er einn veigamesti þáttur í rekstri sveitarfélagsins, þá er upplagt að samnýta þann úttektaraðila til að fara yfir rekstur sveitarfélagsins í heild sinni.
Það er mikilvægt að vera vakandi yfir tækifærum til framþróunar og aukinnar framlegðar sveitarfélagsins og er úttekt með þessum hætti góð leið til þess.
Álfhildur Leifsdóttir og Bjarni Jónsson, Vinstri græn og óháð.
Stefán Vagn Stefánsson tók til máls, þá Álfhildur Leifsdóttir, Bjarni Jónsson og lagði fram tillögu um að vísa málinu til afgreiðslu byggðarráðs.
Stefán Vagn Stefánsson, Ólafur Bjarni Haraldsson, Jóhanna Ey Haraldsdóttir, Bjarni Jónsson, Stefán Vagn Stefánsson kvöddu sér hljóð.
Tillaga Bjarna Jónssonar um að vísa málinu til afgreiðslu byggðarráðs borin upp til afgreiðslu og samþykkt með níu atkvæðum.