Lummudagar - styrkumsókn
Málsnúmer 1809201
Vakta málsnúmerAtvinnu-, menningar- og kynningarnefnd Svf Skagafjarðar - 60. fundur - 24.10.2018
Viggó Jónsson fulltrúi Skagafjarðarhraðlestarinnar kom á fundinn til viðræðu um framkvæmd Lummudaga.
Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd samþykkir að hrinda af stað könnun í héraðinu um áhuga og viðhorf til Lummudaga og beðið er um hugmyndir frá íbúum um umgjörð og viðburði.
Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd samþykkir að hrinda af stað könnun í héraðinu um áhuga og viðhorf til Lummudaga og beðið er um hugmyndir frá íbúum um umgjörð og viðburði.
Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd Svf Skagafjarðar - 61. fundur - 28.11.2018
Kynnt var niðurstaða könnunar sem gerð var í héraðinu um áhuga og viðhorf til Lummudaga þar beðið var um hugmyndir frá íbúum um umgjörð og viðburði. Niðurstöður könnunarinnar verða kynntar forsvarsmönnum Lummudaga.
Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd samþykkir að styrkja Lummudaga um 200.000 kr. sem teknar eru af lið 05890.
Jafnframt samþykkir nefndin að bjóða forsvarsmönnum Skagafjarðarhraðlestarinnar til fundar við nefndina og ræða framtíð Lummudaga.