Fara í efni

Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd Svf Skagafjarðar

60. fundur 24. október 2018 kl. 16:00 - 18:35 að Sæmundargötu 7a
Nefndarmenn
  • Gunnsteinn Björnsson formaður
  • Sigríður Magnúsdóttir varaform.
  • Ragnheiður Halldórsdóttir ritari
Starfsmenn
  • Friðrik Margeir Friðriksson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
  • Heba Guðmundsdóttir verkefnastjóri
Fundargerð ritaði: Heba Guðmundsdóttir Verkefnastjóri
Dagskrá

1.Málefni Byggðasafns Skagfirðinga

Málsnúmer 1810090Vakta málsnúmer

Berglind Þorsteinsdóttir safnstjóri Byggðasafns Skagfirðinga kom á fundinn.
Farið var yfir hugmyndir og framtíðarsýn safnstjóra Byggðasafns Skagfirðinga.

2.Varðveislurými Byggðasafns Skagfirðinga

Málsnúmer 1810115Vakta málsnúmer

Lagt fram bréf, dagsett 17. október 2018, frá Safnaráði varðandi eftirlitsferðar vegna nýs varðveislurýmis Byggðasafns Skagfirðinga. Berglind Þorsteinsdóttir safnstjóri sat fundinn undir þessum dagskrárlið.
Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd harmar það að til standi að starfrækja bifreiðaþjónustu við hliðina á bráðabirgða varðveislurými Byggðasafns Skagfirðinga sem setur varðveislumál í uppnám.
Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd hyggst skoða málið til hlítar og leita lausna.

3.Gjaldskrá Byggðasafns Skagfirðinga 2019

Málsnúmer 1810026Vakta málsnúmer

Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd samþykkir að gjaldskráin verði óbreytt frá árinu 2018. Aðgangseyrir fyrir fullorðna er 1.700 kr. og 1.500 kr. fyrir hópa, öryrkja, eldri borgara og námsmenn. Berglind Þorsteinsdóttir sat fundinn undir þessum dagskrárlið.

4.Lummudagar - styrkumsókn

Málsnúmer 1809201Vakta málsnúmer

Viggó Jónsson fulltrúi Skagafjarðarhraðlestarinnar kom á fundinn til viðræðu um framkvæmd Lummudaga.
Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd samþykkir að hrinda af stað könnun í héraðinu um áhuga og viðhorf til Lummudaga og beðið er um hugmyndir frá íbúum um umgjörð og viðburði.

5.Auglýsing umsóknar um byggðakvóta 2018-2019

Málsnúmer 1810042Vakta málsnúmer

Lagt fram bréf, dagsett 2.október 2018, frá Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu varðandi auglýsingu umsóknar um byggðakvóta fiskveiðiársins 2018/2019.
Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd felur starfsmönnum sínum að sækja um byggðakvóta vegna byggðarlaga innan marka sveitarfélagsins.

6.Samstarfshópur Sveitarfélagsins Skagafjarðar og Félags ferðaþjónustunnar í Skagafirði

Málsnúmer 1810122Vakta málsnúmer

Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd samþykkir að tilnefna Gunnstein Björnsson og Ragnheiði Halldórsdóttur í samstarfshóp með Félagi ferðaþjónustunnar í Skagafirði. Hópnum er meðal annars ætlað að fylgja eftir aðgerðum til eflingar ferðaþjónustu í Skagafirði sem fram komu í skýrslu um stefnumótun í ferðaþjónustu í Skagafirði 2016-2020.

7.Tillaga til ferðaþjónustuaðila

Málsnúmer 1810132Vakta málsnúmer

Lögð fram tillaga frá Ragnheiði Halldórsdóttur um að beina því til SSNV að sett verði af stað vinna þar sem að Skagafjörður verði kortlagður með bæði fjölsótta og framtíðar ferðamannastaði í huga. Með það að markmiði að upplýsa, hvetja og aðstoða landeigendur/einkaaðila til að sækja um styrki frá sjóðum á borð við Framkvæmdasjóð ferðamannastaða.
Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd samþykkir tillöguna og er sammála um mikilvægi þess að landeigendur og einkaaðilar séu upplýstir um þá styrki sem í boði eru frá sjóðum á borð við Framkvæmdasjóð ferðamannastaða. Með þessu er verið að ýta undir uppbyggingu ferðaþjónustu í Skagafirði og styrkja innviði.

8.Fjárhagsáætlun 2019 - málaflokkur 05-menningarmál

Málsnúmer 1810121Vakta málsnúmer

Fjárhagsrammi 2019 fyrir málaflokk 05 - menningarmál kynntur.

Fundi slitið - kl. 18:35.