Byggðarráð Sveitarfélagsins Skagafjarðar mótmælir þeirri ákvörðun atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins að hætta við ráðningu skrifstofustjóra á skrifstofu matvæla og landbúnaðar. Vekur ákvörðunin furðu þar sem á þriðja tug manna sótti um starfið, matsnefnd hefur verið að störfum, búið var að taka nokkra umsækjendur í viðtal og sérstök hæfnisnefnd var búin að skila ráðherra greinargerð, skv. heimildum fjölmiðla.
Ætlun atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytis er að sameina skrifstofuna, sem hefur verið ein þriggja fagskrifstofa sem heyra undir sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, undir skrifstofu alþjóðamála. Hættan á slíkum gjörningi er sú að vægi matvæla og landbúnaðar verði enn minna en þegar er sem er slæmt fyrir hagsmuni íslensks landbúnaðar.
Byggðarráð Sveitarfélagsins Skagafjarðar skorar á atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið að afturkalla ákvörðun sína og ljúka því ráðningarferli sem var nær fullbúið.
Ætlun atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytis er að sameina skrifstofuna, sem hefur verið ein þriggja fagskrifstofa sem heyra undir sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, undir skrifstofu alþjóðamála. Hættan á slíkum gjörningi er sú að vægi matvæla og landbúnaðar verði enn minna en þegar er sem er slæmt fyrir hagsmuni íslensks landbúnaðar.
Byggðarráð Sveitarfélagsins Skagafjarðar skorar á atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið að afturkalla ákvörðun sína og ljúka því ráðningarferli sem var nær fullbúið.