Byggðarráð Svf. Skagafjarðar
Dagskrá
1.Áherslumál á fundi með þingmönnum Norðvesturkjördæmis
Málsnúmer 1810004Vakta málsnúmer
2.Stjórnsýsla landbúnaðar í atvinnuvegaráðuneyti
Málsnúmer 1810005Vakta málsnúmer
Byggðarráð Sveitarfélagsins Skagafjarðar mótmælir þeirri ákvörðun atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins að hætta við ráðningu skrifstofustjóra á skrifstofu matvæla og landbúnaðar. Vekur ákvörðunin furðu þar sem á þriðja tug manna sótti um starfið, matsnefnd hefur verið að störfum, búið var að taka nokkra umsækjendur í viðtal og sérstök hæfnisnefnd var búin að skila ráðherra greinargerð, skv. heimildum fjölmiðla.
Ætlun atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytis er að sameina skrifstofuna, sem hefur verið ein þriggja fagskrifstofa sem heyra undir sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, undir skrifstofu alþjóðamála. Hættan á slíkum gjörningi er sú að vægi matvæla og landbúnaðar verði enn minna en þegar er sem er slæmt fyrir hagsmuni íslensks landbúnaðar.
Byggðarráð Sveitarfélagsins Skagafjarðar skorar á atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið að afturkalla ákvörðun sína og ljúka því ráðningarferli sem var nær fullbúið.
Ætlun atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytis er að sameina skrifstofuna, sem hefur verið ein þriggja fagskrifstofa sem heyra undir sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, undir skrifstofu alþjóðamála. Hættan á slíkum gjörningi er sú að vægi matvæla og landbúnaðar verði enn minna en þegar er sem er slæmt fyrir hagsmuni íslensks landbúnaðar.
Byggðarráð Sveitarfélagsins Skagafjarðar skorar á atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið að afturkalla ákvörðun sína og ljúka því ráðningarferli sem var nær fullbúið.
3.Beiðni um lækkun fasteignaskatts
Málsnúmer 1809338Vakta málsnúmer
Lögð fram umsókn dagsett 24. september 2018, frá stjórn Villa Nova ehf. um styrk til greiðslu fasteignaskatts skv. 2. mgr., 5. gr. laga nr. 4/1995.
Byggðarráð samþykkir að veita styrk sem nemur 30% af fasteignaskatti ársins 2018 skv. 5. gr. reglna sveitarfélagins um styrki til greiðslu fasteignaskatts.
Byggðarráð samþykkir að veita styrk sem nemur 30% af fasteignaskatti ársins 2018 skv. 5. gr. reglna sveitarfélagins um styrki til greiðslu fasteignaskatts.
4.Umsagnarbeiðni tillaga til þingsályktunar stofnun ráðgjafarstofu innflytjenda
Málsnúmer 1809354Vakta málsnúmer
Lagður fram tölvupóstur frá nefndasviði Alþingis, dagsettur 26. september 2018, þar sem velferðarnefnd Alþingis sendir til umsagnar tillögu til þingsályktunar um stofnun ráðgjafarstofu innflytjenda, 19. mál.
5.Ársfundur Jöfnunarsjóðs 2018
Málsnúmer 1809328Vakta málsnúmer
Lagt fram til kynningar bréf frá Jöfnunarsjóði sveitarfélaga, dagsett 20. september þar sem boðað er til ársfundar sjóðsins 10. október 2018 í Reykjavík.
6.Mannvirki á miðhálendinu skýrsla Skipulagsstofnunar
Málsnúmer 1809331Vakta málsnúmer
Lagður fram til kynningar tölvupóstur frá Skipulagsstofnun, dagsettur 26. september 2018 þar sem skýrt er frá því að út sé komin skýrslan Mannvirki á miðhálendinu, framfylgdarverkefni Landsskipulagsstefnu 2015-2026. Skýrslan er afurð verkefnis þar sem Skipulagsstofnun, í samvinnu við Þjóðskrá Íslands og sveitarfélög á miðhálendinu, var falið að hafa forgöngu um skráningu mannvirkja og þjónustu á miðhálendinu. Tilgangur hennar er að gefa heildstæða yfirsýn yfir núverandi mannvirki og þjónustuframboð á miðhálendinu. Slík yfirsýn er nauðsynleg forsenda fyrir frekari stefnumótun um skipulagsmál á miðhálendinu.
Fundi slitið - kl. 12:31.
Byggðarráð samþykkir drögin með þeim breytingum sem ræddar voru á fundinum.