Fara í efni

Starfsemi Arion-banka á Hofsósi

Málsnúmer 1810161

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 843. fundur - 30.10.2018

Rætt um starfsemi Arion-banka og nýtingu hraðbanka á Hofsósi. Byggðarráð harmar þá ákvörðun Arion-banka að fjarlægja hraðbanka frá Hofsósi enda gegnir hann mikilvægu hlutverki fyrir íbúa og gesti svæðisins, ekki síst eldra fólk, og er eini hraðbankinn í austanverðum í Skagafirði. Byggðarráð samþykkir að óska eftir fundi með forsvarsmönnum bankans til að ræða starfsemi Arion-banka í Skagafirði.