Fara í efni

Skagafjarðarhafnir - gjaldskrá 2019

Málsnúmer 1811071

Vakta málsnúmer

Umhverfis- og samgöngunefnd Svf Skagafjarðar - 147. fundur - 15.11.2018

Lögð var fram núverandi gjaldskrá Skagafjarðarhafna og ræddar gjaldskrárbreytingar fyrir 2019. Afgreiðslu gjaldskrár fyrir 2019 frestað til næsta fundar.

Umhverfis- og samgöngunefnd Svf Skagafjarðar - 148. fundur - 30.11.2018

Lögð voru fram drög að gjaldskrá fyrir Skagafjarðarhafnir fyrir árið 2019.
Í drögunum er gert ráð fyrir 3% hækkun á gjöldum.
Bætt hefur verið við ákvæði um geymslugjald fyrir báta, veiðarfæri og öðrum búnaði.
Einnig er bætt við nýrri grein um farþegagjald í tengslum við komu skemmtiferðaskipa.
Umhverfis- og samgöngunefnd samþykkir gjaldskrána og vísar henni til byggðarráðs.

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 847. fundur - 05.12.2018

Erindinu vísað frá 148. fundi umhverfis- og samgöngunefndar. Lögð fram tillaga að gjaldskrá Hafnarsjóðs Skagafjarðar frá og með 1. janúar 2019.
Byggðarráð samþykkir fyrirliggjandi gjaldskrá og vísar henni til afgreiðslu sveitarstjórnar.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 376. fundur - 12.12.2018

Vísað frá 847. fundi byggðarráðs þann 6. desember 2018 þannig bókað:
Erindinu vísað frá 148. fundi umhverfis- og samgöngunefndar. Lögð fram tillaga að gjaldskrá Hafnarsjóðs Skagafjarðar frá og með 1. janúar 2019. Byggðarráð samþykkir fyrirliggjandi gjaldskrá og vísar henni til afgreiðslu sveitarstjórnar.


Gjaldskrá Skagafjarðarhafna fyrir árið 2019 borin upp til afgreiðslu sveitarstjórnar og samþykkt með níu atkvæðum.