Fara í efni

Tillaga - Vinna framkvæmdaáætlun fyrir hafnarsvæðið á Sauðárkróki

Málsnúmer 1811143

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 845. fundur - 20.11.2018

Lögð fram eftirfarandi tillaga frá Ólafi Bjarna Haraldssyni, fulltrúa Byggðalistans:
"Byggðaráð leggur til að unnin verði framkvæmdaáætlun fyrir hafnarsvæðið á Sauðárkrók. Umsvif á hafnarsvæði Skagafjarðarhafna á Sauðárkróki hafa aukist til muna undanfarin ár. Í ljósi þess er mikilvægt að sveitarfélagið bregðist hratt við og láti fagfólk vinna fyrir sig ítarlega framkvæmdaráætlun fyrir svæðið. Aukin skipaumferð, bæði fiski- og fraktskipa kallar á aukið verndarsvæði, sem og viðlegukanta. Til þess að hægt sé að þrýsta enn frekar á stjórnvöld um mikilvægi þess að veita fjármunum til verkefnisins, þurfum við að hafa skýra stefnumótun, þar sem kostnaður framkvæmdanna er metin, sem og greining á þörfinni sem svo sannarlega er til staðar. Byggðaráð leggur ennfremur til að sótt verði um styrk í aðalsjóð SSNV til verkefnisins, enda þjóni höfnin öllu starfssvæði samtakanna. (t.a.m. áburður, salt, tjara o.s.frv.)."
Byggðarráð tekur vel í erindið og felur sveitarstjóra að senda erindi til stjórnar SSNV um styrk til verkefnisins.