Byggðarráð Svf. Skagafjarðar
Dagskrá
Í upphafi fundar var samþykkt samhljóða að taka mál númer 1810045 á dagskrá með afbrigðum.
1.Fyrirspurn - Staða framkvæmda við útikörfuboltavöll í Varmahlíð
Málsnúmer 1811146Vakta málsnúmer
Lögð fram eftirfarandi fyrirspurn frá Ólafi Bjarna Haraldssyni, fulltrúa Byggðalista:
"Verið var að vinna við uppsettningu á nýjum körfuboltavelli nú í haust. Nú virðast framkvæmdir vera í biðstöðu, og því við hæfi að farið verði yfir stöðu mála, hvað sé eftir og hvenær sé fyrirhugaða að klára verkefnið, sér í lagi þar sem gert var ráð fyrir að framkvæmdum væri nú þegar lokið."
Sveitarstjóri upplýsti að verkið eigi að klárast fyrir næstu áramót.
"Verið var að vinna við uppsettningu á nýjum körfuboltavelli nú í haust. Nú virðast framkvæmdir vera í biðstöðu, og því við hæfi að farið verði yfir stöðu mála, hvað sé eftir og hvenær sé fyrirhugaða að klára verkefnið, sér í lagi þar sem gert var ráð fyrir að framkvæmdum væri nú þegar lokið."
Sveitarstjóri upplýsti að verkið eigi að klárast fyrir næstu áramót.
2.Fyrirspurn - Staða hönnunarvinnu við leikskólann Tröllaborg á Hofsósi
Málsnúmer 1811145Vakta málsnúmer
Lögð fram eftirfarandi fyrirspurn frá Ólafi Bjarna Haraldssyni, fulltrúa Byggðalista:
"Á 830. fundi byggðaráðs var bókað að "Stefnt er að útboði framkvæmda við nýbyggingu leikskólans haustið 2018".
Því spyr ég, á hvaða stigi er hönnunarvinnan, og hvað tefur það að verkefnið fari í útboð?"
Upplýst var að hönnunarvinna hafi dregist af ástæðum sem sveitarfélagið ræður ekki við, en unnið sé að verkefninu.
"Á 830. fundi byggðaráðs var bókað að "Stefnt er að útboði framkvæmda við nýbyggingu leikskólans haustið 2018".
Því spyr ég, á hvaða stigi er hönnunarvinnan, og hvað tefur það að verkefnið fari í útboð?"
Upplýst var að hönnunarvinna hafi dregist af ástæðum sem sveitarfélagið ræður ekki við, en unnið sé að verkefninu.
3.Tillaga - Vinna framkvæmdaáætlun fyrir hafnarsvæðið á Sauðárkróki
Málsnúmer 1811143Vakta málsnúmer
Lögð fram eftirfarandi tillaga frá Ólafi Bjarna Haraldssyni, fulltrúa Byggðalistans:
"Byggðaráð leggur til að unnin verði framkvæmdaáætlun fyrir hafnarsvæðið á Sauðárkrók. Umsvif á hafnarsvæði Skagafjarðarhafna á Sauðárkróki hafa aukist til muna undanfarin ár. Í ljósi þess er mikilvægt að sveitarfélagið bregðist hratt við og láti fagfólk vinna fyrir sig ítarlega framkvæmdaráætlun fyrir svæðið. Aukin skipaumferð, bæði fiski- og fraktskipa kallar á aukið verndarsvæði, sem og viðlegukanta. Til þess að hægt sé að þrýsta enn frekar á stjórnvöld um mikilvægi þess að veita fjármunum til verkefnisins, þurfum við að hafa skýra stefnumótun, þar sem kostnaður framkvæmdanna er metin, sem og greining á þörfinni sem svo sannarlega er til staðar. Byggðaráð leggur ennfremur til að sótt verði um styrk í aðalsjóð SSNV til verkefnisins, enda þjóni höfnin öllu starfssvæði samtakanna. (t.a.m. áburður, salt, tjara o.s.frv.)."
Byggðarráð tekur vel í erindið og felur sveitarstjóra að senda erindi til stjórnar SSNV um styrk til verkefnisins.
"Byggðaráð leggur til að unnin verði framkvæmdaáætlun fyrir hafnarsvæðið á Sauðárkrók. Umsvif á hafnarsvæði Skagafjarðarhafna á Sauðárkróki hafa aukist til muna undanfarin ár. Í ljósi þess er mikilvægt að sveitarfélagið bregðist hratt við og láti fagfólk vinna fyrir sig ítarlega framkvæmdaráætlun fyrir svæðið. Aukin skipaumferð, bæði fiski- og fraktskipa kallar á aukið verndarsvæði, sem og viðlegukanta. Til þess að hægt sé að þrýsta enn frekar á stjórnvöld um mikilvægi þess að veita fjármunum til verkefnisins, þurfum við að hafa skýra stefnumótun, þar sem kostnaður framkvæmdanna er metin, sem og greining á þörfinni sem svo sannarlega er til staðar. Byggðaráð leggur ennfremur til að sótt verði um styrk í aðalsjóð SSNV til verkefnisins, enda þjóni höfnin öllu starfssvæði samtakanna. (t.a.m. áburður, salt, tjara o.s.frv.)."
Byggðarráð tekur vel í erindið og felur sveitarstjóra að senda erindi til stjórnar SSNV um styrk til verkefnisins.
4.Tillaga - Vinna framkvæmdaáætlun fyrir Alexandersflugvöll
Málsnúmer 1811144Vakta málsnúmer
Lögð fram tillaga frá Ólafi Bjarna Haraldssyni, fulltrúa Byggðalistans:
"Byggðaráð leggur til að unnin verði framkvæmdaáætlun fyrir Alexandersflugvöll, til að varpa ljósi á hvað þurfi að gera til að styrkja flugvöllinn, þannig að hann geti orðið vottaður alþjóðaflugvöllur og þar með varaflugvöllur fyrir Keflavík, Egilsstaði og Akureyri. Auknar kröfur sem tóku gildi um síðustu áramót gera það að verkum að óljóst er hversu kostnaðarsamt það er að fá Alexandersflugvöll vottaðan sem alþjóðaflugvöll. Því er mikilvægt að sveitarfélagið sýni frumkvæði og láti vinna framkvæmdaáætlun Alexandersflugvallar, og fái til þess fagfólk með þekkingu á þesskonar framkvæmdum. Forsenda þess að farið verði af stað í þetta verkefni er að fá til þess styrk frá SSNV, enda þjóni flugvöllurinn öllu starfssvæði samtakanna."
Byggðarráð tekur vel í erindið og felur sveitarstjóra að senda erindi til stjórnar SSNV um styrk til verkefnisins.
"Byggðaráð leggur til að unnin verði framkvæmdaáætlun fyrir Alexandersflugvöll, til að varpa ljósi á hvað þurfi að gera til að styrkja flugvöllinn, þannig að hann geti orðið vottaður alþjóðaflugvöllur og þar með varaflugvöllur fyrir Keflavík, Egilsstaði og Akureyri. Auknar kröfur sem tóku gildi um síðustu áramót gera það að verkum að óljóst er hversu kostnaðarsamt það er að fá Alexandersflugvöll vottaðan sem alþjóðaflugvöll. Því er mikilvægt að sveitarfélagið sýni frumkvæði og láti vinna framkvæmdaáætlun Alexandersflugvallar, og fái til þess fagfólk með þekkingu á þesskonar framkvæmdum. Forsenda þess að farið verði af stað í þetta verkefni er að fá til þess styrk frá SSNV, enda þjóni flugvöllurinn öllu starfssvæði samtakanna."
Byggðarráð tekur vel í erindið og felur sveitarstjóra að senda erindi til stjórnar SSNV um styrk til verkefnisins.
5.Reglur um afslátt tekjulágra elli- og örorkulífeyrisþega af fasteignaskatti 2019
Málsnúmer 1811092Vakta málsnúmer
Lögð fram tillaga um breytingu á reglum um afslátt tekjulágra elli- og örorkulífeyrisþega af fasteignaskatti 2019.
4. grein. Afsláttur af fasteignaskatti er tekjutengdur og er allt að kr. 65.000 á árinu 2019. Afsláttur er reiknaður til bráðabirgða við upphafsálagningu og er hlutfallslegur að teknu tilliti til allra skattskyldra tekna, þ.m.t. eigna- og fjármagnstekna samkvæmt síðasta skattframtali, þ.e. vegna tekna ársins 2017. Hámarks afsláttarupphæð við upphafsálagningu er 32.500 kr. Þegar staðfest skattframtal liggur fyrir vegna tekna ársins 2018 verður afsláttur endurskoðaður og leiðréttur. Miðað er við sameiginlegar tekjur hjóna og samskattaðs sambýlisfólks.
5. grein. Tekjumörk eru sem hér segir:
Fyrir einstaklinga: a) með tekjur allt að 3.565.000 kr. fullur afsláttur skv. 4. gr. b) með tekjur yfir 4.808.000 kr. enginn afsláttur. Fyrir hjón og samskattað sambýlisfólk: a) með tekjur allt að 4.640.000 kr. fullur afsláttur skv. 4. gr. b) með tekjur yfir 6.282.000 kr. enginn afsláttur.
Ef tekjur eru á framangreindu bili er veittur hlutfallslegur afsláttur.
Byggðarráð samþykkir tillöguna með tveimur atkvæðum og vísar henni til afgreiðslu sveitarstjórnar.
Bjarni Jónsson óskar bókað að skoða ætti að auka enn frekar afslátt tekjulágra elli- og örorkulífeyrisþega af fasteignagjöldum og situr hjá við afgreiðslu málsins.
4. grein. Afsláttur af fasteignaskatti er tekjutengdur og er allt að kr. 65.000 á árinu 2019. Afsláttur er reiknaður til bráðabirgða við upphafsálagningu og er hlutfallslegur að teknu tilliti til allra skattskyldra tekna, þ.m.t. eigna- og fjármagnstekna samkvæmt síðasta skattframtali, þ.e. vegna tekna ársins 2017. Hámarks afsláttarupphæð við upphafsálagningu er 32.500 kr. Þegar staðfest skattframtal liggur fyrir vegna tekna ársins 2018 verður afsláttur endurskoðaður og leiðréttur. Miðað er við sameiginlegar tekjur hjóna og samskattaðs sambýlisfólks.
5. grein. Tekjumörk eru sem hér segir:
Fyrir einstaklinga: a) með tekjur allt að 3.565.000 kr. fullur afsláttur skv. 4. gr. b) með tekjur yfir 4.808.000 kr. enginn afsláttur. Fyrir hjón og samskattað sambýlisfólk: a) með tekjur allt að 4.640.000 kr. fullur afsláttur skv. 4. gr. b) með tekjur yfir 6.282.000 kr. enginn afsláttur.
Ef tekjur eru á framangreindu bili er veittur hlutfallslegur afsláttur.
Byggðarráð samþykkir tillöguna með tveimur atkvæðum og vísar henni til afgreiðslu sveitarstjórnar.
Bjarni Jónsson óskar bókað að skoða ætti að auka enn frekar afslátt tekjulágra elli- og örorkulífeyrisþega af fasteignagjöldum og situr hjá við afgreiðslu málsins.
6.Fasteignagjöld - gjaldskrá 2019
Málsnúmer 1811093Vakta málsnúmer
Lögð fram tillaga um gjaldskrá fasteignagjalda 2019:
Fasteignaskattur A-flokkur 0,50%
Fasteignaskattur B-flokkur 1,32%
Fasteignaskattur C-flokkur 1,65%
Lóðarleiga íbúðarlóða 1,50%
Lóðarleiga atvinnulóða 2,50%
Lóðarleiga frístundahúsa í skipulögðum sumarhúsahverfum 3,00%
Leiga beitarlands 0,55 kr./m2
Leiga ræktunarlands utan þéttbýlis 0,95 kr./m2
Leiga ræktunarlands í þéttbýli 1,30 kr./m2
Fjöldi gjalddaga fasteignagjalda verði níu frá 1. febrúar 2019 til 1. október 2019. Heildarálagning á fasteign sem ekki nær 350 kr. fellur niður. Ef álagning fasteignagjalda á fasteign nær ekki 25.000 kr. á gjaldanda, verður öll upphæðin innheimt á fyrsta gjalddaga, 1. febrúar 2019. Einnig verður gefinn kostur á því að gjaldendur geti greitt upp fasteignagjöldin á einum gjalddaga og eigi síðar en 10. maí 2019, séu þau jöfn eða umfram 25.000 kr.
Álagningarseðlar fasteignagjalda verða ekki sendir til gjaldenda, nema þeirra sem óska sérstaklega eftir því. Allir greiðendur, einstaklingar og lögaðilar, geta nálgast rafræna útgáfu álagningarseðils í Íbúagátt sveitarfélagsins og á island.is.
Byggðarráð samþykkir tillöguna með tveimur atkvæðum. Bjarni Jónsson óskar bókað að hann sitji hjá við afgreiðslu tillögunnar.
Fasteignaskattur A-flokkur 0,50%
Fasteignaskattur B-flokkur 1,32%
Fasteignaskattur C-flokkur 1,65%
Lóðarleiga íbúðarlóða 1,50%
Lóðarleiga atvinnulóða 2,50%
Lóðarleiga frístundahúsa í skipulögðum sumarhúsahverfum 3,00%
Leiga beitarlands 0,55 kr./m2
Leiga ræktunarlands utan þéttbýlis 0,95 kr./m2
Leiga ræktunarlands í þéttbýli 1,30 kr./m2
Fjöldi gjalddaga fasteignagjalda verði níu frá 1. febrúar 2019 til 1. október 2019. Heildarálagning á fasteign sem ekki nær 350 kr. fellur niður. Ef álagning fasteignagjalda á fasteign nær ekki 25.000 kr. á gjaldanda, verður öll upphæðin innheimt á fyrsta gjalddaga, 1. febrúar 2019. Einnig verður gefinn kostur á því að gjaldendur geti greitt upp fasteignagjöldin á einum gjalddaga og eigi síðar en 10. maí 2019, séu þau jöfn eða umfram 25.000 kr.
Álagningarseðlar fasteignagjalda verða ekki sendir til gjaldenda, nema þeirra sem óska sérstaklega eftir því. Allir greiðendur, einstaklingar og lögaðilar, geta nálgast rafræna útgáfu álagningarseðils í Íbúagátt sveitarfélagsins og á island.is.
Byggðarráð samþykkir tillöguna með tveimur atkvæðum. Bjarni Jónsson óskar bókað að hann sitji hjá við afgreiðslu tillögunnar.
7.Niðurstaða könnunar á leiguíbúðum sveitarfélaga 2017
Málsnúmer 1811095Vakta málsnúmer
Lagður fram til kynningar tölvupóstur dagsettur 14. nóvember 2018 frá Varasjóði húsnæðismála varðandi niðurstöðu úttektar á framvindu og breytingum á stöðu leiguíbúða sveitarfélaga á árinu 2017. Könnunina má finna á vefsvæði sjóðsins hjá velferðarráðuneytinu.
8.Kynnisferð um húseignir og opnir íbúafundir í tengslum við fjárhagsáætlun 2019
Málsnúmer 1811147Vakta málsnúmer
Lögð fram drög að tillögu um tímasetningu kynnisferða byggðarráðs til að skoða helstu húseignir sveitarfélagsins annars vegar og opinna íbúafunda um fjárhagsáætlun 2019 hins vegar.
Byggðarráð samþykkir tillöguna.
Byggðarráð samþykkir tillöguna.
9.Ósk um afnot af Sólgarðaskóla 2018-2019
Málsnúmer 1810045Vakta málsnúmer
Lögð fram drög að leigusamningi við Söguskjóðuna slf um Sólgarðaskóla fyrir tímabilið 1. desember 2018 til 30. september 2019.
Byggðarráð samþykkir framlög samningsdrög.
Byggðarráð samþykkir framlög samningsdrög.
10.Ályktun Landssamtaka landeigenda um frumvarp um Þjóðgarðastofnun
Málsnúmer 1811082Vakta málsnúmer
Lagður fram til kynningar tölvupóstur dagsettur 12. nóvember 2018 frá Landssamtökum landeigenda á Íslandi varðandi ályktun stjórnar samtakanna um frumvarp um Þjóðgarðastofnun.
11.Leiðbeinandi verklagsreglur um gerð viðauka við fjárhagsáætlun
Málsnúmer 1811083Vakta málsnúmer
Lagt fram til kynningar bréf dagsett 7. nóvember 2018 frá samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu til sveitarfélaga, varðandi leiðbeinandi verklagsreglur um gerð viðauka við fjárhagsáætlun.
Fundi slitið - kl. 12:50.