Fara í efni

Fyrirspurn - Staða hönnunarvinnu við leikskólann Tröllaborg á Hofsósi

Málsnúmer 1811145

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 845. fundur - 20.11.2018

Lögð fram eftirfarandi fyrirspurn frá Ólafi Bjarna Haraldssyni, fulltrúa Byggðalista:
"Á 830. fundi byggðaráðs var bókað að "Stefnt er að útboði framkvæmda við nýbyggingu leikskólans haustið 2018".
Því spyr ég, á hvaða stigi er hönnunarvinnan, og hvað tefur það að verkefnið fari í útboð?"
Upplýst var að hönnunarvinna hafi dregist af ástæðum sem sveitarfélagið ræður ekki við, en unnið sé að verkefninu.