Fara í efni

Kynnisferð um húseignir og opnir íbúafundir í tengslum við fjárhagsáætlun 2019

Málsnúmer 1811147

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 845. fundur - 20.11.2018

Lögð fram drög að tillögu um tímasetningu kynnisferða byggðarráðs til að skoða helstu húseignir sveitarfélagsins annars vegar og opinna íbúafunda um fjárhagsáætlun 2019 hins vegar.
Byggðarráð samþykkir tillöguna.

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 846. fundur - 27.11.2018

Lögð fram dagskrá kynnisferðar byggðarráðs til að skoða ástand og viðhaldsþörf fasteigna en sú ferð er farin í nokkrar stofnanir sveitarfélagsins þriðjudaginn 27. nóvember 2018. Einnig lögð fram tillaga um fundartíma opinna funda íbúafunda í tengslum við fjárhagsáætlun 2019.
Miðvikudagur 28. nóvember 2018:
Kl. 17:00 Undir Byrðunni, Hólum í Hjaltadal
Kl. 20:00 Menningarhúsið Miðgarður, Varmahlíð
Fimmtudagur 29. nóvember 2018:
Kl. 17:00 Höfðaborg, Hofsósi
Kl. 20:00 Mælifell, Sauðárkróki