Fara í efni

Tillaga um matur verði eldaður frá grunni í öllum leik- og grunnskólum Skagafjarðar

Málsnúmer 1811183

Vakta málsnúmer

Fræðslunefnd Svf. Skagafjarðar - 137. fundur - 27.11.2018

Fulltrúi VG og óháðra leggur fram tillögu þess efnis að eldað verði frá grunni í eldhúsum allra grunn- og leikskóla héraðins þar sem farið yrði eftir manneldismarkmiðum Manneldisráðs Íslands og gildum heilsueflandi grunnskóla. Málið var rætt og þeir annmarkar sem eru við framkvæmd tillögunnar ítrekaðir. Niðurstaða fundarins er sú að farið verði betur yfir matseðla og markmið manneldisráðs varðandi framreiðslu matar í skólum Skagafjarðar. Nefndin hvetur til þess að hráefni úr heimabyggð sé notað eftir fremsta megni.
Anna Árnína Stefánsdóttir sat fundinn undir lið 1 og 2. Einarína Einarsdóttir og Katharina Sommermeier sátu fundinn undir þessum lið.