Fræðslunefnd Svf. Skagafjarðar
Dagskrá
1.Sumarleyfi leikskóla 2019
Málsnúmer 1810119Vakta málsnúmer
2.Tillaga um matur verði eldaður frá grunni í öllum leik- og grunnskólum Skagafjarðar
Málsnúmer 1811183Vakta málsnúmer
Fulltrúi VG og óháðra leggur fram tillögu þess efnis að eldað verði frá grunni í eldhúsum allra grunn- og leikskóla héraðins þar sem farið yrði eftir manneldismarkmiðum Manneldisráðs Íslands og gildum heilsueflandi grunnskóla. Málið var rætt og þeir annmarkar sem eru við framkvæmd tillögunnar ítrekaðir. Niðurstaða fundarins er sú að farið verði betur yfir matseðla og markmið manneldisráðs varðandi framreiðslu matar í skólum Skagafjarðar. Nefndin hvetur til þess að hráefni úr heimabyggð sé notað eftir fremsta megni.
Anna Árnína Stefánsdóttir sat fundinn undir lið 1 og 2. Einarína Einarsdóttir og Katharina Sommermeier sátu fundinn undir þessum lið.
3.Skólaakstur í Fljótum
Málsnúmer 1811134Vakta málsnúmer
Farið var yfir skólaakstur í Fljótum og þá möguleika sem eru í stöðunni varðandi skiptistæði skólabílanna. Nefndin felur sviðsstjóra fjölskyldusviðs að skoða áfram skiptistæðið með tilliti til öryggis og umhverfis.
Einarína Einarsdóttir og Katharina Sommermeier sátu fundinn undir þessum lið.
4.Gjaldskrá leikskóla frá 1. janúar 2019
Málsnúmer 1811136Vakta málsnúmer
Lagt er til að gjaldskrá leikskóla taki eftirfarandi breytingum: Fæðisgjald hækki um 3% og almennt dvalargjald hækki um 3%. Veittur verði 40% afsláttur af dvalargjaldi fyrir forgangshópa (sérgjaldi) í stað 30%. Systkinaafsláttur verði óbreyttur. Nefndin samþykkir tillöguna og vísar henni til byggðarráðs.
Allir áheyrnarfulltrúar sátu fundinn undir þessum lið.
5.Gjaldskrá í grunnskóla frá 1. janúar 2019
Málsnúmer 1811135Vakta málsnúmer
Lagt er til að fæðisgjald í grunnskóla hækki um 3% og dvalargjald í heilsdagsskóla um 3%. Systkinaafsláttur verði óbreyttur. Tillagan er samþykkt. Nefndin samþykkir tillöguna og vísar henni til byggðarráðs.
Allir áheyrnarfulltrúar sátu fundinn undir þessum lið.
6.Gjaldskrá Tónlistarskóla Skagafjarðar 1. janúar 2019
Málsnúmer 1811137Vakta málsnúmer
Lagt er til að gjöld í tónlistarskóla hækki um 3%. Systkinaafsláttur verði óbreyttur. Nefndin samþykkir tillöguna. Nefndin samþykkir tillöguna og vísar henni til byggðarráðs.
Allir áheyrnarfulltrúar sátu fundinn undir þessum lið.
7.Fjárhagsáætlun fjölskyldusviðs 2019
Málsnúmer 1809249Vakta málsnúmer
Fjárhagsáætlun fræðslumála 2019 lögð fram til seinni umræðu. Nefndin samþykkir áætlunina eins og hún er lögð fram fyrir sitt leyti. Nefndin vísar áætluninni til byggðarráðs og síðari umræðu í sveitarstjórn. Nefndin vill koma á framfæri þökkum til starfsmanna við gerð fjárhagsáætlunar 2019.
Allir áheyrnarfulltrúar sátu fundinn undir þessum lið.
8.Menntastefna Sveitarfélgasins Skagafjarðar
Málsnúmer 1811217Vakta málsnúmer
Lagt er til að skólastefna sem gerð var árið 2008 fyrir Sveitarfélagið Skagafjörð verði endurskoðuð og uppfærð. Áætlað er að stefnan nái ekki einungis til skóla sveitarfélagsins heldur einnig til frístundastarfsins. Fjölbrautarskóli Norðurlands vestra hefur einnig óskað eftir að vera hluti af stefnunni. Nefndin fagnar endurskoðuninni og hvetur til virkrar þátttöku samfélagsins. Málinu er vísað til umfjöllunar í félags og tómstundanefnd.
Allir áheyrnarfulltrúar sátu fundinn undir þessum lið.
9.Persónuverndarstefna leik - grunn og tónlistarskóla
Málsnúmer 1810021Vakta málsnúmer
Persónuverndarstefnur fyrir leik - grunn og tónlistarskóla lagðar fram til kynningar. Nefndin fagnar þeirri vinnu sem hefur átt sér stað við mótun þeirra.
Allir áheyrnarfulltrúar sátu fundinn undir þessum lið.
10.Hvatningarverðlaun á degi gegn einelti 8. nóvember 2018
Málsnúmer 1811267Vakta málsnúmer
Upplýst var að vinaliðaverkefni Sveitarfélagsins Skagafjarðar hlaut hvatningarverðlaun Menntamálastofnunar og menntamálaráðherra á degi gegn einelti þann 8. nóvember síðastliðinn. Nefndin óskar aðstandendum verkefninsins til hamingju með verðlaunin og lýsir yfir mikilli ánægju með árangur þess í skólum Skagafjarðar og um land allt.
Allir áheyrnarfulltrúar sátu fundinn undir þessum lið.
Fundi slitið - kl. 15:35.
Birkilundur loki í 5 vikur frá kl. 12 þann 5. júlí til kl. 12 þann 12. ágúst.
Ársalir loki í 4 vikur frá kl. 12 þann 11. júlí til kl. 12 þann 8. ágúst.
Tröllaborg loki í 5 vikur frá kl. 12 þann 28. júní til kl. 12 þann 6. ágúst.
Nefndin samþykkir tillöguna.