Menntastefna Sveitarfélgasins Skagafjarðar
Málsnúmer 1811217
Vakta málsnúmerFræðslunefnd Svf. Skagafjarðar - 137. fundur - 27.11.2018
Lagt er til að skólastefna sem gerð var árið 2008 fyrir Sveitarfélagið Skagafjörð verði endurskoðuð og uppfærð. Áætlað er að stefnan nái ekki einungis til skóla sveitarfélagsins heldur einnig til frístundastarfsins. Fjölbrautarskóli Norðurlands vestra hefur einnig óskað eftir að vera hluti af stefnunni. Nefndin fagnar endurskoðuninni og hvetur til virkrar þátttöku samfélagsins. Málinu er vísað til umfjöllunar í félags og tómstundanefnd.
Allir áheyrnarfulltrúar sátu fundinn undir þessum lið.
Félags- og tómstundanefnd Svf. Skagafjarðar - 264. fundur - 20.03.2019
Kynnt var að verið væri að móta nýja menntastefnu fyrir Sveitarfélagið Skagafjörð með þátttöku leik,- grunn,- og framhaldsskóla ásamt tónlistarskóla og frístundaþjónustu. Verkefninu er stýrt af starfsmönnum fræðsluþjónustu sveitarfélagsins. Menntastefnunni er ætlað að taka við af skólastefnu sveitarfélagsins sem unnin var árið 2008.
Þar sem stefnan tekur einnig til frístundastarfsins er óskað eftir aðkomu félags- og tómstundanefndar, hvort sem er með þátttöku í vinnuhópum eða með ábendingum og athugasemdum um stefnuna.
Nefndin fagnar þessari vinnu og væntir þess að hún skili meira og samþættara starfi gagnvart námi og frístundum barna og ungmenna í sveitarfélaginu. Nefndin óskar eftir að fá kynningu á vinnu við gerð menntastefnunnar eftir því sem henni vindur fram.
Þar sem stefnan tekur einnig til frístundastarfsins er óskað eftir aðkomu félags- og tómstundanefndar, hvort sem er með þátttöku í vinnuhópum eða með ábendingum og athugasemdum um stefnuna.
Nefndin fagnar þessari vinnu og væntir þess að hún skili meira og samþættara starfi gagnvart námi og frístundum barna og ungmenna í sveitarfélaginu. Nefndin óskar eftir að fá kynningu á vinnu við gerð menntastefnunnar eftir því sem henni vindur fram.