Umsagnarbeiðni Verkefni nefndar um stofnun þjóðgarðs á miðhálendinu
Málsnúmer 1811232
Vakta málsnúmerByggðarráð Svf. Skagafjarðar - 847. fundur - 05.12.2018
Lagður fram tölvupóstur dagsettur 26. nóvember 2018 frá umhverfis- og auðlindaráðuneyti þar sem kynnt er til samráðs mál nr. 237/2018 - Verkefni nefndar um stofnun þjóðgarðs á miðhálendinu. Óskað er eftir umsögnum um textadrög fyrstu tveggja verkefna þverpólitískrar nefndar sem vinnur að stofnun þjóðgarðs á miðhálendi Íslands: Greining tækifæra með stofnun þjóðgarðs á byggðaþróun og atvinnulíf og tillögur að helstu áherslum í atvinnustefnu. Upplýsingar um málið, umsagnir og gögn er að finna í hppts://samradsgatt.island.is
Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra að senda inn í samráðsgáttina eftirfarandi umsögn:
Ef hugmyndir um stofnun þjóðgarðs á miðhálendinu ná fram að ganga er mikilvægt fyrir atvinnuþróun hjá þeim sveitarfélögum sem eiga land innan þjóðgarðs að öll þau störf sem verða til vegna þjóðgarðsins verði á landsbyggðinni. Þar með talin eru störf stjórnar þjóðgarðsins. Ef litið er til Vatnajökulsþjóðgarðs skýtur það skökku við að nánast öll yfirstjórn þjóðgarðsins er staðsett á höfuðborgarsvæðinu. Líta skal til þess að störf sem verða til við nýjan þjóðgarð verði að lágmarki störf án staðsetningar með það að markmiði að efla atvinnu á landsbyggðinni.
Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra að senda inn í samráðsgáttina eftirfarandi umsögn:
Ef hugmyndir um stofnun þjóðgarðs á miðhálendinu ná fram að ganga er mikilvægt fyrir atvinnuþróun hjá þeim sveitarfélögum sem eiga land innan þjóðgarðs að öll þau störf sem verða til vegna þjóðgarðsins verði á landsbyggðinni. Þar með talin eru störf stjórnar þjóðgarðsins. Ef litið er til Vatnajökulsþjóðgarðs skýtur það skökku við að nánast öll yfirstjórn þjóðgarðsins er staðsett á höfuðborgarsvæðinu. Líta skal til þess að störf sem verða til við nýjan þjóðgarð verði að lágmarki störf án staðsetningar með það að markmiði að efla atvinnu á landsbyggðinni.
Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 863. fundur - 10.04.2019
Lagður fram tölvupóstur dagsettur 4. apríl 2019 frá umhverfis- og auðlindaráðuneytinu þar sem ráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 111/2019 - Verkefni nefndar um stofnun þjóðgarðs á miðhálendinu. Umsagnarfrestur er til og með 30.04.2019.
Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra að leggja fram drög að umsögn fyrir ráðið.
Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra að leggja fram drög að umsögn fyrir ráðið.
Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 864. fundur - 17.04.2019
Málið áður á dagskrá 863. fundar byggðarráðs. Lagður fram tölvupóstur dagsettur 4. apríl 2019 frá umhverfis- og auðlindaráðuneytinu þar sem ráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 111/2019 - Verkefni nefndar um stofnun þjóðgarðs á miðhálendinu.
Byggðarráð Sveitarfélagsins Skagafjarðar harmar að nefnd um stofnun þjóðgarðs á miðhálendinu óski aðeins eftir umsögnum um þætti sem lúta að skipulagi og mörkum slíks þjóðgarðs en ekki um kosti og galla þess yfir höfuð að stofna þjóðgarðinn.
Má í því sambandi vitna til reynslunnar af stofnun og rekstri þeirra þjóðgarða sem þegar hafa verið stofnaðir og er hér vísað til umsagnar Sveitarfélagsins Hornafjarðar um fyrirhugaða stofnun miðhálendisþjóðgarðs, en í umsögn þess dags. 21. desember 2018 segir: „mikilvægt er að tryggja þjóðgörðum sem fyrir eru í landinu rekstrargrundvöll áður en lögð er áhersla á að stofna nýjan þjóðgarð.“
Stofnun og rekstur þjóðgarðs kalla á mikið fjármagn ef vel á að standa að málum varðandi uppbyggingu innviða, viðhald o.fl. Má þar vitna til verkefna eins og viðhald vega, merkingar, fráveitumál og viðhald eigna. Ef þjóðgarður á að geta byggt upp atvinnu og stutt við búsetu á nærsvæðum þjóðgarðs þarf fjármagn að fylgja slíkri fyrirætlan. Einnig ef þjóðgarður á að bjóða upp á aðgengi og möguleika til útivistar, sérstakar aðgerðir gagnvart öryggismálum og vöktun, og að laða að ferðamenn.
Þá þarf að útfæra með mjög skýrum hætti hvernig samstarfi við heimamenn á hverjum stað verði háttað og hver þeirra réttindi verða, t.a.m. hvað varðar nytjarétt eins og beitarnýtingu og veiði. Í umræddum drögum sem nú eru til umsagnar er t.d. aðeins tekið þannig til orða að stefnt sé að því að „viðhalda réttindum sem nú þegar eru tryggð í þjóðlendum, s.s. fyrir sveitarfélög og/eða aðila sem stunda atvinnurekstur“ í stað þess að kveða skýrt á um að þau réttindi haldist.
Með stofnun þjóðgarðs á miðhálendinu er verið að færa hluta skipulagsvalds sveitarfélaganna yfir til stjórnunar- og verndaráætlana sem binda hendur sveitarfélaganna hvað varðar uppbyggingu innviða og vernd og nýtingu á umræddum svæðum. Með öðrum orðum er verið að skerða skipulagsvald sveitarfélaganna. Sporin hræða í þeim efnum.
Byggðarráð Sveitarfélagsins Skagafjarðar telur rétt að áður en lengra er haldið áfram með undirbúning stofnunar þjóðgarðs á miðhálendinu verði hugað að stöðu, hlutverki og vilja sveitarfélaganna til verkefnisins. Jafnframt verði teknar saman upplýsingar um stöðu annarra þjóðgarða, rekstrargrundvöll þeirra og hvernig mat heimamanna á hverjum stað fyrir sig er á að til hafi tekist.
Byggðarráð Sveitarfélagsins Skagafjarðar harmar að nefnd um stofnun þjóðgarðs á miðhálendinu óski aðeins eftir umsögnum um þætti sem lúta að skipulagi og mörkum slíks þjóðgarðs en ekki um kosti og galla þess yfir höfuð að stofna þjóðgarðinn.
Má í því sambandi vitna til reynslunnar af stofnun og rekstri þeirra þjóðgarða sem þegar hafa verið stofnaðir og er hér vísað til umsagnar Sveitarfélagsins Hornafjarðar um fyrirhugaða stofnun miðhálendisþjóðgarðs, en í umsögn þess dags. 21. desember 2018 segir: „mikilvægt er að tryggja þjóðgörðum sem fyrir eru í landinu rekstrargrundvöll áður en lögð er áhersla á að stofna nýjan þjóðgarð.“
Stofnun og rekstur þjóðgarðs kalla á mikið fjármagn ef vel á að standa að málum varðandi uppbyggingu innviða, viðhald o.fl. Má þar vitna til verkefna eins og viðhald vega, merkingar, fráveitumál og viðhald eigna. Ef þjóðgarður á að geta byggt upp atvinnu og stutt við búsetu á nærsvæðum þjóðgarðs þarf fjármagn að fylgja slíkri fyrirætlan. Einnig ef þjóðgarður á að bjóða upp á aðgengi og möguleika til útivistar, sérstakar aðgerðir gagnvart öryggismálum og vöktun, og að laða að ferðamenn.
Þá þarf að útfæra með mjög skýrum hætti hvernig samstarfi við heimamenn á hverjum stað verði háttað og hver þeirra réttindi verða, t.a.m. hvað varðar nytjarétt eins og beitarnýtingu og veiði. Í umræddum drögum sem nú eru til umsagnar er t.d. aðeins tekið þannig til orða að stefnt sé að því að „viðhalda réttindum sem nú þegar eru tryggð í þjóðlendum, s.s. fyrir sveitarfélög og/eða aðila sem stunda atvinnurekstur“ í stað þess að kveða skýrt á um að þau réttindi haldist.
Með stofnun þjóðgarðs á miðhálendinu er verið að færa hluta skipulagsvalds sveitarfélaganna yfir til stjórnunar- og verndaráætlana sem binda hendur sveitarfélaganna hvað varðar uppbyggingu innviða og vernd og nýtingu á umræddum svæðum. Með öðrum orðum er verið að skerða skipulagsvald sveitarfélaganna. Sporin hræða í þeim efnum.
Byggðarráð Sveitarfélagsins Skagafjarðar telur rétt að áður en lengra er haldið áfram með undirbúning stofnunar þjóðgarðs á miðhálendinu verði hugað að stöðu, hlutverki og vilja sveitarfélaganna til verkefnisins. Jafnframt verði teknar saman upplýsingar um stöðu annarra þjóðgarða, rekstrargrundvöll þeirra og hvernig mat heimamanna á hverjum stað fyrir sig er á að til hafi tekist.
Umsagnarfrestur er til 21. desember nk.