Fara í efni

Gjaldskrá húsaleigu 2019

Málsnúmer 1812079

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 849. fundur - 10.12.2018

Lagt er til að breyting verði gerð á 4. grein núgildandi reglna um húsnæðismál í Sveitarfélaginu Skagafirði og eftirfarandi breyting taki gildi 1. janúar 2019.
Leiga fyrir íbúðarhúsnæði í eigu sveitarfélagsins er 1.450 kr./m² miðað við 1. janúar 2019 að hámarki 175.280 kr. á mánuði. Þeir sem leigja húsnæði á félagslegum forsendum greiða 20% lægri upphæð eða 1.160 kr./m² og að hámarki 140.223 kr. á mánuði. Leiguverð tekur verðlagsbreytingum á tólf mánaða fresti samkvæmt vísitölu neysluverðs til verðtryggingar fyrst 1. janúar 2020.
Sveitarstjóra er heimilt að lækka leiguverð fasteignar með tilliti til ástands hennar að undangenginni úttekt og umsögn eignasjóðs.
Greinargerð:
Leigutekjur Félagsíbúða Skagafjarðar hafa aldrei staðið undir reglulegum rekstri og viðhaldi fasteiganna auk þess sem handbært fé frá rekstri dugar ekki fyrir afborgunum lána. Með þessari tillögu er verið að færa leiguverð sem næst markaðsverði sem er 1.454 kr./m² samkvæmt upplýsingum frá Þjóðskrá Íslands þann 7. desember 2018. Áætlað er að þessi hækkun muni nema um 7 mkr. á árinu 2019 og minnka áætlaðan hallarekstur úr 15 mkr. í 8 mkr.

Byggðarráð samþykkir ofangreinda breytingu með tveimur atkvæðum.
Bjarni Jónsson óskar bókað að hann sitji hjá við afgreiðsluna.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 376. fundur - 12.12.2018

Vísað frá 849. fundi byggðarráðs þann 10. desember 2018 þannig bókað: Lagt er til að breyting verði gerð á 4. grein núgildandi reglna um húsnæðismál í Sveitarfélaginu Skagafirði og eftirfarandi breyting taki gildi 1. janúar 2019. Leiga fyrir íbúðarhúsnæði í eigu sveitarfélagsins er 1.450 kr./m² miðað við 1. janúar 2019 að hámarki 175.280 kr. á mánuði. Þeir sem leigja húsnæði á félagslegum forsendum greiða 20% lægri upphæð eða 1.160 kr./m² og að hámarki 140.223 kr. á mánuði. Leiguverð tekur verðlagsbreytingum á tólf mánaða fresti samkvæmt vísitölu neysluverðs til verðtryggingar fyrst 1. janúar 2020. Sveitarstjóra er heimilt að lækka leiguverð fasteignar með tilliti til ástands hennar að undangenginni úttekt og umsögn eignasjóðs. Greinargerð: Leigutekjur Félagsíbúða Skagafjarðar hafa aldrei staðið undir reglulegum rekstri og viðhaldi fasteiganna auk þess sem handbært fé frá rekstri dugar ekki fyrir afborgunum lána. Með þessari tillögu er verið að færa leiguverð sem næst markaðsverði sem er 1.454 kr./m² samkvæmt upplýsingum frá Þjóðskrá Íslands þann 7. desember 2018. Áætlað er að þessi hækkun muni nema um 7 mkr. á árinu 2019 og minnka áætlaðan hallarekstur úr 15 mkr. í 8 mkr. Byggðarráð samþykkir ofangreinda breytingu með tveimur atkvæðum.

Gjaldskrá húsaleigu borin upp til afgreiðslu sveitarstjórnar og samþykkt með sjö atkvæðum.

Álfhildur Leifsdóttir og Bjarni Jónsson óska bókað að þau sitji hjá við afgreiðsluna.