Freyjugata 25 Sauðárkróki - Umsókn um byggingarleyfi
Málsnúmer 1812145
Vakta málsnúmerAfgreiðslufundur byggingarfulltrúa Svf Skagafjarðar - 81. fundur - 28.12.2018
Ólafur E. Friðriksson kt. 030957-4749, sækir fh. Sýls ehf. kt. 470716-0450 um leyfi til að gera breytingar á „gamla barnaskólahúsinu“ við Freyjugötu á Sauðárkróki. Fyrirhugað er að gera í húsinu 11 íbúðir. Í kennsluálmunni verða sjö íbúðir, þrjár á neðri hæð og fjórar á efri hæð. Í íþróttaálmunni verða fjórar íbúðir, allar á tveim hæðum. Meðfylgjandi aðaluppdrættir eru gerðir af Bjarna Reykjalín arkitekt kt. 070149-3469. Uppdrættir eru í verki B-001, uppdrættir 1-6, dagsettir 13. desember 2018. Byggingaráform samþykkt.
Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa Svf Skagafjarðar - 115. fundur - 17.02.2021
Ólafur Elliði Friðriksson, kt. 030957-4749 sækir f.h. Sýls ehf., kt. 470716-0450, um leyfi til að gera breytingar á áður samþykktu byggingarleyfi frá 28.12.2018, leyfi til að gera breytingar á húsnæði „gamla barnaskólans“ við Freyjugötu 25 í íbúðir.
Breytingarnar varða niðurrif og endurbyggingu þess hluta hússins sem áður var íþróttahús. Þá er einnig óskað eftir áfangaskiptingu verksins og að umbeðin ofangreind framkvæmd verði 2. áfangi.
Byggingarfulltrúi samþykkir áfangaskiptingu verksins og heimilar umbeðin niðurrif.
Breytingarnar varða niðurrif og endurbyggingu þess hluta hússins sem áður var íþróttahús. Þá er einnig óskað eftir áfangaskiptingu verksins og að umbeðin ofangreind framkvæmd verði 2. áfangi.
Byggingarfulltrúi samþykkir áfangaskiptingu verksins og heimilar umbeðin niðurrif.
Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa Svf Skagafjarðar - 121. fundur - 27.05.2021
Ólafur Elliði Friðriksson, kt. 030957-4749 sækir f.h. Sýls ehf., kt. 470716-0450 um leyfi fyrir breytingum á áður samþykktum aðaluppdráttum af „gamla barnaskólanum“ við Freyjugötu 25. Breytingarnar varða 2. áfang verkisins, bygging 6 íbúða í þeim hluta hússins sem áður var íþróttahús. Með þessum breytingu verður heildarfjöldi íbúða í húsinu 13. Framlagðir aðaluppdrættir gerðir af Bjarna Reykjalín, kt. 070149-3469. Uppdrættir eru í verki B-001, númer 100, 101, 102, 103, 104, og 105, dagsettir 16.05.2021. Erindið samþykkt, byggingarleyfi veitt.