Fara í efni

Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa Svf Skagafjarðar

115. fundur 17. febrúar 2021 kl. 09:00 - 09:45 í Ráðhúsi, Skr.
Nefndarmenn
  • Einar Andri Gíslason byggingarfulltrúi
  • Sigurður H. Ingvarsson starfsmaður byggingarfulltrúa
Fundargerð ritaði: Einar Andri Gíslason byggingarfulltrúi
Dagskrá

1.Aðalgata 16B - Umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 2101028Vakta málsnúmer

Sigurjón Rúnar Rafnsson, kt. 281265-5399 sækir f.h. Kaupfélags Skagfirðinga, kt. 680169-5009, eiganda Aðalgötu 16b, um leyfi til að gera breytingar á áður samþykktu byggingarleyfi, leyfi til að breyta húsnæðinu sem áður hýsti minjasafn í gistiheimili. Breytingarnar varða fyrirhugaðar viðbyggingar við húsnæðið, til norðurs og suðurs, breytingu á útliti og lóð. Framlagðir aðaluppdrættir gerðir á Verkís hf. verkfræðistofu af Magnúsi Ingvarssyni, kt. 171160-3249. Uppdrættirnir eru í verki 20027, númer C41.001 B, C41.002 B, C41.003 B og C41.004 B, dagsettir 4. maí 2020, með breyttingu B, dagsettri 28. desember 2020. Erindið samþykkt, bygginarleyfi veitt.

2.Aðalgata 20b - Umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 2101053Vakta málsnúmer

Hasna Boucham, kt. 070180-3089 sækir f.h. Skala 20 ehf. kt. 491020-0590, eiganda Aðalgötu 20b, um leyfi til að gera breytingar á innangerð og notkun hússins. Fyrirhugaðar breytingar varða rekstur veitingarstaðar á neðri hæð hússins, ásamt leikja starfssemi. Framlagðir aðaluppdrættir gerðir af Ingvari Gýgjari Sigurðarsyni, kt. 020884-3639. Uppdrættir eru í verki 3146, númer A-100, A-101 og A-103, dagsettir 4. janúar 2021. Byggingaráform samþykkt.

3.Freyjugata 25 Sauðárkróki - Umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 1812145Vakta málsnúmer

Ólafur Elliði Friðriksson, kt. 030957-4749 sækir f.h. Sýls ehf., kt. 470716-0450, um leyfi til að gera breytingar á áður samþykktu byggingarleyfi frá 28.12.2018, leyfi til að gera breytingar á húsnæði „gamla barnaskólans“ við Freyjugötu 25 í íbúðir.
Breytingarnar varða niðurrif og endurbyggingu þess hluta hússins sem áður var íþróttahús. Þá er einnig óskað eftir áfangaskiptingu verksins og að umbeðin ofangreind framkvæmd verði 2. áfangi.
Byggingarfulltrúi samþykkir áfangaskiptingu verksins og heimilar umbeðin niðurrif.

4.Ytra-Skörðugil 1 - Umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 2101222Vakta málsnúmer

Páll Ísak Lárusson, kt. 230999-3179 sækir um leyfi til að byggja einbýlishús á lóðinni Ytra-Skörðugili 1 L231024. Framlagðir aðaluppdrættir gerðir af Guðmundi Þór Guðmundssyni, kt. 200857-5269. Uppdrættir eru í verki 0220, númer 01, 02 og 03, dagsettir 30.10.2020.
Húsið sem um ræðir verður byggt að Lambeyri L201899 í Skagafirði og þaðan flutt full búið á undirstöður á framangreinda lóð. Erindið samþykkt, byggingarleyfi veitt.

Fundi slitið - kl. 09:45.