Fara í efni

Hádegisverður. Árskóli

Málsnúmer 1812190

Vakta málsnúmer

Fræðslunefnd Svf. Skagafjarðar - 138. fundur - 21.01.2019

Samningur um kaup á hádegisverði við Grettistak Veitingar ehf. rennur út í lok maí á þessu ári. Taka þarf afstöðu til hvaða háttur verður hafður á við framreiðslu hádegisverðar. Málinu frestað á meðan verið er að skoða alla anga.

Bjarni Jónsson fulltrúi VG og óháðra leggur fram eftirfarandi fyrirspurn:
Hver er kostnaður sveitarfélagsins á ársgrundvelli vegna framreiðslueldhúss Árskóla þegar lagður er saman kostnaður við aðkeyptan mat, launakostnað þess starfsfólks sem fastráðið er í framreiðslueldhúsið ásamt öðrum kostnaði sem málinu tengist? Og hver er hins vegar áætlaður kostnaður ef framreiðslueldhúsi Árskóla er breytt í fullbúið eldhús með matráði á staðnum ásamt öðrum kostnaði sem málinu tengist?
Svar óskast skriflegt og sundurliðað til allra fulltrúa í fræðslunefnd vel fyrir næsta fund, og ennfremur lagt fram á næsta fundi fræðslunefndar.


Fræðslunefnd Svf. Skagafjarðar - 139. fundur - 28.02.2019

Lögð fram greinargerð þar sem farið er yfir ýmsa þætti er snúa að fyrirkomulagi matarmála í Árskóla. Fram hefur komið að samningur við Grettistak ehf. rennur út í maílok á þessu ári. Greiningunni er ætlað að vera grunnur að ákvörðun fræðslunefndar um hvort kaupa eigi matinn að eða hvort hann skuli eldaður frá grunni. Fyrir liggur að eldhús Árskóla er hannað sem móttökueldhús og ekki ætlað til framleiðslu matar. Verði ákveðið að eldað skuli frá grunni í Árskóla þarf að búa eldhúsið viðeigandi tækjum og mögulega gera einhverjar breytingar á húsnæði. Skv. tilboði frá Fastus myndu tækjakaupin ein og sér kosta um 8.5 milljónir króna. Enn eru nokkur atriði sem þarf að gaumgæfa og skoða áður en ákvörðun er tekin. Fræðslunefnd samþykkir að fresta málinu.

Bjarni Jónsson óskar eftirfarandi bókað:
Undirritaður þakkar vel unnin svör við fyrirspurn fulltrúa VG og óháðra sem lögð var fram á síðasta fundi og munu nýtast til að komast að farsælli niðurstöðu.

Bjarni Jónsson, VG og óháðum

Fræðslunefnd Svf. Skagafjarðar - 141. fundur - 26.04.2019

Málið var áður á dagskrá fræðslunefndar þann 28. febrúar s.l. Nýtt minnisblað hefur verið lagt fram þar sem fram kemur að ákveðið var að fá Þórólf Sigjónsson, matreiðslumann, til að skoða og leggja mat á aðstæður í Ársölum og Árskóla til framleiðslu hádegisverðar. Að hans mati eru aðstæður góðar í Ársölum til að elda fyrir þann fjölda sem um ræðir, hvort sem er Ársali eingöngu eða Ársali og Árskóla. Aðstaða er ekki jafn góð í Árskóla. Ef elda á frá grunni í Ársölum, einnig fyrir Árskóla, er ljóst að ráðast þarf í nokkrar breytingar ef vel á að vera. Þær breytingar snúa hvoru tveggja að breytingum á innra skipulagi í eldhúsi Ársala sem og tækjum og búnaði.
Ekki er talið skynsamlegt að ráðast í þær breytingar fyrir næsta skólaár, heldur samþykkir fræðslunefnd að undirbúa málið betur, m.t.t. til þeirra breytinga sem ráðast þarf í. Fræðslunefnd samþykkir að leita eftir framlengingu samnings við Grettistak ehf. um eitt ár ellegar bjóða matarkaup út að nýju til eins árs.

Fræðslunefnd Svf. Skagafjarðar - 142. fundur - 23.05.2019

Farið var yfir stöðu mála hvað varðar undirbúning ákvörðunar fræðslunefndar um framtíðarfyrirkomulag hádegisverðar í Árskóla. Verktaki hefur samþykkt framlengingu á núgildandi samningi um eitt ár. Fræðslunefnd samþykkir einnig fyrir sitt leyti að framlengja samning um eitt ár.
Anna Á. Stefánsdóttir og Vildís Björk Bjarkadóttir sátu fundinn undir liðum 1-3 og 7-8.