Fræðslunefnd Svf. Skagafjarðar
Dagskrá
1.Hádegisverður. Ársalir
Málsnúmer 1812191Vakta málsnúmer
Guðbjörg Óskarsdóttir, Anna Á.Stefánsdóttir og Jóhanna Sigurðardóttir sátu fundinn undir þessum lið.
2.Heilsdagsskóli (frístund) í Varmahlíð
Málsnúmer 1901184Vakta málsnúmer
Lögð fram greinargerð um möguleika til að koma á heilsdagsvistun í Varmahlíðarskóla fyrir börn í 1.- 4. bekk. Jafnframt var niðurstaða könnunar, sem gerð var meðal foreldra leikskólabarna og barna í 1.-3. bekk grunnskólans þar sem spurt var um þörf og hugsanlega nýtingu á slíku úrræði, kynnt. Niðurstaða könnunarinnar bendir til að þörf á heilsdagsvistun sé talsverð og að þörfin muni einungis aukast í ljósi breyttra atvinnuhátta foreldra í dreifbýli. Miðað við greiningu sem gerð var má ætla að stofnkostnaður við úrræðið verði allt að 4 milljónir króna sem felst í breytingu á húsnæðinu og kaupum á viðeigandi búnaði fyrir úrræðið. Rekstrarkostnaður tekur mið af starfsmannahaldi, daglegri opnun, efniskaupum o.fl. Á móti þeim kostnaði kæmu tekjur vegna vistunar. Ekki er gott að áætla þann kostnað að svo stöddu. Fræðslunefnd ítrekar vilja sinn til að koma á þessari þjónustu og skýtur málinu til umfjöllunar í Samstarfsnefnd Sveitarfélagsins Skagafjarðar og Akrahrepps.
3.Reglur um skólavist fósturbarna í leik- og grunnskólum Skagafjarðar
Málsnúmer 1901299Vakta málsnúmer
Lögð fram drög að reglum um skólavist fósturbarna í leik- og grunnskólum Skagafjarðar. Á undanförnum misserum hefur óskum um að börn með lögheimili í öðrum sveitarfélögum fái að ganga í skóla í Skagafirði fjölgað. Leitast hefur verið við að verða við þessum óskum enda gera viðmiðunarreglur Sambands íslenskra sveitarfélaga ráð fyrir þeirri meginreglu að komi fram ósk frá lögheimilissveitarfélagi um skólavist í öðru sveitarfélagi skuli orðið við slíkri ósk. Jafnframt er bent á að sveitarfélagi er skylt samkvæmt grunnskólalögum að sjá til þess að nemandi njóti skólavistar, sem hefur verið ráðstafað í tímabundið fóstur til fósturforeldra sem þar eiga lögheimili. Reglum þessum er ætlað að skýra feril slíkra umsókna, samskipti lögheimilissveitarfélags við skólaþjónustu og viðtökuskóla, skil á gögnum og veita leiðbeiningar um samninga um þá þjónustu sem veita skal sem og eftirfylgni vegna skólagöngu barnsins. Fræðslunefnd samþykkir reglurnar fyrir sitt leyti.
4.Ályktun skólaráðs Varmahlíðarskóla
Málsnúmer 1902018Vakta málsnúmer
Lögð fram til kynningar ályktun skólaráðs Varmahlíðarskóla, frá 4. febrúar s.l., sem sent var sveitarstjóra Sveitarfélagsins Skagafjarðar, oddvita Akrahrepps og sviðsstjóra fjölskyldusviðs. Í ályktuninni koma fram áhyggjur af húsnæði Varmahlíðarskóla og bent á að ekki eru fyrirhugaðar neinar meiri háttar framkvæmdir við skólann á þessu ári. Jafnframt er lagt fram svar við ályktuninni þar sem fram kemur að sveitarfélögin tvö sem að skólanum standa séu áfram um að hraða ákvörðunartöku um framtíðarskipulag skólahalds í Varmahlíð. Bent er á að nú standi yfir úttekt á grunnskólum Skagafjarðar og er þess vænst að niðurstöður þeirrar úttektar muni skila skýrari mynd af rekstri, viðhorfum og ýmsum álitamálum sem uppi eru varðandi skipulag skólamála í Varmahlíð.
Fræðslunefnd tekur undir áhyggjur skólaráðs af húsnæði skólans og hvetur til þess að ákvörðun um framtíðarskipulag skólamála í Varmahlíð verði hraðað.
Fræðslunefnd tekur undir áhyggjur skólaráðs af húsnæði skólans og hvetur til þess að ákvörðun um framtíðarskipulag skólamála í Varmahlíð verði hraðað.
5.Úttekt á grunnskólum Skagafjarðar
Málsnúmer 1808139Vakta málsnúmer
Gunnar Gíslason ráðgjafi hefur á undanförnum vikum greint rekstur og skipulag grunnskóla í Skagafirði og kynnt niðurstöður sínar fyrir sveitarstjórn, fræðslunefnd og skólastjórnendum. Ráðgert er að kynningar fari fram fyrir starfsmenn skólanna þann 11. og 12. mars n.k. Að þeim kynningum loknum verður skýrsla hans afhent fræðslunefnd og gerð opinber.
6.Hádegisverður. Árskóli
Málsnúmer 1812190Vakta málsnúmer
Lögð fram greinargerð þar sem farið er yfir ýmsa þætti er snúa að fyrirkomulagi matarmála í Árskóla. Fram hefur komið að samningur við Grettistak ehf. rennur út í maílok á þessu ári. Greiningunni er ætlað að vera grunnur að ákvörðun fræðslunefndar um hvort kaupa eigi matinn að eða hvort hann skuli eldaður frá grunni. Fyrir liggur að eldhús Árskóla er hannað sem móttökueldhús og ekki ætlað til framleiðslu matar. Verði ákveðið að eldað skuli frá grunni í Árskóla þarf að búa eldhúsið viðeigandi tækjum og mögulega gera einhverjar breytingar á húsnæði. Skv. tilboði frá Fastus myndu tækjakaupin ein og sér kosta um 8.5 milljónir króna. Enn eru nokkur atriði sem þarf að gaumgæfa og skoða áður en ákvörðun er tekin. Fræðslunefnd samþykkir að fresta málinu.
Bjarni Jónsson óskar eftirfarandi bókað:
Undirritaður þakkar vel unnin svör við fyrirspurn fulltrúa VG og óháðra sem lögð var fram á síðasta fundi og munu nýtast til að komast að farsælli niðurstöðu.
Bjarni Jónsson, VG og óháðum
Bjarni Jónsson óskar eftirfarandi bókað:
Undirritaður þakkar vel unnin svör við fyrirspurn fulltrúa VG og óháðra sem lögð var fram á síðasta fundi og munu nýtast til að komast að farsælli niðurstöðu.
Bjarni Jónsson, VG og óháðum
7.Íþróttir og tómstundir á skólaaksturstíma í GAV
Málsnúmer 1812198Vakta málsnúmer
Tekið fyrir erindi frá foreldrum grunnskólabarna í Fljótum þar sem óskað er eftir því að sveitarfélagið kanni þann möguleika að koma öllu tómstundastarfi og íþróttaæfingum nemenda Grunnskólans austan Vatna fyrir innan skólaaksturstíma. Fræðslunefnd tekur jákvætt í erindið og tekur undir bókun félags- og tómstundanefndar frá 20. febrúar s.l. þar sem frístundastjóra er falið að vinna að tillögum í þessum efnum í samráði við hlutaðeigandi aðila.
8.Breyting á skóladagatali 2018-2019
Málsnúmer 1902091Vakta málsnúmer
Vegna húsnæðisaðstæðna er lagt til að breyting verði gerð á skóladagatali Varmahlíðarskóla á þann veg að skólaslit í vor verði færð aftur um einn dag. Samþykkt.
9.Skólaspegill Árskóla
Málsnúmer 1902094Vakta málsnúmer
Lögð fram til kynningar matsskýrsla, svokallaður Skólaspegill, fyrir Árskóla, sem unnin var á haustmánuðum 2018 ásamt umbótaáætlunum. Matsferlið var samstarfsverkefni fræðsluþjónustu Skagafjarðar og skólastjórnenda grunnskólanna í Skagafirði. Lög um grunnskóla gera ráð fyrir þrenns konar mati á skólastarfi, innra mati skóla, mati sveitarfélags og mati menntamálaráðuneytis. Skólaspegill er mat sveitarfélags. Aðferðin er skosk að uppruna og hefur verið í þýðingu og þróun hjá fræðsluþjónustunni og er nú notuð hér í fyrsta sinn með góðfúslegu leyfi skoskra menntamálayfirvalda. Matið að þessu sinni tók til tveggja þátta skólastarfsins. Á haustmánuðum er gert ráð fyrir að matsaferðin verði notuð í fyrsta sinn í Varmahlíðarskóla og síðan í GaV eftir áramót. Fræðslunefnd fagnar þessu nýja matstæki og ítrekar mikilvægi þess að góð matstæki eru grundvöllur að þeirri viðleitni fræðsluyfirvalda að gera gott skólastarf enn betra. Gert er ráð fyrir að fræðslunefnd gefist betra tækifæri til að rýna niðurstöður og umbótaáætlanir Skólaspegilsins á næstunni.
10.Tilkynnt um könnun á innleiðing aðalnámskrár grunnskóla frá 2011 og 2013
Málsnúmer 1902209Vakta málsnúmer
Mennta- og menningarmálaráðuneytið hefur ákveðið gera rafræna könnun meðal grunnskóla á því hvernig gengið hefur að innleiða helstu ákvæði aðalnámskrár grunnskóla frá 2011 og 2013. Könnunin er liður í undirbúningi að væntanlegri endurskoðun aðalnámskrár grunnskóla og forgangsröðun slíkrar endurskoðunar. Einnig til að afla upplýsinga um hvernig ráðuneytið getur betur stutt við innleiðingu aðalnámskrárinnar og breytingar á henni. Könnunin verður send rafrænt til skólastjóra allra grunnskóla.
Hanna Dóra Björnsdóttir og Auður Birgisdóttir sátu fundinn undir liðum 2-10
Fundi slitið - kl. 18:20.
Bjarni Jónsson óskar eftirfarandi bókað:
Undirritaður þakkar vel unnin svör við fyrirspurn fulltrúa VG og óháðra sem lögð var fram á síðasta fundi og munu nýtast til að komast að farsælli niðurstöðu.
Bjarni Jónsson, VG og óháðum