Matarmál leik - og grunnskóla á Sauðárkróki
Málsnúmer 1812191
Vakta málsnúmerFræðslunefnd Svf. Skagafjarðar - 139. fundur - 28.02.2019
Lögð fram greinargerð þar sem farið er yfir ýmsa þætti er snúa að fyrirkomulagi framreiðslu matar í Ársölum. Fram hefur komið að samningur við STÁ ehf. rennur út í maílok á þessu ári. Greiningunni er ætlað að vera grunnur að ákvörðun fræðslunefndar um hvort kaupa eigi matinn að eða hvort hann skuli eldaður frá grunni á eldra stigi fyrir allan skólann. Fyrir liggur að eldhúsið á eldra stigi er hannað þannig að hægt er að elda frá grunni án mikilla breytinga en bent er á að leikskólinn er starfræktur í tveimur húsum á Sauðárkróki og gera þyrfti ráðstafanir til að flytja hann á milli húsa með viðunandi hætti. Enn eru nokkur atriði sem þarf að gaumgæfa og skoða áður en ákvörðun er tekin. Fræðslunefnd samþykkir að fresta málinu.
Bjarni Jónsson óskar eftirfarandi bókað:
Undirritaður þakkar vel unnin svör við fyrirspurn fulltrúa VG og óháðra sem lögð var fram á síðasta fundi og munu nýtast til að komast að farsælli niðurstöðu.
Bjarni Jónsson, VG og óháðum
Bjarni Jónsson óskar eftirfarandi bókað:
Undirritaður þakkar vel unnin svör við fyrirspurn fulltrúa VG og óháðra sem lögð var fram á síðasta fundi og munu nýtast til að komast að farsælli niðurstöðu.
Bjarni Jónsson, VG og óháðum
Guðbjörg Óskarsdóttir, Anna Á.Stefánsdóttir og Jóhanna Sigurðardóttir sátu fundinn undir þessum lið.
Fræðslunefnd Svf. Skagafjarðar - 141. fundur - 26.04.2019
Málið var áður á dagskrá fræðslunefndar þann 28. febrúar s.l. Nýtt minnisblað hefur verið lagt fram þar sem fram kemur að ákveðið var að fá Þórólf Sigjónsson, matreiðslumann, til að skoða og leggja mat á aðstæður í Ársölum og Árskóla til framleiðslu hádegisverðar. Að hans mati eru aðstæður góðar í Ársölum til að elda fyrir þann fjölda sem um ræðir, hvort sem er Ársali eingöngu eða Ársali og Árskóla. Það er þó ljóst að ráðast þarf í nokkrar breytingar ef vel á að vera. Þær breytingar snúa hvoru tveggja að breytingum á innra skipulagi sem og tækjum og búnaði.
Ekki er talið skynsamlegt að ráðast í þær breytingar fyrir næsta skólaár, heldur samþykkir fræðslunefnd að undirbúa málið betur, m.t.t. til þeirra breytinga sem ráðast þarf í. Fræðslunefnd samþykkir að leita eftir framlengingu samnings við STÁ ehf. um eitt ár ellegar bjóða matarkaup út að nýju til eins árs.
Ekki er talið skynsamlegt að ráðast í þær breytingar fyrir næsta skólaár, heldur samþykkir fræðslunefnd að undirbúa málið betur, m.t.t. til þeirra breytinga sem ráðast þarf í. Fræðslunefnd samþykkir að leita eftir framlengingu samnings við STÁ ehf. um eitt ár ellegar bjóða matarkaup út að nýju til eins árs.
Fræðslunefnd Svf. Skagafjarðar - 142. fundur - 23.05.2019
Farið var yfir stöðu mála hvað varðar undirbúning ákvörðunar fræðslunefndar um fyrirkomulag hádegisverðar í Ársölum. Taka þarf ákvörðun fyrir mánaðarmót um hvort verkið verður boðið út að nýju til eins árs eða samningar við núverandi verktaka framlengdir. Málið verður tekið fyrir á næsta fundi fræðslunefndar.
Fræðslunefnd Svf. Skagafjarðar - 152. fundur - 30.01.2020
Lagt er til að framleiðsla hádegisverðar fyrir Ársali og Árskóla verði boðin út til þriggja ára frá og með 1. júní 2020 til loka júlí 2023.
Til skoðunar hefur verið að hefja framleiðslu hádegisverðar fyrir þær þrjár starfsstöðvar sem mynda leik- og grunnskólann á Sauðárkróki í eldhúsi leikskólans Ársala. Stærð eldhúss og grunnbúnaður Ársala leyfir slíka framleiðslu en ljóst er að byggja þarf við inngang að austanverðu rými fyrir fyrir frystigeymslu og þá þarf einnig að breyta uppröðun í eldhúsi, fjölga niðurföllum og kaupa nýjan eldunarbúnað. Áætlaður kostnaður vegna þeirra breytinga er um 55 milljónir króna.
Samningar við þá tvo verktaka sem annast framleiðslu hádegisverðar renna út nú í maílok. Sviðsstjóri hefur skilað minnisblaði um málið sem liggur fyrir fundinum. Með hliðsjón af þeim upplýsingum sem þar koma fram, bæði hvað varðar tímaramma sem og framkvæmdakostnað, þykir ekki unnt að ráðast í breytingar á fyrirkomulagi hádegisverðar að þessu sinni. Því er lagt til að framleiðsla hádegisverðar fyrir Ársali og Árskóla verði boðin út í einu lagi til þriggja ára. Í útboðslýsingum skal lögð mikil áhersla á íslenskt/skagfirskt hráefni, heilsusamlegt mataræði og að lágmarka vistspor þjónustunnar með því m.a. að nýta sem mest hráefni úr heimabyggð. Auk þess verði gerð krafa um að rekstraraðili veiti upplýsingar um uppruna, innihaldslýsingar og framleiðsluhætti þeirra vara sem boðið er upp á. Farið verði eftir ábendingum Landlæknisembættisins um samsetningu matartegunda og í hverjum skóla verði matseðlar yfirfarnir og samþykktir. Einnig er mikilvægt að leggja áherslu á sveigjanleika í útboðinu hvað varðar fjölda matarskammta með tilliti til starfstíma beggja skólastiga, leikskóla og grunnskóla. Fjöldi matarskammta nú er um 650.
Auður Björk Birgisdóttir óskar bókað.
Fulltrúi VG og óháðra lagði fram tillögu þess efnis að eldað yrði frá grunni í eldhúsum allra grunn- og leikskóla héraðsins í nóvember 2018. Var þeirri tillögu fylgt eftir með fyrirspurn um kostnað við að elda frá grunni miðað við kostnað við aðkeyptan mat í janúar 2019. Sýndi sá útreikningur umtalsverðan sparnað við að elda frá grunni miðað við aðkeyptan mat. Það virðist vera samhljómur um að elda frá grunni sé bæði hagstæðara og betur til þess fallið að tryggja að hráefni, eldun og framreiðsla sé í samræmi við ráðleggingar Landlæknisembættisins um mataræði og í samræmi við ákvörðun Sveitarfélagsins Skagafjarðar að gerast aðili að Heilsueflandi samfélagi. Því ætti að halda áfram að skoða lausnir að því að elda mat frá grunni fyrir alla grunn- og leikskóla Skagafjarðar.
Fræðslunefnd samþykkir að bjóða út framleiðslu matar fyrir Ársali og Árskóla til þriggja ára.
Til skoðunar hefur verið að hefja framleiðslu hádegisverðar fyrir þær þrjár starfsstöðvar sem mynda leik- og grunnskólann á Sauðárkróki í eldhúsi leikskólans Ársala. Stærð eldhúss og grunnbúnaður Ársala leyfir slíka framleiðslu en ljóst er að byggja þarf við inngang að austanverðu rými fyrir fyrir frystigeymslu og þá þarf einnig að breyta uppröðun í eldhúsi, fjölga niðurföllum og kaupa nýjan eldunarbúnað. Áætlaður kostnaður vegna þeirra breytinga er um 55 milljónir króna.
Samningar við þá tvo verktaka sem annast framleiðslu hádegisverðar renna út nú í maílok. Sviðsstjóri hefur skilað minnisblaði um málið sem liggur fyrir fundinum. Með hliðsjón af þeim upplýsingum sem þar koma fram, bæði hvað varðar tímaramma sem og framkvæmdakostnað, þykir ekki unnt að ráðast í breytingar á fyrirkomulagi hádegisverðar að þessu sinni. Því er lagt til að framleiðsla hádegisverðar fyrir Ársali og Árskóla verði boðin út í einu lagi til þriggja ára. Í útboðslýsingum skal lögð mikil áhersla á íslenskt/skagfirskt hráefni, heilsusamlegt mataræði og að lágmarka vistspor þjónustunnar með því m.a. að nýta sem mest hráefni úr heimabyggð. Auk þess verði gerð krafa um að rekstraraðili veiti upplýsingar um uppruna, innihaldslýsingar og framleiðsluhætti þeirra vara sem boðið er upp á. Farið verði eftir ábendingum Landlæknisembættisins um samsetningu matartegunda og í hverjum skóla verði matseðlar yfirfarnir og samþykktir. Einnig er mikilvægt að leggja áherslu á sveigjanleika í útboðinu hvað varðar fjölda matarskammta með tilliti til starfstíma beggja skólastiga, leikskóla og grunnskóla. Fjöldi matarskammta nú er um 650.
Auður Björk Birgisdóttir óskar bókað.
Fulltrúi VG og óháðra lagði fram tillögu þess efnis að eldað yrði frá grunni í eldhúsum allra grunn- og leikskóla héraðsins í nóvember 2018. Var þeirri tillögu fylgt eftir með fyrirspurn um kostnað við að elda frá grunni miðað við kostnað við aðkeyptan mat í janúar 2019. Sýndi sá útreikningur umtalsverðan sparnað við að elda frá grunni miðað við aðkeyptan mat. Það virðist vera samhljómur um að elda frá grunni sé bæði hagstæðara og betur til þess fallið að tryggja að hráefni, eldun og framreiðsla sé í samræmi við ráðleggingar Landlæknisembættisins um mataræði og í samræmi við ákvörðun Sveitarfélagsins Skagafjarðar að gerast aðili að Heilsueflandi samfélagi. Því ætti að halda áfram að skoða lausnir að því að elda mat frá grunni fyrir alla grunn- og leikskóla Skagafjarðar.
Fræðslunefnd samþykkir að bjóða út framleiðslu matar fyrir Ársali og Árskóla til þriggja ára.
Bjarni Jónsson fulltrúi VG og óháðra leggur fram eftirfarandi fyrirspurn:
Hver er kostnaður sveitarfélagsins á ársgrundvelli vegna eldhús Ársala þegar lagður er saman kostnaður við aðkeyptan mat og launakostnaður þess starfsfólks sem fastráðið er í fullbúnu eldhúsi Ársala, ásamt öðrum kostnaði sem málinu tengist? Og hver er hins vegar áætlaður kostnaður ef matur er eldaður frá grunni í eldhúsi Ársala, matráð og starfsfólki í eldhúsi á staðnum ásamt öðrum kostnaði sem málinu tengist?
Svar óskast skriflegt og sundurliðað til allra fulltrúa í fræðslunefnd vel fyrir næsta fund í nefndinni, og ennfremur lagt fram á næsta fundi fræðslunefndar.