Fara í efni

Eignir Menningarseturs Skagfirðinga

Málsnúmer 1812209

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 852. fundur - 09.01.2019

Lagt fram bréf dagsett 17. desember 2018 frá stjórn Menningarseturs Skagfirðinga, þar sem m.a. kemur fram að stjórnin hyggst leggja niður stofnunina og undirbýr að gera upp eignir og skuldbindingar hennar. Í ljósi breyttra þjóðfélagshátta og breytinga á lögum í gegnum tíðina sem varða verkefni samkvæmt skipulagsskránni, telur stjórnin rétt að óska eftir viðræðum við Sveitarfélagið Skagafjörð um að sveitarfélagið kaupi eignir Menningarseturs Skagfirðinga, enda annast sveitarfélagið í dag stærsta hluta þeirra verkefna sem tilgreind eru í skipulagsskrá stofnunarinnar. Sala fyrrgreindra eigna er jafnframt forsenda þess að unnt sé að óska eftir við sýslumann að stofnunin verði lögð niður.
Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra að finna fundartíma sem hentar báðum aðilum.

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 933. fundur - 30.09.2020

Lögð fram drög að kaupsamningi Menningarseturs Skagfirðinga og Sveitarfélagsins Skagafjarðar um fasteignir og hlunnindi menningarsetursins. Undir þessum dagskrárlið sátu fundinn fulltrúar Menningarseturs Skagfirðinga auk Sesselju Árnadóttur lögfræðings hjá KPMG hf.
Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra að vinna með stjórn Menningarseturs Skagfirðinga til að fullklára samninginn og leggja aftur fyrir byggðarráð þegar hann er tilbúinn.