Fara í efni

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar

933. fundur 30. september 2020 kl. 13:00 - 15:05 að Sæmundargötu 7a
Nefndarmenn
  • Gísli Sigurðsson formaður
  • Stefán Vagn Stefánsson varaform.
  • Ólafur Bjarni Haraldsson aðalm.
  • Álfhildur Leifsdóttir varam. áheyrnarftr.
Starfsmenn
  • Friðrik Margeir Friðriksson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
  • Sigfús Ingi Sigfússon sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Margeir Friðriksson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjálmálasviðs
Dagskrá

1.Eignir Menningarseturs Skagfirðinga

Málsnúmer 1812209Vakta málsnúmer

Lögð fram drög að kaupsamningi Menningarseturs Skagfirðinga og Sveitarfélagsins Skagafjarðar um fasteignir og hlunnindi menningarsetursins. Undir þessum dagskrárlið sátu fundinn fulltrúar Menningarseturs Skagfirðinga auk Sesselju Árnadóttur lögfræðings hjá KPMG hf.
Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra að vinna með stjórn Menningarseturs Skagfirðinga til að fullklára samninginn og leggja aftur fyrir byggðarráð þegar hann er tilbúinn.

2.Samráð; Drög að frumvarpi til laga um breytingu á lögum um varnir gegn snjóflóðum og skriðuföllum, nr. 49 1997

Málsnúmer 2009185Vakta málsnúmer

Lagður fram tölvupóstur dagsettur 18. september 2020 þar sem umhverfis- og auðlindaráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 192/2020, "Drög að frumvarpi til laga um breytingu á lögum um varnir gegn snjóflóðum og skriðuföllum, nr. 49/1997 (markmiðsákvæði, endurskoðun hættumats, sektir o.fl.)". Umsagnarfrestur er til og með 02.10.2020.

3.Samráð; Drög að frumvarpi til laga breytingu á lögum nr. 52 1989 um ráðstafanir gegn umhverfismengun af völdum einnota umbúða fyrir drykkjarvörur

Málsnúmer 2009186Vakta málsnúmer

Lagður fram tölvupóstur dagsettur 19. september 2020 þar sem umhverfis- og auðlindaráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 193/2020, "Drög að frumvarpi til laga breytingu á lögum nr. 52/1989 um ráðstafanir gegn umhverfismengun af völdum einnota umbúða fyrir drykkjarvörur". Umsagnarfrestur er til og með 03.10.2020.

4.Samráð; Frumvarp til laga um fæðingar- og foreldraorlof

Málsnúmer 2009232Vakta málsnúmer

Lagður fram tölvupóstur dagsettur 23. september 2020 þar sem félagsmálaráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 195/2020, "Frumvarp til laga um fæðingar- og foreldraorlof". Umsagnarfrestur er til og með 07.10.2020.

Fundi slitið - kl. 15:05.