Fara í efni

Skipulags- og byggingarnefnd - 336

Málsnúmer 1901005F

Vakta málsnúmer

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 379. fundur - 16.01.2019

Fundargerð 336. fundar skipulags- og byggingarnefndar lögð fram til afgreiðslu á 379. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Regína Valdimarsdóttir, með leyfi varaforseta, kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
  • Skipulags- og byggingarnefnd - 336 Pálína Skarphéðinsdóttir kt. 181244-2919 þinglýstur eigandi landsins Gil land landnúmer 203244 í Borgarsveit, Skagafirði sækir um heimild til Skipulags- og bygginganefndar og Sveitastjórnar Skagafjarðar til að skipta landinu upp í fjórar lóðir. Gil 1. landnúmer 203244, 1,09 ha. Gil 2. 1,09 ha. Gil 3. 1,09 ha og Gil 4. 1,09 ha. Landið sem um ræðir er nánar tilgreint og hnitasett á yfirlits-afstöðuuppdrætti sem dagsettur er 15.09.2018 gerður af Birni Magnúsi Árnasyni hjá Stoð ehf. verkfræðistofu. Uppdrátturinn er í verki nr. 722462 númer S01.
    Í umsókn og á uppdrætti kemur fram kvöð um aðkomu/umferðarrétt að framangreindum spildum um vegarslóða í landi Gils landnr. 145930 sem jafnframt er heimreið að Öxl, landnr. 219239. Einnig er óskað eftir að lóðirnar Gil 1-4 verði leystar úr landbúnaðarnotum.
    Erindið samþykkt eins og það er fyrirlagt.
    Bókun fundar Afgreiðsla 336. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 379. fundi sveitarstjórnar 16. janúar 2019 með níu atkvæðum.
  • Skipulags- og byggingarnefnd - 336 Ómar B. Jensson kt. 190468-4299 og Vilborg Elísdóttir kt. 010171-3349 sækja fh. Gilsbúsins ehf. kt. 540502-5790 sem er þinglýstur eigandi jarðarinnar Gils landnúmer 145930, í Borgarsveit Skagafirði um heimild Skipulags- og bygginganefndar og Sveitastjórnar Skagafjarðar til að skipta 28000 m² landspildu út úr framangreindri jörð og nefna útskipta landið Gil 5. Landið sem um ræðir er nánar tilgreint og hnitasett á yfirlits-afstöðuuppdrætti sem dagsettur er 11.09.2018 gerður af Einari I. Ólafssyni kt. 150390-3389. Uppdrátturinn er í verki M02, útgáfa A.
    Lögbýlarétturinn mun áfram fylgja Gili, landnr. 145930.
    Erindið samþykkt eins og það er fyrir lagt.
    Bókun fundar Afgreiðsla 336. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 379. fundi sveitarstjórnar 16. janúar 2019 með níu atkvæðum.
  • Skipulags- og byggingarnefnd - 336 Atli Már Traustason kt. 211273-5189 sækir f.h. Hofdalabúsins ehf., kt. 600514-0750, þinglýsts eiganda jarðarinnar Syðri-Hofdalir, landnúmer 146421, um heimild til að stofna 6,35 ha spildu úr landi jarðarinnar og nefna útskipta landið „Fagraholt“. Framlagður yfirlits- og afstöðuuppdrættur nr. S01 í verki 721305 dagsettur 16. nóv. 2018 gerir grein fyrir erindinu. Uppdrátturinn er unnin hjá Stoð ehf. verkfræðistofu af Birni Magnúsi Árnasyni.
    Á uppdrætti kemur fram kvöð um umferðarrétt að spildunni um vegarslóða í landi Syðri-Hofdala, landnr. 146421.
    Lögbýlarétturinn mun áfram fylgja Syðri-Höfdölum, landnr. 146421.
    Einnig er óskað eftir að útskipta spildan verði leyst úr landbúnaðarnotum.
    Erindið samþykkt eins og það er fyrir lagt.
    Bókun fundar Afgreiðsla 336. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 379. fundi sveitarstjórnar 16. janúar 2019 með níu atkvæðum.
  • Skipulags- og byggingarnefnd - 336 Marvin Ívarsson verkefnastjóri eignaumsýslu lands og jarða, sækir f.h. Ríkiseigna, þinglýsts eiganda jarðarinnar Hofs 1, landnúmer 146438 um heimild til að stofna 39000 m² spildu úr landi jarðarinnar og nefna útskipta landið Hof 3. Framlagður hnitsettur afstöðuuppdráttur, Hof 3 í Skagafirði dagsettur 21. nóvember 2018 gerir grein fyrir erindinu. Uppdrátturinn er unnin af Ríkiseignum, höfundur AME.
    Í umsókn kemur fram að öll jarðarhús Hofs 1, landnr. 146438 séu innan útskipta landsins. Matshlutar, 02 íbúðarhús, 05 fjárhús, 07 hlaða, 08 votheysturn og 09 geymsla.
    Þá kemur fram í umsókn að lögbýlarétturinn fylgir landnúmerinu 146438 ásamt ræktun, hlunnindum og öðrum nytjum jarðarinnar.
    Erindið samþykkt eins og það er fyrirlagt.
    Bókun fundar Afgreiðsla 336. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 379. fundi sveitarstjórnar 16. janúar 2019 með níu atkvæðum.
  • Skipulags- og byggingarnefnd - 336 Brynhildur Sigtryggsdóttir kt.061057-3829 og Ómar Kjartansson kt.270858-4659 þinglýstir eigendur Tjarnarness, landnúmer 227338 sækja um heimild til að stofna 4.900 m² byggingarreit fyrir íbúðarhús í landi Tjarnarness, skv. meðfylgjandi afstöðuuppdrætti nr. S01 í verki 782603 útg. 21. des. 2018. Afstöðuppdráttur er unninn hjá Stoð ehf. verkfræðistofu af Birni Magnúsi Árnasyni. Fyrirhuguð aðkoma að byggingarreit er sýnd á afstöðuuppdrætti. Fyrir liggur jákvæð umsögn Minjavarðar.
    Erindið samþykkt.
    Bókun fundar Afgreiðsla 336. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 379. fundi sveitarstjórnar 16. janúar 2019 með níu atkvæðum.
  • Skipulags- og byggingarnefnd - 336 Lagt er fyrir samkomulag, dagsett 22. nóvember 2018, um skil á lóðinni Iðutún 21 á Sauðárkróki til sveitarfélagsins. Skipulags- og byggingarnefnd staðfestir framangreint samkomulag.
    Lóðin Iðutún 21 er laus til umsóknar og verður auglýst á heimasíðu sveitarfélagsins og í héraðsfréttablöðum. Umsóknarfrestur verður frá og með 24. janúar til 7. febrúar 2019.
    Bókun fundar Afgreiðsla 336. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 379. fundi sveitarstjórnar 16. janúar 2019 með níu atkvæðum.
  • Skipulags- og byggingarnefnd - 336 Lagt er fyrir samkomulag, dagsett 29. desember 2018, um skil á lóðinni Iðutún 2 á Sauðárkróki til sveitarfélagsins ásamt ógildingu samþykktra byggingaráforma. Skipulags- og byggingarnefnd staðfestir framangreint samkomulag.
    Lóðin Iðutún 2 er laus til umsóknar og verður auglýst á heimasíðu sveitarfélagsins og í héraðsfréttablöðum. Umsóknarfrestur verður frá og með 24. janúar til 7. febrúar 2019.

    Bókun fundar Afgreiðsla 336. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 379. fundi sveitarstjórnar 16. janúar 2019 með níu atkvæðum.
  • Skipulags- og byggingarnefnd - 336 Lagt fram bréf Friðbjörns H. Jónssonar f.h. Fhúsa dagsett 3.12.2018.

    Bókun fundar Afgreiðsla 336. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 379. fundi sveitarstjórnar 16. janúar 2019 með níu atkvæðum.
  • Skipulags- og byggingarnefnd - 336 80. afgreiðslufundur byggingarfulltrúa lagður fram til kynningar. Bókun fundar Fundargerð 80. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa lagður fram til kynningar á 379. fundi sveitarstjórnar 16. janúar 2019.
  • Skipulags- og byggingarnefnd - 336 81. afgreiðslufundur byggingarfulltrúa lagður fram til kynningar. Bókun fundar Fundargerð 81. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa lagður fram til kynningar á 379. fundi sveitarstjórnar 16. janúar 2019.
  • Skipulags- og byggingarnefnd - 336 Landupplýsingadeild Þjóðskrár Íslands hefur undanfarin ár unnið að því að safna hnitsettum eignamörkum inn í stafrænan gagnagrunn og er yfirferð og innfærsla hnitsettrar afmörkunar nú fastur liður í skráningarferli landeigna. Nú vill stofnunin gera betur og bæta við landfræðilegum gögnum frá þeim sveitarfélögum sem eftir eru og ná þannig fram betri og áreiðanlegri gagnasafni fyrir landið í heild. Bókun fundar Afgreiðsla 336. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 379. fundi sveitarstjórnar 16. janúar 2019 með níu atkvæðum.
  • Skipulags- og byggingarnefnd - 336 Aðalsteinn Hákonarson fh. Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum kannar í samstarfi við Örnefnanefnd nafngiftir býla frá því ný lög nr. 22/2015 um örnefni tóku gildi. Sveitarfélög hafa innan staðarmarka sinna umsjón með skráningu staðfanga og nafna á býlum. Því leitar stofnunin til sveitarfélagsins varðandi könnunina. Byggingarfulltrúi mun svarar erindinu. Bókun fundar Afgreiðsla 336. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 379. fundi sveitarstjórnar 16. janúar 2019 með níu atkvæðum.