Fara í efni

Nýr áfangi við endurheimt Brimnesskóga í Skagafirði

Málsnúmer 1901051

Vakta málsnúmer

Umhverfis- og samgöngunefnd Svf Skagafjarðar - 149. fundur - 21.01.2019

Lagt var fram erindi frá Steini Kárasyni, framkvæmdastjóra Brimnesskóga.
Í erindinu óskar félagið eftir viðræðum við umhverfis- og samgöngunefnd um nýjan áfanga og útvíkkun á verkefni um endurheimt Brimnesskóga í Skagafirði.
Umhverfis- og samgöngunefnd tekur vel í erindið og felur sviðstjóra og formanni að afla frekari upplýsinga um verkefnið.

Umhverfis- og samgöngunefnd Svf Skagafjarðar - 156. fundur - 28.05.2019

Þann 20 maí sl. hittu formaður nefndarinnar og sveitarstjóri Stein Kárason og Stefán Guðjónsson í Brimnesskógi. Farið var yfir stöðu verkefnisins og hugmyndir Brimnesskóga um áframhaldandi uppbyggingu svæðisins.
Nefndin þakkar fyrir skoðunarferð um svæðið og felur sviðstjóra að fylgja málinu eftir.