Fara í efni

Viðmiðunarupphæðir 2019 v. 25. gr. laga um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir vegna styrkja til náms, verkfæra- og tækjakaupa

Málsnúmer 1901159

Vakta málsnúmer

Félags- og tómstundanefnd Svf. Skagafjarðar - 264. fundur - 20.03.2019

Félagsmálastjóri kynnti tillögu að viðmiðunarupphæðum sbr. 25. grein laga um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir nr. 38/2018 um styrki til náms og verkfæra- og tækjakaupa. Nefndin samþykkir fyrir sitt leiti og vísar málinu til Byggðarráðs.

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 862. fundur - 03.04.2019

Lögð fram samþykkt 264. fundar félags- og tómstundanefndar, þann 20. mars 2019, varðandi viðmiðunarupphæðir ársins 2019 vegna 25. grein laga um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir vegna styrkja til náms, verkfæra- og tækjakaupa.
Byggðarráð samþykkir fyrirliggjandi viðmiðunarupphæðir og vísar til afgreiðslu sveitarstjórnar.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 382. fundur - 17.04.2019

Vísað frá 862. fundi byggðarráðs 3. apríl 2019 þannig bókað:

Lögð fram samþykkt 264. fundar félags- og tómstundanefndar, þann 20. mars 2019, varðandi viðmiðunarupphæðir ársins 2019 vegna 25. grein laga um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir vegna styrkja til náms, verkfæra- og tækjakaupa. Byggðarráð samþykkir fyrirliggjandi viðmiðunarupphæðir og vísar til afgreiðslu sveitarstjórnar.

Fyrirliggjandi viðmiðarupphæðir bornar upp til afgreiðslu sveitarstjórnar og samþykktar með níu atkvæðum.