Fara í efni

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar

382. fundur 17. apríl 2019 kl. 17:30 - 19:00 að Sæmundargötu 7a
Nefndarmenn
  • Stefán Vagn Stefánsson aðalm.
  • Einar Eðvald Einarsson 2. varam.
  • Laufey Kristín Skúladóttir aðalm.
  • Gísli Sigurðsson aðalm.
  • Regína Valdimarsdóttir forseti
  • Bjarni Jónsson aðalm.
  • Álfhildur Leifsdóttir aðalm.
  • Ólafur Bjarni Haraldsson aðalm.
  • Jóhanna Ey Harðardóttir aðalm.
Starfsmenn
  • Sigfús Ingi Sigfússon sveitarstjóri
  • Helga Sigurrós Bergsdóttir ritari
Fundargerð ritaði: Helga Sigurrós Bergsdóttir stjórnsýsluritari
Dagskrá
Þorsteinn Þorsteinsson endurskoðandi fór yfir og skýrði ársreikning sveitarfélagsins, áður en fundur sveitarstjórnar hófst.

1.Veitunefnd - 57

Málsnúmer 1903007FVakta málsnúmer

Fundargerð 57. fundar veitunefndar lögð fram til afgreiðslu á 382. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Gísli Sigurðsson kynnti fundargerð. Bjarni Jónsson kvaddi sér hljóðs.
  • Veitunefnd - 57 Rætt var um útboð vegna hitaveitu frá Hofsósi að Neðra Ási og Ásgarðsbæjunum.
    Nefndin felur sviðstjóra að bjóða verkið út í lokuðu útboði.
    Bókun fundar Afgreiðsla 57. fundar veitunefndar staðfest á 382. fundi sveitarstjórnar 17. apríl 2019 níu atkvæðum.

2.Fundagerðir stjórnar SÍS 2019

Málsnúmer 1901002Vakta málsnúmer

Fundargerðir stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 22. febrúar og 15. mars 2019 lagðar fram til kynningar á 382. fundi sveitarstjórnar 17. apríl 2019

3.Fundagerðir Heilbrigðiseftirlits N.l. vestra 2019

Málsnúmer 1901006Vakta málsnúmer

Fundargerð Heilbrigðiseftirlits Norðurlands vestra frá 20. febrúar 2019 lögð fram til kynningar á 382. fundi sveitarstjórnar 17. apríl 2019

4.Stjórn Menningarseturs Skagfirðinga - 10

Málsnúmer 1903018FVakta málsnúmer

Fundargerð stjórnar Menningarseturs Skagfirðinga frá 26. mars 2019 lögð fram til kynningar á 382.fundi sveitarstjórnar 17. apríl 2019

5.Skagfirskar leiguíbúðir hses - 9

Málsnúmer 1904005FVakta málsnúmer

Fundargerð 9. fundar Skagfirskra leiguíbúða hses, frá 3. apríl 2019 lögð fram til kynningar 382. fundi sveitarstjórnaer 17. apríl 2019

6.Ársreikningur 2018 - Sveitarfélagið Skagafjörður

Málsnúmer 1904081Vakta málsnúmer

Regína Valdimarsdóttir forseti sveitarstjórnar kynnti ásreikninginginn.

Ársreikningur Sveitarfélagsins Skagafjarðar fyrir árið 2018 er hér lagður fram til fyrri umræðu. Ársreikningurinn samanstendur af upplýsingum um A-hluta sveitarsjóðs og A- og B-hluta samantekinn. Í A-hluta er aðalsjóður auk eignasjóðs og þjónustustöðvar. Í B-hluta eru veitustofnanir, hafnarsjóður, félagslegar íbúðir, Tímatákn ehf. og Eyvindarstaðaheiði ehf.
Rekstrartekjur Sveitarfélagsins Skagafjarðar námu á árinu 5.506 millj. króna af samstæðunni í heild. Þar af voru rekstrartekjur A-hluta 4.686 millj. króna. Rekstrargjöld samstæðunnar að frátöldum afskriftum og fjármagnsliðum voru 4.774 millj. króna, þar af A-hluti 4.259 millj. króna. Rekstrarhagnaður A- og B-hluta fyrir afskriftir og fjármagnsliði er 731 millj. króna, þar af er rekstrarniðurstaða A-hluta jákvæð fyrir afskriftir og fjármagnsliði um 427 millj. króna. Afskriftir eru samtals 209 millj. króna, þar af 114 millj. króna hjá A-hluta. Fjármagnsgjöld umfram fjármunatekjur voru hjá samstæðunni í heild samtals um 293 millj. króna, þ.a. eru 229 millj. króna fjármagnsgjöld umfram fjármunatekjur í A-hluta sveitarsjóðs. Rekstrarhagnaður A- og B-hluta á árinu 2018 er 241 millj. króna og rekstrarafgangur A-hluta er er jákvæður um 91,5 millj. króna.
Eignir Sveitarfélagsins Skagafjarðar A- og B-hluta voru í árslok samtals 9.440 millj. króna, þar af voru eignir A-hluta 7.357 millj. króna. Skuldir og skuldbindingar voru í árslok 2018 samtals 6.818 millj. króna, þar af hjá A-hluta 5.888 millj. króna. Langtímaskuldir námu alls 4.371 millj. króna hjá A- og B-hluta auk 525 millj. króna næsta árs afborgana. Eigið fé nam 2.622 millj. króna hjá samstæðunni í árslok og er eiginfjárhlutfall 27,8%. Lífeyrisskuldbindingar nema 1.150 millj. króna í árslok.
Veltufé frá rekstri A- og B-hluta nam 611 millj. króna, þar af er veltufé frá rekstri A-hluta 351 millj. króna. Handbært fé frá rekstri A- og B-hluta er 21 millj. króna. Fjárfestingahreyfingar samstæðunnar námu á árinu 2018, 760 millj. króna, þar af námu fjárfestingar í varanlegum rekstrarfjármunum 808 millj. króna. Afborganir langtímalána og skuldbreytinga námu 421 millj. króna. Handbært fé nam 192 millj. króna í árslok. Tekin ný langtímalán voru að fjárhæð 1.101 millj. króna, þar af um 600 m.kr. vegna uppgjörs við Brú lífeyrissjóð.
Í 64. gr. sveitarstjórnarlaga er kveðið á um að heildarskuldir og skuldbindingar A- og B-hluta í reikningsskilum skv. 60. gr. megi ekki vera hærri en nemur 150% af reglulegum tekjum. Frá heildarskuldum og skuldbindingum er heimilt að draga frá hluta lífeyrisskuldbindinga sem og tekjur og skuldir veitna og langtímakröfu vegna Brúar lífeyrissjóðs. Hjá Sveitarfélaginu Skagafirði er skuldahlutfall í ársreikningi fyrir árið 2018, 123,8% án þess að dreginn sé frá sá hluti af heildarskuldum sem heimilað er í lögum og reglugerð. Skuldaviðmið er 94,2% þegar búið er að draga frá það sem heimilað er vegna lífeyrisskuldbindinga og veltufé frá rekstri.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar samþykkir með níu atkvæðum að vísa ársreikningi 2018, til síðari umræðu sveitarstjórnar

7.Kjör fulltrúa í Húsnæðissamvinnufélag Skagafjarðar - endurtilnefning

Málsnúmer 1904050Vakta málsnúmer

Aldís Hilmarsdóttir hefur sagt sig úr stjórn Húsnæðissamvinnufélags Skagafjarðar.
Forseti gerir tillögu um Jón Daníel Jónsson í hennar stað.
Samþykkt með níu atkvæðum.

8.Sauðárkrókshöfn - skipulagsmál

Málsnúmer 1808083Vakta málsnúmer

Vísað frá 345. fundi skipulags- og byggingarnefndar frá 1. apríl 2019 til afgreiðslu sveitarstjórnar.

Samþykkt hefur verið að hefja þurfi vinnu við gerð nýs deiliskipulags fyrir Sauðárkrókshöfn. Í samræmi við framangreinda samþykkt liggur fyrir skipulagslýsing, vegna deiliskipulagsvinnu dagsett 25. mars 2019 unnin af Stoð ehf verkfræðistofu fyrir sveitarfélagið. Skipulags- og byggingarnefnd hefur samþykkt framangreinda skipulagslýsingu og leggur til við sveitarstjórn að lýsingin verði auglýst og kynnt í samkvæmt 1 mgr. 30. greinar skipulagslaga nr. 123/2010.

Tillaga um að framangreind skipulagslýsing verði auglýst og kynnt í samkvæmt 1 mgr. 30. greinar skipulagslaga nr. 123/2010, borin upp til afgreiðslu sveitarstjórnar og samþykkt með níu atkvæðum

9.Samstarf um átakverkefni gegn heimilisofbeldi

Málsnúmer 1903166Vakta málsnúmer

Vísað frá 862. fundi byggðarráðs frá 3. apríl 2019 þannig bókað:
Lögð fram samþykkt 264. fundar félags- og tómstundanefndar, þann 20. mars 2019, varðandi samstarf um átaksverkefni gegn heimilisofbeldi. Mælt er með því við sveitarstjórn að sveitarfélagið gangi til samstarfs við Lögreglustjórann á Norðurlandi vestra um samvinnu í átaki gegn heimilisofbeldi. Markmið samstarfsins er að auka þekkingarmiðlun og bæta verklag til að taka á heimilisofbeldismálum, veita þolendum og gerendum betri þjónustu, vernda börn sem búa við heimilisofbeldi, vanda rannsókn lögreglu frá upphafi máls og nýta betur úrræði um brottvísun af heimili sem og nálgunarbann. Byggðarráð samþykkir fyrirliggjandi samstarfsyfirlýsingu og vísar til afgreiðslu sveitarstjórnar.

Fyrirliggjandi samstarfsyfirlýsing borin upp til afgreiðslu sveitarstjónar og samþykkt með níu atkvæðum.

10.Viðmiðunarupphæðir 2019 v. 25. gr. laga um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir vegna styrkja til náms, verkfæra- og tækjakaupa

Málsnúmer 1901159Vakta málsnúmer

Vísað frá 862. fundi byggðarráðs 3. apríl 2019 þannig bókað:

Lögð fram samþykkt 264. fundar félags- og tómstundanefndar, þann 20. mars 2019, varðandi viðmiðunarupphæðir ársins 2019 vegna 25. grein laga um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir vegna styrkja til náms, verkfæra- og tækjakaupa. Byggðarráð samþykkir fyrirliggjandi viðmiðunarupphæðir og vísar til afgreiðslu sveitarstjórnar.

Fyrirliggjandi viðmiðarupphæðir bornar upp til afgreiðslu sveitarstjórnar og samþykktar með níu atkvæðum.

11.Viðauki 1 við fjárhagsáætlun 2019

Málsnúmer 1904029Vakta málsnúmer

Vísað frá 362. fundi byggðarráðs 3. apríl 2019.
Lögð fram drög að viðauka númer 1 við fjárhagsáætlun 2019. Viðaukinn gerir ráð fyrir að fjárfesting eignasjóðs hækki um 97,5 mkr. vegna framkvæmda við Aðalgötu 21. Fjárfestingunni verði mætt með aukinni lántöku að fjárhæð 47,5 mkr. og lækkun handbærs fjár um 50,0 mkr.

Ólafur Bjarni Haraldsson kvaddi sér hljóðs og lagði fram eftirfarandi bókun:
Við gerum athugasemdir við gerð þessa viðauka, annarsvegar þar sem um er að ræða mikla framúrkeyrslu á verkefni sem Byggðalistinn styður ekki, og hinsvegar þar sem viðbótar kostnaði á að mæta með aukinni lántöku og lækkun á handbæru fé. Eðlilegt þætti að halda þeim línum sem settar voru við fjárhagsáætlanagerð til að sýna ábyrga fjármálastefnu í verki.
Ólafur Bjarni Haraldsson
Jóhanna Ey Harðardóttir

Álfhildur Leifsdóttir tók til máls og lagði fram eftirfarandi bókun: Það er mikið áhyggjuefni að kostnaður við framkvæmdir við Aðalgötu 21 sé að fara úr böndunum langt umfram upphaflegar áætlanir. Nú er fjárframlag aukið um 97,5 milljónir eða rétt um 50% á einu bretti vegna svokallaðra nýrra verka sem tengjast m.a. brunavörnum og aðgengi fatlaðra. Slíkar framkvæmdir hefðu varla átt að vera ófyrirséðar frá upphafi verksins miðað við þær byggingarreglugerðir sem skylt er að fara eftir. Ekki sér fyrir endann á því hver endanlegur kostnaður við framkvæmdir verður. Sömu aðilar og standa að sýningunni hafa jafnframt haldið utan um einstaka verkþætti og stjórnað framkvæmdum. Sveitarfélagið hefur greitt fyrir verkin eftir framvindu, en ekki tókst útboð á lagfæringum á húsinu í upphafi þegar því var ætlað annað hlutverk og útboð ekki endurtekið þegar nýjar forsendur lágu fyrir. Mikilvægt er að farið verði ofan í saumana á því hversvegna útgjöld vegna verkefnisins hafa farið svo langt fram úr áætlunum og hvernig komið verði böndum á kostnað vegna þess sem eftir er af framkvæmdum.
Fyrir liggur að annarsvegar stuðningur og ívilnanir vegna Sýndarveruleika ehf. og hinsvegar endurbóta á Aðalgötu 21, svo húsnæðið geti hýst þá sérhæfðu starfsemi sem þar á að fara fram, munu fela í sér aukin rekstrargjöld og skerða framkvæmdagetu sveitarfélagsins næstu áratugi.
Álfhildur Leifsdóttir og Bjarni Jónsson, VG og óháð

Stefán Vagn Stefánsson kvaddi sér hljóðs og lagði fram eftirfarandi bókun meirihluta.
Það var samstaða í sveitarstjórn um að reyna að lágmarka framkvæmdir í Aðalgötuhúsunum og ber kostnaðaráætlunin það með sér. Sá viðauki sem til umræðu er hér í dag er tvískiptur, viðbót við eldri verk og ný verk. Stærstu liðir í viðaukanum eru nýtt vindfang og anddyri, m.a. vegna aðgengis hreyfihamlaðra í Gránu. Gert er ráð fyrir lagfæringu á gólfi á efri hæð Gránu sem ekki var inni í upphaflegri kostnaðaráætlun. Stór hluti af rými á efri hæð Gránu er óráðstafað en alltaf verið ljós og vilji sveitarstjórnar að koma þar inn starfsemi af einhverju tagi. Það að fara í lagfæringar á gólfi efri hæðar Gránu nú mun því ekki valda röskun á starfsemi neðrihæðar hússins þegar ákvörðun verður tekin um hvað fer þar inn. Alltaf hefði þurft að fara í þessa framkvæmd, á einhverjum tímapunkti, þegar sveitarfélagið hefði gert upp hug sinn varðandi það hvaða starfsemi henti best þar inn. Í upphaflegri hönnun var ekki gert ráð fyrir sprinkler kerfi í Gránu heldur var gert ráð fyrir hefðbundinni brunahólfun. Á seinni stigum var ákveðið að setja upp sprinkler kerfi í húsið í stað brunahólfunar í samræmi við kröfur brunavarna og áætlaða notkun hússins. Að framansögðu er ljóst að bæta þarf við til verksins og líkt og lög og reglur gera ráð fyrir þarf viðauka vegna breytingar á fjárhagsáætlun.
Þessi viðauki mun ekki hafa áhrif á áform um aðra uppbyggingu sveitarfélagsins í Skagafirði, hvort sem um er að ræða fyrirhugaðar framkvæmdir í skólamálum eða veitumálum líkt og ýjað hefur verið að í fjölmiðlum undanfarið, enda fjárhagsstaða sveitarfélagsins sterk.
Það er einnig rétt að minna á að heildaráhrif framkvæmdarinnar voru metin af Delotte 195 m.kr. á samningstímanum og þrátt fyrir þennan viðauka er ljóst að verkefnið er mjög hagfellt fyrir sveitarfélagið.

Viðauki 1 við fjárhagsáætlun 2019 borinn upp til afgreiðslu sveitarstjórnar og samþykktur með 5 atkvæðum. Bjarni Jónsson og Álfhildur Leifsdóttur VG og óháð, ásamt Ólafi Bjarna Haraldssyni og Jóhönnu Ey Harðardóttur, Byggðalista, óska bóka að þau sitji hjá.

12.Tillaga - tímabundin lækkun og niðurfelling gatnagerðargjalda 2019

Málsnúmer 1810104Vakta málsnúmer

Vísað frá 861.fundi byggðarráðs 20. mars 2019 til afgreiðslu sveitarstjórnar, þannig bókað:

"Byggðarráð samþykkir að beina því til sveitarstjórnar að framlengja frá og með 1. janúar 2019 samþykkt um tímabundna niðurfellingu gatnagerðargjalda af byggingum íbúðarhúsnæðis af hálfu einstaklinga og verktaka á lóðum við þegar tilbúnar götur á Sauðárkróki, Hofsósi, Varmahlíð og Steinsstöðum. Verði það gert á grundvelli sérstakrar lækkunarheimildar sem hægt er að veita skv. 6. gr. laga um gatnagerðargjöld nr. 153/2006. Lóðir sem niðurfellingin gildir um verði tilgreindar á sérstakan hátt á yfirlitskortum yfir lausar lóðir á heimasíðu sveitarfélagsins. Ofangreind samþykkt um niðurfellingu gatnagerðargjalda gildir um lóðir sem voru byggingarhæfar 1. janúar 2019. Jafnframt beinir byggðarráð því til sveitarstjórnar að veita 50% afslátt af gatnagerðargjöldum af nýjum götum sem verða byggingarhæfar og tilbúnar til úthlutunar á árinu 2019. Ákvæðið vari til 31. desember 2019. Ákvæðið verður ekki afturvirkt og miðað er við að byggingarleyfi."

Tillagan borin upp til afgreiðslu sveitarstjórnar og samþykkt með níu atkvæðum.

13.Samstarfsnefnd með Akrahreppi - 38

Málsnúmer 1903014FVakta málsnúmer

Fundargerð 38. fundar Samstarfsnefndar með Akrahreppi lögð fram til afgreiðslu á 382. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Stefán Vagn Stefánsson kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
  • Samstarfsnefnd með Akrahreppi - 38 Nefndin fór yfir uppfærð drög að samningi á milli Sveitarfélagsins Skagafjarðar og Akrahrepps um framkvæmd sameiginlegra verkefna.
    Nefndin samþykkir að vinna áfram að samningnum.
    Bókun fundar Afgreiðsla 38. fundar Samstarfsnefndar með Akrahreppi staðfest á 382. fundi sveitarstjórnar 17. apríl 2019 með níu atkvæðum.
  • Samstarfsnefnd með Akrahreppi - 38 Farið yfir hugmyndir að rekstri heilsdagsskóla í Varmahlíð. Samstarfsnefnd tekur vel í hugmyndina og felur sviðsstjóra fjölskyldusviðs að vinna hana áfram og afla frekari gagna. Bókun fundar Afgreiðsla 38. fundar Samstarfsnefndar með Akrahreppi staðfest á 382. fundi sveitarstjórnar 17. apríl 2019 með níu atkvæðum.
  • Samstarfsnefnd með Akrahreppi - 38 Rætt um úttekt á grunnskólum Skagafjarðar sem Gunnar Gíslason er að vinna að. Nefndin telur brýnt að unnið verði að uppbyggingu í húsnæðismálum leik- og grunnskóla í Varmahlíð þannig að blómlegt skólastarf þrifist þar til framtíðar. Bókun fundar Afgreiðsla 38. fundar Samstarfsnefndar með Akrahreppi staðfest á 382. fundi sveitarstjórnar 17. apríl 2019 með níu atkvæðum.
  • Samstarfsnefnd með Akrahreppi - 38 Lögð fram til kynningar ályktun skólaráðs Varmahlíðarskóla og svar oddvita Akrahrepps og sveitarstjóra Sveitarfélagsins Skagafjarðar við henni. Bókun fundar Afgreiðsla 38. fundar Samstarfsnefndar með Akrahreppi staðfest á 382. fundi sveitarstjórnar 17. apríl 2019 með níu atkvæðum.

14.Veitunefnd - 58

Málsnúmer 1904003FVakta málsnúmer

Fundargerð 58. fundar veitunefndar lögð fram til afgreiðslu á 382. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Gísli Sigurðsson kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
  • Veitunefnd - 58 Föstudaginn 29. mars sl. voru opnuð tilboð í vinnuhluta verksins "Hofsós - Neðri Ás vinnuútboð 2019, hitaveita og strenglögn."
    Tvö tilboð bárust í verkið;
    Steypustöð Skagafjarðar ehf 145.073.840.-
    Vinnuvélar Símonar ehf 117.462.900.-

    Kostnaðaráætlun verksins, unnin af Verkfræðistofunni Stoð ehf. hljóðaði upp á 138.829.400.-.

    Farið hefur verið yfir tilboðin og fundust engar villur í tilboðum verktaka.

    Veitunefnd samþykkir að fela sviðstjóra að ganga frá samningi við lægstbjóðanda, Vinnuvélar Símonar, á grundvelli tilboðs hans.
    Bókun fundar Afgreiðsla 58. fundar veitunefndar staðfest á 382. fundi sveitarstjórnar 17. apríl 2019 níu atkvæðum.
  • Veitunefnd - 58 Lögð var fram til kynningar skýrsla frá ÍSOR vegna jarðhitasvæðisins í Reykjarhól við Varmahlíð.
    Vinnsla úr holu VH-12 í Reykjarhól hefur aukist jafnt og þétt síðan vinnsla úr henni hófst árið 2005. Vinnsla var kominn í rúma 24 l/s að meðaltali árið 2015 og hefur verið svipuð síðustu þrjú ár.
    Ljóst er að huga þarf að borun á nýrri holu í Reykjarhól til að tryggja rekstraröryggi veitusvæðisins.
    Veitunefnd samþykkir að hafin verði undirbúningur að nýrri vinnsluholu í samráði við ÍSOR.
    Bókun fundar Afgreiðsla 58. fundar veitunefndar staðfest á 382. fundi sveitarstjórnar 17. apríl 2019 níu atkvæðum.
  • Veitunefnd - 58 Farið var yfir stöðu ljósleiðaravæðingar og nýtingu á styrkjum á vegum fjarskiptasjóðs vegna Ísland ljóstengt. Bókun fundar Afgreiðsla 58. fundar veitunefndar staðfest á 382. fundi sveitarstjórnar 17. apríl 2019 níu atkvæðum.

15.Byggðarráð Skagafjarðar - 860

Málsnúmer 1903008FVakta málsnúmer

Fundargerð 860. fundar byggðarráðs lögð fram til afgreiðslu á 382. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Stefán Vagn Stefánsson kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 860 Málið síðast á dagskrá 858. fundar byggðarráðs þann 27. febrúar 2019 og því vísað til umsagnar veitunefndar. Fyrir fundinum liggur bókun og umsögn 56. fundar veitunefndar frá 1. mars 2019.
    Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra að bjóða Valdísi Jörgensdóttur og Nico Leerink á næsta fund byggðarráðs til að ræða erindi þeirra.
    Bókun fundar Afgreiðsla 860. fundar byggðarráðs staðfest á 382. fundi sveitarstjórnar 17. apríl 2019 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 860 Lagður fram tölvupóstur frá Íbúðalánasjóði, dagsettur 5. mars 2019 þar sem tilkynnt er um að sjóðurinn hefur opnað fyrir umsóknir um stofnframlög ríkisins til byggingar eða kaupa á almennum íbúðum fyrir árið 2019. Umsóknarfrestur er til 5. apríl 2019.
    Byggðarráð samþykkir að beina því til stjórnar Skagfirskra leiguíbúða hses. að kanna hvort grundvöllur sé hjá félaginu fyrir umsókn um stofnframlög í þessari úthlutun.
    Bókun fundar Afgreiðsla 860. fundar byggðarráðs staðfest á 382. fundi sveitarstjórnar 17. apríl 2019 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 860 Lögð fram umsókn dagsett 5. mars 2019 frá Húsfélaginu Víðigrund 5 (Oddfellowreglan), um niðurgreiðslu fasteignaskatts skv. reglum um styrki til greiðslu fasteignaskatts skv. 2. mgr. 5.gr. laga um tekjustofna sveitarfélaga nr. 4/1995.
    Byggðarráð samþykkir að veita 30% styrk vegna álagðs fasteignaskatts 2019 á félagsheimili með fastanúmer F2132365.
    Bókun fundar Afgreiðsla 860. fundar byggðarráðs staðfest á 382. fundi sveitarstjórnar 17. apríl 2019 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 860 Lagt fram fundarboð og dagskrá vegna aðalfundar Lánasjóðs sveitarfélaga sem barst með tölvupósti þann 11. mars 2019. Aðalfundurinn verður haldinn 29. mars 2019. Bókun fundar Afgreiðsla 860. fundar byggðarráðs staðfest á 382. fundi sveitarstjórnar 17. apríl 2019 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 860 Lagður fram tölvupóstur frá sýslumannsembættinu á Norðurlandi vestra úr máli 1903106. Óskað er umsagnar um umsókn Sigmundar Jóhannessonar f.h. Félagsheimilisins Höfðaborgar um tímabundið áfengisleyfi skv. 17. gr. laga nr. 85/2007 vegna leiksýninga hjá Leikfélagi Hofsóss sem fyrirhugað er að halda dagana 29. mars til 20. apríl 2019 í félagsheimilinu. Áætaðar eru 9 sýningar sem hefjast kl. 20:30 og lýkur kl. 22:30.
    Byggðarráð gerir ekki athugasemdir við umsóknina.
    Bókun fundar Afgreiðsla 860. fundar byggðarráðs staðfest á 382. fundi sveitarstjórnar 17. apríl 2019 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 860 Lagður fram til kynningar tölvupóstur dagsettur 11. mars 2019 frá nefndasviði Alþingis. Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis sendir til umsagnar frumvarp til laga um breytingu á sveitarstjórnarlögum (fjöldi fulltrúa í sveitarstjórn), 90. mál. Bókun fundar Afgreiðsla 860. fundar byggðarráðs staðfest á 382. fundi sveitarstjórnar 17. apríl 2019 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 860 Lagður fram tölvupóstur dagsettur 6. mars 2019 frá nefndasviði Alþingis. Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis sendir til umsagnar tillögu til þingsályktunar um þjóðaratkvæðagreiðslu um framtíð Reykjavíkurflugvallar, 86. mál.
    Byggðarráð samþykkir að senda eftirfarandi bókun til nefndasviðs Alþingis:
    Byggðarráð Sveitarfélagsins Skagafjarðar fagnar framkominni tillögu en leggur til að spurningin í fyrirhugaðri þjóðaratkvæðagreiðslu verði skýrari og skorinorðaðri. Spurningin hljóði svo: „Vilt þú að flugvöllur og miðstöð innanlands- og sjúkraflugs verði áfram í Vatnsmýrinni í Reykjavík?"
    Bókun fundar Afgreiðsla 860. fundar byggðarráðs staðfest á 382. fundi sveitarstjórnar 17. apríl 2019 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 860 Lagður fram til kynningar tölvupóstur dagsettur 11. mars 2019 frá Landssamtökum landeigenda á Íslandi varðandi aðalfundarboð samtakanna sem verður haldinn 14. mars 2019 í Reykjavík. Bókun fundar Afgreiðsla 860. fundar byggðarráðs staðfest á 382. fundi sveitarstjórnar 17. apríl 2019 með níu atkvæðum.

16.Umhverfis- og samgöngunefnd - 154

Málsnúmer 1904017FVakta málsnúmer

Fundargerð 154. fundar umhverfis- og samgöngunefndar lögð fram til afgreiðslu á 382. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Stefán Vagn Stefánsson kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
  • 16.1 1901192 Umhverfisdagar 2019
    Umhverfis- og samgöngunefnd - 154 Rætt var um framkvæmd umhverfisdaga 2019.
    Sigfús Ólafur Guðmundsson, verkefnastjóri, sat fundinn undir þessum lið.
    Umhverfisdagar verða haldnir dagana 15. til 19. maí nk.
    Umhverfisnefnd hvetur íbúa, fyrirtæki og félagasamtök til þátttöku í átakinu.
    Dagskrá og fyrirkomulag dagana verður nánar auglýst innan tíðar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 154. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 382. fundi sveitarstjórnar 8. apríl 2019 með níu atkvæðum.
  • Umhverfis- og samgöngunefnd - 154 Ræddar voru merkingar á gámasvæðum í dreifbýli í Sveitarfélaginu.
    Sigfús Ólafur Guðmundsson, verkefnastjóri, sat fundinn undir þessum lið.
    Ákveðið að merkja gámasvæði með ítarlegri upplýsingum um flokkun og frágang sorps á gámasvæðum.
    Bókun fundar Afgreiðsla 154. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 382. fundi sveitarstjórnar 8. apríl 2019 með níu atkvæðum.
  • Umhverfis- og samgöngunefnd - 154 Lagður var fram tölvupóstur frá Kiwanisklúbbnum Freyju varðandi samstarf um uppbyggingu fjölskyldugarðs í Sauðárgili. Bókun fundar Afgreiðsla 154. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 382. fundi sveitarstjórnar 8. apríl 2019 með níu atkvæðum.
  • Umhverfis- og samgöngunefnd - 154 Lögð var fram til umsagnar samgöngu- og innviðaáætlun Norðurlands vestra.
    Áætlunin er unnin af 7 manna samgöngu- og innviðanefnd á vegun Samtaka Sveitarfélaga á Norðurlandi vestra, SSNV. Nefndin var skipuð fulltrúum frá öllum sveitarfélögum á starfssvæði samtakanna.
    Í áætluninni er lögð fram tillaga að samgönguáætlun fyrir Norðurland vestra til næstu 15 ára, frá 2018 til 2033. Tillagan nær yfir vegamál, hafnamál, flugvelli, almenningssamgöngur, hitaveitur, raforkukerfi og fjarskiptamál.
    Umhverfis- og samgöngunefnd felur sviðstjóra að taka saman athugasemdir nefndarinnar og vísa þeim til byggðarráðs.
    Bókun fundar Afgreiðsla 154. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 382. fundi sveitarstjórnar 8. apríl 2019 með níu atkvæðum.
  • Umhverfis- og samgöngunefnd - 154 Þann 8. og 9. apríl sl. voru haldnir þrír opnir fundir á vegum umhverfis- og samgöngunefndar um málefni sorphirðu í dreifbýli. Fundirnir, sem haldnir voru í Varmahlíð, á Hofsósi og í Fljótum, voru ágætlega sóttir og sköpuðust gagnlegar umræður um málefnið. Á öllum fundum var rætt um skort á kynningu og fræðslu um flokkun og frágang á sorpi á gámasvæðum og er þegar hafin vinna við að bæta þar úr, m.a. með merkingum og endurskoðun á kynningarefni. Bókun fundar Afgreiðsla 154. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 382. fundi sveitarstjórnar 8. apríl 2019 með níu atkvæðum.

17.Umhverfis- og samgöngunefnd - 153

Málsnúmer 1903023FVakta málsnúmer

Fundargerð 153. fundar umhverfis- og samgöngunefndar lögð fram til afgreiðslu á 382. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Stefán Vagn Stefánsson kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
  • Umhverfis- og samgöngunefnd - 153 Lagður var fram til kynningar ársreikningur Hafnasambands Íslands fyrir árið 2018. Bókun fundar Lagt fram til kynningar á 382. fundi sveitarstjórnar 8. apríl 2019
  • Umhverfis- og samgöngunefnd - 153 Lögð var fram til samþykktar skipulagslýsing fyrir endurskoðað deiliskipulag hafnarsvæðisins á Sauðárkróki.
    Umhverfis- og samgöngunefnd samþykkir lýsinguna og leggur til við sveitarstjórn að skipulagslýsingin verði auglýst samkvæmt skipulagslögum 123/2010.
    Bókun fundar Afgreiðsla 153. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 382. fundi sveitarstjórnar 17. apríl 2019 með níu atkvæðum.
  • Umhverfis- og samgöngunefnd - 153 Lagðar voru fyrir fundinn hugmyndir að nýrri flotbryggju í smábátahöfninni á Sauðárkróki. Bryggjan kæmi til með að þjóna sem viðlegukantur og aðkoma fyrir léttabáta sem ferja munu farþega skemmtiferðaskipa í land.
    Nefndin felur hafnarstjóra og sviðstjóra að vinna áfram að útfærslu viðlegukants fyrir léttabáta fyrir næstu fjárhagsáætlanagerð.
    Bókun fundar Afgreiðsla 153. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 382. fundi sveitarstjórnar 17. apríl 2019 með níu atkvæðum.
  • Umhverfis- og samgöngunefnd - 153 Ræddar voru tímasetningar fyrir opna íbúafundi um sorpmál í dreifbýli.
    Sviðstjóra falið að auglýsa fundina.
    Bókun fundar Afgreiðsla 153. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 382. fundi sveitarstjórnar 17. apríl 2019 með níu atkvæðum.
  • Umhverfis- og samgöngunefnd - 153 Lagður var fyrir nefndina drög að leigusamningi á milli Hafnasjóðs og Nova um leigu á aðstöðu í hafnarmastri á Sauðárkrókshöfn.
    Nefndin leggur til að leiguupphæð samnings taki mið af sambærilegum samningum sem Hafnasjóður hefur gert og felur hafnarstjóra að ganga frá samningi.
    Bókun fundar Afgreiðsla 153. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 382. fundi sveitarstjórnar 17. apríl 2019 með níu atkvæðum.
  • Umhverfis- og samgöngunefnd - 153 Lögð voru fyrir fundinn útboðsgögn vegna snjómokstursútboðs fyrir Sauðárkrók árið 2015.
    Stefnt er að útboði á snjómokstri á Sauðárkróki til næstu þriggja ára fyrir lok apríl mánaðar.
    Endanleg útboðsgögn verða borin undir nefndina áður en verkið er boðið út.

    Ingibjörg Huld Þórðardóttir vék af fundi undir þessum lið.
    Bókun fundar Afgreiðsla 153. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 382. fundi sveitarstjórnar 17. apríl 2019 með níu atkvæðum.

18.Skipulags- og byggingarnefnd - 345

Málsnúmer 1903021FVakta málsnúmer

Fundargerð 345. fundar skipulags- og byggingarnefndar lögð fram til afgreiðslu á 382. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Einar E. Einarsson kynnti fundargerð. Álfhildur Leifsdóttir kvaddi sér hljóðs.
  • Skipulags- og byggingarnefnd - 345 Fyrir fundinum liggur að úthluta lóðunum við Melatún á Sauðárkróki. Björn Ingi Óskarsson fulltrúi hjá sýslumannsembættinu á Norðurlandi vestra sá um framkvæmd á útdrætti á milli umsækjanda um lóðina Melatún 6. Þrjár umsóknir bárust um lóðina. Umsækjendur eru Sverrir Þór Kristjánsson, Jón Kolbeinn Jónsson og Jóhanna Ey Harðardóttir, Guðmundur Loftsson og Helga Fanney Salmannsdóttir Þau sækja til vara um Melatún 4 eða Melatún 2.
    Nafn Jóns Kolbeins Jónssonar og Jóhönnu Ey Harðardóttur var dregið út sem lóðarhafi að Melatúni 6 Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir framkvæmd úthlutunar og úthlutar lóðinni Melatún 6 til Jóns Kolbeins Jónssonar og Jóhönnu Ey Harðardóttur.
    Samþykkt að úthluta Guðmundi Loftssyni og Helgu Fanney Salmannsdóttur lóðinni Melatún 4. Þá úthlutar skipulags- og byggingarnefnd lóðinni Melatún 3 til Jóhanns Gunnlaugsson og Kristins Tobíasar Björgvinssonar.

    Bókun fundar Afgreiðsla 345. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 382. fundi sveitarstjórnar 17. apríl 2019 með átta atkvæðum. Jóhanna Ey Harðardóttir óskar bókað að hún taki ekki þátt í afgreiðslu málsins.
  • Skipulags- og byggingarnefnd - 345 Samþykkt hefur verið að hefja þurfi vinnu við gerð nýs deiliskipulags fyrir Sauðárkrókshöfn. Í samræmi við framangreinda samþykkt liggur fyrir skipulagslýsing, vegna deiliskipulagsvinnu dagsett 25. mars 2019 unnin af Stoð ehf verkfræðistofu fyrir sveitarfélagið.
    Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir framangreinda skipulagslýsingu og leggur til við sveitarstjórn að lýsingin verði auglýst og kynnt í samkvæmt 1 mgr. 30. greinar skipulagslaga nr. 123/2010.
    Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðar nr. 21 "Sauðárkrókshöfn - skipulagsmál". Samþykkt samhljóða.
  • Skipulags- og byggingarnefnd - 345 Rögnvaldur Guðmundsson hjá rekstrarsviði RARIK á Norðurlandi óskar fh. RARIK heimildar til að leggja 12kV streng í Skagafirði þ.e. Hegranes og Viðurvíkursveit, samkvæmt nánari skýringum á meðfylgjandi uppdráttum frá RARIK.
    Áætlaður framkvæmdatími verksins er 2019. Um er að ræða 12Kv dreifistreng ásamt lágspennustrengjum / heimtaugum. Strenglögnin verður framkvæmd skv. reglum RARIK um lagningu jarðstrengja. Fyrir liggur að óskað hefur verið heimilda landeigenda og hlutaðeigandi umsagnaraðila. Erindið samþykkt eins og það er fyrir lagt.
    Bókun fundar Afgreiðsla 345. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 382. fundi sveitarstjórnar 17. apríl 2019 með níu atkvæðum.
  • Skipulags- og byggingarnefnd - 345 Viðbrögð við umsögnum og athugasemdum
    Lögð er fram tillaga að viðbrögðum við umsögnum og athugasemdum og kynning á viðbrögðum sem eru í vinnslu, byggt á afgreiðslu nefndarinnar 19. mars 2019. Tillaga að breytingum á Aðalskipulagi Skagafjarðar 2009-2021 hefur verið kynnt í samræmi við 31. gr. skipulagslaga. Tillagan gerir grein fyrir 7 breytingartillögum sem snúa að: (A) Legu Blöndulínu 3, (B) Sauðárkrókslínu 2, (C) Frestun skipulags vegna virkjunarkosta, (D) urðunarsvæði við Brimnes er fellt úr skipulagi, (E) nýju tengivirki og jarðstrengjum í þéttbýli Sauðárkróks, (F) nýjum efnistökusvæðum og (G) stækkun iðnaðarsvæðis við Varmahlíð.
    Alls bárust 58 umsagnir/ábendingar/athugasemdir. Hluti athugasemda var í formi undirskriftarlista og rafrænna undirskrifta alls með rúmlega 200 nöfnum. Flestar snúa að Blöndulínu 3 og eru í aðalatriðum eftirfarandi:

    (i) Óskum um að fresta aðalskipulagsbreytingu vegna Blöndulínu 3 þar til umhverfismat framkvæmdarinnar liggur fyrir.
    (ii) Að umhverfisáhrifum Blöndulínu 3 og að ekki hafi verið lagt sambærilegt mat á valkosti.
    (iii) Ósk um að fá óháðan aðila til að fara yfir forsendur Landsnets á þörf á 220 kV háspennulínu og mat fyrirtækisins á hámarkslengd jarðstrengs.
    (iv) Þörf á 220 kV Blöndulínu 3.
    (v) Kröfum um að leggja skuli Blöndulínu 3 sem jarðstreng alla leiðina innan sveitarfélagsins.
    (vi) Mótmælum gegn því að byggja Blöndulínu 3.
    (vii) Mótmælum um að byggja Blöndulínu 3 með grindarmöstrum.
    (viii) Kröfum um að fram fari umhverfismat efnistökusvæða áður en ákvörðun er tekin um aðalskipulagsbreytingu.

    Auk þess komu fram athugasemdir gagnvart ýmsum viðfangsefnum sem tekið er á í yfirliti umsagna og athugasemda ásamt viðbrögðum.
    Brugðist verður við helstu athugasemdum og umsögnum á eftirfarandi hátt:

    (i) Meirihluti Skipulagsnefndar telur að sveitarfélagið beri að aðlaga aðalskipulag að kerfisáætlun skv. raforkulögum. Þá hafi nefndin farið ítarlega yfir valkosti og umhverfismat þeirra, lagt fram skilmála og stefnu sem tekur mið af hagsmunum sveitarfélagsins og gert kröfu um jarðstreng í sveitarfélaginu. Að mati nefndarinnar er mikilvægt að leggja fram stefnu sveitarfélagsins í uppbyggingu flutningskerfisins, og því ekki fallist á að fresta breytingu.
    (ii) Umhverfisáhrif allra valkosta voru metin á sambærilegan máta. Lagt var mat á áhrif allra valkosta innan sveitarfélagsins. Skipulagsnefnd hefur lagt til að bæta við upplýsingum um hávaða, raf- og segulsvið frá háspennulínum í umhverfisskýrslu. Niðurstaða þess er m.a. að leggja til breytta legu á jarðstreng í og við Saurbæ og nágrenni. Þá leggur skipulagsnefnd fram frekari skilmála vegna Blöndulínu 3, til að bregðast við athugasemdum.
    (iii) Meirihluti Skipulagsnefndar hefur farið yfir álitsgerð óháðs aðila vegna Hólasandslínu 3 og Kröflulínu 3. Nefndin telur að hún hafi ekki forsendur til að draga þær forsendur sem koma fram í kerfisáætlun 2018-2027 í efa. Nefndin telur engu síður mikilvægt að óska eftir í verkefnaráði Blöndulínu 3, þar sem öll sveitarfélög á línuleiðinni munu eiga fulltrúa, að það láti fara fram óháð mat á forsendum og hámarkslengdum jarðstrengja.
    (iv) Meirihluti Skipulagsnefndar telur að með samþykki Orkustofnunar á kerfisáætlun Landsnets liggi fyrir nægileg rök fyrir þörf á Blöndulínu 3 og að þar liggi almannahagsmunir undir varðandi framtíðar innviði raforkukerfisins.
    (v) Meirihluti Skipulagsnefndar telur að byggt á kerfisáætlun og óháðri álitsgerð á hámarkslengdum jarðstrengja á Norðurlandi sé ekki unnt að leggja Blöndulínu 3 að öllu leyti í jörðu. Skipulagsnefndin leggur hins vegar fram þá skilmála að hluti línunnar fari í jörðu í sveitarfélaginu og að Rangarvallalína og Blöndulína 2 fari allar í jörðu, til að fylgja eftir þeirri stefnu að fjölga ekki loftlínum í Sveitarfélaginu Skagafirði.
    (vi) Meirihluti Skipulagsnefndar hefur lagt fram fagleg og málefnaleg rök fyrir vali á valkost um Héraðsvatnaleið.
    (vii) Skipulagsnefnd tekur undir athugasemdir um að engin grindarmöstur verði í Blöndulínu 3, og hefur því bætt við skilmálum í skipulagsgögnum um slíkt.
    (viii) Í aðalskipulagsbreytingu hefur farið fram umhverfismat þeirra efnistökusvæða sem eru talin nauðsynleg fyrir Héraðsvatnaleið. Skipulagsnefnd hefur fækkað efnistökusvæðum frá þeim sem kynnt voru í vinnslutillögu.
    Lögð fram tillaga að breyttri legu jarðstrengs, sem tekur til ásýndar, hávaða, raf- og segulssviðs. Með tillögu er tryggt að engin bær eða bústaður sé innan 700 m frá loftlínu.
    Skipulags- og byggingarnefnd felur skipulagsfulltrúa og ráðgjöfum að bregðast við þeim athugasemdum sem bárust við tillögu og bæta rökstuðning fyrir þau atriði sem óskað er eftir. Jafnframt skuli tillaga að nýrri legu jarðstrengs kynnt þeim hagaðilum sem málið snertir, áður en ákvörðun verður tekin. Að þessu loknu tekur skipulags- og byggingarnefnd tillöguna til lokaafgreiðslu.

    Valdimar Sigmarsson fulltrúi Vinstri grænna og óháðra óskar bókað:
    Sveitarfélaginu ber að gæta hagsmuna íbúa Skagafjarðar og landeigenda í hvívetna og beita sér til þess á öllum stigum. Því ætti að bregðast við þeim ítrekuðu athugasemdum sem komu fram hvað varðar óháða úttekt, bið eftir umhverfismati og frekari athugun á Kiðaskarðsleið.



    Bókun fundar Álfhildur Leifsdóttir kvaddi sér hljóðs og lagði fram eftirfarandi bókun:
    Blöndulína 3 er stóriðjulína sem þjónar sem slík engum hagsmunum fyrir Sveitarfélagið eins og Landsnet leggur upp með línulögnina. Þau skilyrði sem sett hafa verið fram að hálfu meirihluta hvað varðar Blöndulínu 3 á aðalskipulag eru góðra gjalda verð, eins langt og þau ná, en því miður felst engin trygging í þeim gagnvart því að eitthvað verði gert með þau þegar upp verður staðið og getur vakið upp falskar vonir um slíkt meðal íbúa.

    Sveitarfélaginu ber að gæta hagsmuna íbúa Skagafjarðar og landeigenda í hvívetna og beita sér til þess á öllum stigum. Því ætti að bregðast betur og ákveðnar við þeim ítrekuðu athugasemdum sem komu fram sérstaklega hvað varðar bið eftir umhverfismati og frekari athugun á Kiðaskarðsleið ásamt því að fá niðurstöðu óháðs mats á jarðstrengjalögn.
    Blöndulína 3 er ekki á framkvæmdaáætlun Landsnets til næstu þriggja ára samkvæmt kerfisáætlun og umhverfsmati á þessari framkvæmd er ekki lokið en það getur ýmislegt breyst í kjölfar þess.
    Að setja Blöndulínu 3 á Aðalskipulag Skagafjarðar er því með öllu ótímabær aðgerð að svo stöddu.
    Álfhildur Leifsdóttir og Bjarni Jónsson, VG og óháð

    Afgreiðsla 345. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 382. fundi sveitarstjórnar 17. apríl 2019 með sjö atkvæðum.
    Álfhildur Leifsdóttir og Bjarni Jónsson óska bókað að þau sitji hjá við afgreiðslu málsins.

19.Skipulags- og byggingarnefnd - 344

Málsnúmer 1903012FVakta málsnúmer

Fundargerð 344. fundar skipulags- og byggingarnefndar lögð fram til afgreiðslu á 382. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Einar E. Einarsson kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
  • Skipulags- og byggingarnefnd - 344 Stefán Gunnar Thors frá VSÓ-ráðgjöf kom á fundinn og fór yfir með nefndarmönnum framkomnar ábendingar og athugasemdir sem bárust á auglýsingartíma. Stefáni var falið að vinna breytingar á fyrirliggjandi tillögu, s.s. breytta legu á jarðstreng, ítarlegri upplýsingar um umhverfisáhrif og meiri kröfur á umhverfismat Landsnets. Einnig að verði bætt við fleiri skýringarmyndum. Ákveðið að Stefán komi á næsta fund nefndarinnar og í framhaldi verði haldinn kynning fyrir fulltrúa í Sveitarstjórn. Bókun fundar Afgreiðsla 344. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 382. fundi sveitarstjórnar 17. apríl 2019 með níu atkvæðum.

20.Skipulags- og byggingarnefnd - 343

Málsnúmer 1903010FVakta málsnúmer

Fundargerð 343. fundar skipulags- og byggingarnefndar lögð fram til afgreiðslu á 382. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Einar E. Einarsson kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
  • Skipulags- og byggingarnefnd - 343 Bessi Vésteinsson kt. 120970-3059, Guðrún Margrét Sigurðardóttir kt. 050668-4369 og Þórólfur Sigjónsson kt. 270165-4359 sækja, fyrir hönd Hofsstaða ehf. kt. 690307-1110, eiganda jarðar Hofsstaða (landnr. 146408), Selsbursta ehf. kt. 411298-2219, eiganda viðskipta- og þjónustulóðanna Hofsstaðir lóð 1 (landnr. 219174) og Hofsstaða lóð II (landnr. 221579) um heimild skipulags- og byggingarnefndar og sveitarstjórnar Sveitarfélagsins Skagafjarðar að stækka framangreindar lóðir.
    Framlagður yfirlits/afstöðuuppdráttur og hnitaskrá gerður á Stoð ehf. verkfræðistofu dags.7.febrúar 2019. Uppdrátturinn er í verki númer 706704, nr. S-01. Erindið samþykkt eins og það er fyrir lagt.

    Hofsstaðir lóð 1 (landnr. 219174) er 13.013,5 m², verður 25.981,7 m² eftir stækkun.
    Inan lóðarinnar standa, 337m² Gistihús og 113 m² Veitingahús.

    Hofsstaða lóð II (landnr. 221579) er 7.534 m², verður 13.450 m² eftir stækkun.
    Inan lóðarinnar stendur 170 m² Gistihús.

    Óskað er eftir að lóðin Hofsstaðir, lóð 1 fái nafnið Hofsstaðir I, og lóðin Hofsstaðir, lóð II fái nafnið Hofsstaðir II.

    Lögbýlaréttur skal fylgja landi Hofsstaða (landnr. 146408).

    Bókun fundar Afgreiðsla 343. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 382. fundi sveitarstjórnar 17. apríl 2019 með níu atkvæðum.
  • Skipulags- og byggingarnefnd - 343 Eygló Gunnlaugsdóttir kt. 050288-2699 og Reynir Ásberg Jónmundsson kt. 300881-3009 Áshildarholti sækja um heimild til að stofna byggingarreit fyrir vélageymslu á landi jarðarinnar. Meðfylgjandi afstöðumynd gerð hjá Stoð ehf. af Þórði Karli Gunnarssyni. Númer uppdráttar er S-01, verknúmer 71365. Dagsetning uppdráttar 18. febrúar 2019. Fyrir liggur umsögn minjavarðar. Erindið samþykkt. Bókun fundar Afgreiðsla 343. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 382. fundi sveitarstjórnar 17. apríl 2019 með níu atkvæðum.
  • Skipulags- og byggingarnefnd - 343 Birgir Gunnarsson kt. 050263-5419 sækir um heimild til að stofna byggingarreit fyrir frístundahús á landi eyðijarðarinnar Gautastaða (146797), Stíflu í Fljótum. Meðfylgjandi afstöðumynd gerð hjá Stoð ehf. af Birni Magnúsi Árnasyni. Númer uppdráttar er 01, verknúmer 784901. Dagsetning uppdráttar 29. janúar 2019. Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir erindið að fenginni jákvæðri umsögn minjavarðar. Bókun fundar Afgreiðsla 343. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 382. fundi sveitarstjórnar 17. apríl 2019 með níu atkvæðum.
  • Skipulags- og byggingarnefnd - 343 Guðlaugur Pálsson verkefnastjóri framkvæmdadeildar N1 hf. kt 540206-2010 óskar eftir, fyrir hönd N1, heimild til að setja niður olíuskilju við eldsneytisafgreiðslustöð N1 við Suðurbraut í Hofsósi. Meðfylgjandi uppdrættir frá Verkhof ehf dagsettir 28. febrúar 2019 gera nánari grein fyrir erindinu. Fyrir liggur umsögn heilbrigðisfulltrúa. Erindið samþykkt. Bókun fundar Afgreiðsla 343. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 382. fundi sveitarstjórnar 17. apríl 2019 með níu atkvæðum.
  • Skipulags- og byggingarnefnd - 343 Á 339. fundi Skipulags og byggingarnefndar þann 31. janúar sl. var Þresti I. Jónssyni kt. 030371-3699 og Ólafi B. Stefánssyni kt. 050371-5579 úthlutuð lóðin Borgarflöt 29 á Sauðárkróki. Með bréfi dagsettu 14. mars sl. óska hlutaðeigandi eftir að fyrirtækið Þ Jónsson kt. 410708-0270 verði skráður lóðarhafi í stað þeirra Þrastar og Ólafs Stefanssonar. Erindið samþykkt eins og það er fyrir lagt. Bókun fundar Afgreiðsla 343. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 382. fundi sveitarstjórnar 17. apríl 2019 með níu atkvæðum.
  • Skipulags- og byggingarnefnd - 343 Rögnvaldur Guðmundsson hjá rekstrarsviði RARIK á Norðurlandi óskar fh. RARIK heimildar til að leggja 12kV streng í Skagafirði þ.e. Hegranes og Viðurvíkursveit, samkvæmt nánari skýringum á meðfylgjandi uppdráttum frá RARIK.
    Áætlaður framkvæmdatími verksins er nú í sumar 2019. Um er að ræða 12Kv dreifistreng ásamt lágspennustrengjum / heimtaugum. Strenglögnin verður framkvæmd s.k.v. reglum RARIK um lagningu jarðstrengja. Fyrir liggur að óskað hefur verið heimilda landeigenda og hlutaðeigandi umsagnaraðila. Óskað er eftir ítarlegri gögnum og skýringum.
    Bókun fundar Afgreiðsla 343. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 382. fundi sveitarstjórnar 17. apríl 2019 með níu atkvæðum.
  • Skipulags- og byggingarnefnd - 343 Með umsókn dags. 11.03.2019 til Sýslumannsins á Norðurlandi vestra, sótti Tómas Árdal kt. 210959-5489, Lerkihlíð 6 550 Sauðárkrókur, f.h. Stá ehf kt.520997-2029, um breytingu á gildandi rekstrarleyfi, vegna Aðalgötu 7 á Sauðárkróki. Staðurinn er með veitingaleyfi í flokki III og óskar eftir að fara í gistileyfi í flokki V. Bókun fundar Afgreiðsla 343. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 382. fundi sveitarstjórnar 17. apríl 2019 með níu atkvæðum.
  • Skipulags- og byggingarnefnd - 343 Ragnar Helgasom Birkihlíð 10 óskar eftir heimild til að fjölga bílastæðum við Birkihlíð 10, ásamt því að breikka innkeyrslu. Óskað er eftir því að fá að gera bílastæði bæði norðan og sunnan megin við innkeyrslu að húsinu ásamt því að breikka innkeyrsluna. Samþykkt að heimila breikkun innkeyrslu sem nemur breidd íbúðarhússins. Bókun fundar Afgreiðsla 343. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 382. fundi sveitarstjórnar 17. apríl 2019 með níu atkvæðum.
  • Skipulags- og byggingarnefnd - 343 Tillaga að verndarsvæði í byggð, fyrir afmarkað svæði á Hofsósi, byggðakjarnana, Plássið og Sandurinn er í íbúakynningu til 12. apríl nk. Stefnt að því að halda opinn kynningarfund á Hofasósi þriðjudaginn 2. apríl kl. 20.

    Bókun fundar Afgreiðsla 343. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 382. fundi sveitarstjórnar 17. apríl 2019 með níu atkvæðum.
  • Skipulags- og byggingarnefnd - 343 Á 323. fundi Skipulags og byggingarnefndar þann 5. júní 2018 var Páli Sighvatssyni kt. 260265-3189 úthlutað lóðin Borgartigur 1 á Sauðárkróki. Með bréfi dagsettu 14. mars sl. skilar Páll inn lóðinni.
    Með erindi Páls er ný lóðarumsókn þar sem Páll Sighvatsson fh Hásteina ehf, kt. 601293-2189, Ásmundur og Friðrik Pálmasynir fh. Svarðarhóls ehf., kt. 550708-1320 og Magnús Ingvarsson kt. 171160-3249 sækja sameiginlega um lóðina.
    Erindið samþykkt eins og það er fyrir lagt.
    Bókun fundar Afgreiðsla 343. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 382. fundi sveitarstjórnar 17. apríl 2019 með níu atkvæðum.

21.Skipulags- og byggingarnefnd - 342

Málsnúmer 1903009FVakta málsnúmer

Fundargerð 342. fundar skipulags- og byggingarnefndar lögð fram til afgreiðslu á 382. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Einar E Einarsson, kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
  • Skipulags- og byggingarnefnd - 342 Fundurinn er haldinn sameiginlega af skipulags- og byggingarnefnd og umhverfis og samgöngunefnd. Fundurinn er upphafsfundur vegna fyrirhugaðrar vinnu við deiliskipulag fyrir Sauðárkrókshöfn. Til fundar var boðið hagsmunaaðilum, fyrirtækjum og félagasamtökum sem starfsemi hafa á og við höfnina.
    Fundurinn var vel sóttur og að loknum fróðlegum framsöguerindum og kynningum voru almennar umræður.
    Í fundarlok var fundarmönnum þökkuð góð fundarseta og góðar og gagnlega ábendingar og tillögur.
    Bókun fundar Afgreiðsla 342. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 382. fundi sveitarstjórnar 17. apríl 2019 með níu atkvæðum.

22.Fræðslunefnd - 140

Málsnúmer 1903006FVakta málsnúmer

Fundargerð 140. fundar fræðslunefndar lögð fram til afgreiðslu á 382. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Laufey Kristín Skúladóttir kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
  • Fræðslunefnd - 140 Borist hefur erindi frá foreldraráði Ársala varðandi umhverfi og aðbúnað í leikskólanum, bæði yngra og eldra stigi. Í erindinu koma fram ýmis atriði er varða öryggi á skólalóðunum. Brýnt er að huga reglulega að öllum öryggismálum leikskólanna. Fræðslunefnd leggur mikla áherslu á að þegar verði ráðist í þær úrbætur sem þörf er á svo tryggja megi betur öryggi barnanna og felur sviðsstjóra að koma erindinu í réttan farveg.
    Í öðru lagi er óskað eftir því að lóð á eldra stigi leikskólans verði skipt líkt og gert hefur verið á yngra stigi. Á fjárhagsáætlun þessa árs er ekki gert ráð fyrir þessari framkvæmd, en fræðslunefnd leggur til að það verði skoðað við gerð næstu fjárhagsáætlunar.
    Í þriðja lagi óskar foreldraráð eftir því að komið verði upp skjólbelti sunnan og vestan við leikskólalóðina og að jafnframt verði komið upp drullubúi. Leggur foreldraráð til að haldinn verði fjölskyldudagur þar sem foreldrar kæmu að gróðursetningu og fleiru. Fræðslunefnd fagnar þessu frumkvæði og felur sviðsstjóra að ræða málið í stjórnsýslunni og athuga hvort hægt sé að bregðast við þessu strax í vor/sumar.
    Að lokum leggur foreldraráð til að kannaður verði möguleikinn á hvatapeningum til barna á leikskólaaldri, hvort sem það er með sama hætti og börn 6-18 ára fá, eða með öðrum hætti. Fræðslunefnd samþykkir að vísa þessari ósk foreldraráðs til félags- og tómstundanefndar sem fer með reglur um hvatapeninga. Nefndin þakkar foreldraráði fyrir erindið og væntir áfram góðs samstarfs við ráðið.
    Bókun fundar Afgreiðsla 140. fundar fræðslunefndar staðfest á 382. fundi sveitarstjórnar 17. apríl 2019 með níu atkvæðum.
  • Fræðslunefnd - 140 Rætt var um biðlista í leikskólum. Upplýst var að engir biðlistar væru við Birkilund og Tröllaborg og að hægt verði að anna öllum umsóknum haustið 2019. Í Ársölum er biðlistinn nú 41 barn en áætlað að hægt verði að taka inn 38 börn haustið 2019. Miðað við það er fyrirséð að hægt verður að taka inn öll börn sem orðin verða eins árs að sumarleyfi loknu. Þetta er þó sett fram með fyrirvara þar sem ekki er búið að skrá öll börn á Sauðárkróki, sem fædd eru á árinu 2018, á biðlista og því má búast við að biðlistinn lengist er líður fram á árið. Bókun fundar Afgreiðsla 140. fundar fræðslunefndar staðfest á 382. fundi sveitarstjórnar 17. apríl 2019 með níu atkvæðum.
  • Fræðslunefnd - 140 Starfsáætlanir leikskóla fyrir skólaárið 2018-2019 lagðar fram til kynningar. Bókun fundar Afgreiðsla 140. fundar fræðslunefndar staðfest á 382. fundi sveitarstjórnar 17. apríl 2019 með níu atkvæðum.
  • Fræðslunefnd - 140 Kynnt var vinna sem nú stendur yfir hjá Samráðsnefnd ríkis og sveitarfélaga um endurskoðun á talmeinaþjónustu. Í þeim hugmyndum er reifuð sú hugmynd að talmeinaþjónusta færist alfarið til sveitarfélaganna. Fræðslunefnd fagnar þeirri vinnu sem nú stendur yfir og fylgist áfram með framvindu málsins. Bókun fundar Afgreiðsla 140. fundar fræðslunefndar staðfest á 382. fundi sveitarstjórnar 17. apríl 2019 með níu atkvæðum.
  • Fræðslunefnd - 140 Kynnt var erindi félags- og barnamálaráðherra vegna vinnu við stefnumótun í málefnum barna. Vinnunni er stýrt af félagsmálaráðuneytinu og hefur ráðherra skipað þverpólitíska þingmannanefnd til að hafa yfirumsjón með mótun stefnunnar. Þingmannanefndin starfar með fagfólki víðs vegar að og samhliða starfa opnir hliðarhópar um tiltekin málefni. Í erindinu er bent á að áhugasamir geta komið með ábendingar er varða málefnið sem og óskir um að taka þátt í hliðarhópum og opnum fundum. Fræðslunefnd fagnar þessari áherslu ráðherra á málefni barna og væntir góðs af þeirri vinnu sem hrundið hefur verið af stað af hans hálfu.


    Bókun fundar Afgreiðsla 140. fundar fræðslunefndar staðfest á 382. fundi sveitarstjórnar 17. apríl 2019 með níu atkvæðum.
  • Fræðslunefnd - 140 Haustið 2015 gerðu mennta- og menningarmálaráðuneytið og sveitarfélög í landinu með sér Þjóðarsáttmála um læsi. Markmið sáttmálans er að tryggja, að öll börn geti við lok grunnskóla lesið sér til gagns. Stjórnvöld fólu Menntamálastofnun umsjón með verkefninu og stofnunin hyggst á næstu tveimur árum halda áfram að þróa próf og skimanir. Mælitækin hafa yfirheitið Lesferill og tengjast öll læsi s.s. lesskilningi, réttritun og orðaforða. Við þróun þessara mælitækja hefur verið leitað til 39 grunnskóla og er Varmahlíðarskóli einn þeirra sem mun taka þátt í þróun þessara skimunarprófa.

    Bókun fundar Afgreiðsla 140. fundar fræðslunefndar staðfest á 382. fundi sveitarstjórnar 17. apríl 2019 með níu atkvæðum.

23.Félags- og tómstundanefnd - 264

Málsnúmer 1903005FVakta málsnúmer

Fundargerð 264. fundar félags- og tómstundanefndar lögð fram til afgreiðslu á 382. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Gísli Sigurðsson kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
  • Félags- og tómstundanefnd - 264 Erindi hefur borist sveitarfélaginu þar sem spurt er um hvernig farið verði með árskort sem íbúar hafa keypt í sundlaugar sveitarfélagsins en hafa ekki getað nýtt sér þau á Sauðárkróki þar sem lokun laugarinnar hefur orðið talsvert lengri en gert var ráð fyrir í upphafi. Er það vilji nefndarinnar að koma til móts við handhafa árskorta og felur starfsmanni að koma með tillögur að lausn. Bókun fundar Afgreiðsla 264. fundar félags- og tómstundanefndar staðfest á 382. fundi sveitarstjórnar 17. apríl 2019 með níu atkvæðum.
  • Félags- og tómstundanefnd - 264 Á fundi sínum þann 21. janúar s.l. lagði félags- og tómstundanefnd til við sveitarstjórn að Sveitarfélagið Skagafjörður sæktist eftir því að gerast þátttakandi í verkefninu Heilsueflandi samfélag sem Embætti landlæknis veitir forstöðu. Tillaga nefndarinnar var tekin fyrir í sveitarstjórn þann 13. mars s.l. með þeirri bókun að sveitarstjórn samþykkir að unnið verði að því að gera sveitarfélagið að Heilsueflandi samfélagi og vinna þannig að því að skapa umhverfi og aðstæður sem stuðla að heilbrigðum lifnaðarháttum, heilsu og vellíðan allra íbúa. Sveitarstjórn samþykkti jafnframt að skipa þverfaglegan stýrihóp með aðkomu lykilhagsmunaaðila til að vinna að verkefninu.
    Félags- og tómstundanefnd fagnar samþykkt sveitarstjórnar og væntir góðs af verkefninu.
    Bókun fundar Afgreiðsla 264. fundar félags- og tómstundanefndar staðfest á 382. fundi sveitarstjórnar 17. apríl 2019 með níu atkvæðum.
  • Félags- og tómstundanefnd - 264 Tekið er fyrir erindi frá foreldrum barna í GAV þar sem þeir lýsa óánægju sinni með framkvæmd frístundastrætós skólaárið 2018-2019. Nefndin fór vel yfir málið og reifaði ýmis sjónarmið og anga málsins. Einnig var farið yfir minnisblað frístundastjóra yfir málið. Nefndin ítrekar mikilvægi þess að markmið frístundastrætós séu í heiðri höfð og leggur áherslu á öflugt samtal frístundaþjónustu, skóla og foreldra barna á svæðinu. Nefndin beinir því til sviðsstjóra og frístundastjóra að leitast við að laga það sem betur má fara við framkvæmdina.
    Bókun fundar Afgreiðsla 264. fundar félags- og tómstundanefndar staðfest á 382. fundi sveitarstjórnar 17. apríl 2019 með níu atkvæðum.
  • Félags- og tómstundanefnd - 264 Kynnt var að verið væri að móta nýja menntastefnu fyrir Sveitarfélagið Skagafjörð með þátttöku leik,- grunn,- og framhaldsskóla ásamt tónlistarskóla og frístundaþjónustu. Verkefninu er stýrt af starfsmönnum fræðsluþjónustu sveitarfélagsins. Menntastefnunni er ætlað að taka við af skólastefnu sveitarfélagsins sem unnin var árið 2008.
    Þar sem stefnan tekur einnig til frístundastarfsins er óskað eftir aðkomu félags- og tómstundanefndar, hvort sem er með þátttöku í vinnuhópum eða með ábendingum og athugasemdum um stefnuna.
    Nefndin fagnar þessari vinnu og væntir þess að hún skili meira og samþættara starfi gagnvart námi og frístundum barna og ungmenna í sveitarfélaginu. Nefndin óskar eftir að fá kynningu á vinnu við gerð menntastefnunnar eftir því sem henni vindur fram.
    Bókun fundar Afgreiðsla 264. fundar félags- og tómstundanefndar staðfest á 382. fundi sveitarstjórnar 17. apríl 2019 með níu atkvæðum.
  • Félags- og tómstundanefnd - 264 Félagsmálastjóri kynnti tillögu að viðmiðunarupphæðum sbr. 25. grein laga um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir nr. 38/2018 um styrki til náms og verkfæra- og tækjakaupa. Nefndin samþykkir fyrir sitt leiti og vísar málinu til Byggðarráðs.

    Bókun fundar Afgreiðsla 264. fundar félags- og tómstundanefndar staðfest á 382. fundi sveitarstjórnar 17. apríl 2019 með níu atkvæðum.
  • Félags- og tómstundanefnd - 264 Árni Einar Adolfsson sækir um leyfi til daggæslu á einkaheimili ásamt konu sinni, Guðrúnu Erlu Sigursteinsdóttur og hyggjast þau starfa saman að daggæslunni sem er heimilt skv. 10. gr. Reglugerðar um daggæslu barna í heimahúsum nr. 907/2005. Guðrún Erla hefur fyrir leyfi fyrir 5 börnum.
    Fyrir liggja öll gögn sem reglugerðin gerir ráð fyrir, sbr. 13. gr reglug. um skilyrði leyfisveiting félagsmálanefnda. Nefndin samþykkir bráðabirgðaleyfi, sbr. 15 gr. reglugerðar nr. 907/2005 fyrir 4 börnum. Leyfið verður gefið út þegar ljóst er hvenær hann hefur störf. Samtals verða börnin þá 9 í gæslu á heimilinu.
    Bókun fundar Afgreiðsla 264. fundar félags- og tómstundanefndar staðfest á 382. fundi sveitarstjórnar 17. apríl 2019 með níu atkvæðum.
  • Félags- og tómstundanefnd - 264 Lögð er fram tillaga um að félags- og tómstundanefnd mæli með því við sveitarstjórn að sveitarfélagið gangi til samstarfs við Lögreglustjórann á Norðurlandi vestra um samvinnu í átaki gegn heimilisofbeldi. Markmið samstarfsins er að auka þekkingarmiðlun og bæta verklag til að taka á heimilisofbeldismálum, veita þolendum og gerendum betri þjónustu, vernda börn sem búa við heimilisofbeldi, vanda rannsókn lögreglu frá upphafi máls og nýta betur úrræði um brottvísun af heimili sem og nálgunarbann.
    Félags- og tómstundanefnd fagnar þessu mikilvæga framtaki og samþykkir tillöguna fyrir sitt leyti. Erindinu vísað til byggðarráðs.
    Bókun fundar Afgreiðsla 264. fundar félags- og tómstundanefndar staðfest á 382. fundi sveitarstjórnar 17. apríl 2019 með níu atkvæðum.
  • Félags- og tómstundanefnd - 264 Tekin fyrir tvö erindi. Sjá trúnaðarbók. Bókun fundar Afgreiðsla 264. fundar félags- og tómstundanefndar staðfest á 382. fundi sveitarstjórnar 17. apríl 2019 með níu atkvæðum.
  • Félags- og tómstundanefnd - 264 Fundargerð Þjónusturáðs í málefnum fatlaðs fólks þann 19. febrúar 2019 lögð fram til kynningar. Bókun fundar Afgreiðsla 264. fundar félags- og tómstundanefndar staðfest á 382. fundi sveitarstjórnar 17. apríl 2019 með níu atkvæðum.
  • Félags- og tómstundanefnd - 264 Lagt fram til kynningar kynningarbréf frá Gæða- og eftirlitsstofnun félagsþjónustu og barnaverndar sem tók til starfa í maí 2018. Bókun fundar Afgreiðsla 264. fundar félags- og tómstundanefndar staðfest á 382. fundi sveitarstjórnar 17. apríl 2019 með níu atkvæðum.
  • Félags- og tómstundanefnd - 264 Kynnt var erindi félags- og barnamálaráðherra vegna vinnu við stefnumótun í málefnum barna. Vinnunni er stýrt af félagsmálaráðuneytinu og hefur ráðherra skipað þverpólitíska þingmannanefnd til að hafa yfirumsjón með mótun stefnunnar. Þingmannanefndin starfar með fagfólki víðs vegar að og samhliða starfa opnir hliðarhópar um tiltekin málefni. Í erindinu er bent á að áhugasamir geta komið með ábendingar er varða málefnið sem og óskir um að taka þátt í hliðrhópum og opnum fundum. Félags- og tómstundanefnd fagnar þessari áherslu ráðherra á málefni barna og væntir góðs af þeirri vinnu sem hrundið hefur verið af stað af hans hálfu.

    Bókun fundar Afgreiðsla 264. fundar félags- og tómstundanefndar staðfest á 382. fundi sveitarstjórnar 17. apríl 2019 með níu atkvæðum.

24.Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 64

Málsnúmer 1903025FVakta málsnúmer

Fundargerð 64. fundar atvinnu- menningar- og kynningarnefndar lögð fram til afgreiðslu á 382. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Gísli Sigurðsson kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
  • Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 64 Sólborg Una Pálsdóttir héraðsskjalavörður Héraðsskjalasafns Skagfirðinga kom á fundinn. Farið var yfir skýrslu um starfsemi Héraðsskjalasafns Skagfirðinga.
    Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd þakkar Sólborgu Unu fyrir að mæta á fund nefndarinnar og skýra stöðu Héraðsskjalasafns Skagfirðinga. Nefndin veitir henni umboð til viðræðna við önnur héraðsskjalasöfn á Norðurlandi vestra um lausnir varðandi framtíðar vistun rafrænna gagna.
    Bókun fundar Afgreiðsla 64. fundar atvinnu- menningar- og kynningarnefndar staðfest á 382. fundi sveitarstjórnar 17. apríl 2019 með níu atkvæðum.
  • Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 64 Lagður fram samstarfssamningur Þjóðminjasafns Íslands og Byggðasafns Skagfirðinga um afnot og varðveislu Glaumbæjar og Víðimýrarkirkju í Skagafirði.
    Inga Katrín vék af fundi við afgreiðslu þessa máls.
    Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd samþykkir fyrirliggjandi samning og fagnar því að kominn sé á samningur milli Byggðasafns Skagfirðinga og Þjóðminjasafns Íslands.
    Bókun fundar Afgreiðsla 64. fundar atvinnu- menningar- og kynningarnefndar staðfest á 382. fundi sveitarstjórnar 17. apríl 2019 með níu atkvæðum.
  • Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 64 Tekin fyrir styrktarbeiðni frá Pilsaþyt dagsett 11.03.2019.
    Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd samþykkir að veita 50.000 kr í styrk vegna þjóðdansasýningar í Sæluviku. Tekið af lið 05890.
    Bókun fundar Afgreiðsla 64. fundar atvinnu- menningar- og kynningarnefndar staðfest á 382. fundi sveitarstjórnar 17. apríl 2019 með níu atkvæðum.
  • Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 64 Tekin fyrir styrkbeiðni frá Kvenfélaginu Framför vegna Dags Kvenfélagskonunnar dagsett 07.02.2019.
    Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd þakkar fyrir erindið og samþykkir að veita 50.000 kr í styrk vegna Dags kvenfélagskonunnar sem haldinn var hátíðlegur 1. febrúar sl. Tekið af fjárhagslið 05890.
    Bókun fundar Afgreiðsla 64. fundar atvinnu- menningar- og kynningarnefndar staðfest á 382. fundi sveitarstjórnar 17. apríl 2019 með níu atkvæðum.
  • Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 64 Tekin til umsagnar beiðni frá Fimmunni ehf um leigu á landi sem byggðaráð vísaði til atvinnu-, menningar- og kynningarnefndar á fundi sínum þann 16.01.19.
    Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd leggur til að reitir 1 og 2 verði leigðir út saman þar sem erfitt er að greina á milli þeirra.
    Bókun fundar Afgreiðsla 64. fundar atvinnu- menningar- og kynningarnefndar staðfest á 382. fundi sveitarstjórnar 17. apríl 2019 með níu atkvæðum.
  • Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 64 Tekið fyrir tilboð um skýrslugerð um fjölda og samsetningu erlendra ferðamanna í Skagafirði frá Rannsóknir og ráðgjöf ferðaþjónustunnar (RRF) dagsett 15.02.2019.
    Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd samþykkir að taka þessu tilboði og felur starfsmönnum nefndarinnar að ganga frá samningi við RRF. Fjárhæð tekin af málaflokki 13.
    Bókun fundar Afgreiðsla 64. fundar atvinnu- menningar- og kynningarnefndar staðfest á 382. fundi sveitarstjórnar 17. apríl 2019 með níu atkvæðum.
  • Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 64 Lagður fram til staðfestingar undirritaður samningur við Ferðamálastofu um rekstur upplýsingamiðstöðvar í Varmahlíð dagsettur 20.02.2019.
    Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd samþykkir samninginn. Starfsmönnum nefndarinnar er falið að taka saman upplýsingar um fjölda gesta sem nýttu sér þjónustuna á síðasta ári.
    Bókun fundar Afgreiðsla 64. fundar atvinnu- menningar- og kynningarnefndar staðfest á 382. fundi sveitarstjórnar 17. apríl 2019 með níu atkvæðum.
  • Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 64 Tekið fyrir erindi frá Hjólreiðafélaginu Drangey dagsett 29.03.2019 varðandi bikarkeppni HRFÍ sem haldin verður í Skagafirði 23. júní 2019.
    Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd þakkar erindið og vísar málinu til umfjöllunar og afgreiðslu í byggðaráði þar sem málið snertir mörg svið sveitarfélagsins.
    Bókun fundar Afgreiðsla 64. fundar atvinnu- menningar- og kynningarnefndar staðfest á 382. fundi sveitarstjórnar 17. apríl 2019 með níu atkvæðum.
  • Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 64 Tekið fyrir erindi frá Forvarnateymi Sveitarfélagins Skagafjarðar dagsett 29.01.2019 sem félags- og tómstundarnefnd vísaði til atvinnu-, menningar- og kynningarnefndar á fundi sínum þann 20.02.2019.

    Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd leggur fram eftirfarandi bókun:
    "Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd leggur áherslu á það í samningum sínum við leigutaka félagsheimila í Sveitarfélaginu Skagafirði að meðferð áfengis, aldursmörk á samkomum og almennt framferði gesta í viðkomandi húsi fari fram í samræmi við gildandi lög, reglur og lögreglusamþykkt. Nefndin tekur jafnframt undir tilmæli forvarnarteymis til foreldra um að foreldrar og forráðamenn taki meðvitaða ákvörðun um hvort unglingar eigi almennt heima á skemmtunum þar sem áfengi er haft um hönd. Ábyrgð foreldra og forráðamanna barna nær til 18 ára aldurs og óheimilt er að selja, veita eða afhenda áfengi þeim sem eru yngri en 20 ára."
    Bókun fundar Afgreiðsla 64. fundar atvinnu- menningar- og kynningarnefndar staðfest á 382. fundi sveitarstjórnar 17. apríl 2019 með níu atkvæðum.
  • Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 64 Lögð fram til kynningar samantekt viðhalds- og rekstrarkostnaðar á félagsheimilum í Sveitarfélaginu Skagafirði.

    Bókun fundar Afgreiðsla 64. fundar atvinnu- menningar- og kynningarnefndar staðfest á 382. fundi sveitarstjórnar 17. apríl 2019 með níu atkvæðum.
  • Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 64 Tekin fyrir styrkumsókn vegna stuttmyndasýningar nemenda FNV í Sæluviku dagsett þann 01.04.2019.
    Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd samþykkir að veita styrk að fjárhæð 25.000 kr til viðburðarins. Tekið af fjárhagslið 05890.
    Bókun fundar Afgreiðsla 64. fundar atvinnu- menningar- og kynningarnefndar staðfest á 382. fundi sveitarstjórnar 17. apríl 2019 með níu atkvæðum.

25.Byggðarráð Skagafjarðar - 863

Málsnúmer 1904012FVakta málsnúmer

Fundargerð 863. fundar byggðarráðs lögð fram til afgreiðslu á 382. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Stefán Vagn Stefánsson kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 863 Málið áður á dagskrá 862. fundar byggðarráðs. Forsvarsmenn Hjólreiðafélagsins Drangeyjar, Hallbjörn Björnsson og Pétur Ingi Björnsson, komu á fund ráðsins undir þessum dagskrárlið og kynntu áform sín um framkvæmd bikarkeppni HRFÍ í Skagafirði 23. júní 2019 og ósk um mögulega aðkomu sveitarfélagsins að mótshaldinu.
    Byggðarráð tekur jákvætt í erindi félagsins og felur Sigfúsi Ólafi Guðmundssyni verkefnastjóra að vera félaginu innan handar með undirbúning mótshaldsins.
    Bókun fundar Afgreiðsla 863. fundar byggðarráðs staðfest á 382. fundi sveitarstjórnar 17. apríl 2019 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 863 Lagður fram ársreikningur Sveitarfélagsins Skagafjarðar og stofnana fyrir árið 2018. Þorsteinn Þorsteinsson lögg. endurskoðandi fór yfir og kynnti ársreikninginn fyrir fundarmönnum. Undir þessum dagskrárlið sátu Una A. Sigurðardóttir starfsmaður KPMG, Ásta Ólöf Jónsdóttir aðalbókari og sveitarstjórnarfulltrúarnir Jóhanna Ey Harðardóttir og Laufey Kristín Skúladóttir.
    Byggðarráð samþykkir að vísa ársreikningnum til fyrri umræðu í sveitarstjórn.
    Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðar nr. 23 "Ársreikningur 2018 - Sveitarfélagið Skagafjörður". Samþykkt samhljóða.
  • 25.3 1904043 Hótel Varmahlíð
    Byggðarráð Skagafjarðar - 863 Lagt fram tilboð frá Stefáni Gísla Haraldssyni í hlutafé sveitarfélagsins í Hótel Varmahlíð ehf. Stefán Gísli býður 1.001 kr. í 1.500.000 kr. hlut sveitarfélagsins. Engin starfsemi hefur verið hjá félaginu í mörg ár og eigið fé neikvætt.
    Ólafur Bjarni Haraldsson vék fundi við afgreiðslu þessa dagskrárliðar.
    Byggðarráð samþykkir að ganga að tilboði Stefáns Gísla í allt hlutafé sveitarfélagsins Hótel Varmahlíð ehf. og fellur jafnframt frá forkaupsrétti sínum.
    Bókun fundar Afgreiðsla 863. fundar byggðarráðs staðfest á 382. fundi sveitarstjórnar 17. apríl 2019 með átta atkvæðum. Ólafur Bjarni Haraldsson óskar bókað að hann taki ekki þátt í afgreiðslu málsins.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 863 Lagt fram til kynningar bréf frá forsætisráðuneytinu, dagsett 2. apríl 2019 þar sem tilkynnt er að ráðuneytið hyggst halda fund 7. júní 2019 á Sauðárkróki um málefni þjóðlendna. Sveitarstjórn og forsvarsmönnum fjallskilanefnda er boðið á fundinn. Bókun fundar Afgreiðsla 863. fundar byggðarráðs staðfest á 382. fundi sveitarstjórnar 17. apríl 2019 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 863 Á ársþingi SSNV sem haldið var 5. apríl 2019 var samþykkt tillaga um að vísa Samgöngu- og innviðaáætlun Norðurlands vestra til umfjöllunar í sveitarstjórnum á starfssvæðinu. Tillagan lögð fram ásamt greinargerð. Óskað er eftir að athugasemdir berist fyrir 1. maí 2019.
    Byggðarráð samþykkir að vísa erindinu til umhverfis- og samgöngunefndar til umfjöllunar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 863. fundar byggðarráðs staðfest á 382. fundi sveitarstjórnar 17. apríl 2019 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 863 Lögð fram drög sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra að reglugerð um veiðar með dragnót við Ísland.
    Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra að senda inn umsögn í samráðsgátt þar sem ítrekuð eru fyrri mótmæli byggðarráðs við ákvörðun ráðherra um afléttingu friðunar á hluta Skagafjarðar fyrir dregnum veiðarfærum og þess krafist að tekið verði tillit til þeirra.
    Bókun fundar Stefán Vagn Stefánsson leggur til að sveitarstjórn taki undir bókun byggðarráðs svohljóðandi:
    "Sveitarstjórn vill ítreka fyrri mótmæli við ákvörðun ráðherra um afléttingu friðunar á hluta Skagafjarðar fyrir dregnum veiðarfærum og þess krafist að tekið verði tillit til þeirra."
    Samþykkt með níu atkvæðum.


    Afgreiðsla 863. fundar byggðarráðs staðfest á 382. fundi sveitarstjórnar 17. apríl 2019 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 863 Lagður fram tölvupóstur dagsettur 4. apríl 2019 frá umhverfis- og auðlindaráðuneytinu þar sem ráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 111/2019 - Verkefni nefndar um stofnun þjóðgarðs á miðhálendinu. Umsagnarfrestur er til og með 30.04.2019.
    Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra að leggja fram drög að umsögn fyrir ráðið.
    Bókun fundar Afgreiðsla 863. fundar byggðarráðs staðfest á 382. fundi sveitarstjórnar 17. apríl 2019 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 863 Lagður fram tölvupóstur frá nefndasviði Alþingis dagsettur 4. apríl 2019. Atvinnuveganefnd Alþingis sendir til umsagnar frumvarp til laga um dýrasjúkdóma o.fl. (innflutningur búfjárafurða), 766. mál.
    Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra að leggja fram drög að umsögn fyrir ráðið.
    Bókun fundar Afgreiðsla 863. fundar byggðarráðs staðfest á 382. fundi sveitarstjórnar 17. apríl 2019 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 863 Lögð fram til kynningar áfangaskýrsla Flugklasans Air 66N dagsett 31. mars 2019, varðandi starf klasans 8. október 2018 - 31. mars 2019. Bókun fundar Afgreiðsla 863. fundar byggðarráðs staðfest á 382. fundi sveitarstjórnar 17. apríl 2019 með níu atkvæðum.

26.Byggðarráð Skagafjarðar - 862

Málsnúmer 1904001FVakta málsnúmer

Fundargerð 862. fundar byggðarráðs lögð fram til afgreiðslu á 382. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Stefán Vagn Stefánsson kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 862 Erindið síðast á dagskrá 860. fundar byggðarráðs þann 13. mars 2019. Á fund ráðsins komu fyrirspyrjendur og kynntu áform sín varðandi jörðina Hólavelli í Fljótum.
    Byggðarráð samþykkir eftirfarandi bókun:
    „Sveitarstjóra er falið ráðstafa jörðinni Hólavöllum (landnúmer 146817) með sölu, leigu eða eftir atvikum með leigusamningi með kauprétti, að undangenginni auglýsingu eða auglýsingum, þar sem m.a. verði höfð hliðsjón af þeim leiðbeiningum og skilmálum sem landbúnaðarnefnd setti fram á fundi sínum hinn 25. febrúar 2019. Þó skal þess gætt að í stað þess að gera ráð fyrir ráðstöfun til hæstbjóðanda þá megi, við mat á tilboðum, gefa sérstakt vægi sjónarmiðum sem styðja við að ungt fólk með börn eða á barneignaraldri sem jafnframt greiði útsvar sitt til sveitarfélagsins fái eignina leigða eða keypta. Við ráðstöfun og auglýsingar verði fyrirvari um endanlega staðfestingu sveitarstjórnar á ráðstöfuninni.“
    Bókun fundar Afgreiðsla 862. fundar byggðarráðs staðfest á 382. fundi sveitarstjórnar 17. apríl 2019 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 862 Lagt fram minnisblað dagsett 18. mars 2019 frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga varðandi áætlun um tekjutap vegna áforma um frystingu framlags ríkisins til Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga árin 2020 og 2021.
    Byggðarráð Sveitarfélagsins Skagafjarðar átelur þau áform sem birtast í fjármálaáætlun ríkisins fyrir árin 2020-2024 um frystingu framlaga til Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga á árunum 2020 og 2021. Vinnubrögð stjórnvalda í málinu eru þeim til mikils vansa en fulltrúum sveitarfélaga var tilkynnt einhliða um þessa ákvörðun fyrir skemmstu og var þar með farið á svig við lög um opinber fjármál sem kveða á um að við mótun fjármálaáætlunar skuli ráðherra leita samkomulags við Samband íslenskra sveitarfélaga.

    Áhrif frystingar framlaga Jöfnunarsjóðs hefur mest áhrif á fámennari og dreifbýlli sveitarfélög utan höfuðborgarsvæðisins og gerir þeim mun erfiðara um vik að veita íbúum sínum sem besta þjónustu. Sem dæmi um þetta má nefna að ef tillagan nær fram að ganga mun áætluð tekjuskerðing Sveitarfélagsins Skagafjarðar nema um 117,9 mkr. á þessu 2ja ára tímabili auk 8,6 mkr. vegna málefna fatlaðs fólks.
    Byggðarráð Sveitarfélagsins Skagafjarðar krefst þess að framangreind tillaga um frystingu framlaga til Jöfnunarsjóðs verði dregin til baka.
    Bókun fundar Stefán Vagn Stefánsson leggur til að sveitarstjórn taki undir bókun byggarrráðs svohljóðandi:

    Sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar átelur þau áform sem birtast í fjármálaáætlun ríkisins fyrir árin 2020-2024 um frystingu framlaga til Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga á árunum 2020 og 2021. Vinnubrögð stjórnvalda í málinu eru þeim til mikils vansa en fulltrúum sveitarfélaga var tilkynnt einhliða um þessa ákvörðun fyrir skemmstu og var þar með farið á svig við lög um opinber fjármál sem kveða á um að við mótun fjármálaáætlunar skuli ráðherra leita samkomulags við Samband íslenskra sveitarfélaga. Áhrif frystingar framlaga Jöfnunarsjóðs hefur mest áhrif á fámennari og dreifbýlli sveitarfélög utan höfuðborgarsvæðisins og gerir þeim mun erfiðara um vik að veita íbúum sínum sem besta þjónustu. Sem dæmi um þetta má nefna að ef tillagan nær fram að ganga mun áætluð tekjuskerðing Sveitarfélagsins Skagafjarðar nema um 117,9 mkr. á þessu 2ja ára tímabili auk 8,6 mkr. vegna málefna fatlaðs fólks. Sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar krefst þess að framangreind tillaga um frystingu framlaga til Jöfnunarsjóðs verði dregin til baka.
    Samþykkt með níu atkvæðum sveitarstjórnar.

    Afgreiðsla 862. fundar byggðarráðs staðfest á 382. fundi sveitarstjórnar 17. apríl 2019 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 862 Lögð fram drög að viðauka númer 1 við fjárhagsáætlun 2019. Viðaukinn gerir ráð fyrir að fjárfesting eignasjóðs hækki um 97,5 mkr. vegna framkvæmda við Aðalgötu 21. Fjárfestingunni verði mætt með aukinni lántöku að fjárhæð 47,5 mkr. og lækkun handbærs fjár um 50,0 mkr.
    Byggðarráð samþykkir með tveimur atkvæðum að vísa viðauka 1 við fjárhagsáætlun 2019 til afgreiðslu sveitarstjórnar.

    Sigurlaug Vordís Eysteinsdóttir fulltrúi VG og óháðra óskar að bóka eftirfarandi:
    VG og óháð standa ekki að samþykkt viðaukans í byggðaráði eða sveitarstjórn. Viljum við jafnframt vekja athygli á því að samkvæmt sveitastjórnarlögum eiga gögn funda að liggja fyrir 24 klst. fyrir fund sem því miður var ekki raunin með viðaukann.

    Sveinn Finster Úlfarsson fulltrúi Byggðalistans óskar að bóka eftirfarandi:
    Ég geri athugasemdir við gerð þessa viðauka, annarsvegar þar sem um er að ræða mikla framúrkeyrslu á verkefni sem Byggðalistinn styður ekki, og hinsvegar þar sem viðbótar kostnaði á að mæta með aukinni lántöku og lækkun á handbæru fé. Eðlilegt þætti að halda þeim línum sem settar voru við fjárhagsáætlanagerð til að sýna ábyrga fjármálastefnu í verki.
    Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðar nr. 18 "Viðauki 1 við fjárhagsáætlun 2019." Samþykkt samhljóða.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 862 Sjá trúnaðarbók. Bókun fundar Afgreiðsla 862. fundar byggðarráðs staðfest á 382. fundi sveitarstjórnar 17. apríl 2019 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 862 Lögð fram samþykkt 264. fundar félags- og tómstundanefndar, þann 20. mars 2019, varðandi viðmiðunarupphæðir ársins 2019 vegna 25. grein laga um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir vegna styrkja til náms, verkfæra- og tækjakaupa.
    Byggðarráð samþykkir fyrirliggjandi viðmiðunarupphæðir og vísar til afgreiðslu sveitarstjórnar.
    Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðar nr. 19 "Viðmiðunarupphæðir 2019 v. 25. gr. laga um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir vegna styrkja til náms, verkfæra- og tækjakaupa." Samþykkt samhljóða.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 862 Lögð fram samþykkt 264. fundar félags- og tómstundanefndar, þann 20. mars 2019, varðandi samstarf um átaksverkefni gegn heimilisofbeldi. Mælt er með því við sveitarstjórn að sveitarfélagið gangi til samstarfs við Lögreglustjórann á Norðurlandi vestra um samvinnu í átaki gegn heimilisofbeldi. Markmið samstarfsins er að auka þekkingarmiðlun og bæta verklag til að taka á heimilisofbeldismálum, veita þolendum og gerendum betri þjónustu, vernda börn sem búa við heimilisofbeldi, vanda rannsókn lögreglu frá upphafi máls og nýta betur úrræði um brottvísun af heimili sem og nálgunarbann.
    Byggðarráð samþykkir fyrirliggjandi samstarfsyfirlýsingu og vísar til afgreiðslu sveitarstjórnar.
    Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðar nr. 20 "Samstarf um átakverkefni gegn heimilisofbeldi." Samþykkt samhljóða.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 862 Lagt fram bréf dagsett 25. mars 2019 frá Eignarhaldsfélaginu Brunabótafélag Íslands varðandi styrktarsjóð EBÍ 2019. Vakin er athygli á að aðildarsveitarfélögum EBÍ er heimilt að senda inn umsókn í sjóðinn sem er vegna sérstakra framfaraverkefna á vegum sveitarfélaganna en ekki vegna almennra rekstrarverkefna þeirra. Umsóknarfrestur er til 30. apríl 2019.
    Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra að kynna málið fyrir sviðsstjórum.
    Bókun fundar Afgreiðsla 862. fundar byggðarráðs staðfest á 382. fundi sveitarstjórnar 17. apríl 2019 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 862 Málinu vísað frá 64. fundi atvinnu-, menningar- og kynningarnefndar þann 1. apríl 2019. Lagt fram erindi frá Hjólreiðafélaginu Drangey dagsett 29.03. 2019 varðandi bikarkeppni HRFÍ sem haldin verður í Skagafirði 23. júní 2019. Óskað er eftir að sveitarfélagið greiði götu félagsins við mótshaldið með ýmsum hætti.
    Byggðarráð tekur jákvætt í erindið og felur sveitarstjóra að bjóða fulltrúum félagsins á næsta fund ráðsins til viðræðu.
    Bókun fundar Afgreiðsla 862. fundar byggðarráðs staðfest á 382. fundi sveitarstjórnar 17. apríl 2019 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 862 Lagður fram tölvupóstur dagsettur 25. mars 2019 frá nefndasviði Alþingis þar sem velferðarnefnd Alþingis sendir til umsagnar frumvarp til laga um breytingu á lögum um ávana- og fíkniefni (neyslurými), 711. mál. Bókun fundar Afgreiðsla 862. fundar byggðarráðs staðfest á 382. fundi sveitarstjórnar 17. apríl 2019 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 862 Lagt fram til kynningar bréf dagsett 18. mars 2019 frá eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga. Fram kemur í bréfinu að nefndin hefur ákveðið að taka til umfjöllunar með hvaða hætti sveitarfélög standa að eftirliti og framkvæmd fjárfestinga á árinu 2019. Bókun fundar Afgreiðsla 862. fundar byggðarráðs staðfest á 382. fundi sveitarstjórnar 17. apríl 2019 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 862 Lagður fram til kynningar ársreikningur Náttúrustofu Norðurlands vestra fyrir árið 2017. Bókun fundar Afgreiðsla 862. fundar byggðarráðs staðfest á 382. fundi sveitarstjórnar 17. apríl 2019 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 862 Rætt um stöðu hitaveitu- og ljósleiðaraframkvæmda í Sveitarfélaginu Skagafirði. Bókun fundar Afgreiðsla 862. fundar byggðarráðs staðfest á 382. fundi sveitarstjórnar 17. apríl 2019 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 862 Lagðar fram til kynningar fundargerðir stjórnar Náttúrustofu Norðurlands vestra frá 18. október og 15. nóvember 2018. Bókun fundar Afgreiðsla 862. fundar byggðarráðs staðfest á 382. fundi sveitarstjórnar 17. apríl 2019 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 862 Lögð fram til kynningar fundargerð stjórnar Náttúrustofu Norðurlands vestra frá 20. mars 2019. Bókun fundar Afgreiðsla 862. fundar byggðarráðs staðfest á 382. fundi sveitarstjórnar 17. apríl 2019 með níu atkvæðum.

27.Byggðarráð Skagafjarðar - 861

Málsnúmer 1903015FVakta málsnúmer

Fundargerð 861. fundar byggðarráðs lögð fram til afgreiðslu á 382. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Stefán Vagn Stefánsson kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 861 Byggðarráð samþykkir að beina því til sveitarstjórnar að framlengja frá og með 1. janúar 2019 samþykkt um tímabundna niðurfellingu gatnagerðargjalda af byggingum íbúðarhúsnæðis af hálfu einstaklinga og verktaka á lóðum við þegar tilbúnar götur á Sauðárkróki, Hofsósi, Varmahlíð og Steinsstöðum. Verði það gert á grundvelli sérstakrar lækkunarheimildar sem hægt er að veita skv. 6. gr. laga um gatnagerðargjöld nr. 153/2006. Lóðir sem niðurfellingin gildir um verði tilgreindar á sérstakan hátt á yfirlitskortum yfir lausar lóðir á heimasíðu sveitarfélagsins. Ofangreind samþykkt um niðurfellingu gatnagerðargjalda gildir um lóðir sem voru byggingarhæfar 1. janúar 2019.
    Jafnframt beinir byggðarráð því til sveitarstjórnar að veita 50% afslátt af gatnagerðargjöldum af nýjum götum sem verða byggingarhæfar og tilbúnar til úthlutunar á árinu 2019.
    Ákvæðið vari til 31. desember 2019. Ákvæðið verður ekki afturvirkt og miðað er við að byggingarleyfi hafi verið veitt innan þessara tímamarka.
    Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðar nr. 17 "Tillaga - tímabundin lækkun og niðurfelling gatnagerðargjalda 2019". Samþykkt samhljóða.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 861 Lagður fram tölvupóstur dagsettur 18. mars 2019 frá vinabæ sveitarfélagsins, Kristianstad í Svíþjóð varðandi dagskrá vinabæjamóts sem verður haldið þar í maí n.k.
    Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra að gera drög að svarbréfi til vinabæjatengiliða.
    Bókun fundar Afgreiðsla 861. fundar byggðarráðs staðfest á 382. fundi sveitarstjórnar 17. apríl 2019 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 861 Lagður fram tölvupóstur dagsettur 11. mars 2019 frá Kvenfélaginu Einingu á Skagaströnd, þar sem félagið leitar eftir stuðningi við fjáröflunarverkefni.
    Byggðarráð þakkar fyrir erindið en samþykkir að synja því.
    Bókun fundar Afgreiðsla 861. fundar byggðarráðs staðfest á 382. fundi sveitarstjórnar 17. apríl 2019 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 861 Lagt fram bréf frá Útlendingastofnun, dagsett 13. mars 2019 varðandi forathugun á vilja sveitarstjórnar til að gera þjónustusamning við stofnunina vegna umsækjenda um alþjóðlega vernd.
    Byggðarráð hefur áður boðist til að taka á móti kvótaflóttamönnum og búa þeim framtíð í sveitarfélaginu. Hvað varðar beiðni Útlendingastofnunar telur sveitarfélagið að það hafi ekki þá innviði eða burði til að taka á móti stórum hópi umsækjenda um vernd, til viðbótar kvótaflóttamönnum. Af því leiðir, að byggðarráð getur ekki orðið við beiðninni að svo komnu máli.
    Bókun fundar Afgreiðsla 861. fundar byggðarráðs staðfest á 382. fundi sveitarstjórnar 17. apríl 2019 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 861 Lagður fram tölvupóstur dagsettur 14. mars 2019 frá nefndasviði Alþingis. Atvinnuveganefnd Alþingis sendir til umsagnar frumvarp til laga um fiskeldi (áhættumat erfðablöndunar, úthlutun eldissvæða, stjórnvaldssektir o.fl.), 647. mál.
    Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra að senda inn umsögn.
    Bókun fundar Afgreiðsla 861. fundar byggðarráðs staðfest á 382. fundi sveitarstjórnar 17. apríl 2019 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 861 Lagður fram til kynningar tölvupóstur dagsettur 13. mars 2019 frá nefndasviði Alþingis. Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis sendir til umsagnar frumvarp til laga um ráðstafanir til hagkvæmrar uppbyggingar háhraða fjarskiptaneta, 639. mál. Bókun fundar Afgreiðsla 861. fundar byggðarráðs staðfest á 382. fundi sveitarstjórnar 17. apríl 2019 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 861 Lagt fram til kynningar bréf dagsett 18. mars 2019 frá Drangey, smábátafélagi Skagafjarðar þar sem eftirfarandi ályktun var samþykkt samhljóða:
    "Félagsfundur Drangeyjar haldinn 17. mars 2019 vill færa sveitarstjórn Skagafjarðar þakkir fyrir góða liðveislu við smábátaútgerð við Skagafjörð bæði í málum er varða byggðakvóta og dragnótaveiðar á innanverðum Skagafirði."
    Bókun fundar Afgreiðsla 861. fundar byggðarráðs staðfest á 382. fundi sveitarstjórnar 17. apríl 2019 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 861 Lagður fram til kynningar tölvupóstur dagsettur 13. mars 2019 frá Íbúðalánasjóði varðandi reglugerð um breytingu á reglugerð um stofnframlög ríkis og sveitarfélaga, húsnæðisstofnanir og almennar íbúðir, nr. 555/2016, þar sem m.a. kveðið á um hækkun á hámarksbyggingarkostnaði almennra íbúða sem skilgreindur er í 12. gr. reglugerðarinnar. Bókun fundar Afgreiðsla 861. fundar byggðarráðs staðfest á 382. fundi sveitarstjórnar 17. apríl 2019 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 861 Lagður fram til kynningar tölvupóstur frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dagsettur 18. mars 2019 varðandi áætlun um tekjutap sveitarfélaga vegna áforma um frystingu framlags ríkisins til Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga árin 2020 og 2021. Bókun fundar Afgreiðsla 861. fundar byggðarráðs staðfest á 382. fundi sveitarstjórnar 17. apríl 2019 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 861 Lagður fram til kynningar tölvupóstur dagsettur 14. mars 2019 frá samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneyti varðandi framsal valds til ráðningar starfsmanna hjá sveitarfélögum. Vísað er til álits umboðsmanns Alþingis, mál nr. 9561/2018. Bókun fundar Afgreiðsla 861. fundar byggðarráðs staðfest á 382. fundi sveitarstjórnar 17. apríl 2019 með níu atkvæðum.

Fundi slitið - kl. 19:00.