Frístundaheimili við Varmahlíðarskóla - tillaga Byggðalista
Málsnúmer 1901161
Vakta málsnúmerFræðslunefnd Svf. Skagafjarðar - 138. fundur - 21.01.2019
Á sveitarstjórnarfundi þann 16. janúar s.l. var samþykkt eftirfarandi tillaga frá Byggðalistanum:
Sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar samþykkir að fela fræðslunefnd og starfsmönnum fjölskyldusviðs að meta þörfina fyrir starfrækslu frístundaheimils við Varmahlíðarskóla, sem og að meta kostnaðinn við rekstur þess á ársgrundvelli.
Laufey Skúladóttir, formaður fræðslunefndar, óskar að eftirfarandi sé bókað: Með vísan til þess að málið var þegar komið á dagskrá fundar fræðslunefndar sbr. 4. lið hér að framan óska fulltrúar meirihlutans bókað að tillaga Byggðalistans var samþykkt á umræddum sveitarstjórnarfundi með fjórum atkvæðum minnihlutans. Meirihluti sveitarstjórnar sat hjá við afgreiðsluna.
Jóhanna Ey Harðardóttir óskar eftirfarandi bókað: Vinna er hafin að framgangi þessa máls og fagna ég henni.
Sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar samþykkir að fela fræðslunefnd og starfsmönnum fjölskyldusviðs að meta þörfina fyrir starfrækslu frístundaheimils við Varmahlíðarskóla, sem og að meta kostnaðinn við rekstur þess á ársgrundvelli.
Laufey Skúladóttir, formaður fræðslunefndar, óskar að eftirfarandi sé bókað: Með vísan til þess að málið var þegar komið á dagskrá fundar fræðslunefndar sbr. 4. lið hér að framan óska fulltrúar meirihlutans bókað að tillaga Byggðalistans var samþykkt á umræddum sveitarstjórnarfundi með fjórum atkvæðum minnihlutans. Meirihluti sveitarstjórnar sat hjá við afgreiðsluna.
Jóhanna Ey Harðardóttir óskar eftirfarandi bókað: Vinna er hafin að framgangi þessa máls og fagna ég henni.
Anna Árnína Stefánsdóttir og Jóhanna Sigurðardóttir sátu undir lið 1-5.
Tillaga; frístundarheimili við Varmahlíðarskóla
Sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar samþykkir að fela fræðslunefnd og starfsmönnum fjölskyldusviðs að meta þörfina fyrir starfrækslu frístundaheimils við Varmahlíðarskóla, sem og að meta kostnaðinn við rekstur þess á ársgrundvelli.
Greinargerð;
Með breyttum tíðaranda hefur vinna utan heimilis í dreifbýli aukist til muna undanfarin ár.
Í Varmahlíðarskóla miðast frístundastarf við skólaaksturinn, sem er áður en hefðbundnum vinnudegi foreldra lýkur. Á þeim heimilum þar sem báðir foreldrar eru útivinnandi getur því skapst sú staða að foreldrar eru ekki komnir heim þegar skóla lýkur og skólabíllinn keyrir börnunum heim.
Tillaga þessi miðar að því að safna þeim upplýsingum sem þarf til að meta þörfina, sem og að greina kostnaðinn við rekstur frístundarheimilis við Varmahlíðarskóla. Sveitarstjórnarfulltrúar geti þannig tekið um það upplýsta ákvörðun hvort bjóða eigi uppá þessa þjónustu við Varmahlíðarskóla, en nú þegar er þesskonar þjónusta í boði á einum stað í sveitarfélaginu, við Árskóla, og hefur gefið góða raun, og væri horft til þess við mat á því hvernig þjónustan ætti að vera.
Mikilvægt er að málið verði tekið fyrir á næsta fundi fræðslunefndar, og niðurstöður kynntar eins fljótt og auðið er, en erindi sama efnis var sent inn til fræðslunefndar í september mánuði síðastliðnum, en hefur nú, 4 mánuðum seinna ekki enn verið tekið fyrir í nefndinni, sem verður að teljast óásættanlegt.
Laufey Kristín Skúladóttir kvaddi sér hljóðs og lagði fram eftirfarandi bókun frá meirihluta sveitarstjórnar, svohljóðandi:
Þann 18. september barst formanni fræðslunefndar og fræðslustjóra ábending um vöntun á vistun eftir skóla í Varmahlíð frá foreldri. Síðan hefur málið verið í skoðun innan fræðsluþjónustunnar, starfsmenn hafa aflað gagna, miðlað upplýsingum og skoðað ýmsar sviðsmyndir. Í kjölfar ábendingarinnar átti formaður fræðslunefndar samtal við málsaðila sem og formann foreldrafélags Leikskólans Birkilundar og benti þeim á að senda formlegt erindi til fræðslunefndar. Það erindi barst svo frá stjórn foreldrafélagsins 10. janúar sl. til formanns fræðslunefndar og sviðsstjóra fjölskyldusviðs og er þegar komið á dagskrá næsta fundar fræðslunefndar. Undir málinu liggur fyrir minnisblað sviðsstjóra fjölskyldusviðs. Vekur þessi tillaga frá Byggðalistanum og ritara fræðslunefndar því furðu, sem og að tillögunni sé ekki beint til viðkomandi fagnefndar, fræðslunefndar, sem fjallar um málið og gerir tillögu til sveitarstjórnar. Í ljósi þessa greiðir meirihluti sveitarstjórnar tillögu Byggðalistans ekki atkvæði sitt enda málið í fullri vinnslu nú þegar og nóg að það sé tekið fyrir í einum dagskrárlið fundar fræðslunefndar.
Þá kvöddu sér hljóðs Bjarni Jónsson og Ólafur Bjarni Harðarson.
Stefán Vagn Stefánsson tók til máls, þá Ólafur Bjarni Haraldsson, Stefán Vagn Stefánsson.
Bjarni Jónsson kvaddi sér hljóðs og lagði fra bókun. Við fulltrúar VG og óháðra styðjum tillöguna og að málið verði skoðað betur í fræðslunefnd. Fögnum við tillögu fyrir sveitarstjórnarfund um það efni frá byggðalista og leggjum áherslu á að málinu verði fylgt eftir.
Gísli Sigurðsson tók til máls.
Stefán Vagn Stefánsson kvaddi sér hljóðs og lagði fram eftirfarandi bókun: Meirihluti ítrekar að málið verður tekið fyrir á næsta fundi fræðslunefndar. Ekki er verið að hafna málinu en óþarfi að vera tvo dagskáliði um sama málið á næsta fundi nefndarinnar.
Tillagan borin upp til afgreiðslu sveitarstjórnar og samþykkt með fjórum atkvæðum en meirihlutinn óskar bókað að hann sitji hjá.