Fara í efni

Reglur um skólavist fósturbarna í leik- og grunnskólum Skagafjarðar

Málsnúmer 1901299

Vakta málsnúmer

Fræðslunefnd Svf. Skagafjarðar - 139. fundur - 28.02.2019

Lögð fram drög að reglum um skólavist fósturbarna í leik- og grunnskólum Skagafjarðar. Á undanförnum misserum hefur óskum um að börn með lögheimili í öðrum sveitarfélögum fái að ganga í skóla í Skagafirði fjölgað. Leitast hefur verið við að verða við þessum óskum enda gera viðmiðunarreglur Sambands íslenskra sveitarfélaga ráð fyrir þeirri meginreglu að komi fram ósk frá lögheimilissveitarfélagi um skólavist í öðru sveitarfélagi skuli orðið við slíkri ósk. Jafnframt er bent á að sveitarfélagi er skylt samkvæmt grunnskólalögum að sjá til þess að nemandi njóti skólavistar, sem hefur verið ráðstafað í tímabundið fóstur til fósturforeldra sem þar eiga lögheimili. Reglum þessum er ætlað að skýra feril slíkra umsókna, samskipti lögheimilissveitarfélags við skólaþjónustu og viðtökuskóla, skil á gögnum og veita leiðbeiningar um samninga um þá þjónustu sem veita skal sem og eftirfylgni vegna skólagöngu barnsins. Fræðslunefnd samþykkir reglurnar fyrir sitt leyti.