-
Veitunefnd - 55
Lagðar voru fyrir fundinn niðurstöður tilboðsopnunar vegna efnisútboðs fyrir lagningu hitaveitu frá Hofsósi að Neðri Ási og Ásgarðsbæjunum.
Alls bárust fjögur tilboð í verkið (tilboðsupphæðir í evrum án vsk);
Ísrör ehf. 408.360
Set ehf. 362.572
Johan Rönning ehf. 412.740
Antares ehf. 463.204
Bragi Þór Haraldsson hjá Verkfræðistofunni Stoð hefur yfirfarið tilboðin og leggur til í umsögn sinni að gengið verði til samninga við lægstbjóðanda, Set ehf.
Veitunefnd samþykkir tilboð frá Set ehf. og felur sviðstjóra að ganga frá samningum um efniskaup vegna verksins.
Bókun fundar
Afgreiðsla 55. fundar veitunefndar staðfest á 381. fundi sveitarstjórnar 13. mars 2019 níu atkvæðum.
-
Veitunefnd - 55
Lögð var fyrir fundinn svohljóðandi tillaga frá Högna Elfari Gylfasyni, fulltrúa Byggðalistans í veitunefnd;
"Fyrirhugað útboð vegna lagningar hitaveitu frá Hofsósi að Neðra-Ási og Ásgarðsbæjum, ásamt komandi lagningum ljósleiðara í Sveitarfélaginu Skagafirði skulu vera opin öllum íslenskum verktakafyrirtækjum er kjósa að gera tilboð í verkin og uppfylla kröfur sem gerðar eru til fyrirtækja í slíkum útboðum. Það skal gert svo tryggð verði eins hagstæð
niðurstaða og mögulegt er fyrir sveitarfélagið og íbúa þess."
Kveðið er á um viðmiðunarfjárhæðir vegna innkaupa í III. kafla, einkum 23. gr. laga um opinber innkaup nr. 120/2016, en ákvæði um viðmiðunarfjárhæðir fyrir útboðsskyldu innanlands taka gildi fyrir sveitarfélög í lok maí n.k. Í 1. mgr. 23. gr. framangreindra laga segir: „Öll innkaup opinberra aðila á vörum og þjónustu yfir 15.500.000 kr. og verkum yfir 49.000.000 kr. skal bjóða út og gera í samræmi við þau innkaupaferli sem nánar er kveðið á um í IV. kafla. Viðmiðunarfjárhæðir vegna innkaupa á opinberum þjónustusamningum um félagsþjónustu og aðra sértæka þjónustu skv. VIII. kafla skulu fara eftir 4. mgr.“ Það verklag er viðhaft hjá Sveitarfélaginu Skagafirði að innkaup sem eru neðan viðmiðunarfjárhæða, hafa iðulega verið boðin út í lokuðu útboði meðal fyrirtækja með lögheimili innan marka sveitarfélagsins. Liggja þar að baki samfélagsleg sjónarmið um eflingu atvinnulífs og samfélagsins í Skagafirði þar sem leitast er við að fjölga störfum og íbúum á svæðinu. Með því að fylgja ofangreindum vinnubrögðum telur meirihluti veitunefndar að unnið sé eftir málefnanlegum sjónarmiðum, lögum og reglum og jafnframt að eins hagkvæmri niðurstöðu og mögulegt er fyrir sveitarfélagið og íbúa þess sé náð.
Verið er að vinna í útboðsgögnum vinnuútboðs ásamt nákvæmri kostnaðaráætlun vegna verktakakostnaðar. Þegar þeirri vinnu er lokið verður tekin ákvörðun um tilhögun útboðs.
Bókun fundar
Afgreiðsla 55. fundar veitunefndar staðfest á 381. fundi sveitarstjórnar 13. mars 2019 níu atkvæðum.
-
Veitunefnd - 55
Lagt var fyrir fundinn erindi frá Rúnari Páli Hreinssyni á Grindum í Deildardal.
Í erindinu lýsir Rúnar yfir óánægju með að ekki sé minnst á lagningu hitaveitu um Deildardal í bókunum hjá veitunefnd vegna fyrirhugaðra hitaveituframkvæmda um Óslandshlíð og Viðvíkursveit.
Veitunefnd þakkar fyrir erindið og áréttar að hönnun á hitaveitulögnum um Deildardal hefur legið fyrir í nokkurn tíma og gert er ráð fyrir tengingum fram Deildardal í hönnun á stofnlögn um Óslandshlíð þótt ekki sé gert ráð fyrir lagningu inn dalinn á þessu ári.
Veitunefnd felur sviðstjóra að kanna áhuga íbúa og fasteignaeigenda á svæðinu á tengingu við hitaveitu.
Bókun fundar
Afgreiðsla 55. fundar veitunefndar staðfest á 381. fundi sveitarstjórnar 13. mars 2019 níu atkvæðum.
-
Veitunefnd - 55
Rætt var um framkvæmdaáætlun Skagafjarðarveitna 2019 - 2023.
Verið er að bíða eftir gögnum sem nauðsynleg eru til ákvarðana varðandi uppbyggingu á hitaveitu í dreifbýli á árunum 2019 - 2023.
Bókun fundar
Afgreiðsla 55. fundar veitunefndar staðfest á 381. fundi sveitarstjórnar 13. mars 2019 níu atkvæðum.
Bjarni Jónsson, Gísli Sigurðsson, Bjarni Jónsson, Jóhanna Ey Harðardóttir og Gísli Sigurðsson kvöddu sér hljóðs.