Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar
1.Veitunefnd - 56
Málsnúmer 1902024FVakta málsnúmer
-
Veitunefnd - 56 Farið var yfir kostnaðaráætlun hitaveitu í Óslandshlíð og Viðvíkursveit.
Nefndin leggur til að boðað verði til kynningafundar vegna verkefnisins þriðjudaginn 12. mars nk. kl 20:30 í Höfðaborg. Bókun fundar Afgreiðsla 56. fundar veitunefndar staðfest á 381. fundi sveitarstjórnar 13. mars 2019 níu atkvæðum. -
Veitunefnd - 56 Lagt var fyrir tilboð frá Fjarskiptasjóði sem byggt er á gögnum sem Sveitarfélagið Skagafjörður skilaði inn sem hluta af forvals gögnum í umsóknarferli Ísland ljóstengt 2019.
Í umsókn Sveitarfélagsins var sótt um styrki til tenginga á alls 88 heimilum. Kostnaður vegna þessara tengingar var áætlaður um 164,5 milljónir eða um 2 milljónir pr. tengingu.
Tilboð Fjarskiptasjóðs hljóðar upp á styrki upp á rúmar 70 milljónir af rúmum 110 milljónum sem Sveitarfélagið sótti um.
Nefndin leggur til að tilboði Fjarskiptasjóðs sé tekið og vísar til byggðarráðs vegna aukinna útgjalda Sveitarfélagsins vegna ljósleiðaravæðingar dreifbýlis. Nefndin harmar það að á lokametrum verkefnisins Ísland ljóstengt sé verið að þvinga stærri kostnaðarhluta verkefnisins yfir á Sveitarfélögin í landinu. Bókun fundar Afgreiðsla 56. fundar veitunefndar staðfest á 381. fundi sveitarstjórnar 13. mars 2019 níu atkvæðum. -
Veitunefnd - 56 Lagt var fyrir minnisblað frá Benedikt Guðmundssyni, Orkustofnun á Akureyri, til Atvinnu- og nýsköpunarráðuneytis vegna hitaveitna í dreifbýli í Skagafirði.
Minnisblaðið er hluti af undirbúningi fyrir framkvæmdaáætlun næstu ára hjá Skagafjarðarveitum þar sem verið er að kanna möguleika á tengingu veitusvæða á Langhúsum og í Hrolleifsdal.
Í minnisblaðinu er tekið saman hverju hitaveituvæðing dreifbýlis í Skagafirði hefur skilað í minni notkun rafmagns vegna rafhitunar.
Árið 2002 var heildarnotkun vegna rafhitunar í Skagafirði tæpar 20GWh og þar af voru 13GWh niðurgreiddar. Í árslok 2018 var heildarnotkun komin niður í 5GWh og þar af 3,6GWh niðurgreiddar.
Heildarframkvæmdakostnaður hitaveitna í dreifbýli frá árinu 2005 eru tæpir 3 milljarðar á núvirði. Bókun fundar Afgreiðsla 56. fundar veitunefndar staðfest á 381. fundi sveitarstjórnar 13. mars 2019 níu atkvæðum. -
Veitunefnd - 56 Lagt var fyrir erindi vegna fyrirspurnar um jörðina Hólavelli í Fljótum, þar sem falast er eftir jörðinni til kaups eða leigu.
Erindið hefur verið tekið fyrir hjá landbúnaðarnefnd og byggðarráði sem víðsaði því til veitunefndar að því leiti sem snýr að jarðhitaréttindum jarðarinnar.
Á jörðinni Hólavellir eru tvær borholur HV-01 og HV-02 og eru í eigu Sveitarfélagsins. Nefndin leggur til að jarðhitaréttindi jarðarinnar verði undanskilin verði jörðin Hólavellir seld.
Bókun fundar Afgreiðsla 56. fundar veitunefndar staðfest á 381. fundi sveitarstjórnar 13. mars 2019 níu atkvæðum.
2.Fundagerðir skólanefndar FNV 2019
Málsnúmer 1901007Vakta málsnúmer
3.Skagfirskar leiguíbúðir hses - 8
Málsnúmer 1902011FVakta málsnúmer
4.Drög að frumvarpi til nýrra lyfjalaga
Málsnúmer 1903097Vakta málsnúmer
Sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar óskar eftir því að heilbrigðisráðuneytið gefi sér tíma til þess að lesa og meta þær fjöldamörgu umsagnir sem borist hafa um drög að nýjum lyfjalögum.
Borið upp til afgreiðslu sveitarstjórnar og samþykkt með átta atkvæðum.
5.Frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 25.1993 um dýrasjúkdóma og varnir gegn þeim, lögum nr. 93.995 um matvæli og lögum nr. 22.1994 um eftirlit með fóðri, áburði og sáðvöru.
Málsnúmer 1903096Vakta málsnúmer
Sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar lýsir jafnframt yfir vonbrigðum með frumvarpið og telur að verði það lögfest muni það ógna lýðheilsu þjóðarinnar og heilbrigði búfjár í landinu en þegar hefur komið fram að Alþjóða heilbrigðisstofnunin (WHO) telur sýklalyfjaónæmi eina helstu ógn sem steðjar að lýðheilsu í heiminum í dag. Það er skoðun sveitarstjórnar að lýðheilsa og matvælaöryggi eigi ávallt að vega þyngra en viðskiptahagsmunir. Flestar þjóðir eru með virkar varnir til handa innlendri matvælaframleiðslu, til viðhalds matvælaöryggi, framleiðslu heilnæmra búvara og til að viðhalda byggð.
Sveitarstjórn leggur áherslu á sjálfsákvörðunarrétt þjóðarinnar og hvetur íslensk stjórnvöld til að kanna hvort endurskoða megi viðkomandi ákvæði innan EES-samningsins með það að markmiði að sækja um undanþágu fyrir Ísland vegna lítillar notkunar á sýklalyfjum í landbúnaði og alþjóðlegra skuldbindinga hvað varðar verndun íslenskra búfjárkynja. Reynist það ekki unnt ber stjórnvöldum að lágmarki að gæta að því að ekki verði opnað fyrir innflutning á ógerilsneyddum og lítt meðhöndluðum dýraafurðum frá þriðju ríkjum, þ.e. utan EES. Jafnframt að tryggja að búfjárafurðir sem fluttar eru til Íslands séu ekki framleiddar þar sem ekki er gerð eins ríkuleg krafa um dýravelferð en farið er fram á gagnvart íslenskum framleiðendum, og að kröfur um sláturhús, kjötvinnslur og sýnatökur verði ekki minni gagnvart innflutningi búfjárfurða frá EES-löndum en eru hér á landi. Þá verði sett ríkuleg skilyrði um upprunamerkingar og rekjanleika innfluttra afurða, auk þess sem eftirlit með matvælum verði stóreflt og skyndisýnatökum beitt í því skyni. Miðað við núverandi stöðu er smitvörnum hér á landi einnig verulega ábótavant og því brýn nauðsyn að sporna með öllum ráðum við því að smitsjúkdómar berist til landsins í innlenda búfjárstofna.
Verði frumvarpið að lögum mun það hafa neikvæð áhrif á starfsumhverfi landbúnaðarins en í Skagafirði eru hundruð beinna og óbeinna starfa tengd landbúnaði í héraðinu. Það væri í hæsta máta óábyrgt af Alþingi Íslendinga að samþykkja frumvarp sem hefur slíkar afleiðingar án þess að tryggja samkeppnisstöðu íslensks landbúnaðar, endurskoða tollasamninga og móta framtíðarsýn fyrir atvinnugreinina.
Borið upp til afgreiðslu sveitarstjórnar og samþykkt með átta atkvæðum.
6.Áheyrnarfulltrúi fræðslunefnd - endurtilnefning
Málsnúmer 1903093Vakta málsnúmer
Gerð er tillaga um Sigurjón Þórðarson.
Samþykkt samhljóða.
7.Heilsueflandi samfélag
Málsnúmer 1809169Vakta málsnúmer
Borið upp til afgreiðslu sveitarstjórnar og samþykkt með átta atkvæðum.
8.Umsókn um langtímalán 2019
Málsnúmer 1901295Vakta málsnúmer
Sveitarstjórn samþykkir hér með að taka verðtryggt lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga ohf. að fjárhæð allt að 348 milljónir króna til 15 ára, í samræmi við samþykkta skilmála lánveitingarinnar sem liggja fyrir fundinum. Til tryggingar láninu standa tekjur sveitarfélagsins, sbr. heimild í 2. mgr. 68. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011. Er lánið tekið til framkvæmda eignasjóðs og hitaveitu og vegna endurfjármögnunar afborgana eldri lána hjá Lánasjóðinum, sbr. 3. gr. laga um stofnun opinbers hlutafélags um Lánasjóð sveitarfélaga nr. 150/2006. Jafnframt er Sigfúsi Inga Sigfússyni, kt. 031175-5349, veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess f.h. Sveitarfélagsins Skagafjarðar að undirrita lánssamning við Lánasjóð sveitarfélaga ohf. sbr. framangreint, sem og til þess að móttaka, undirrita og gefa út, og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengjast lántöku þessari.
Framlagður samningur um langtímalán borinn upp til afgreiðslu sveitarstjórnar og samþykktur með átta atkvæðum.
9.Viðauki 6 við fjárhagsáætlun 2018-2022
Málsnúmer 1903037Vakta málsnúmer
"Lagður fram viðauki 6 við fjárhagsáætlun 2018 ásamt greinargerð. Gert er ráð fyrir að hækka rekstrartekjur um 80 milljónir króna og rekstrargjöld um 37 milljónir króna. Einnig er gert ráð fyrir að viðskiptakröfur hækki um 45 milljónir króna og handbært fé lækki um samsvarandi fjárhæð.
Byggðarráð samþykkir framlagðan viðauka og vísar honum til afgreiðslu sveitarstjórnar."
Framlagður viðauki nr. 6 borinn upp til afgreiðslu sveitarstjórnar og samþykktur með átta atkvæðum.
10.Íbúasamráðsverkefni sambandsins og Akureyrar
Málsnúmer 1902242Vakta málsnúmer
Lagður fram tölvupóstur dagsettur 28. febrúar 2019 frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga varðandi íbúasamráðsverkefni. Öll sveitarfélög hafa tækifæri til að sækja um þátttöku verkefninu. Verkefnið snýst um að aðstoða þátttökusveitarfélögin við að beita þeim samráðsaðferðum sem kynntar eru í handbók sambandsins frá 2017: „Íbúasamráð í sveitarfélögum og þátttaka íbúa“. Gert er ráð fyrir að velja þrjú sveitarfélög til þátttöku til viðbótar við Akureyrarkaupstað, sem átti frumkvæði að verkefninu. Umsókn þarf að styðjast við samþykkt sveitarstjórnar.
Byggðarráð samþykkir fyrir sitt leiti að taka þátt í verkefninu og vísar ákvörðuninni til sveitarstjórnar.
Ákvörðun um að Sveitarfélagið Skagafjörður taki þátt í fyrirliggjandi verkefni, borin upp til afgreiðslu sveitarstjórnar og samþykkt með átta atkvæðum. Álfhildur Leifsdóttir þurfi að víkja af fundi,
11.Gjaldskrá Byggðasafns Skagfirðinga 2019
Málsnúmer 1810026Vakta málsnúmer
"Erindinu vísað frá 63. fundi atvinnu-, menningar- og kynningarnefndar þann 8. febrúar 2019. Tekin fyrir tillaga Berglindar Þorsteinsdóttur, safnstjóra Byggðasafns Skagfirðinga, um breytingu á gjaldskrá Byggðasafnsins fyrir 2019. Byggðarráð samþykkir fyrir sitt leiti að lögheimilisíbúar Sveitarfélagsins Skagafjarðar og Akrahrepps geti keypt aðgangsmiða að safninu sem gildir í heilt ár óháð fjölda heimsókna. Byggðarráð hvetur íbúa sveitarfélaganna til að nýta þennan möguleika. Nefndin vísar erindinu til staðfestingar hreppsnefndar Akrahrepps."
Gjaldskrá Byggðasafns Skagfirðinga 2019, borin upp til afgreiðslu sveitarstjórnar og samþykkt með níu atkvæðm.
12.Greiðslur fyrir stuðningsfjölskyldur 2019
Málsnúmer 1901160Vakta málsnúmer
"Lögð fram bókun frá 262. fundi félags- og tómstundanefndar. Byggðarráð samþykkir að fjárhæðir greiðslna vegna þjónustu stuðningsfjölskylda verði eftirfarandi frá 1. janúar 2019. 1. fl.: Börn sem eru algerlega háð öðrum með athafnir daglegs lífs. Greiddar eru 21.500 kr. fyrir hvern sólarhring. Hækkunin nemur 2.800 kr. á sólarhring. 2. fl.: Börn sem þurfa verulega aðstoð við athafnir daglegs lífs og gæslu. Greiddar eru 19.000 kr. fyrir hvern sólarhring. Hækkunin nemur 4.500 kr. á sólarhring. 3. fl.: Börn sem þurfa minni aðstoð en skv. 1. og 2. fl. en þurfa eftirlit við athafnir daglegs lífs. Greiddar eru 17.000 kr. fyrir hvern sólarhring. Hækkunin nemur 5.800 kr. á sólarhring. Sveitarfélagið greiðir fyrir þjónustu stuðningsfjölskyldu sem veitt er á grundvelli barnaverndarlaga skv. 2.fl. umönnunarmats frá Tryggingarstofnun ríkisins. Sveitarfélagið greiðir fyrir þjónustu stuðningsfjölskyldu sem veitt er á grundvelli félagsþjónustulaga skv. 3.fl. umönnunarmats frá Tryggingarstofnun ríkisins. Gert hefur verið ráð fyrir ofangreindum hækkunum í fjárhagsáætlun 2019.
Borið upp til afgreiðslu sveitarstjórnar og samþykkt með sjö atkvæðum. Bjarni Jónsson og Álfhildur Leifsdóttir óska bókað að þau sitji hjá.
13.Grunnupphæðir fjárhagsaðstoðar 2019
Málsnúmer 1901158Vakta málsnúmer
Lögð fram bókun frá 262. fundi félags- og tómstundanefndar. Byggðarráð samþykkir að grunnfjárhæð fjárhagsaðstoðar frá og með 1. janúar 2019 verði reiknuð með sama hætti og verið hefur, þ.e. viðmið grunnupphæðar fjárhagsaðstoðar árið 2019 verði 82% af ótekjutengdum atvinnuleysisbótum á mánuði eins og þær voru í nóvember 2018. Full fjárhagsaðstoð einstaklings frá og með 1. janúar 2019 er því 229.370 kr."
Borið upp til afgreiðslu sveitarstjórnar og samþykkt með níu atkvæðum.
14.Gjaldskrá fyrir heimaþjónustu í Skagafirði 2019
Málsnúmer 1901156Vakta málsnúmer
"Lögð fram bókun frá 262. fundi félags- og tómstundanefndar. Byggðarráð samþykkir að viðmið gjaldskrár vegna heimaþjónustu verði óbreytt, þ.e. áfram verði miðað við launaflokk 128 með 8% persónuálagi með tengdum gjöldum. Frá fyrsta janúar 2019 verður gjald fyrir hverja klukkustund 3.092 kr. Tekjuviðmið til lækkunar gjalda miðast við greiðslur Tryggingastofnunar."
Borið upp til afgreiðslu sveitarstjórnar og samþykkt með níu atkvæðum.
15.Gjaldskrá Dagdvalar aldraðra 2019
Málsnúmer 1901155Vakta málsnúmer
"Lögð fram bókun frá 262. fundi félags- og tómstundanefndar. Byggðarráð samþykkir með tveimur atkvæðum að hlutur notenda Dagdvalar aldraðra í fæðiskostnaði hækki um 3%, úr 496 kr. í 511 kr. fyrir hverja máltíð. Gjaldskráin gildir frá 1. janúar 2019.
Bjarni Jónsson óskar bókað að hann situr hjá við afgreiðsluna."
Borið upp til afgreiðslu sveitarstjórnar og samþykkt með sjö atkvæðum. Bjarni Jónsson og Álfhildur Leifsdóttir óska bókað að þau sitji hjá.
16.Byggðarráð Skagafjarðar - 856
Málsnúmer 1902003FVakta málsnúmer
-
Byggðarráð Skagafjarðar - 856 Lagt fram til kynningar fundarboð XXXIII. landsþings Sambands íslenskra sveitarfélaga, dagsett 29. janúar 2019. Landsþingið verður haldið föstudaginn 29. mars 2019. Samkvæmt 7. gr. samþykkta Sambands íslenskra sveitarfélaga eru landsþingsfulltrúar sveitarfélagsins og sveitarstjóri boðaðir til fundarins. Bókun fundar Afgreiðsla 856. fundar byggðarráðs staðfest á 381. fundi sveitarstjórnar 13. mars 2019 með níu atkvæðum.
-
Byggðarráð Skagafjarðar - 856 Lagt fram til kynningar ódagsett bréf sem barst þann 1. febrúar 2019 frá Öldu, félagi um sjálfbærni og lýðræði. Varðar erindið ráðgjöf félagsins um skemmri vinnuviku og dýpkun lýðræðisins sem öllum stendur til boða. Bókun fundar Afgreiðsla 856. fundar byggðarráðs staðfest á 381. fundi sveitarstjórnar 13. mars 2019 með níu atkvæðum.
-
Byggðarráð Skagafjarðar - 856 Lögð fram bókun frá 262. fundi félags- og tómstundanefndar.
Byggðarráð samþykkir með tveimur atkvæðum að hlutur notenda Dagdvalar aldraðra í fæðiskostnaði hækki um 3%, úr 496 kr. í 511 kr. fyrir hverja máltíð. Gjaldskráin gildir frá 1. janúar 2019.
Bjarni Jónsson óskar bókað að hann situr hjá við afgreiðsluna. Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðar nr. 16 "Gjaldskrá Dagdvalar aldraðra 2019" Samþykkt samhljóða. -
Byggðarráð Skagafjarðar - 856 Lögð fram bókun frá 262. fundi félags- og tómstundanefndar.
Byggðarráð samþykkir að viðmið gjaldskrár vegna heimaþjónustu verði óbreytt, þ.e. áfram verði miðað við launaflokk 128 með 8% persónuálagi með tengdum gjöldum. Frá fyrsta janúar 2019 verður gjald fyrir hverja klukkustund 3.092 kr. Tekjuviðmið til lækkunar gjalda miðast við greiðslur Tryggingastofnunar. Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðar nr. 17 "Gjaldskrá fyrir heimaþjónustu í Skagafirði 2019" Samþykkt samhljóða. -
Byggðarráð Skagafjarðar - 856 Lögð fram bókun frá 262. fundi félags- og tómstundanefndar.
Byggðarráð samþykkir að grunnfjárhæð fjárhagsaðstoðar frá og með 1. janúar 2019 verði reiknuð með sama hætti og verið hefur, þ.e. viðmið grunnupphæðar fjárhagsaðstoðar árið 2019 verði 82% af ótekjutengdum atvinnuleysisbótum á mánuði eins og þær voru í nóvember 2018. Full fjárhagsaðstoð einstaklings frá og með 1. janúar 2019 er því 229.370 kr. Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðar nr. 18 "Grunnupphæðir fjárhagsaðstoðar 2019" Samþykkt samhljóða. -
Byggðarráð Skagafjarðar - 856 Lögð fram bókun frá 262. fundi félags- og tómstundanefndar.
Byggðarráð samþykkir að fjárhæðir greiðslna vegna þjónustu stuðningsfjölskylda verði eftirfarandi frá 1. janúar 2019. 1. fl.: Börn sem eru algerlega háð öðrum með athafnir daglegs lífs. Greiddar eru 21.500 kr. fyrir hvern sólarhring. Hækkunin nemur 2.800 kr. á sólarhring. 2. fl.: Börn sem þurfa verulega aðstoð við athafnir daglegs lífs og gæslu. Greiddar eru 19.000 kr. fyrir hvern sólarhring. Hækkunin nemur 4.500 kr. á sólarhring. 3. fl.: Börn sem þurfa minni aðstoð en skv. 1. og 2. fl. en þurfa eftirlit við athafnir daglegs lífs. Greiddar eru 17.000 kr. fyrir hvern sólarhring. Hækkunin nemur 5.800 kr. á sólarhring. Sveitarfélagið greiðir fyrir þjónustu stuðningsfjölskyldu sem veitt er á grundvelli barnaverndarlaga skv. 2.fl. umönnunarmats frá Tryggingarstofnun ríkisins. Sveitarfélagið greiðir fyrir þjónustu stuðningsfjölskyldu sem veitt er á grundvelli félagsþjónustulaga skv. 3.fl. umönnunarmats frá Tryggingarstofnun ríkisins. Gert hefur verið ráð fyrir ofangreindum hækkunum í fjárhagsáætlun 2019. Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðar nr. 19 "Greiðslur fyrir stuðningsfjölskyldur 2019" Samþykkt samhljóða. -
Byggðarráð Skagafjarðar - 856 Lagður fram tölvupóstur dagsettur 1. febrúar 2019 úr máli 1902015 hjá embætti sýslumannsins á Norðurlandi vestra. Óskað er umsagnar um umsókn Stefáns Aðalsteinssonar f.h. North Star apartments ehf., kt. 530813-0880, um leyfi til að reka gististað í flokki III að Steinsstaðarskóla, 561 Varmahlíð, F214-1480.
Byggðarráð gerir ekki athugasemd við umsóknina. Bókun fundar Afgreiðsla 856. fundar byggðarráðs staðfest á 381. fundi sveitarstjórnar 13. mars 2019 með níu atkvæðum. -
Byggðarráð Skagafjarðar - 856 Lagt fram ódagsett bréf frá Íbúðalánasjóði, móttekið 1. febrúar 2019, varðandi reglugerð um húsnæðisáætlanir sveitarfélaga. Reglurnar kveða meðal annars á um að öll sveitarfélög skuli gera húsnæðisáætlun til fjögurra ára í senn og hún skuli uppfærð árlega með tilliti til þeirra breytinga sem orðið hafa á forsendum hennar milli ára.
Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra að sjá um að núverandi húsnæðisáætlun verði uppfærð fyrir 1. mars næstkomandi.
Bókun fundar Afgreiðsla 856. fundar byggðarráðs staðfest á 381. fundi sveitarstjórnar 13. mars 2019 með níu atkvæðum. -
Byggðarráð Skagafjarðar - 856 Lagður fram til kynningar tölvupóstur dagsettur 31. janúar 2019 frá nefndasviði Alþingis. Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis sendir til umsagnar frumvarp til laga um breytingu á lögum um kosningar til sveitarstjórna (kosningaaldur), 356. mál. Bókun fundar Afgreiðsla 856. fundar byggðarráðs staðfest á 381. fundi sveitarstjórnar 13. mars 2019 með níu atkvæðum.
- 16.10 1902006 Umsagnarbeiðni þingsályktun stefna til eflingar fólks af erlendum uppruna til þátttöku í íslensku samfélagiByggðarráð Skagafjarðar - 856 Lagður fram til kynningar tölvupóstur dagsettur 31. janúar 2019 frá nefndasviði Alþingis. Velferðarnefnd Alþingis sendir til umsagnar tillögu til þingsályktunar um mótun stefnu sem eflir fólk af erlendum uppruna til þátttöku í íslensku samfélagi, 274. mál. Bókun fundar Afgreiðsla 856. fundar byggðarráðs staðfest á 381. fundi sveitarstjórnar 13. mars 2019 með níu atkvæðum.
-
Byggðarráð Skagafjarðar - 856 Lagður fram til kynningar tölvupóstur dagsettur 31. janúar 2019 frá nefndasviði Alþingis. Velferðarnefnd Alþingis sendir til umsagnar frumvarp til laga um breytingu á lögum um málefni aldraðra (Framkvæmdarsjóður aldraðra) 306. mál. Bókun fundar Afgreiðsla 856. fundar byggðarráðs staðfest á 381. fundi sveitarstjórnar 13. mars 2019 með níu atkvæðum.
-
Byggðarráð Skagafjarðar - 856 Lagt fram til kynningar bréf frá forsætisráðuneytinu, dagsett 28. janúar 2019 varðandi sveitarfélögin og heimsmarkmiðin.
Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun voru einróma samþykkt af aðildarríkjum Sameinuðu þjóðanna árið 2015. Með aðild sinni hafa íslensk stjórnvöld skuldbundið sig til þess að vinna að markmiðunum fram til ársins 2030, bæði á innlendum og erlendum vettvangi. Kynningarfundur verður haldinn á Grand hóteli í Reykjavík þann 15. febrúar 2019. Bókun fundar Afgreiðsla 856. fundar byggðarráðs staðfest á 381. fundi sveitarstjórnar 13. mars 2019 með níu atkvæðum.
17.Veitunefnd - 55
Málsnúmer 1902010FVakta málsnúmer
Bjarni Jónsson, Gísli Sigurðsson, Bjarni Jónsson, Jóhanna Ey Harðardóttir og Gísli Sigurðsson kvöddu sér hljóðs.
-
Veitunefnd - 55 Lagðar voru fyrir fundinn niðurstöður tilboðsopnunar vegna efnisútboðs fyrir lagningu hitaveitu frá Hofsósi að Neðri Ási og Ásgarðsbæjunum.
Alls bárust fjögur tilboð í verkið (tilboðsupphæðir í evrum án vsk);
Ísrör ehf. 408.360
Set ehf. 362.572
Johan Rönning ehf. 412.740
Antares ehf. 463.204
Bragi Þór Haraldsson hjá Verkfræðistofunni Stoð hefur yfirfarið tilboðin og leggur til í umsögn sinni að gengið verði til samninga við lægstbjóðanda, Set ehf.
Veitunefnd samþykkir tilboð frá Set ehf. og felur sviðstjóra að ganga frá samningum um efniskaup vegna verksins. Bókun fundar Afgreiðsla 55. fundar veitunefndar staðfest á 381. fundi sveitarstjórnar 13. mars 2019 níu atkvæðum. - 17.2 1902051 Erindi vegna fyrirhugaðs útboðs vegna lagningar hitaveitu frá Hofsósi að Neðra Ási og ÁsgarðsbæjumVeitunefnd - 55 Lögð var fyrir fundinn svohljóðandi tillaga frá Högna Elfari Gylfasyni, fulltrúa Byggðalistans í veitunefnd;
"Fyrirhugað útboð vegna lagningar hitaveitu frá Hofsósi að Neðra-Ási og Ásgarðsbæjum, ásamt komandi lagningum ljósleiðara í Sveitarfélaginu Skagafirði skulu vera opin öllum íslenskum verktakafyrirtækjum er kjósa að gera tilboð í verkin og uppfylla kröfur sem gerðar eru til fyrirtækja í slíkum útboðum. Það skal gert svo tryggð verði eins hagstæð
niðurstaða og mögulegt er fyrir sveitarfélagið og íbúa þess."
Kveðið er á um viðmiðunarfjárhæðir vegna innkaupa í III. kafla, einkum 23. gr. laga um opinber innkaup nr. 120/2016, en ákvæði um viðmiðunarfjárhæðir fyrir útboðsskyldu innanlands taka gildi fyrir sveitarfélög í lok maí n.k. Í 1. mgr. 23. gr. framangreindra laga segir: „Öll innkaup opinberra aðila á vörum og þjónustu yfir 15.500.000 kr. og verkum yfir 49.000.000 kr. skal bjóða út og gera í samræmi við þau innkaupaferli sem nánar er kveðið á um í IV. kafla. Viðmiðunarfjárhæðir vegna innkaupa á opinberum þjónustusamningum um félagsþjónustu og aðra sértæka þjónustu skv. VIII. kafla skulu fara eftir 4. mgr.“ Það verklag er viðhaft hjá Sveitarfélaginu Skagafirði að innkaup sem eru neðan viðmiðunarfjárhæða, hafa iðulega verið boðin út í lokuðu útboði meðal fyrirtækja með lögheimili innan marka sveitarfélagsins. Liggja þar að baki samfélagsleg sjónarmið um eflingu atvinnulífs og samfélagsins í Skagafirði þar sem leitast er við að fjölga störfum og íbúum á svæðinu. Með því að fylgja ofangreindum vinnubrögðum telur meirihluti veitunefndar að unnið sé eftir málefnanlegum sjónarmiðum, lögum og reglum og jafnframt að eins hagkvæmri niðurstöðu og mögulegt er fyrir sveitarfélagið og íbúa þess sé náð.
Verið er að vinna í útboðsgögnum vinnuútboðs ásamt nákvæmri kostnaðaráætlun vegna verktakakostnaðar. Þegar þeirri vinnu er lokið verður tekin ákvörðun um tilhögun útboðs. Bókun fundar Afgreiðsla 55. fundar veitunefndar staðfest á 381. fundi sveitarstjórnar 13. mars 2019 níu atkvæðum. -
Veitunefnd - 55 Lagt var fyrir fundinn erindi frá Rúnari Páli Hreinssyni á Grindum í Deildardal.
Í erindinu lýsir Rúnar yfir óánægju með að ekki sé minnst á lagningu hitaveitu um Deildardal í bókunum hjá veitunefnd vegna fyrirhugaðra hitaveituframkvæmda um Óslandshlíð og Viðvíkursveit.
Veitunefnd þakkar fyrir erindið og áréttar að hönnun á hitaveitulögnum um Deildardal hefur legið fyrir í nokkurn tíma og gert er ráð fyrir tengingum fram Deildardal í hönnun á stofnlögn um Óslandshlíð þótt ekki sé gert ráð fyrir lagningu inn dalinn á þessu ári.
Veitunefnd felur sviðstjóra að kanna áhuga íbúa og fasteignaeigenda á svæðinu á tengingu við hitaveitu.
Bókun fundar Afgreiðsla 55. fundar veitunefndar staðfest á 381. fundi sveitarstjórnar 13. mars 2019 níu atkvæðum. -
Veitunefnd - 55 Rætt var um framkvæmdaáætlun Skagafjarðarveitna 2019 - 2023.
Verið er að bíða eftir gögnum sem nauðsynleg eru til ákvarðana varðandi uppbyggingu á hitaveitu í dreifbýli á árunum 2019 - 2023.
Bókun fundar Afgreiðsla 55. fundar veitunefndar staðfest á 381. fundi sveitarstjórnar 13. mars 2019 níu atkvæðum.
18.Umhverfis- og samgöngunefnd - 152
Málsnúmer 1903004FVakta málsnúmer
-
Umhverfis- og samgöngunefnd - 152 Farið var yfir núverandi gjaldtöku vegna sorphirðu í dreifbýli og skoðaðar mögulegar útfærslur á breytingum.
Umhverfis- og samgöngunefnd mun standa fyrir íbúafundum vegna sorphirðu í dreifbýli í Varmahlíð, á Hofsósi og í Fljótum í marsmánuði. Á fundunum verður leitað álits íbúa á framtíðarskipulagi sorphirðu í dreifbýli. Bókun fundar Afgreiðsla 152. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 381. fundi sveitarstjórnar 13. mars 2019 með níu atkvæðum.
19.Umhverfis- og samgöngunefnd - 151
Málsnúmer 1902026FVakta málsnúmer
-
Umhverfis- og samgöngunefnd - 151 Fulltrúar frá Kiwanisklúbbnum Freyju, Sigurlaug Vordís Eysteinsdóttir og Sigríður Káradóttir, mættu á fundinn til að fara yfir hugmyndir klúbbsins um samstarf við Sveitarfélagið um uppbyggingu fjölskyldugarðs á Sauðárkróki.
Farið var yfir hugmyndir að staðsetningu fjölskyldugarðs og fyrirkomulag á samstarfi.
Nefndin fagnar frumkvæði Freyjanna og hlakkar til samstarfsins.
Bókun fundar Afgreiðsla 151. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 381. fundi sveitarstjórnar 13. mars 2019 með níu atkvæðum. -
Umhverfis- og samgöngunefnd - 151 Fundargerðir Hafnasambands Íslands frá 18. janúar og 15. febrúar 2019 lagðar fram til kynningar. Bókun fundar Afgreiðsla 151. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 381. fundi sveitarstjórnar 13. mars 2019 með níu atkvæðum.
-
Umhverfis- og samgöngunefnd - 151 Lögð voru fram til kynningar frumdrög að áhættumati fyrir Skagafjarðarhafnir.
Dagur Þór Baldvinsson, hafnarstjóri, fór yfir drögin.
Unnið verður áfram að gerð áhættumats og endanleg útgáfa lögð fyrir nefndina að nýju. Bókun fundar Afgreiðsla 151. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 381. fundi sveitarstjórnar 13. mars 2019 með níu atkvæðum. -
Umhverfis- og samgöngunefnd - 151 Haldin verður samráðsfundur með hagsmunaaðilum vegna nýs deiliskipulags Sauðárkrókshafnar fimmtudaginn 7. mars nk.
Hagsmunaaðilar hafa verið boðaðir á fundinn ásamt ráðgjöfum og fulltrúum umhverfis- og samgöngunefndar og skipulags- og bygginganefndar.
Drög að dagskrá fundarins voru lögð fyrir fundinn. Bókun fundar Afgreiðsla 151. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 381. fundi sveitarstjórnar 13. mars 2019 með níu atkvæðum. -
Umhverfis- og samgöngunefnd - 151 Lagt var fram erindi frá Guðlaugi Skúlasyni, varaformanni umhverfis- og samgöngunefndar, varðandi markaðssetningu Skagafjarðarhafna.
Í erindinu er lagt til að farið verði í sérstaka markaðssetningu á Skagafjarðarhöfnum með hafnarstjóra og þjónustuaðilum hafnarinnar í því skyni að nýta þá innviði sem fyrir eru sem best og festa Skagafjarðarhafnir í sessi sem fýsilegan kost til löndunar sjávarafla.
Nefndin felur hafnarstjóra að ræða við þjónustuaðila um aðkomu að kynningu og markaðssetningu Skagafjarðarhafna. Bókun fundar Á dagskrá fundar umhverfis og samgöngunefndar var tillaga frá Guðlaugi Skúlasyni varaformanni nefndarinnar, varðandi markaðssetningu Skagafjarðarhafna.
Að tillögu Bjarna Jónssonar er tillagan borin upp til afgreiðslu sveitarstjórnar, svohljóðandi:
"Í erindinu er lagt til að farið verði í sérstaka markaðssetningu á Skagafjarðarhöfnum með hafnarstjóra og þjónustuaðilum hafnarinnar í því skyni að nýta þá innviði sem fyrir eru sem best og festa Skagafjarðarhafnir í sessi sem fýsilegan kost til löndunar sjávarafla. Nefndin felur hafnarstjóra að ræða við þjónustuaðila um aðkomu að kynningu og markaðssetningu Skagafjarðarhafna."
Samþykkt með níu atkvæðum.
Afgreiðsla 151. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 381. fundi sveitarstjórnar 13. mars 2019 með níu atkvæðum. -
Umhverfis- og samgöngunefnd - 151 Farið var yfir samantekt á kostnaði vegna sorphirðu árið 2018. Bókun fundar Afgreiðsla 151. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 381. fundi sveitarstjórnar 13. mars 2019 með níu atkvæðum.
20.Umhverfis- og samgöngunefnd - 150
Málsnúmer 1902006FVakta málsnúmer
-
Umhverfis- og samgöngunefnd - 150 Sameiginlegur fundur skipulags- og bygginganefndar og umhverfis- og samgöngunefndar.
Undirbúningsvinna fyrir gerð endurskoðaðs deiliskipulags fyrir hafnarsvæðið á Sauðárkróki er hafin.
Farið var yfir ýmis fyrirliggjandi gögn vegna skipulagsgerðarinnar, m.a. drög að verklýsingu, drög að skipulagslýsingu frá 2016 og frumhugmyndir siglingasviðs Vegagerðarinnar að stækkun Sauðárkrókshafnar frá árinu 2014.
Í drögum að verklýsingu er stutt lýsing á viðfangsefnum endurskoðunar á skipulagi, nálgun skipulagsvinnunnar ásamt tímaáætlun.
Verkfræðistofan Stoð ehf á Sauðárkróki verður ráðgjafi Sveitarfélagsins við gerð deiliskipulagsins og sátu fulltrúar Verkfræðistofunnar fundinn.
Fyrirhugað er að halda fund með hagsmunaaðilum þar sem þeim verður gefinn kostur á að koma á framfæri sínum viðhorfum.
Bókun fundar Afgreiðsla 150. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 381. fundi sveitarstjórnar 13. mars 2019 með níu atkvæðum. -
Umhverfis- og samgöngunefnd - 150 Tekið var fyrir erindi frá Kiwanisklúbbnum Freyju varðandi samstarf við Sveitarfélagið um uppbyggingu fjölskyldugarðs á Sauðárkróki.
Umhverfis- og samgöngunefnd tekur jákvætt í erindið og fagnar frumkvæði Kiwanisklúbbsins Freyju. Fulltrúum frá klúbbnum er boðið að koma á næsta fund nefndarinnar til að kynna málið frekar. Bókun fundar Afgreiðsla 150. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 381. fundi sveitarstjórnar 13. mars 2019 með níu atkvæðum.
21.Skipulags- og byggingarnefnd - 341
Málsnúmer 1902013FVakta málsnúmer
-
Skipulags- og byggingarnefnd - 341 Helgi Jóhann Sigurðsson kt. 140257-5169, þinglýstur eigandi jarðarinnar Reynistaður í Skagafirði, landnúmer 145992 sæki um leyfi til að stofna byggingarreit fyrir vélageymslu á landi jarðarinnar. Framlagðir uppdrættir gerðir á teiknistofunni Samræmi ehf. af Arnari Skjaldarsyni kt. 031167-5829, dagsettir 9. janúar 2019, gera grein fyrir erindinu. Samþykkt með fyrirvara um samþykki minjavarðar. Bókun fundar Afgreiðsla 341. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 380. fundi sveitarstjórnar 13. mars 2019 með níu atkvæðum.
-
Skipulags- og byggingarnefnd - 341 Geirmundur Valtýsson kt. 130444-4829, þinglýstur eigandi Geirmundarstaða í Sæmundarhlíð,landnr. 145972, óskar heimildar skipulags- og byggingarnefndar til að skipta lóð úr landi jarðarinnar skv. meðfylgjandi hnitsettum afstöðuuppdrætti, gerðum á Stoð ehf. verkfræðistofu af Atla Gunnari Arnórssyni. Númer uppdráttar er S-101 í verki 7611-01, dags.7. febrúar 2019. Óskað er eftir því að lóðin fái heitið Geirmundarstaðir 1. Ennfremur er óskað eftir því að lóðin verði leyst úr landbúnaðarnotum. Í umsókn kemur fram að lögbýlaréttur og öll hlunnindi munu áfram tilheyra Geirmundarstöðum (landnr. 145972) eftir ofangreindar breytingar. Erindið samþykkt.
Bókun fundar Afgreiðsla 341. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 380. fundi sveitarstjórnar 13. mars 2019 með níu atkvæðum. -
Skipulags- og byggingarnefnd - 341 Margrét Guðmundsdóttir og Kári Sveinsson hjá Bókhaldsþjónustunni KOM ehf sem er eigandi lögbýlisins Hafrgils II, landnúmer 200339, óska heimildar til nytjaskógræktar á 35,5 hektara svæði í landi jarðarinnar. Meðfylgjandi er hnitsettur uppdráttur af fyrirhuguðu skógræktarsvæði. Niðurstaða skipulags- og byggingarfulltrúa er að umbeðin framkvæmd sé ekki háð mati á umhverfisáhrifum.
Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við sveitarstjórn að umbeðið framkvæmdaleyfi verði veitt.
Bókun fundar Afgreiðsla 341. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 380. fundi sveitarstjórnar 13. mars 2019 með níu atkvæðum. -
Skipulags- og byggingarnefnd - 341 Tillagan að verndarsvæði í byggð, norðurhluti gamla bæjarhlutans á Sauðárkróki, ásamt greinargerð var auglýst í samræmi við 5. grein laga um verndarsvæði í byggð nr. 87/2015. Auglýsingartími var frá 24. október 2018 til og með 7. desember 2018.
Norðurhluti gamla bæjarins á Sauðárkróki er það svæði sem lagt er til að gert verði að verndarsvæði í byggð. Gamli bærinn á Sauðárkróki er elsti hluti byggðarinnar og sá hluti sem hér er tekinn fyrir, norðurhlutinn er jafnframt ysti hluti íbúðabyggðar á Sauðárkróki.
Markmið þess að gera gamla bæinn á Sauðárkróki að sérstöku verndarsvæði er að viðhalda og styrkja byggð á svæðinu á þann hátt að verndun, uppbygging og framþróun haldist í hendur. Skipulags og byggingarnefnd samþykkir tillöguna og leggur til við sveitarstjórn að fyrirliggjandi tillaga að verndarsvæði í byggð verði samþykkt og send mennta- og menningarmálaráðherra í samræmi við ákvæði 4. gr. laga um verndarsvæði í byggð nr. 87/2015.
Bókun fundar Afgreiðsla 341. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 380. fundi sveitarstjórnar 13. mars 2019 með níu atkvæðum. -
Skipulags- og byggingarnefnd - 341 Fyrir liggur lóðayfirlit yfir sjö lóðir við Melatún á Sauðárkróki, grunnmyndir og sneiðingar. Samþykkt að auglýsa lóðirnar lausar til umsóknar að fenginni staðfestingu sveitarstjórnar 13. mars nk. Umsóknir verða afgreiddar miðvikudaginn 27. mars. Dregið verður úr umsóknum verði fleiri en einn umsækjandi um lóð. Bókun fundar Afgreiðsla 341. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 380. fundi sveitarstjórnar 13. mars 2019 með níu atkvæðum.
-
Skipulags- og byggingarnefnd - 341 Farið yfir stöðu málsins, rætt um framvindu og verklag. Samþykkt að boða til fundar með hagsmunaaðilum. Sviðsstjóra veitu- og framkvæmdasviðs og skipulags- og byggingarfulltrúa falið að undirbúa fundinn. Bókun fundar Afgreiðsla 341. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 380. fundi sveitarstjórnar 13. mars 2019 með níu atkvæðum.
-
Skipulags- og byggingarnefnd - 341 Fundargerð 82. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa lögð fram til kynningar. Bókun fundar Afgreiðsla 341. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 380. fundi sveitarstjórnar 13. mars 2019 með níu atkvæðum.
22.Skipulags- og byggingarnefnd - 340
Málsnúmer 1902009FVakta málsnúmer
-
Skipulags- og byggingarnefnd - 340 Sameiginlegur fundur skipulags- og bygginganefndar og umhverfis- og samgöngunefndar.
Undirbúningsvinna fyrir gerð endurskoðaðs deiliskipulags fyrir hafnarsvæðið á Sauðárkróki er hafin.
Farið var yfir ýmis fyrirliggjandi gögn vegna skipulagsgerðarinnar, m.a. drög að verklýsingu, drög að skipulagslýsingu frá 2016 og frumhugmyndir siglingasviðs Vegagerðarinnar að stækkun Sauðárkrókshafnar frá árinu 2014.
Í drögum að verklýsingu er stutt lýsing á viðfangsefnum endurskoðunar á skipulagi, nálgun skipulagsvinnunnar ásamt tímaáætlun.
Verkfræðistofan Stoð ehf á Sauðárkróki verður ráðgjafi Sveitarfélagsins við gerð deiliskipulagsins og sátu fulltrúar Verkfræðistofunnar fundinn.
Fyrirhugað er að halda fund með hagsmunaaðilum þar sem þeim verður gefinn kostur á að koma á framfæri sínum viðhorfum.
Bókun fundar Afgreiðsla 340. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 380. fundi sveitarstjórnar 13. mars 2019 með níu atkvæðum.
23.Landbúnaðarnefnd - 203
Málsnúmer 1902014FVakta málsnúmer
-
Landbúnaðarnefnd - 203 Til stóð að Jón Kolbeinn Jónsson héraðsdýralæknir Norðurlands vestra kæmi á fundinn til viðræðu en hann boðaði forföll.
Umræðum frestað til næsta fundar. Bókun fundar Afgreiðsla 203. fundar landbúnaðarnefndar staðfest á 381. fundi sveitarstjórnar 13. mars 2019 með níu atkvæðum. -
Landbúnaðarnefnd - 203 Lagt fram bréf dagsett 9. janúar 2019 frá Sigursteini Bjarnasyni, f.h. Sjálfseignarstofnunarinnar Eyvindarstaðaheiði, varðandi stofnun veiðifélags um vötn og vatnsföll á Eyvindarstaðaheiði. Um er að ræða Aðalsmannsvatn (Bugavatn), Blönduvatn og Þúfnavatn. Eignarhlutur Sveitarfélagsins Skagafjarðar er 12/17. Sigursteinn kom á fundinn til viðræðu um málið og vék síðan af fundi.
Landbúnaðarnefnd samþykkir að skipa Arnór Gunnarsson og Björn Friðriksson í nefnd til undirbúnings stofnunar veiðifélags um vötn og vatnsföll á Eyvindarstaðaheiði og Jón Sigurjónsson til vara. Bókun fundar Afgreiðsla 203. fundar landbúnaðarnefndar staðfest á 381. fundi sveitarstjórnar 13. mars 2019 með níu atkvæðum. -
Landbúnaðarnefnd - 203 Erindinu vísað frá 853. fundi byggðarráðs þann 16. janúar 2019.
Óskar byggðarráð umsagnar um erindið sem er dagsett 12. janúar 2019 frá Valdísi Jörgensdóttur og Nico Leerink. Þau óska eftir upplýsingum um jörðina Hólavelli í Fljótum, landnúmer 146817, hvort hún sé föl til kaups eða leigu.
Landbúnaðarnefnd ályktar að sveitarstjóra verði falið að selja jörðina Hólavelli í Fljótum ásamt lax- og silungsveiðihlunnindum jarðarinnar og námaréttindum til heimilisnota sem og eftir atvikum jarðhitaréttindum, sbr. síðar. Áður en til sölu kemur skal hið selda afmarkað með sem gleggstum hætti; landfræðileg mörk, réttindi og kvaðir, þ.m.t. gagnvart öðrum jörðum og fjallskilum.
Þau verðmæti sem selja skal verði verðmetin, s.s. lax- og silungsveiðihlunnindi, jarðhitaréttindi og heitavatnsholur að þvi marki sem þessi verðmæti fylgja með í sölunni.
Áður en til sölu kæmi liggi fyrir afstaða veitunefndar til þess hvort hún kjósi að heitavatnsholur og heitavatnsréttindi verði tekin undan við söluna að öllu leyti eða að hluta.
Gert verði ráð fyrir því að jörðin verði seld hæstbjóðanda skv. skilyrðum um eftirgreint sem kunngerð verði í auglýsingu:
a)
Að kaupandi reisi heilsárshús á lóðinni innan 2ja ára (miðað við fokheldi).
b)
Að kaupandi lýsi því yfir að hann hyggi á fasta búsetu á jörðinni.
c)
Að kaupandi sæti þeirri kvöð að jarðhitaréttindi verði einungis nýtt til heimilisnota á jörðinni sjálfri svo sem nánar verði útfært í samráði við veitunefnd áður en jörðin verður auglýst til sölu.
d)
Að sveitarfélagið eigi forkaupsrétt að eigninni við sölu og skuli þá gilda um lax- og silungsveiðihlunnindi og jarðhitaréttindi það verðmat sem gilti við sölu þessa, verðbætt með vísitölu neysluverðs. Að öðru leyti skuli miða við kaupverð bindandi tilboðs eða matsverð eigna, séu þær lægra metnar af dómkvöddum matsmanni en heimilt skal að skjóta mati skv. þessum málslið til dómstóla.
e)
Að sveitarfélaginu sé heimilt að leysa til sín seld jarðhitaréttindi á upphaflegu matsverði skv. 2. mgr. hafi búseta skv. b-lið ekki hafist innan 2ja ára.
Sveitarfélagið, að viðhöfðu samráði við viðeigandi ráðuneyti, gæti þess áður en eignin er boðin til sölu að ríkissjóður muni ekki neyta forkaupsréttar að jarðhita og að fyrirhuguð ráðstöfun jarðhitaréttinda séu sveitarfélaginu að fullu heimil.
Sveitarfélagið skal áskilja sér rétt til þess að taka hvaða boði sem er eða hafna öllum.
Jafnframt samþykkir landbúnaðarnefnd að afnotum jarðarinnar verði sagt upp ef af sölu verður.
Bókun fundar Afgreiðsla 203. fundar landbúnaðarnefndar staðfest á 381. fundi sveitarstjórnar 13. mars 2019 með níu atkvæðum. -
Landbúnaðarnefnd - 203 Lagður fram til kynningar ársreikningur Fjallskilasjóðs Austur-Fljóta fyrir árið 2017. Bókun fundar Afgreiðsla 203. fundar landbúnaðarnefndar staðfest á 381. fundi sveitarstjórnar 13. mars 2019 með níu atkvæðum.
24.Fræðslunefnd - 139
Málsnúmer 1902004FVakta málsnúmer
-
Fræðslunefnd - 139 Lögð fram greinargerð þar sem farið er yfir ýmsa þætti er snúa að fyrirkomulagi framreiðslu matar í Ársölum. Fram hefur komið að samningur við STÁ ehf. rennur út í maílok á þessu ári. Greiningunni er ætlað að vera grunnur að ákvörðun fræðslunefndar um hvort kaupa eigi matinn að eða hvort hann skuli eldaður frá grunni á eldra stigi fyrir allan skólann. Fyrir liggur að eldhúsið á eldra stigi er hannað þannig að hægt er að elda frá grunni án mikilla breytinga en bent er á að leikskólinn er starfræktur í tveimur húsum á Sauðárkróki og gera þyrfti ráðstafanir til að flytja hann á milli húsa með viðunandi hætti. Enn eru nokkur atriði sem þarf að gaumgæfa og skoða áður en ákvörðun er tekin. Fræðslunefnd samþykkir að fresta málinu.
Bjarni Jónsson óskar eftirfarandi bókað:
Undirritaður þakkar vel unnin svör við fyrirspurn fulltrúa VG og óháðra sem lögð var fram á síðasta fundi og munu nýtast til að komast að farsælli niðurstöðu.
Bjarni Jónsson, VG og óháðum
Bókun fundar Afgreiðsla 139. fundar fræðslunefndar staðfest á 381. fundi sveitarstjórnar 13. mars 2019 með níu atkvæðum. -
Fræðslunefnd - 139 Lögð fram greinargerð um möguleika til að koma á heilsdagsvistun í Varmahlíðarskóla fyrir börn í 1.- 4. bekk. Jafnframt var niðurstaða könnunar, sem gerð var meðal foreldra leikskólabarna og barna í 1.-3. bekk grunnskólans þar sem spurt var um þörf og hugsanlega nýtingu á slíku úrræði, kynnt. Niðurstaða könnunarinnar bendir til að þörf á heilsdagsvistun sé talsverð og að þörfin muni einungis aukast í ljósi breyttra atvinnuhátta foreldra í dreifbýli. Miðað við greiningu sem gerð var má ætla að stofnkostnaður við úrræðið verði allt að 4 milljónir króna sem felst í breytingu á húsnæðinu og kaupum á viðeigandi búnaði fyrir úrræðið. Rekstrarkostnaður tekur mið af starfsmannahaldi, daglegri opnun, efniskaupum o.fl. Á móti þeim kostnaði kæmu tekjur vegna vistunar. Ekki er gott að áætla þann kostnað að svo stöddu. Fræðslunefnd ítrekar vilja sinn til að koma á þessari þjónustu og skýtur málinu til umfjöllunar í Samstarfsnefnd Sveitarfélagsins Skagafjarðar og Akrahrepps. Bókun fundar Afgreiðsla 139. fundar fræðslunefndar staðfest á 381. fundi sveitarstjórnar 13. mars 2019 með níu atkvæðum.
-
Fræðslunefnd - 139 Lögð fram drög að reglum um skólavist fósturbarna í leik- og grunnskólum Skagafjarðar. Á undanförnum misserum hefur óskum um að börn með lögheimili í öðrum sveitarfélögum fái að ganga í skóla í Skagafirði fjölgað. Leitast hefur verið við að verða við þessum óskum enda gera viðmiðunarreglur Sambands íslenskra sveitarfélaga ráð fyrir þeirri meginreglu að komi fram ósk frá lögheimilissveitarfélagi um skólavist í öðru sveitarfélagi skuli orðið við slíkri ósk. Jafnframt er bent á að sveitarfélagi er skylt samkvæmt grunnskólalögum að sjá til þess að nemandi njóti skólavistar, sem hefur verið ráðstafað í tímabundið fóstur til fósturforeldra sem þar eiga lögheimili. Reglum þessum er ætlað að skýra feril slíkra umsókna, samskipti lögheimilissveitarfélags við skólaþjónustu og viðtökuskóla, skil á gögnum og veita leiðbeiningar um samninga um þá þjónustu sem veita skal sem og eftirfylgni vegna skólagöngu barnsins. Fræðslunefnd samþykkir reglurnar fyrir sitt leyti. Bókun fundar Afgreiðsla 139. fundar fræðslunefndar staðfest á 381. fundi sveitarstjórnar 13. mars 2019 með níu atkvæðum.
-
Fræðslunefnd - 139 Lögð fram til kynningar ályktun skólaráðs Varmahlíðarskóla, frá 4. febrúar s.l., sem sent var sveitarstjóra Sveitarfélagsins Skagafjarðar, oddvita Akrahrepps og sviðsstjóra fjölskyldusviðs. Í ályktuninni koma fram áhyggjur af húsnæði Varmahlíðarskóla og bent á að ekki eru fyrirhugaðar neinar meiri háttar framkvæmdir við skólann á þessu ári. Jafnframt er lagt fram svar við ályktuninni þar sem fram kemur að sveitarfélögin tvö sem að skólanum standa séu áfram um að hraða ákvörðunartöku um framtíðarskipulag skólahalds í Varmahlíð. Bent er á að nú standi yfir úttekt á grunnskólum Skagafjarðar og er þess vænst að niðurstöður þeirrar úttektar muni skila skýrari mynd af rekstri, viðhorfum og ýmsum álitamálum sem uppi eru varðandi skipulag skólamála í Varmahlíð.
Fræðslunefnd tekur undir áhyggjur skólaráðs af húsnæði skólans og hvetur til þess að ákvörðun um framtíðarskipulag skólamála í Varmahlíð verði hraðað.
Bókun fundar Afgreiðsla 139. fundar fræðslunefndar staðfest á 381. fundi sveitarstjórnar 13. mars 2019 með níu atkvæðum. -
Fræðslunefnd - 139 Gunnar Gíslason ráðgjafi hefur á undanförnum vikum greint rekstur og skipulag grunnskóla í Skagafirði og kynnt niðurstöður sínar fyrir sveitarstjórn, fræðslunefnd og skólastjórnendum. Ráðgert er að kynningar fari fram fyrir starfsmenn skólanna þann 11. og 12. mars n.k. Að þeim kynningum loknum verður skýrsla hans afhent fræðslunefnd og gerð opinber. Bókun fundar Afgreiðsla 139. fundar fræðslunefndar staðfest á 381. fundi sveitarstjórnar 13. mars 2019 með níu atkvæðum.
-
Fræðslunefnd - 139 Lögð fram greinargerð þar sem farið er yfir ýmsa þætti er snúa að fyrirkomulagi matarmála í Árskóla. Fram hefur komið að samningur við Grettistak ehf. rennur út í maílok á þessu ári. Greiningunni er ætlað að vera grunnur að ákvörðun fræðslunefndar um hvort kaupa eigi matinn að eða hvort hann skuli eldaður frá grunni. Fyrir liggur að eldhús Árskóla er hannað sem móttökueldhús og ekki ætlað til framleiðslu matar. Verði ákveðið að eldað skuli frá grunni í Árskóla þarf að búa eldhúsið viðeigandi tækjum og mögulega gera einhverjar breytingar á húsnæði. Skv. tilboði frá Fastus myndu tækjakaupin ein og sér kosta um 8.5 milljónir króna. Enn eru nokkur atriði sem þarf að gaumgæfa og skoða áður en ákvörðun er tekin. Fræðslunefnd samþykkir að fresta málinu.
Bjarni Jónsson óskar eftirfarandi bókað:
Undirritaður þakkar vel unnin svör við fyrirspurn fulltrúa VG og óháðra sem lögð var fram á síðasta fundi og munu nýtast til að komast að farsælli niðurstöðu.
Bjarni Jónsson, VG og óháðum
Bókun fundar Afgreiðsla 139. fundar fræðslunefndar staðfest á 381. fundi sveitarstjórnar 13. mars 2019 með níu atkvæðum. -
Fræðslunefnd - 139 Tekið fyrir erindi frá foreldrum grunnskólabarna í Fljótum þar sem óskað er eftir því að sveitarfélagið kanni þann möguleika að koma öllu tómstundastarfi og íþróttaæfingum nemenda Grunnskólans austan Vatna fyrir innan skólaaksturstíma. Fræðslunefnd tekur jákvætt í erindið og tekur undir bókun félags- og tómstundanefndar frá 20. febrúar s.l. þar sem frístundastjóra er falið að vinna að tillögum í þessum efnum í samráði við hlutaðeigandi aðila. Bókun fundar Afgreiðsla 139. fundar fræðslunefndar staðfest á 381. fundi sveitarstjórnar 13. mars 2019 með níu atkvæðum.
-
Fræðslunefnd - 139 Vegna húsnæðisaðstæðna er lagt til að breyting verði gerð á skóladagatali Varmahlíðarskóla á þann veg að skólaslit í vor verði færð aftur um einn dag. Samþykkt. Bókun fundar Afgreiðsla 139. fundar fræðslunefndar staðfest á 381. fundi sveitarstjórnar 13. mars 2019 með níu atkvæðum.
-
Fræðslunefnd - 139 Lögð fram til kynningar matsskýrsla, svokallaður Skólaspegill, fyrir Árskóla, sem unnin var á haustmánuðum 2018 ásamt umbótaáætlunum. Matsferlið var samstarfsverkefni fræðsluþjónustu Skagafjarðar og skólastjórnenda grunnskólanna í Skagafirði. Lög um grunnskóla gera ráð fyrir þrenns konar mati á skólastarfi, innra mati skóla, mati sveitarfélags og mati menntamálaráðuneytis. Skólaspegill er mat sveitarfélags. Aðferðin er skosk að uppruna og hefur verið í þýðingu og þróun hjá fræðsluþjónustunni og er nú notuð hér í fyrsta sinn með góðfúslegu leyfi skoskra menntamálayfirvalda. Matið að þessu sinni tók til tveggja þátta skólastarfsins. Á haustmánuðum er gert ráð fyrir að matsaferðin verði notuð í fyrsta sinn í Varmahlíðarskóla og síðan í GaV eftir áramót. Fræðslunefnd fagnar þessu nýja matstæki og ítrekar mikilvægi þess að góð matstæki eru grundvöllur að þeirri viðleitni fræðsluyfirvalda að gera gott skólastarf enn betra. Gert er ráð fyrir að fræðslunefnd gefist betra tækifæri til að rýna niðurstöður og umbótaáætlanir Skólaspegilsins á næstunni. Bókun fundar Afgreiðsla 139. fundar fræðslunefndar staðfest á 381. fundi sveitarstjórnar 13. mars 2019 með níu atkvæðum.
-
Fræðslunefnd - 139 Mennta- og menningarmálaráðuneytið hefur ákveðið gera rafræna könnun meðal grunnskóla á því hvernig gengið hefur að innleiða helstu ákvæði aðalnámskrár grunnskóla frá 2011 og 2013. Könnunin er liður í undirbúningi að væntanlegri endurskoðun aðalnámskrár grunnskóla og forgangsröðun slíkrar endurskoðunar. Einnig til að afla upplýsinga um hvernig ráðuneytið getur betur stutt við innleiðingu aðalnámskrárinnar og breytingar á henni. Könnunin verður send rafrænt til skólastjóra allra grunnskóla. Bókun fundar Afgreiðsla 139. fundar fræðslunefndar staðfest á 381. fundi sveitarstjórnar 13. mars 2019 með níu atkvæðum.
25.Félags- og tómstundanefnd - 263
Málsnúmer 1902007FVakta málsnúmer
-
Félags- og tómstundanefnd - 263 Tekið fyrir erindi frá Forvarnarteymi Sveitarfélagsins Skagafjarðar þar sem þess er farið á leit við Sveitarfélagið Skagafjörð að það beiti sér fyrir því að þorrablót sem haldin eru í húsnæði í eigu þess, séu aðeins ætluð einstaklingum sem orðnir eru lögráða. Nefndin tekur undir erindi Forvarnateymis Sveitarfélagsins Skagafjarðar og vísar málinu til Atvinnu-menningar og kynningarnefndar. Bókun fundar Afgreiðsla 263. fundar félags- og tómstundanefndar staðfest á 381. fundi sveitarstjórnar 13. mars 2018 með níu atkvæðum.
-
Félags- og tómstundanefnd - 263 Tekið fyrir erindi frá foreldrum grunnskólabarna í Fljótum þar sem óskað er eftir sveitarfélagið kanni þann möguleika að koma öllu tómstundastarfi og íþróttaæfingum nemenda Grunnskólans austan Vatna fyrir innan skólaaksturstíma. Nefndin tekur jákvætt í erindið og felur frístundastjóra að vinna að tillögum í þessum efnum í samráði við hlutaðeigandi aðila.
Bókun fundar Afgreiðsla 263. fundar félags- og tómstundanefndar staðfest á 381. fundi sveitarstjórnar 13. mars 2018 með níu atkvæðum. -
Félags- og tómstundanefnd - 263 Tekið fyrir erindi stjórnar Íbúa og átthagafélags Fljóta um rekstraröryggi sundlaugarinnar á Sólgörðum. Ekki hefur verið hægt að tryggja nægilega heitt vatn til laugarinnar vegna ástands lagnakerfis.
Félags- og tómstundanefnd hvetur til þess að nauðsynlegu viðhaldi laugarinnar verði hraðað sem mest þannig að rekstraröryggi hennar verði tryggt. Frístundastjóra falið að fylgja málinu eftir.
Bókun fundar Afgreiðsla 263. fundar félags- og tómstundanefndar staðfest á 381. fundi sveitarstjórnar 13. mars 2018 með níu atkvæðum. -
Félags- og tómstundanefnd - 263 Lagt fram minnisblað frístundastjóra um Hvatapeninga þar sem farið var yfir stöðuna frá þeirri breytingu sem gerð var um áramótin síðustu. Lögð er áhersla á að aðilar sem bjóða upp á íþrótta- og tómstundastarfsemi nýti sér Nóra skráningarkerfið. Verið er að vinna að gerð umsóknareyðublaðs vegna barna sem eru í íþróttum og tómstundum sem ekki tengjast Nóra skráningarkerfinu. Eyðublaðið verður sett á heimasíðu sveitarfélagsins. Stefnt er á að sem flestir verði komnir inn í Nóra kerfið í haust.
Bókun fundar Afgreiðsla 263. fundar félags- og tómstundanefndar staðfest á 381. fundi sveitarstjórnar 13. mars 2018 með níu atkvæðum. -
Félags- og tómstundanefnd - 263 Tekið fyrir eitt mál sem var samþykkt. Niðurstaða færð í trúnaðarbók. Bókun fundar Afgreiðsla 263. fundar félags- og tómstundanefndar staðfest á 381. fundi sveitarstjórnar 13. mars 2018 með níu atkvæðum.
26.Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 63
Málsnúmer 1902005FVakta málsnúmer
-
Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 63 Tekin fyrir styrkbeiðni frá Sirkus Íslands dagsett 15.01.2019.
Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd þakkar erindið og felur starfsmönnum nefndarinnar að afla frekari upplýsinga um verkefnið. Bókun fundar Afgreiðsla 63. fundar atvinnu- menningar- og kynningarnefndar staðfest á 381. fundi sveitarstjórnar 13. mars 2019 með níu atkvæðum. -
Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 63 Tekin fyrir styrkbeiðni frá Sögusetri íslenska hestsins dagsett 17.01.2019.
Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd samþykkir að styrkja Sögusetrið um 1.500.000 kr til starfseminnar á árinu 2019. Fjármunir teknir af málaflokki 05890. Bókun fundar Bjárni Jónsson tók til máls og lagði fram eftirfarandi bókun: Undirritaður telur það forsendu styrkveitinga sveitarfélagsins til Söguseturs íslenska hestins á Hólum að starfsmenn Sögusetursins hafi aðsetur í héraðinu og sinni þar starfinu að mestu.
Bjarni Jónsson, VG og óháðum
Afgreiðsla 63. fundar atvinnu- menningar- og kynningarnefndar staðfest á 381. fundi sveitarstjórnar 13. mars 2019 með níu atkvæðum. -
Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 63 Kynnt samantekt á um fjölda félagsheimila sem eru með virkan rekstrarsamning.
Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd felur starfsmönnum nefndarinnar að kanna vilja núverandi rekstraraðila til að endurnýja samninga þar sem samningar eru ekki í gildi. Bókun fundar Afgreiðsla 63. fundar atvinnu- menningar- og kynningarnefndar staðfest á 381. fundi sveitarstjórnar 13. mars 2019 með níu atkvæðum. -
Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 63 Tekin fyrir tillaga Berglindar Þorsteinsdóttur, safnstjóra Byggðasafns Skagfirðinga, um breytingu á gjaldskrá Byggðasafnsins fyrir 2019.
Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd samþykkir að íbúar Sveitarfélagsins Skagafjarðar geti keypt aðgangsmiða að safninu sem gildir í heilt ár óháð fjölda heimsókna. Nefndin hvetur íbúa sveitarfélagsins til að nýta þennan möguleika.
Nefndin vísar erindinu til staðfestingar Byggðaráðs.
Bókun fundar Afgreiðsla 63. fundar atvinnu- menningar- og kynningarnefndar staðfest á 381. fundi sveitarstjórnar 13. mars 2019 með níu atkvæðum. -
Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 63 Lögð fram til umfjöllunar áfangastaðaáætlun fyrir Norðurland að beiðni Atvinnu- og nýsköpunarráðuneytisins dagsett 25. janúar 2019.
Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd vísar skýrslunni til umfjöllunar í samstarfshópi Sveitarfélagsins Skagafjarðar og Félagi ferðaþjónustunnar í Skagafirði. Bókun fundar Afgreiðsla 63. fundar atvinnu- menningar- og kynningarnefndar staðfest á 381. fundi sveitarstjórnar 13. mars 2019 með níu atkvæðum. -
Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 63 Lögð fram skýrsla Þjóðskjalasafns Íslands um starfsemi Héraðsskjalasafns Skagfirðinga og starfsemi héraðsskjalasafna á Íslandi.
Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd óskar eftir að fá héraðsskjalavörð á fund nefndarinnar til að fjalla um niðurstöður skýrslunnar. Bókun fundar Afgreiðsla 63. fundar atvinnu- menningar- og kynningarnefndar staðfest á 381. fundi sveitarstjórnar 13. mars 2019 með níu atkvæðum. -
Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 63 Lagt fram til kynningar bréf frá Atvinnu- og nýsköpunarráðuneytinu dagsett 30.01.2019.
Ráðuneytið varð við öllum breytingartillögum nefndarinnar nema undanþágu frá löndun tvöfalds magns afla.
Bókun fundar Afgreiðsla 63. fundar atvinnu- menningar- og kynningarnefndar staðfest á 381. fundi sveitarstjórnar 13. mars 2019 með níu atkvæðum.
27.Byggðarráð Skagafjarðar - 859
Málsnúmer 1903001FVakta málsnúmer
-
Byggðarráð Skagafjarðar - 859 Lagt fram bréf dagsett 15. febrúar 2019 frá undirbúningsnefnd Varmahlíðarskóla vegna afmælishátíðar sundlaugarinnar í Varmahlíð. Þann 27. ágúst n.k. eru 80 ár liðin frá vígslu sundlaugarinnar.
Byggðarráð tekur jákvætt í erindið og felur Sigfúsi Ólafi Guðmundssyni verkefnastjóra að afla frekari upplýsinga hjá undirbúningsnefndinni. Bókun fundar Afgreiðsla 859. fundar byggðarráðs staðfest á 381. fundi sveitarstjórnar 13. mars 2019 með níu atkvæðum. -
Byggðarráð Skagafjarðar - 859 Lagður fram tölvupóstur dagsettur 28. febrúar 2019 frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga varðandi íbúasamráðsverkefni. Öll sveitarfélög hafa tækifæri til að sækja um þátttöku verkefninu. Verkefnið snýst um að aðstoða þátttökusveitarfélögin við að beita þeim samráðsaðferðum sem kynntar eru í handbók sambandsins frá 2017: „Íbúasamráð í sveitarfélögum og þátttaka íbúa“. Gert er ráð fyrir að velja þrjú sveitarfélög til þátttöku til viðbótar við Akureyrarkaupstað, sem átti frumkvæði að verkefninu. Umsókn þarf að styðjast við samþykkt sveitarstjórnar.
Byggðarráð samþykkir fyrir sitt leiti að taka þátt í verkefninu og vísar ákvörðuninni til sveitarstjórnar.
Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðar nr. 21 "Íbúasamráðsverkefni sambandsins og Akureyrar" Samþykkt samhljóða. -
Byggðarráð Skagafjarðar - 859 Lögð fram umsókn um rekstrarleyfi til sölu gistingar úr máli 1902281 hjá sýslumannsembættinu á Norðurlandi vestra, dagsett 11. febrúar 2019. Óskað er umsagnar um umsókn Magnúsar Sigmundssonar f.h. Hestasport-Ævintýraferða ehf., kt. 500594-2769, um leyfi í flokki II, gististaður án veitinga, frístundahús, vegna Einimels 2a-f.
Byggðarráð gerir ekki athugasemdir við umsóknina. Bókun fundar Afgreiðsla 859. fundar byggðarráðs staðfest á 381. fundi sveitarstjórnar 13. mars 2019 með níu atkvæðum. -
Byggðarráð Skagafjarðar - 859 Lagður fram tölvupóstur dagsettur 28.02. 2019, úr máli 1902434 hjá sýslumannsembættinu á Norðurlandi vestra. Óskað er umsagngar um um umsókn Birgis Þórðarsonar, kt. 070660-5479, um leyfi til að reka gististað í flokki II að Bræðraborg, Ríp 2, sumarhús, fasteignanúmer 2325629, hús númer 30101, 551 Sauðárkróki.
Byggðarráð gerir ekki athugasemdir við umsóknina. Bókun fundar Afgreiðsla 859. fundar byggðarráðs staðfest á 381. fundi sveitarstjórnar 13. mars 2019 með níu atkvæðum. -
Byggðarráð Skagafjarðar - 859 Lagður fram viðauki 6 við fjárhagsáætlun 2018 ásamt greinargerð. Gert er ráð fyrir að hækka rekstrartekjur um 80 milljónir króna og rekstrargjöld um 37 milljónir króna. Einnig er gert ráð fyrir að viðskiptakröfur hækki um 45 milljónir króna og handbært fé lækki um samsvarandi fjárhæð.
Byggðarráð samþykkir framlagðan viðauka og vísar honum til afgreiðslu sveitarstjórnar. Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðar nr. 22 "Viðauki 6 við fjárhagsáætlun 2018-2022" Samþykkt samhljóða. -
Byggðarráð Skagafjarðar - 859 Byggðarráð samþykkir hér með að taka verðtryggt lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga ohf. að fjárhæð allt að 348 milljónir króna til 15 ára, í samræmi við samþykkta skilmála lánveitingarinnar sem liggja fyrir fundinum. Til tryggingar láninu standa tekjur sveitarfélagsins, sbr. heimild í 2. mgr. 68. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011. Er lánið tekið til framkvæmda eignasjóðs og hitaveitu og vegna endurfjármögnunar afborgana eldri lána hjá Lánasjóðinum, sbr. 3. gr. laga um stofnun opinbers hlutafélags um Lánasjóð sveitarfélaga nr. 150/2006. Jafnframt er Sigfúsi Inga Sigfússyni, kt. 031175-5349, veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess f.h. Sveitarfélagsins Skagafjarðar að undirrita lánssamning við Lánasjóð sveitarfélaga ohf. sbr. framangreint, sem og til þess að móttaka, undirrita og gefa út, og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengjast lántöku þessari.
Byggðarráð samþykkir einnig að vísa málinu til afgreiðslu sveitarstjórnar. Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðar nr. 23 "Umsókn um langtímalán 2019" Samþykkt samhljóða. -
Byggðarráð Skagafjarðar - 859 Lagt fram til kynningar afrit af bréfi dagsettu 20. febrúar 2019 frá Heilbrigðisstofnun Norðurlands vestra til Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra, varðandi ítrekun á þörf á byggingu hjúkrunarrýma á Sauðárkróki. Bókun fundar Afgreiðsla 859. fundar byggðarráðs staðfest á 381. fundi sveitarstjórnar 13. mars 2019 með níu atkvæðum.
- 27.8 1902225 Umsagnarbeiðni þingsályktunartillaga um endurskoðun á lagaumhverfi varðandi uppkaup á landiByggðarráð Skagafjarðar - 859 Lagður fram til kynningar tölvupóstur dagsettur 27. febrúar 2019 frá nefndasviði Alþingis. Allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis sendir til umsagnar tillögu til þingsályktunar um endurskoðun á lagaumhverfi er varðar uppkaup á landi, 184. mál. Bókun fundar Afgreiðsla 859. fundar byggðarráðs staðfest á 381. fundi sveitarstjórnar 13. mars 2019 með níu atkvæðum.
-
Byggðarráð Skagafjarðar - 859 Lagður fram til kynningar tölvupóstur dagsettur 21. febrúar 2019 frá nefndasviði Alþingis. Velferðarnefnd Alþingis sendir til umsagnar frumvarp til laga um rétt barna sem aðstandenda, 255. mál.
Byggðarráð fagnar framkomnu frumvarpi og leggur áherslu á að það nái fram að ganga. Bókun fundar Afgreiðsla 859. fundar byggðarráðs staðfest á 381. fundi sveitarstjórnar 13. mars 2019 með níu atkvæðum. -
Byggðarráð Skagafjarðar - 859 Lagður fram til kynningar tölvupóstur dagsettur 21. febrúar 2019 frá nefndasviði Alþingis. Velferðarnefnd Alþingis sendir til umsagnar tillögu til þingsályktunar um velferðartækni, 296. mál. Bókun fundar Afgreiðsla 859. fundar byggðarráðs staðfest á 381. fundi sveitarstjórnar 13. mars 2019 með níu atkvæðum.
28.Byggðarráð Skagafjarðar - 858
Málsnúmer 1902015FVakta málsnúmer
-
Byggðarráð Skagafjarðar - 858 Fulltrúar Orkusölunnar komu á fund byggðarráðs til að kynna fyrirhuguð virkjunaráform í Tungudal í Fljótum.
Byggðarráð þakkar fulltrúum Orkusölunnar fyrir kynningu á mögulegum virkjunarkostum í Tungudal í Fljótum. Málið hefur ekki áður komið inn á borð byggðarráðs enda málið á algeru frumstigi. Eftir fyrstu kynningu á málinu er ljóst að meta þarf áhrif slíkrar framkvæmdar fyrir Fljótin og Skagafjörð, en virkjunin myndi framleiða um 2 MW af rafmagni. Ljóst er afla þarf frekari gagna og fara í meiri rannsóknarvinnu á svæðinu ætli forsvarsmenn þessa verkefnis að halda með það áfram. Bókun fundar Afgreiðsla 858. fundar byggðarráðs staðfest á 381. fundi sveitarstjórnar 13. mars 2019 með níu atkvæðum. -
Byggðarráð Skagafjarðar - 858 Umræður um dragnótaveiðar á Skagafirði og undirbúningur fyrir fund með sjávarútvegsráðherra. Bókun fundar Afgreiðsla 858. fundar byggðarráðs staðfest á 381. fundi sveitarstjórnar 13. mars 2019 með níu atkvæðum.
-
Byggðarráð Skagafjarðar - 858 Málið áður á dagskrá 853. fundi byggðarráðs þann 16. janúar 2019 og því vísað til umsagnar landbúnaðarnefndar. Fyrir fundinum liggur bókun og umsögn 203. fundar landbúnaðarnefndar frá 25. febrúar 2019.
Byggðarráð samþykkir að vísa erindinu til veitunefndar til umsagnar að því leiti er snýr að jarðhitaréttindum jarðarinnar. Bókun fundar Afgreiðsla 858. fundar byggðarráðs staðfest á 381. fundi sveitarstjórnar 13. mars 2019 með níu atkvæðum. -
Byggðarráð Skagafjarðar - 858 Erindinu vísað frá 63. fundi atvinnu-, menningar- og kynningarnefndar þann 8. febrúar 2019. Tekin fyrir tillaga Berglindar Þorsteinsdóttur, safnstjóra Byggðasafns Skagfirðinga, um breytingu á gjaldskrá Byggðasafnsins fyrir 2019. Byggðarráð samþykkir fyrir sitt leiti að lögheimilisíbúar Sveitarfélagsins Skagafjarðar og Akrahrepps geti keypt aðgangsmiða að safninu sem gildir í heilt ár óháð fjölda heimsókna. Byggðarráð hvetur íbúa sveitarfélaganna til að nýta þennan möguleika. Nefndin vísar erindinu til staðfestingar hreppsnefndar Akrahrepps. Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðar nr. 20 "Gjaldskrá Byggðasafns Skagfirðinga 2019" Samþykkt samhljóða.
-
Byggðarráð Skagafjarðar - 858 Málið áður kynnt á 857. fundi byggðarráðs þann 13. febrúar 2019. Lagður fram til kynningar tölvupóstur dagsettur 7. febrúar 2019 frá nefndasviði Alþingis. Velferðarnefnd Alþingis sendir til umsagnar tillögu til þingsályktunar um heilbrigðisstefnu til ársins 2030, 509. mál.
Lögð fram drög að umsögn um tillögu til þingsályktunar um heilbrigðisstefnu til ársins 2030.
Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra að senda framlagða umsögn fyrir hönd sveitarfélagsins. Bókun fundar Afgreiðsla 858. fundar byggðarráðs staðfest á 381. fundi sveitarstjórnar 13. mars 2019 með níu atkvæðum. -
Byggðarráð Skagafjarðar - 858 Lagður fram tölvupóstur úr máli 1902342, dagsettur 21. febrúar 2019 frá embætti sýslumannsins á Norðurlandi vestra. Óskað er umsagnar um umsókn Sigmundar Jóhannessonar, f.h. Félagsheimilisins Höfðaborgar, um tækifærisleyfi skv. 17. gr. laga nr. 85/2007, vegna fjáröflunarskemmtunar sem fyrirhugað er að halda þann 16.03. 2019 n.k. í Höfðaborg.
Byggðarráð gerir ekki athugasemdir við umsóknina. Bókun fundar Afgreiðsla 858. fundar byggðarráðs staðfest á 381. fundi sveitarstjórnar 13. mars 2019 með níu atkvæðum. -
Byggðarráð Skagafjarðar - 858 Málið áður á dagskrá 845. fundar byggðarráðs þann 20. nóvember 2018. Lagt fram verðtilboð frá verkfræðistofunni Mannviti í verkfræðihönnun.
Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra að senda upplýsingar til stjórnar SSNV varðandi verkefnið. Bókun fundar Afgreiðsla 858. fundar byggðarráðs staðfest á 381. fundi sveitarstjórnar 13. mars 2019 með níu atkvæðum. -
Byggðarráð Skagafjarðar - 858 Lagt fram til kynningar boðsbréf dagsett 8. febrúar 2019, frá Kristianstad í Svíþjóð, vinabæ sveitarfélagsins. Boðið er til vinabæjamóts dagana 8. og 9. maí 2019. Bókun fundar Afgreiðsla 858. fundar byggðarráðs staðfest á 381. fundi sveitarstjórnar 13. mars 2019 með níu atkvæðum.
29.Byggðarráð Skagafjarðar - 857
Málsnúmer 1902012FVakta málsnúmer
-
Byggðarráð Skagafjarðar - 857 Fyrir fundinum liggur að úthluta lóðunum Iðutún 2 og Iðutún 21. Björn Ingi Óskarsson fulltrúi hjá sýslumannsembættinu á Norðurlandi vestra sá um framkvæmd á útdrætti á milli umsækjanda hvorrar lóðar fyrir sig. Viðstödd voru umsækjendur og/eða fulltrúar þeirra.
Fyrst var dregið um lóðina Iðutún 21. Þrjár umsóknir bárust um lóðina. Umsækjendur eru Jóhann Helgason og Arna Ingimundardóttir, Sverrir Pétursson, Gunnar Anton Njáll Gunnarsson og Vala María Kristjánsdóttir.
Jóhann Helgason og Arna Ingimundardóttir voru dregin út sem lóðarhafar.
Þrjár umsóknir bárust um lóðina Iðutún 2. Umsækjendur eru Jóhann Helgason og Arna Ingimundardóttir, Guðmundur Helgi Loftsson og Helga Fanney Salmannsdóttir, Sverrir Pétursson. Jóhann Helgason og Arna Ingimundardóttir drógu umsókn sína til baka þannig að dregið var á milli tveggja umsækjanda.
Sverrir Pétursson var dreginn út sem lóðarhafi.
Byggðarráð samþykkir framkvæmd úthlutunar og úthlutar lóðinni Iðutún 2 til Sverris Péturssonar og lóðinni Iðutún 21 er úthlutað til Jóhanns Helgasonar og Örnu Ingimundardóttur. Bókun fundar Afgreiðsla 857. fundar byggðarráðs staðfest á 381. fundi sveitarstjórnar 13. mars 2019 með níu atkvæðum. -
Byggðarráð Skagafjarðar - 857 Lagður fram tölvupóstur dagsettur 4. febrúar 2019 þar sem Númi Jónsson spyrst fyrir um hvort vilji sé til að selja honum fasteignina sem hann leigir nú af sveitarfélaginu, svokallað skólastjórahús að Sólgörðum í Fljótum.
Byggðarráð samþykkir að fasteignin verði ekki seld að svo komnu máli á meðan vinna er í gangi um framtíð staðarins.
Bókun fundar Afgreiðsla 857. fundar byggðarráðs staðfest á 381. fundi sveitarstjórnar 13. mars 2019 með níu atkvæðum. -
Byggðarráð Skagafjarðar - 857 Lagt fram bréf dagsett 8. febrúar 2019 frá hússtjórn Félagsheimilisins Melsgils þar sem óskað er liðsinnis byggðarráðs við að íhlutast um að vegurinn heim að félagsheimilinu verði lagfærður.
Byggðarráð tekur jákvætt í erindið og samþykkir að beina því til veitu- og framkvæmdasviðs til skoðunar. Bókun fundar Afgreiðsla 857. fundar byggðarráðs staðfest á 381. fundi sveitarstjórnar 13. mars 2019 með níu atkvæðum. -
Byggðarráð Skagafjarðar - 857 Lagt fram til kynningar bréf frá Lánasjóði sveitarfélaga dagsett 11. febrúar 2019 þar sem auglýst er eftir framboðum í stjórn Lánasjóðs sveitarfélaga. Kjörnefnd óskar eftir að tilnefningar og/eða framboð sé send í síðasta lagi á hádegi þann 4. mars 2019.
Byggðarráð samþykkir að bréfið verði kynnt sveitarstjórnarmönnum. Bókun fundar Afgreiðsla 857. fundar byggðarráðs staðfest á 381. fundi sveitarstjórnar 13. mars 2019 með níu atkvæðum. -
Byggðarráð Skagafjarðar - 857 Byggðarráð samþykkir að eftirtalin skipi ráðgefandi hóp um aðgengismál:
Ingibjörg Huld Þórðardóttir og Sigurlaug Vordís Eysteinsdóttir eru fulltrúar sveitarfélagsins. Ólafur Rafn Ólafsson frá Sjálfsbjörg og Sigríður Gunnarsdóttir frá Þroskahjálp. Bókun fundar Afgreiðsla 857. fundar byggðarráðs staðfest á 381. fundi sveitarstjórnar 13. mars 2019 með níu atkvæðum. -
Byggðarráð Skagafjarðar - 857 Vesturfarasetrið ses. hefur óskað eftir rökstuðningi vegna ákvörðunar byggðarráðs þann 16. janúar 2019.
Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra að svara erindinu samkvæmt umræðu á fundinum. Bókun fundar Afgreiðsla 857. fundar byggðarráðs staðfest á 381. fundi sveitarstjórnar 13. mars 2019 með níu atkvæðum. -
Byggðarráð Skagafjarðar - 857 Með bréfi dagsettu 4. febrúar 2019 sækir Frímúrarastúkan Mælifell, kt. 580490-1079 um styrk til greiðslu fasteignaskatts skv. 2. mgr., 5. gr. laga um tekjustofna sveitarfélaga nr. 4/1995.
Byggðarráð samþykkir í ljósi fyrirliggjandi gagna og með vísan til reglna sveitarfélagsins að veita styrk sem nemur 30% af álögðum fasteignaskatti árins 2019.
Gísli Sigurðsson vék af fundi við afgreiðslu þessa máls. Bókun fundar Afgreiðsla 857. fundar byggðarráðs staðfest á 381. fundi sveitarstjórnar 13. mars 2019 með átta atkvæðum. Gísli Sigurðsson óskar bókað að hann taki ekki þátt í atkvæðagreiðslu. -
Byggðarráð Skagafjarðar - 857 Lagður fram til kynningar tölvupóstur dagsettur 7. febrúar 2019 frá nefndasviði Alþingis. Velferðarnefnd Alþingis sendir til umsagnar tillögu til þingsályktunar um heilbrigðisstefnu til ársins 2030, 509. mál. Bókun fundar Afgreiðsla 857. fundar byggðarráðs staðfest á 381. fundi sveitarstjórnar 13. mars 2019 með níu atkvæðum.
-
Byggðarráð Skagafjarðar - 857 Lagður fram til kynningar tölvupóstur dagsettur 6. febrúar 2019 frá nefndasviði Alþingis. Velferðarnefnd Alþingis sendir til umsagnar frumvarp til laga um breytingu á ýmsum lögum vegna laga um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga (stofnanir á málefnasviði félags- og barnamálaráðherra), 495. mál. Bókun fundar Afgreiðsla 857. fundar byggðarráðs staðfest á 381. fundi sveitarstjórnar 13. mars 2019 með níu atkvæðum.
-
Byggðarráð Skagafjarðar - 857 Lagt fram til kynningar bréf dagsett 31. janúar 2019 frá Húnavatnshreppi varðandi bókun sveitarstjórnar á 213. fundi þann 30. janúar 2019. Bókun fundar Afgreiðsla 857. fundar byggðarráðs staðfest á 381. fundi sveitarstjórnar 13. mars 2019 með níu atkvæðum.
Fundi slitið - kl. 17:50.