Byggðarráð Skagafjarðar - 857
Málsnúmer 1902012F
Vakta málsnúmerSveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 381. fundur - 13.03.2019
Fundargerð 857. fundar byggðarráðs lögð fram til afgreiðslu á 381. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Stefán Vagn Stefánsson kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
-
Byggðarráð Skagafjarðar - 857 Fyrir fundinum liggur að úthluta lóðunum Iðutún 2 og Iðutún 21. Björn Ingi Óskarsson fulltrúi hjá sýslumannsembættinu á Norðurlandi vestra sá um framkvæmd á útdrætti á milli umsækjanda hvorrar lóðar fyrir sig. Viðstödd voru umsækjendur og/eða fulltrúar þeirra.
Fyrst var dregið um lóðina Iðutún 21. Þrjár umsóknir bárust um lóðina. Umsækjendur eru Jóhann Helgason og Arna Ingimundardóttir, Sverrir Pétursson, Gunnar Anton Njáll Gunnarsson og Vala María Kristjánsdóttir.
Jóhann Helgason og Arna Ingimundardóttir voru dregin út sem lóðarhafar.
Þrjár umsóknir bárust um lóðina Iðutún 2. Umsækjendur eru Jóhann Helgason og Arna Ingimundardóttir, Guðmundur Helgi Loftsson og Helga Fanney Salmannsdóttir, Sverrir Pétursson. Jóhann Helgason og Arna Ingimundardóttir drógu umsókn sína til baka þannig að dregið var á milli tveggja umsækjanda.
Sverrir Pétursson var dreginn út sem lóðarhafi.
Byggðarráð samþykkir framkvæmd úthlutunar og úthlutar lóðinni Iðutún 2 til Sverris Péturssonar og lóðinni Iðutún 21 er úthlutað til Jóhanns Helgasonar og Örnu Ingimundardóttur. Bókun fundar Afgreiðsla 857. fundar byggðarráðs staðfest á 381. fundi sveitarstjórnar 13. mars 2019 með níu atkvæðum. -
Byggðarráð Skagafjarðar - 857 Lagður fram tölvupóstur dagsettur 4. febrúar 2019 þar sem Númi Jónsson spyrst fyrir um hvort vilji sé til að selja honum fasteignina sem hann leigir nú af sveitarfélaginu, svokallað skólastjórahús að Sólgörðum í Fljótum.
Byggðarráð samþykkir að fasteignin verði ekki seld að svo komnu máli á meðan vinna er í gangi um framtíð staðarins.
Bókun fundar Afgreiðsla 857. fundar byggðarráðs staðfest á 381. fundi sveitarstjórnar 13. mars 2019 með níu atkvæðum. -
Byggðarráð Skagafjarðar - 857 Lagt fram bréf dagsett 8. febrúar 2019 frá hússtjórn Félagsheimilisins Melsgils þar sem óskað er liðsinnis byggðarráðs við að íhlutast um að vegurinn heim að félagsheimilinu verði lagfærður.
Byggðarráð tekur jákvætt í erindið og samþykkir að beina því til veitu- og framkvæmdasviðs til skoðunar. Bókun fundar Afgreiðsla 857. fundar byggðarráðs staðfest á 381. fundi sveitarstjórnar 13. mars 2019 með níu atkvæðum. -
Byggðarráð Skagafjarðar - 857 Lagt fram til kynningar bréf frá Lánasjóði sveitarfélaga dagsett 11. febrúar 2019 þar sem auglýst er eftir framboðum í stjórn Lánasjóðs sveitarfélaga. Kjörnefnd óskar eftir að tilnefningar og/eða framboð sé send í síðasta lagi á hádegi þann 4. mars 2019.
Byggðarráð samþykkir að bréfið verði kynnt sveitarstjórnarmönnum. Bókun fundar Afgreiðsla 857. fundar byggðarráðs staðfest á 381. fundi sveitarstjórnar 13. mars 2019 með níu atkvæðum. -
Byggðarráð Skagafjarðar - 857 Byggðarráð samþykkir að eftirtalin skipi ráðgefandi hóp um aðgengismál:
Ingibjörg Huld Þórðardóttir og Sigurlaug Vordís Eysteinsdóttir eru fulltrúar sveitarfélagsins. Ólafur Rafn Ólafsson frá Sjálfsbjörg og Sigríður Gunnarsdóttir frá Þroskahjálp. Bókun fundar Afgreiðsla 857. fundar byggðarráðs staðfest á 381. fundi sveitarstjórnar 13. mars 2019 með níu atkvæðum. -
Byggðarráð Skagafjarðar - 857 Vesturfarasetrið ses. hefur óskað eftir rökstuðningi vegna ákvörðunar byggðarráðs þann 16. janúar 2019.
Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra að svara erindinu samkvæmt umræðu á fundinum. Bókun fundar Afgreiðsla 857. fundar byggðarráðs staðfest á 381. fundi sveitarstjórnar 13. mars 2019 með níu atkvæðum. -
Byggðarráð Skagafjarðar - 857 Með bréfi dagsettu 4. febrúar 2019 sækir Frímúrarastúkan Mælifell, kt. 580490-1079 um styrk til greiðslu fasteignaskatts skv. 2. mgr., 5. gr. laga um tekjustofna sveitarfélaga nr. 4/1995.
Byggðarráð samþykkir í ljósi fyrirliggjandi gagna og með vísan til reglna sveitarfélagsins að veita styrk sem nemur 30% af álögðum fasteignaskatti árins 2019.
Gísli Sigurðsson vék af fundi við afgreiðslu þessa máls. Bókun fundar Afgreiðsla 857. fundar byggðarráðs staðfest á 381. fundi sveitarstjórnar 13. mars 2019 með átta atkvæðum. Gísli Sigurðsson óskar bókað að hann taki ekki þátt í atkvæðagreiðslu. -
Byggðarráð Skagafjarðar - 857 Lagður fram til kynningar tölvupóstur dagsettur 7. febrúar 2019 frá nefndasviði Alþingis. Velferðarnefnd Alþingis sendir til umsagnar tillögu til þingsályktunar um heilbrigðisstefnu til ársins 2030, 509. mál. Bókun fundar Afgreiðsla 857. fundar byggðarráðs staðfest á 381. fundi sveitarstjórnar 13. mars 2019 með níu atkvæðum.
-
Byggðarráð Skagafjarðar - 857 Lagður fram til kynningar tölvupóstur dagsettur 6. febrúar 2019 frá nefndasviði Alþingis. Velferðarnefnd Alþingis sendir til umsagnar frumvarp til laga um breytingu á ýmsum lögum vegna laga um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga (stofnanir á málefnasviði félags- og barnamálaráðherra), 495. mál. Bókun fundar Afgreiðsla 857. fundar byggðarráðs staðfest á 381. fundi sveitarstjórnar 13. mars 2019 með níu atkvæðum.
-
Byggðarráð Skagafjarðar - 857 Lagt fram til kynningar bréf dagsett 31. janúar 2019 frá Húnavatnshreppi varðandi bókun sveitarstjórnar á 213. fundi þann 30. janúar 2019. Bókun fundar Afgreiðsla 857. fundar byggðarráðs staðfest á 381. fundi sveitarstjórnar 13. mars 2019 með níu atkvæðum.