Fara í efni

Ályktun skólaráðs Varmahlíðarskóla

Málsnúmer 1902018

Vakta málsnúmer

Fræðslunefnd Svf. Skagafjarðar - 139. fundur - 28.02.2019

Lögð fram til kynningar ályktun skólaráðs Varmahlíðarskóla, frá 4. febrúar s.l., sem sent var sveitarstjóra Sveitarfélagsins Skagafjarðar, oddvita Akrahrepps og sviðsstjóra fjölskyldusviðs. Í ályktuninni koma fram áhyggjur af húsnæði Varmahlíðarskóla og bent á að ekki eru fyrirhugaðar neinar meiri háttar framkvæmdir við skólann á þessu ári. Jafnframt er lagt fram svar við ályktuninni þar sem fram kemur að sveitarfélögin tvö sem að skólanum standa séu áfram um að hraða ákvörðunartöku um framtíðarskipulag skólahalds í Varmahlíð. Bent er á að nú standi yfir úttekt á grunnskólum Skagafjarðar og er þess vænst að niðurstöður þeirrar úttektar muni skila skýrari mynd af rekstri, viðhorfum og ýmsum álitamálum sem uppi eru varðandi skipulag skólamála í Varmahlíð.
Fræðslunefnd tekur undir áhyggjur skólaráðs af húsnæði skólans og hvetur til þess að ákvörðun um framtíðarskipulag skólamála í Varmahlíð verði hraðað.

Samstarfsnefnd með Akrahreppi - 38. fundur - 21.03.2019

Lögð fram til kynningar ályktun skólaráðs Varmahlíðarskóla og svar oddvita Akrahrepps og sveitarstjóra Sveitarfélagsins Skagafjarðar við henni.