Skólaspegill Árskóla
Málsnúmer 1902094
Vakta málsnúmerFræðslunefnd Svf. Skagafjarðar - 139. fundur - 28.02.2019
Lögð fram til kynningar matsskýrsla, svokallaður Skólaspegill, fyrir Árskóla, sem unnin var á haustmánuðum 2018 ásamt umbótaáætlunum. Matsferlið var samstarfsverkefni fræðsluþjónustu Skagafjarðar og skólastjórnenda grunnskólanna í Skagafirði. Lög um grunnskóla gera ráð fyrir þrenns konar mati á skólastarfi, innra mati skóla, mati sveitarfélags og mati menntamálaráðuneytis. Skólaspegill er mat sveitarfélags. Aðferðin er skosk að uppruna og hefur verið í þýðingu og þróun hjá fræðsluþjónustunni og er nú notuð hér í fyrsta sinn með góðfúslegu leyfi skoskra menntamálayfirvalda. Matið að þessu sinni tók til tveggja þátta skólastarfsins. Á haustmánuðum er gert ráð fyrir að matsaferðin verði notuð í fyrsta sinn í Varmahlíðarskóla og síðan í GaV eftir áramót. Fræðslunefnd fagnar þessu nýja matstæki og ítrekar mikilvægi þess að góð matstæki eru grundvöllur að þeirri viðleitni fræðsluyfirvalda að gera gott skólastarf enn betra. Gert er ráð fyrir að fræðslunefnd gefist betra tækifæri til að rýna niðurstöður og umbótaáætlanir Skólaspegilsins á næstunni.